Vísir - 12.12.1939, Blaðsíða 2

Vísir - 12.12.1939, Blaðsíða 2
visir YÍSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚ TGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstrœti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Um ormaveiki o.íl. jpjárveitinganefnd varð fyr- ir liappi miklu, er Jónas Jónsson léöi máls á þvi, að gerast formaður hennar. Er nú komið annað snið á vinnu- brögð þeirrar ágætu nefndar, en áður var, meðan hug- kvæmdasnauðir menn sátu þar yfir fjárlögunum einum. Jónas hefir þann góða kost, að hann lætur sór fátt mannlegt óvið- komandi. Hefir nefndin undir forustu hans unnið að „frum- varpi um bráðabirgðabreyting- ar á nokkrum eldri lögum“. Heitir frumvarp þetta réttu nafni: Frumvarp til laga um nokkrar ráðstafanir vegna nú- verandi styrjaldarástands o. fl. En þingmenn hafa valið frum- varpi þessu ilt heiti og ómak- legt. Kalla þeir það höggorm- inn og henda á milli sín ýmsu gamni um það. Telja þeir að Kióict nf Iju.1 vciuu^uixwx.vi - „ormaveiki“. F undarherbergi nefndarinnar nefna þeir „orma- garð“. Og sumir þeirra segja, að Sigurður Hliðar hafi verið kosinn í nefndina af því að hann er dýralæknir — vegna ormaveikinnar. Svona leyfa þingmenn sér að tala í sinn hóp og er slíkur gáski síst til eftirbreytni. Sann- ast þar enn sem fyr, að laUn heimsins er vanþakklæti. En af dýralækninum er það að segja, að þrátt fyrir tilfæringar hans, lengist ormurinn dag frá degi. Bætti hann þrem álnum við sig í gær og gerði Jónas vaxtarauk- ann. Yar ormurinn upphaflega í 19 liðum og þótti ærið. En nú hafa þrír bæst við. Er það spá manna, að áður en lýkur megi um höggorminn segja líkt og stendur um orminn langa í færeyskri rimu af Ólafi Tryggvasyni: „Atjan alnir og fjöruti var kjölurinn millum stævne.“ Þingmenn ganga nú flestir með tillögu upp á vasann til þess að bæta við þennan risa- snák. Má vera að hann verði á endanum einskonar Miðgarðs- ormur, sem liggur um öll lönd og bítur í sporð sér. Og þótt kykvendi þetta sé ekki með öllu lánlegt, þá er það geysihag- legt, þegar betur er að gætt og hefir ráð undir hverjum hlykk. Er höfuð ormsins svo fagurt, að þingmenn vilja skilja það frá húknum og eiga. Telja þeir að höfuðið muni geta vel þrif- ist, þrátt fyrir aðskilnaðinn og ekki ólíklegt til atkvæðaöflun- ar eftir „höfðatölureglunni“. En að höfðinu sleptu sýnist sitt hverjum. Kunna þó allir að meta hið ágæta starf Jónasar og félaga hans, og undrast raunar stórlega að þeir skyldu hafa nokkurn tíma afgangs til að sinna fjárlögunum. Höfum vér ekki rúm til að rekja orm- inn hlykk fyrir hlyklc. En endahlykkurinn er á þessa leið og stendur Jónas einn að þeirri tillögu: „Hver sá maður, karl eða kona, sem beiðist inngöngu í mentastofnanir, sem starf- ræktar eru af ríkinu eða styrkt- ar af því, skal sanna með votl- orði frá formanni búnaðarfé- lags þeirrar sveitar, sem hann dvelur i, að umsækjandi hafi starfað að minsla kosli eitt ár samfleytt að algengum heimil- isstörfum í sveit eftir 13 ára aldur og lilolið þar góðan vitn- isburð.