Vísir - 12.12.1939, Blaðsíða 1

Vísir - 12.12.1939, Blaðsíða 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri itstjórnarskrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 29. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 287. tbl. Vopnahlé og: §amkomu!ag:§- umleiAaiiir iindir nm§|on Þ|oðabandalag:§in§. Rússar hafa frest til kl. 6 til að svara skeyti þingsins. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Þing Þjóðabandalagsins hlýddi í gær á Holsti, full- trúa Finnlands, tala fyrir beiðni þjóðar sinn- ar um stuðning, vegna árásar Rússa. Holsti var svo vel tekið, að eins dæmi eru um ræðumann, í þingsal Þjóðabandalagsins. Holsti lagði áherslu á, að það yrði að hjálpa Finnlandi ekki aðeins með orðum og samþyktum, heldur með öflugri meðulum. Finska stjórnin hefir gefið út hvíta bók (þ. e. opinbera skýrslu), þar sem gerð er grein fyrir samkomulagsum- leitunum Rússa og Finna. Nefnd, sem skipuð var til þess að íhuga deilu Finna og Rússa, samþykti að síma til ríkisstjórna Finnlands og Sovét-Rússlands, að tillögu Butlers, aðstoðar-utan- ííkismálaráðherra Bretlands, að Finnar og Rússar féll- ist á að vopnahlé verði, en þar næst f ari f ram samkomu- lagsumleitanir undir umsjótt Þjóðabancíaiagsíns. Þetta hefir finska stjórnin þegar fallist á, en1 sólarhrings frestur var gefinn, og er hann ekki út runninn fyr en kl. 5 í kvöld (ísl. tími). í Genf, segir í símskeyti frá fréttaritara United Press, er litið á skeytið til Rússa sem sólahrings úrslitakosti. HERSKIPAÁRÁS Á HANGÖ. Herskipaárás Rússa á Hangö á suðvesturodda Finnlands hef- ir reynst árangurslaus, segir í finskum fregnum. Strandvarna- lið Finna þar hefir með góðum árangri skotið á herskip Rússa. í MANNFALL RÚSSA MIKIÐ. Öllum fregnum ber saman um, að mannfall sé mikið í liði Rússa. Eru það vélbyssuskyttur Finna, sem valda mestu tjóni í liði Rússa. I gær stráféllu tvær herdeildir Rússa í slíkri viður- eign. RÚSSAR SEGJA, AÐ FINSKIR FANGAR GANGI 1 HER KUUSINEN. Rússar tilkynna, að finskir hermenn, sem Rússar hafi tekið til fanga, hafi gengið í herdeild, sem Kuusinen sé að mynda. — Kuusinen er maður sá, sem myndaði kommúnistastjórnina í Terijoki á dögunum. LAIDONER HERFORINGI EISTLANDS Á FUNDI MEÐ STALIN OG VOROSHILOV. Það hefir vakið allmkila at- hygli, að Laidoner, yfirherfor- ingi Eistlands, fór í gær á fund Stalins og ræddi í klukkustund við hann og Voroshilov, yfir- herforingja Rauða hersins. Um hvað viðræðurnar hafa snúist hefir ekki verið tilkynt. Viðskiftasamkomulagsum- leitanir Tyrkja og Þjóð- verja strandaðar. Von Papan kalladni* lieim. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn. í morgun. Skeyti frá Helsingfors herma, að menn bíði þar ó- þreyjufullir eftir fregnum af því, sem gerist í Genf. Finnar eru vongóðir um, að Þjóðabandalagið styðji Finnland í verki. FRÁ VÍGSTÖÐVUNUM. — RÚSSUM MISHEPPNAST AÐ SETJA LIÐ Á LAND f PETSAMO. Fregnir þær, sem berast frá vígstöðvunum hníga yfirleitt í sömu átt enn sem komið er að mótspyrna Finna sé mjög harðn- andi, og að þeim hafi til þessa tekist að ónýta öll áform Rússa um stórfelda sókn. Við ofurefli liðs er að etja, en veðráttan er Finnum mjög í hag. Á norðurvígstöðvunum, þar sem Rússar hafa áformað stórkostlega sókn, hefir fannfergi og hríðarveð- ur komið í veg fyrir allar slíkar ráðagerðir. Allar tilraunir Rússa til þess að setja lið á land við Petsamo- fjörðinn, hafa mishepnast, að því er fregnir frá Norður-Noregi herma. Hafa Finnar úrvalsskyttur sínar á ströndinni, búnar vasa-vélbyssum og stórum vélbyssum, og hafa Rússar orðið að jhætta við hverja tilraunina á fætur annari við að setja lið á land þar. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — London í morgun. Samkvæmt áreiðanlegum fregnum í Istanbul eru samkomu- lagsumleitanir Tyrkja og Þjóðverja um viðskifti, farnar út um þúfur. Það, sem erfiðleikunum hefir valdið er það, að ekkert samkomulag náðist um á hvaða vörutegundum skyldi skift. Það er búist við því, að von Papen sendiherra Þýskalands í Ankara, verði kallaður heim, ef honum tekst ekki að ráða fram úr erfiðleikunum. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn. í morgun. ÁGREININGUR MILLI RÚSSA OG ÞJÓÐVERJA. Samkvæmt fregnum frá Búkarest hefir engin olía verið send til Þýskalands að undanförnu, þar sem beðið hefir verið eftir að samkomulag næðist um vöruskifti. Orðrómur er á kreiki um að ágreiningur sé kominn upp milli Rússa og Þjóðverja, um greiðslur fyrir flutning á olíunni gegnum rússneska hluta Pól- Iands. Þýskir menn í Istanbul taka ekki trúanlegan orðróminn um að von Papen verði kvaddur heim. Ágreiningurinn milli Tyrkja og Þjóðverja er um á hvaða vörutegundum skuli skift. SPREN G JUFLU G VÉL. Þessi mynd er sérstök í sinni röð. Hún er tekin í amerískri flugvél, um leið og sá, sem lætur sprengjurnar falla, þrýstir á hnapp og losar þær. Maðurinn liggur á maganum á gólfi flug- vélarinnar. Með hægri hendinni er liann að hleypa niður 1100 punda sprengju. Forðast útgerðarfélög hlutlausu þjóðanna að ílytja þýskar vörur. London í morgun. Einkask. frá United Press. Blaðið News Chronicle skýrir frá því, að fyrstu at- huganir breska siglingaeftir- litsins, sem það Iætur fram fara í skipum, sem tekin eru til skoðunar, til þess að stöðva þýskar útflutnings- vörur, leiði í Ijós, að skipin hafi mjög lítið af þýskum vörum meðferðis, og muni þetta stafa af því, að skipaút- gerðarfélögin forðist að taka þýskar vörur til útflutnings. Skátar heimsækja í dag bæjarbúa í Mið- bænum, Vesturbænum og Skerja- firði fyrir Vetrarhjálpina. Látið þá ekki fara erindisleysu. 'Sundmót skólanna. Skólarnir í bænum héldu hið árlega boðsundsmót sitt i Sundhöllinni í gærlwöldi. Átta skólar tóku þátt í sundinu og bar Háskólinn sigur úr býtum. Vann Háskólinn því bikarinn til fullrar eignar, því að þeir unnu nú í þriðja sinn í röð. Stúdentaráð gaf þennan bikar. Tími Háskólans var 17 mín. 56.3 selc. í fyrra vann Háskól- inn á 18: 28.4 mín. Iðnskólinn varð næstur Há- skólanum á 18:08.0 mín. 3. Verslunarskólinn 18:29.3 mín. 4. Mentaskólinn 18: 31.6 mín. 5. Ingimarsskólinn 19:29.0 m. 6. Stýrimannaskólinn 19: 38.4, I 7. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga 19: 46.0 og 8. Kennaraskólinn 20: 14.8 mín. Sjómaðurinn. Sölubörn, komið í bókabúðina á Laugaveg 18, kl. 9 í fyrratnálið. Alit bresks fiskkaupmanns á fiskverslun íslendinga. Freðfiskurinn getur rutt sér til rúms ef rétt er að farið. Hér hefir dvalið að undanfömu Mr. W. J. Asten fulltrúi Smethurst Ltd. í Grimsby, en það fyrirtæki hefir verið aðal- umboðsmaður og seljandi frysts fiskjar frá íslandi undanfarin ár. Er Mr. Asten hér í erindum fyrirtækis síns til þess að semja við Fiskimálanefnd um sölu á þessum fiski í framtíðinni. — Vísir hafði tal af Mr. Asten í morgun og fer álit hans á fisk- verslun íslendinga hér á eftir. Eg hygg að miklir erfiðleik- ar verði á fiskverslun íslend- inga. Breska stjórnin hefir sett rammar slcorður við ve'rðhækk- un á öllum matvælum, nema fiski. Og þó að fiskur sé undan- skilinn verðeftirlitinu, þá lilýtur liið ahnenna eftirlit með verð- lagi að liafa áhrif á fiskverð- lagið. Ef verðlag á ednni vörutegund hækkar gífurlega, hættir fólk að kaupa liana. Eg vil geta þess, að kjötverðið hefir ekki hækk- að í Bretlandi, nema um 10—15 af hundraði og yfirleitt mun hækkunin ekki meiri á matvæl- um, Meðan svona er ástatt kaupir ahnenningur ekki fisV sem hefir hækkað urh 200— 300%. Nú er ekki matvæla- skorti til að dreifa og þvi er það, að almenningur kaupir ekki eina