Vísir - 05.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 05.01.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR ÞORKELL SIGURÐSSON: áhættu siomanna B I DAGBLA9 Útgefandi: BLADAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsrniðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 ; (Gengið inn frá Ingólfsstræli) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Þingi siitið. J^LÞINGI var slitið kl. 11 í dag. Þegar það var kallað saman til síðari fundar 1. nóv- ember í haust, var það ætlan allra að störfum yrði lokið fyr- ir jól. Sú fyrirætlan fórst fyrir. Undanfarið hefir verið unnið dag og nótt og því aðeins hefir tekist að koma málum frá. Eins og eðlilegt er eru menn ekki á- nægðir með þessi vinnubrögð og vilja sumir koma þeirri sök á rikisstjórnina. En það er ekki allskostar réttmætt. Að vísu má segja að stjórnin hefði getað komið í veg fyrir að þingið var tafið svo sem raun varð á. En til þess hefði orðið að beita nokkurri hörku. En nú er það svo í þessu samstarfi flokkanna, að reynt er að forðast árekstra í lengstu lög. Meðan svo er, verður þess tæplega vænst, að stjórnin geti altaf komið fram með þeirri röggsemi, sem vera þyrfti. í raun og veru mætti ætla, að þegar þrír stærstu flokkar þingsins hafa komið sér saman um stjórn landsins og skipað hana beslu mönnum, sem hver um sig hafði völ á, þætti svo vel fyrir málum séð, að stjórn- inni sjálfri yrði treyst til að hafa forustu allra hinna viðtæk- ari mála. Flestir þingmenn munu vera þeirrar skoðunar, að svo eigi að vera. En svo eru til menn, sem finna hjá sér köll- un til að hafa vit fyrir stjórn- inni. Hafa slíkir menn gerst næsta umsvifamiklir að þessu sinni. Þessum umsvifum hefir verið misjafnlega tekið og upp- skeran minni en til var stofnað. En þessi umsvif einstakra manna hafa haft í för með sér töluverða óánægju innan allra stjórnarflokkanna og sist verið til þess fallin að greiða fyrir störfum þingsins. Eitt af síðustu verkum þings- ins var að sálga liöggorminum svokallaða. Frumvarpið var upprunnið í fjárveitinganefnid og horið fram „vegna núver- andi styrjaldarástands“. Var frumvarpið uppliaflega tæpar 20 greinar og snerli raunar flest milli himins og jarðar. Það var þegar sýnt að þing- menn tóku þessari lagasmíð mjög misjafnlega. Var því það ráð tekið, að stjórnin tæki mál- ið í sínar hendur. Vinsaði hún síðan það úr frumvarpinu, sem þarflegast þótti og fékk fram borið á viðeigandi hátt. Hafa þannig nokkur atriði högg- ormsins náð lögfestingu, þó með allmiklum breytingum. Flest ákvæði hins upphaflega frumvarps liafa farið veg allr- ar veraldar. Loks voru þau fáu ákvæði, sem eftir voru í sjálfu frumvarpinu borin undir loka- úskurð neðri deildar í fyrrinótt og feld þar með jöfnum at- kvæðum, 15 gegn 15. Meðal þeirra, sem tóku þátt í þeirri atkvæðagreiðslu, voru allir þrír ráðherrarnir, sem sæti eiga í þeirri deild, sjálfstæðisráðherr- arnir Jakob Möller og Ólafur Thors og auk þess Eysteinn Jónsson viðskiftamálaráðherra. Allir ráðherrarnir greiddu at- kvæði gegn frumvarpinu. Ann- árs voru þingmenn stjórnar- flokkanna mjög skiftir um þessi mál. Meðal þeirra sem fylgdu höggorminum fast voru þrir merkir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Jón á Akri, Pétur Ottesen og Þorsteinn Þorsteinsson. En þessir þrír menn eiga eins og kunnugt er sæli i fjárveitinganefndinni, sem undirbjó þessa óvenjulegu lagasmíð, og hafa þess vegna lalið sig nokkuð bundna í mál- inu. Afdrif höggormsins urðu þau að ekki er sennilegt að fjárveit- inganefnd, eða aðrar þingnefnd- ir, fari fyrst um sinn jafnmik- ið