“ Já, þetla er svona! Ef menn trúa því ekki, geta þeir heðið skjalavörð Alþingis um brevt- ingartillögur Jónasar Jónsson- ar á þingskjali 414. Þess er vert að geta að þetta er langsamlega snjallasta tillag- an. Hefir flutningsmanninum réttilega fundist svo til um hugkvæmni sína, að hann hef- ir ekki hleypt neinum með- flutningsmanni að. Hver efast um að það sé nauðsynleg stvrj- aldarráðstöfun, að menn sendi börnin sin út á land árlangt, og eigi það undir „góðum vitnis- burði“ einhvers hriflubónda hvort þau fá nokkurntíma inn- göngu i skóla eða ekki? Svona styrjaldarráðstafanir mæla með sér sjálfar. Og er það nokkur furða þótt góðir menn úr aðalflokkum þingsins taki höndum saman um að lilaða undir séníið, sem tillöguna flyt- ur? Er ekki sjálfsagt að Jónas Jónsson setji stimpil sinn á alt mentalíf í landinu? Er ekki auð- sætt að slíkum manni múni kki nægja formenskan í menta- málaráðinu, heldur beri lika að leggja þjóðvinafélagið undir hann? Á ekki Alþingi að af- henda honum alla listamanna- styrkina til úthlutunar alveg orðalaust? Jú, vissulega. Enda mun þess ekki langt að bíða. a Höfuðið á högg- orminum. Meirihluti fjárveitinganefnd- ar hefir nýlega borið fram frv. til laga um nokkrar ráðstaf- anir vegna núverandi styrjald- arástands o. fl., en meðal þing- manna hefir frumvarpið verið nefnt ,höggormurinn‘, með því að það kemur víða við og ó- þægilega fyrir ýmsar stéttir manna. í leiðara hlaðsins í dag er frumvarp þetta rætt, og þess getið, að í ráði sé áð skilja höfuðið frá bolnum. Birtir Vís- ir því þennan hluta frumvarps- ins, en mun e. t. v. síðar ræða aðra liði þess, eftir þvi sem á- stæða gefst til. 1. gr. Ríkisstjórnin skal, eft- ii tilnéfningu þriggja stærstu þingflokkanna, skipa þriggja manna bjargráðanefnd til eins árs í senn, til að liafa á hendi framkvæmdir til framleiðshi- hóta og bjargráða undir yfir- stjórn ráðherra. Nefndin gerir tillögur um og hefir á hendi: 1. Ráðstöfun á fé því, sem veitt er í fjárlögum til fram- leiðslubóta og bjargráða í erf- iðu árferði. Fé þessu skal var- ið til atvinnuaukningar, eink- um til garðræktar, hagnýtingar fiskúrgangs til áburðar, þara tekju, framræslu lands, fyrir- hleðslu, lendingarbóta, eldivið arvinslu, smíði smábáta, bygg- ingar húsa úr innlendu efni, svo sem vikri og torfi, vega- gerðar og annara hagnýtra framkvæmda, og til þess að stuðla að þvi, að atvinnulausu fjölskyldufólki verði komið fyrir á sveitaheimilum. 2. Ráðstöfun atvinnulausra verkfærra framfærsluþurfa, er sveitarstjórn hefir ekki komið i vinnu. Heimilt er að ráðstafa slíkum mönnum til starfs hvar sem er á landinu, á heimili, til atvinnufyrirtækja og i vinnu- flokka undir opinberri stjórn Jólatónleikai* Tónlistafélagsins: Stærsta tónlístarverk, sem leikið hefir verið á landi hér. »Sköpunin« eftir Haydn. Tíðindamaður Vísis kom af tilviljun inn í Útvarpssal, þar sem verið var að halda stórfelda söngæfingu. Þar stóð Páll ís- ólfsson, snöggklæddur, með taktstokk í hendi og kófsveittur. „Hvað stendur hér til?“ spyr eg Pál strax og færi gefst. „Það eru jólahljómleikar Tónlistafélagsins, sem verið er að undirbúa.