fæðutegund, ef verð- hækkun á henni keyrir úr liófi fram. Kaupgjald fer sjaldan ört hækkandi, jafnvel ekki á styrj- aldartímum, og þegar svo er á- statt er auðskilið, að ahnenning- ur getur ekki keypt matvæli, sem hafa tvöfaldast eða þre- faldast í verði. Ilér kemur einn- ig annað til greina, sem torveld- ar sölu þessara fisktegunda. Að- alkaupendur þorsks og ýsu eru fiskbúðirnar, Fried Fish Shops. Flutningur fólks úr borgum i sveit hefir mjög lamað þennan atvinnurekstur. í London er ó- hemju fjöldi slíkra fiskbúða, en margir viðskiftamenn þeirra eru fluttir hurt úr borginni. í sveitaliéruðunum, þar sem borgarbúar dvelja nú í þús- undalali, vantar hinsvegar þess- ar fiskbúðir. Yerð það, sem undanfarið liefir verið greitt fyrir þorsk og ýsu, hefir skapast fyrir óvenju- legt ástand, en á enga stoð 1 eðlilegu viðskiftalögmáli. Menn verða að gera sér þetta atriði ljóst. Hátt verðlag freistar framleiðandans til offram- leiðslu, svo markaðir offyllast og verðhrun er afleiðingin. — Þetta átti sér einmitt stað í Englandi í byrjun styrjaldsar- innar. Eg er aðallega riðinn við verslun með freðfisk. Mér virð- ist þessi atvinnugrein íslendinga vera í hættu, ef ekki er tekin rétt stefna. Hinsvegar er ekki ósennilegt, að freðfiskneyslan aukist í Bretlandi meðan styrj- öldin stendur yfir, vegna skorts á nýjum fiski, en þetta er ó- traustur grundvöllur til að byggja á, enda myndu slílc við- skifti falla niður jafnskjótt og friður kæmist á. Þó er það ein- dregin skoðun mín, að markað- ur fyrir freðfisk mun aukast, en ekki liröðum skrefum, enda er það hagfeldasta þróunin. Að- alhættuna fyrir freðfiskverslun- ina tel eg vera þá, að íslending- ar auki framleiðsluna um of, til þess að fullnægja óeðlilegri eft- irspurn, sem skapast af núver- andi styrjöld. Ef þetta færi svo myndu íslendingar, að lolcinni styrjöldinni, sitja uppi með ó- þarflega mörg frystihús, sem framleiddu vöru, sem enginn lcaupandi væri að. Mundi það leiða til harðrar samkepni og verðhruns. Einnig er sú hætta á ferðum, að vörugæðum hrak- aði, þar sem framleiðendur myndu leggja alt kapp á að draga sem mest úr framleiðslu- kostnaðinum, til þess að vera samkepnisfærir. Eg er þeirrar skoðunar, að frystihús þau, sem uu eru starn’ækt a Islándi, nægi fylhlega tíí þess að framleiða það fiskmagn, sem hægt er að selja í Bretlandi með hagnaði bæði fyrir kaupanda og selj- anda og það er vissulega ekki hagur fyrir þessa aðila að auka framleiðslutækin sem stendur á þessu sviði. Bönnuð sala á ógerilsneyddi mjólk. Vegna þess að viss tegund magagarnabólgu (líkl. blóð- kreppusótt), hefir gengið í börnum hér í bæ undanfarnar 2 vikur hefir grunur fallið á, að sýklanna væri að leita í ó- gerilsneyddri mjólk, þar eð sóðaleg meðferð á mat eða mjólk getur verið orsök þessa sjúkdóms. Af þessari ástæðu, og vegna þess að veikin hefir gripið sam- tímis um sig um allan bæinn, hefir héraðslækninum, Magnúsi Péturssyni, þótt öruggara,' að banna sölu á ógerilsneyddri mjólk um stundasakir, á meðan rannsókn fer fram. Sem stend- ur er veríð að rannsaka þetta á rannsóknarstofu Háskólans en þeirri rannsókn er enn ekki lokið. Yísir hafði tal af Jónasi Sveinssyni lækni í dag, og sagði hann, að í sumum þeirra til- fella er hann hefði rannsakað, væri ekki hægt að setja það í samband við neyslu ógeril- sneyddrar mjólkur, enda væri víðar hægt að leita orsakanna en í henni. Þessi magagarnabólga legst þungt á börn, þau geta fengið alt að 40 st. hita, en veik- in er ekki hættuleg ef fullkom- innar varúðar er gætt og lækn- is vitjað í tíma. Einar ól. Sveinsson cand. niag. er fertugur í dag. Reykvíking-ar í Mið- og Vesturbænum og Skerja- firði. Látið skátana ekki fara tóm- henta frá ykkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.