út fyrir starfssvið sitt eins og hér varð raun á. Það er fengin reynsla fyrir því, að slík um- svif eru ekki til að greiða fyrir þingstörfunum. Virðist fara best á því að stjórnin liafi sjálf forustuna í almennum löggjaf- arefnum en þingnefndir láti sér nægja, það sem Alþingi sjálft felur þeim. Ákveðið er að Alþingi komi saman að nýju um miðjan fe- brúar, eins og lög standa til. ci Verslunar- atósmÁ'ia:í' Mun vera hag- stæður um ca. 8 miij. króna, Heildartölur eru ekki komn- ar ennþá um verslunarjöfnuð- inn í Iok síðasta árs, en sam- kvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk í morgun hjá Hagstofunni, mun hann vera hagstæður um ca. 8 milj. króna. í lok nóvember var innflutn- ingurinn orðinn 56 miljónir, en i desemher var innflutningur- inn álíka mikill og næstu tvo mánuði á undan, Iivorn um sig. Var því innflutningurinn alt ár- ið 60—61 milj. króna. Útflutningurinn var liinsveg- ar orðinn um 63 milj. í nóvem- hór, en desemberútflutningur- inn nam 6—7 milj. króna. Mun því heildarútflutningurinn vera um 69 milj. kr. Þessar tölur, og sérstaklega þær, sem að útflutningnum lúta, geta breytst nokkuð. Ármenninagr. Skíða- og frjálsir íþróttamenn! Munið æfinguna í kvöld kl. 8. Hjónaefni. Á aðfangadag jóla opinberuðu trúlofun sína ungfrú Berga G. Ól- afsdóttir frá Kiðafelli í Kjós og Rósmundur Tómasson frá Búrfelli í Grímsnesi. Á gamlársdag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Sólveig Guð- mundsdóttir, starfsstúlka á Sól- heimurn, og Einar Norðfjörð, húsa- smiður í Keflavík. Póstferðir á morgun. Frá R: Ölfuss- og Flóapóstar. Laugarvatn. Akranes. Grxmsness- og Biskupstungnapóstar. — Til R: Ölfuss- og Flóapóstar. Akranes. Rangárvallasýslupóstur. Vestur- Skaftafellssýslupóstur. Spellvirki. 1 nótt var brotin rúða í sölubúð bakarísins í Þingholtsstræti 23, með grjótkasti. Gengið í dag. Sterlingspund .......... kr. 25.66 100 dollarar .............— 651.65 — ríkismörk.........— 260.76 — franskir frankar .. — 14.78 — belgur.......... — 109.93 — svissn. frankar ... — 146.47 — finsk mörk .......... — !3-27 — gyllini ............. — 348.03 — sænskar krónur ... — 155.28 — norskar krónur ... — 148.29 — danskar krónur ... — 125.78 í 270. tbl. Vísis er sagt frá umræðum á Alþingi, viðvíkj- andi hreytingarlillögu hr. Sig- urjóns Á. Ólafssonar við frv. Fjárveitinganefndar um skatt- og útsvarsgreiðslu og áhættu- þókmin sjómanna á ófriðar- svæðum. í þeim umr. sem frá er sagt um þetta mál, eru það sérstaklega þau orð, sem hr. Bernhard Stefánsson og hr. prófessor Magnús Jónsson létu falla, er eg finn ástæðu lil að gera að umtalsefni. Bernhard Stefánsson getur þess i upphafi, að allir væru sammála um áhættu sjómanna, og að verða vel við óskum þeirra eftir því, sem föng væru til, en bætir svo við að fleiri á- liættustörf væru unnin í okkar þjóðfélagi, og nefnir sem dæmi störf lækna og' hjúkrunarfólks, á drepsóttartímum, og liefði aldrei komið til orða, að þetta fólk fengi áhættuþóknun og því síður undanþágu frá skatt- greiðsu. Þetta fólk gerði sína skyldu og legði sig í lífshættu, án þess að krefjast aukaþókn- unar eða hlunninda. Þarna get eg ekki betur séð, en að hóli á þeim gamla anda til sjómanna- stéttarinnar, sem svo mjög hef- ir gætt á síðari árum meðal nokkurs hluta þingmanna, og þá sérstaldega þeirra, sem hafa þóst bera hag landbúnaðarins fyrir brjósti, þótt hin mildu inngangsorð þingmannsins dragi að nokkuru úr biturleik þeirra. Eg viðurkenni ekki, að á- hætta lækna og hjúkrunarfólks á drepsóttartímum sé sambæri- leg við áhættu sjómanna, á þeim tímum, sem nú standa yfir er þeir