“ Eg bað Pál að segja lesend- um blaðsins alt af létta og fór- ust honum svo orð: , Þetta eru stærstu og að þvi leyti merkilegustu hljómleikar, sem hér lrafa verið haldnir, að þetla er í fyrsta skifti, sem óra- torium hefir verið flutt hér í heilu lagi. Þáð er óratorium eða helgimál, eins og það hefir ver- ið kallað á voru máli, eftir Joseph Haydn, sem við erum að æfa. Er það talið besta verk þess ágæta tónskálds og meöal frægustu tónverka heimsins. Haydn var orðinn gamall þegar hann samdi verkið; kominn yfir sextugt. Hann gerði það að áeggjan vinar síns, austurríska skáldsins barón van Swietcn, sem samdi þýska textann eftir enskri fyrirmynd, sem Haydn hafði liaft heim með sér frá Englándi.“ „Verkið heitir á þýslcu „Die Schöphung“ (Sköpunin) og segir frá sköpun heimsins frá því „að orðið var hjá guði“ og alt fram undir syndafallið. Er það í þrem köflum eða þáttum og 34 atriðum. Skiftist þar á framsögn, aríur og kórar. Ein- söngshlutverlc eru 5, sungin af Elísabet Einarsdóttur, Guðrúnu Ágústsdóttur, Gunnari Pálssyni, Arnóri Halldórssyni og Sigurði Markan, svo að þú sérð að hvert hlutverk er vel skipað.“ * „Og livað er um sjálfan kór- inn?“ „í kórnum eru um 70 manns. Það er að mestu sama kven- fólkið og söng hjá okkur í fyrra og svo karlakórinn „Kátir fé- lagar“. Alt einvalalið, ungar og fráskar raddir, enda heyrir þú hljóminn4, segir Páll og lítur þeim augum á mig, að eg forð- ast að hreyfa nokkrum and- mælum. „Undir söngnum Ieikur 33 manna hljómsveit (Hljómsveit Reykjavíkur) og ungfrú Anna Péturss á flygil.“ „Og livar á svo slagurinn að standa?“ „Sú spurning hefir nú valdið okkur nokkrum Iieilabrotum. Samkomuhús bæjarins eru öll of lítil, livergi liægt að koma kór og "hljómsveit fyrir. En Tónlistafélagið liefir ráð undir rifi hverju. Úti í Kaupmanna- eða með öðrum hætti. Nefndin semur um stax-fskjör þeirra, sem á þennan hátt er ráðstaf- að, og hefir fullnaðarúrskurð- arvald um vinnuskyldu allra þeirra, sem hún eða sveitai- stjórn ráðstafar lil vinnu. Stjórnarráðið skal annast skrifstofustörf fyrir nefndina. Búnaðarfélag íslands skal veita nefndinni hjálp við að koma mönnum fyrir í vinnu á sveita- heimilum. Meðan ákvæði þessi eru í gildi skal, að því er Reykjavik snertir, frestað framkvæmd Iaga nr. 4, 9. jan. 1935, um vinnumiðlun, og síðari viðauka við þau lög. höfn er hús, sem kallað er „Forum“. Þar eru stundum haldnir meiri háttar hljómleik- ar, en aðallega er þetta geysi- stór sýningarskáli og eru þar meðal annars haldnar bifreiða- sýningar. Frá bifreiðasýningun- um í „Forum“ í Kaupmanna- höfn leitaði hugurinn hérna vestur í bæinn, niður að Sel- landsstíg, þar sem er hinn mikli bifreiðaskáli Steindórs Einars- sonar, sem hæglega tekur um 2 þúsund manns. Hús þetta er að öllu hið vandaðasta, vel upphit- að og að öllu vel við liaklið. Eftir að hafa athugað skálann, virtist okkur hann vel hæfur í þessum tilgangi. Var þetta auð- sótt mál við Steindór, sem fús- lega bauðst til að lána liúsið endurgjaldslaust. Þannig opna vinsældir félagsins okkur flest- ar dyr. En með þessu móti vinst það einnig, að miklu fleiri en styrklarfélagar geta fengið að njóta liljómleika þessara og er það vel farið.“ „Nú hefði þjóðleikliúsið kom- ið í góðar þarfir?“ „Já, og eg get fullvissað þig um það, að eftir að þjóðleikhús- ið er orðið nothæft, þurfið þið elcki að bíða þess lengi, að Tón- Páll ísólfsson. listafélagið flytji ykkur allar fegurstu perlur tónbókment- anna, hvort heldur eru órator- íum, aríur, óperur eða önnur tónlistaform.“ „Er ekki mikið erfiði að und- irbúa flutning slíks verk sem þetta?“ „Það kostar mjög mikinn líma og fyrirhöfn. Eg kem til að hafa haft rösklega 100 æfingar fyrir hljómleika þessa. Við höf- um æft svo að segja daglega síðustu 3 mánuðina og stundum oft á dag, alt upp í 5 æfingar á einum degi. Fólkið, sem að þessu vinnur, sýnir mikla fórn- arlund og leggur liart að sér, enda hefir samstarfið verið mjög ánægjulegt. Tilkostnaður allur er líka geysimikill. En kjörorð Tónlistafélagsins er: „Því betra, sem við bjóðum upp á, því fleiri munu styrkja starf- semi okkar“. Og eftir þvi störf- um við.“ Skátaheimsókn Vetrarhjálparinnar Hjálparþöríin meiri en undaníarin ár. Vísir hitti Stefán A. Pálsson framkvæmdastjóra Vetrar- kjálparinnar að máli í morg- un, og inti hann eftir starf- seminni í vetur og horfunum nú fgrir jólin. Slajrði hann svo frá starfseminni. Það er þegar auðsætt af þeim beiðnum, sem Vetrar- lijálpinni hafa þegar borist, að skortur meðal almennings er miklu meiri en undanfarin ár, og má því til sönnunar nefna, að nú liafa borist lil okkar 360 beiðnir á móti 225 í fyrra, og er þó starfsemin aðeins í byrjun á þessu ári. Stuðlar m. a. að þessu aukin dýrtíð, enda hafa margar nauðsynjavörur hækkað geysi- lega, svo sem kol, sykur, hveiti, haframjöl og smjörlíki, en þelta eru þær matvörur og nauðsynjar, sem Vetrarhjálpin hefir aðallega úthlutað á und- anförnum árum og keypt sjálf fyrir fé það, sem henni hefir áskolnast. í fyrra úthlutaði Vetral1- hjálpin því magni af eftirtöld- um vörum, sem hér greinir: Sykur 5.700 kg., hveiti 6.450 kg., haframjöl 3.275 kg., smjör- líki 1.300 kg., kaffi 910 kg., kol 95 tonn. Er ekki að efa eftir þeirri aðsókn, sem verið hefir, að magnið hlýtur að verða meira nú af eftirtöldum vörum, ef vel á að vera, en alt byggist það á því, hverja úrlausn má veita, hversu fórnfúsir bæjar- búar verða, en ávalt liafa þeir sýnt mikinn skilning á þessari hjálparstarfsemi, og vonandi reynist svo einnig nú þegar þörfin er hvað mest. Einnig ættu menn að hafa það í huga, að þeir sem hjálparinnar verða aðnjótandi, eru aðeins þeir, sem ekld þiggja fátækrastgrk frá bæjar- eða sveitarfélögum, sem sagt það fólk, sem berst gegn því að verða að þiggja fátækrastgrk. Starfseminni verður hagað nú með líku móti og í fyrra, að svo miklu leyti sem unt er, og einn þáttur i söfnunarstarf- inu verður sá, að skátar fara í kvökl og annað kvöld í hvert liús í bænum. Skifta þeir bæn- um þannig niður, að í kvöld knýja þeir á dyr hjá íbúðum Vesturbæjar, Miðbæjar og í Skerjafirði, en annað kvöld heimsækja þeir Austurbæinn. . Þess má vænta, að fólk taki eigi síður vel á móti skátunum nú en undanfarna vetur, og láti af hendi rakna peninga, fatn- að og annað það, sem getur komið í góðar þafrir hjá þeim fátækustu. Eru menn vinsam- legast beðnir um að hafa það tilbúið, sem þeir láta af hendi rakna, þegar skátarnir lcoma milli ld. 8 og 11 í kvöld og annað kvöld. Bcbíqp frétfir Veðrið í morgun. 