sigla á ófriðarsvæð- um. Til þess eru visindin komin of langt um allar sóttvarnir, sem betur fer. Aftur á móti hef- ir hernaðarvísindunum fleygt meira og meira fram i því að auka hættur sjófarenda á ófrið- artímum, en svo vitað sé, eru engin læki til, sem geta forðað sjómönnum hlutlausra þjóða frá hættum þehn er leynast i og á hafinu og jafnvel í lofti, af völdum ófriðaraðila. Má í þessu sambandi minna á hina dag- íegu viðburði er skip hlutlausra þjóða rekast á tundurdufl og sökkva, á 2—3—4 mínútum, en fleiri eða færri af áhöfninni farast, því að engin mannleg öfl eða varúðarráðstafanir megna að koma í veg fyrir það. Hins- vegar álít eg rétt og sanngjarnt að leggja að jöfnu áhættu sjó- manna á friðartímum og áhættu lækna og hjúkrunarfólks á drepsóttartímum. Báðir þessir aðilar leggja sig í lífshættu framyfir aðra menn, en háðir liafa mikla tæluii sér til varnar. Sjómenn hafa fengið bættan skipakost með fullkomnustu öryggistækjum svo sem loft- skeytastöðvum, miðunarstöðv- um, dýptarmælum o. fl. Lækn- ar og hjúkrunarfólk hafa sér til varnar hina miklu tælcni lækna- vísindanna með tilheyrandi sótlvörnum o. fl. Sá er svo mun- urinn að öryggistæki sjómanna koma ekki nema að litlum notum á ófriðarsvæðum. Eg leiði hjá mér að minnast á ræðu kommúnistaþingmanns- ins, Br. Bj., því að hún mun af sama toga spunnin og lýðræðis- hjal hans, og þeirra Moskva- manna. Þá sleppi eg og að minnast á fyrri hluta ræðu hr. prófessors Magnúsar Jónssonar. En þar sem M. J. furðar sig á því, að Sigurjón Á Ólafsson skuli halda því fram, að öll sjómannastétt- in standi á bak við liann um fíutning breytingartillögunnar, þar sem sjómenn og ríkisstjórn- in liefðu gengið til samninga um þessi mál, og samningar tekist, sem háðir hefðu unað við, verð eg að álíta að gæti nokkurs misskilnings eða „Ful- tonisma“ hjá hr. prófessornum. Þar seni eg var einn af þeim, sem átti í þessum samningum fyrir hönd míns stéttarfélags þá er mér mál þetta nokkuð kunn- ugt. Strax og samningaumleitan- ir hófust milli sjómanna og ho tn vörpuskipaeigenda, tóku fulltrúár sjómanna það fram að tilgangslaust væri að hefja sanminga um kaupuppbót vegná aukinnar áhættu, vegna ófriðarástandsins, fyrr en séð væri fyrir því að ef tirgjöf feng- ist á útsvari og skatti af vænt- anlegri áhættuþóknun, þar sem vitað var að 40—100% af hæklc- uninni mundi gleypt af útsvars- og skattahítinni. Hefði því í sumum tilfellum ekki orðið um neina raunverulega áhættu- 1 þóknun að ræða. Þessi sjónar- mið okkar voru svo kynt ríkis- stjórninni og féll það í hlut at- vinnumálaráðherra, hr. Ólafs Thors að ræða þessi mál við okkur. Kom hann fram í þessu máli með miklum drengskap og fullum skilningi á oklcar sjónarmiðum, sem hann og gerði í sambandi við allar sanmingagerðir í þessu máli og sáttaumleitanir í sambandi við þau. Niðurstöður þessara mála- umleitana urðu þær að ríkis- stjórnin hét að heita sér fyrir því og fá í gegn á Alþingi að 50% af áhættuþóknun sjó- manna skyldi útsvars- og tekju- skattsfrjáls, en lengra lofaði hún ekki að ganga í þessu efni; vissu sjómenn þar með að ef frekari eftirgjöf ætti að fást, þá yrði að fá einhverja þingmenn utan sjálfrar stjórnarinnar til að flytja frv. í þá átt. Þótt ríkis- stjórnin vildi ekki ganga lengra heldur en að veita skattfrelsi á að eins 50% áhæltuþóknunar- innar, en vildi leggja frekari eftirgjafir á vald þingsins, sam- þyktu sjómenn að halda áfram samningum við útgerðarmenn á þeim grundvelli. Til þess að árétta það, sem hér liefir verið sagt, læt eg hér með fylgja nið- urlagsorð úr samningi útgerð- armanna við