1 Reykjavík 6 stig, heitast í gær 6 st., kaldast í nótt 5 stig. Úrkoma í gær 8.4 mm. Heitast á landinu í morgun 8 st., á Dalatanga og Ak- ureyri, kaldast 3 st., á Raufarhöfn. — Yfirlit: Lægð yfir Grænlands- hafi, en háþrýstisvæði yfir Noregi/ — Horfur: Suðvesturland til Norð- urlands: Stinningskaldi á sunnan eÖa suðvestan. Skúrir. Reykvíkingar í Mið- og Vesturbænum og Skerja- firði. Látið skátana ekki fara tóm- henta frá ykkur. Sænski sendikennarinn flytur í kvöld kl. 8 fyrirlestur 1 Háskólanum. Fjallar fyrirlesturinn um Elsa Brand Ström og starf hennar á meSal herfanga í Síbiríu í heimsstyrjöldinni 1914—18 og eft- ir hana. Finnlandssöfnunin heldur áfram. Gjöfum ver'Öur veitt móttaka í Bókaverslun Sigf. Ey- mundssonar, RauÖa Krossi Islands, Hafnarstræti 5, þriðju hæð, og hjá Norræna félaginu, Ásvallagötu 58. Skátar heimsækja í kvöld bæjarbúa í Mið- bænum, Vesturbænum og Skerja- firði fyrir Vetrarhjálpina. Látið þá ekki fara erindisleysu. Norræna félagið biður þess getið, að sameiginleg merki hafi verið fyrir Finnlands- söfnunina, en hinsvegar var gerð þeirra tvenskonar, og átti að seljá aðra á kaffihúsunum, en hina á götunum. Nokkur töf varð á sölu merkjanna sökum þess, að ekki voru fullbúin nema 4000 merki, og var í upphafi ekki gert ráð fyrir að meira myndi seljast, enda er það óvenjulegt, að sala á slíkum merkj- um fari fram úr 2000 hér i bænum á einum degi. Úr þessu varð bætt strax og við varð komið, og voru 7000 merki seld fyrir kvöldverð. Sjálfstæðisfélagið Víkingur heldur fund í Varðarhúsinu ann- að kvöld kl. 8)4. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman i hjónaband af síra Árna Sigurðs- syni, ungfrú Guðrún D. Úlfarsdótt- ir, Þjórsárveg 5 og Björn Guð- mundsson kaupm., Brynju. Heim- ili þeirra er á Skeggjagötu 16. Næturlæknir. Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, simi 3272. — Næturvörður í Lyfjabúinni Iðunni og Reykjavík- ur apóteki. Skátar! MœtiS við Varðarhúsið í kvöld rnilli 7 og 8. Vcrið vel búnir. Tilkynning. Skrifstofan „Islensk ull“ til- kynnir, að í dag og á morgun verði tekið á móti munum til verðlauna- samkepninnar um bestu islensku kvensokkana og fallegustu skíða- peysuna. Farfuglafundur verður i Kaupþingssalnum i kvöld kl. 9. Ludvig Guðmundsson skólastjóri talar um þegnskapar- og þegnskylduvinnu. Frjálsar um- ræður verða á eftir. Ungmennafé- lagar, fjölmennið. Farfugladeild Reykjavíkur gengst fyrir kynningarkvöldi í Oddfellowhúsinu kl. 8)4 í kvöld. — Það er sérstaklega vandað til skemtiatriða og mun öllum þeim, er ferðamenningu unna, leika hug- ur á að hlusta á erindi Pálma rekt- ors um Landmannaleið og umhverfi Torfajökuls. Sýnir Pálmi myndir, er Páll Jónsson verslm. hefur tek- ið úr Laugum, Kýlingum, Fjalla- haksvegi og annars staðar frá um- hverfi Torfajökuls. Nafn Páls er næg trygging fyrir ágæti mynd- anna, enda munu þetta vera ein- hverjar glæsilegustu skuggamyndir, er sést hafa af íslensku landslagi. Önnur skemtiatriði eru söngur hjá Blástökkum, tvíleikur á sög og gítar, og dans. — Aðgöngumiðar verða seldir í Oddfellow frá kl. 6 í kvöld. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.15 Dönskukensla, 2. fl. - 18.45 Enskukensla, x. fl. — 19.20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Vegna stríðsins: Erindi. 20.30 Fræðsluflokkur: Hráefni og heims- yfirráð, II: Lönd, landamæri og leiðir. (Gylfi Þ. Gíslason hagfr.). 20.55 Tónleikar Tónlistaskólans: Tríó í B-dúr, Op. 99, eftir Schu- bert. 21.30 Hljómplötur: Píanó- konsert nr. 2, c-moll, Op. 18, eftir Rachmaninoff.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.