Yélstjórafélag ís- lands, en nákvæmlega sömu niðurlagsorð eru í samningum skipstóra og sýtrimanna og loft- skeytamanna. „Yiðauki frá Vélstjórafélagi íslands: Samningur þessi er gerður á þeim grundvelli, að ríkisstjórn íslands liefir lofað að 50% af áhættuþóknuninni verði skattfrjáls lil ríkis og hæjar og að ákvæði Gengis- skráningarlaganna nr. 10, 4. april 1939, sem ræða um launa- kjör yfirmanna á ísl. botn- vörpuskipum verði úr gildi nlimin. Af aflaverðlaunum reiknast það áhættuþóknun fyrsta vélstjóra, sem laun þeirra hækka við hækkaðar ísfisksöl- ur. Miða skal við meðalsölu s. 1. þi'iggja ára samkvæmt skýrslu Fiskifélags Islands, í hvoru landinu fyrir sig, Biætlandi eða Þýskalandi. Ennfremur í ti-austi þess, að Alþingi verði við hinni sanngjörnu kröfu okkar um að öll áhættuþóknun- in verði skattfrjáls, eða leysi málið á annan viðunandi hátt. 12. okt. 1939. Undirskriftir.“ A fþessu geta allir séð, að gert var fyllilega ráð fyrir að breyt- ing um fulla eftirgjöf á útsvai'i og skatti af nefndri þóknun yrði lögð fyrir þingið á þessu hausti og er því ekki um nein samningsrof að ræða frá hendi sjómannafélaganna þótt þeir standi að baki flutnings þessar- ar tillögu hr. Sigurjóns Á. Ólafs- sonar. Þá vil eg og taka það fram, að sjómönnum hefir aldrei komið til hugar að komast und- an sköttum og skyldum af venjulegum tekjum sínum, þótt þær kynnu að hækka að öðru leyti, hvort sem það yrði vegna hækkaðs afurðaverðs á saltfiski eða síld eða vegna beins hækkaðs kaupgjalds, sem talist gæti samhæi'ilegt við það að aðrar stéttir þjóðfélagsins fengju kjarahætur vegna auk- innar dýrtíðar í landinu. Það er að eins af þeirri aukaþóknun, sem sjómenn fá fyrir að leggja líf sitt í Iiættu fram yfir alla aðra landsmenn, fyrir það, að flytja verðmæti að og frá land- inu, svo að landsmenn geti keypt og dregið að sér nauð- synlegustu vörur, að við viljum njóta þessarar þóknunar ó- skertrar, og teljum okkur hafa siðferðislegan rétt til þess, til þess að geta látið vandamönn- um okkar líða betur, sem ekki mun af veita, því að mjög mun það reyna á taugar og þrek ýmsra þeirra á ineðan beðið er eftir því að fréttir komj um hvort pabba, bróður eða eigin- manni liafi nú tekist að komast heilum til lands. Og sennilega mun þetta reyna mildu meira á þá, sem í landi bíða eftir ást- vinUm sínum, heldur en á okk- ur sjómennina sjálfa, því að við erum orðnir svo vanir breyti- legu ástandi að við höfum ekki svo nákvæma tilfinningu fyrir því, hvort hættan er meiri eða minni á hverjum tíma. B.v. Ti'yggvi gamli 20. des. 1939 Þorkell Sigurðsson vélstjóri. Höft og §tríð. Eftir Eirík Sigurkergsson viðskiftafræðing. Þegar í byrjun núver- andi Evrópustríðs raskaðist viðskiftafyrirkomulag sið- ustu ára. Útflutningshöft voru sett til bráðabirgða á ýmsa vöruflokka, en aftur á móti liðkuðu stríðsþjóð- irnar um innflutningshöft- in og opnuðu dyrnar fyrir auknum innflutningi ýmsra nauðsynjavara frá hlutlaus- um löndum. Með þessari breytingu í við- skiftamálum hafa skapast möguleikar fyrir aukinni sölu á ísl. afurðum til ófi'iðaraðila. í svipinn er óþarft að óttast, að ekki vei'ði hægt að selja flesta ísl. framleiðslu, er ætluð er er- lendum markaði, svo fremi að það takist að koma lienni á markaðinn sökum hættunnar á sjónurn. En flutningar á sjó liafa tek- ist furðanlega enn sem lcomið er og vonandi ganga þeir vel á- fram. Og undir þeim ki'ingum stæðum hlýtur atvinnulíf lands- manna að örfast mjög, enda eru margir bjartsýnir á það. Telja menn að nú muni t. d. sjávar- útvegui’inn ná til að rétta úr kryppunni og verða enn á ný hlómlegur atvinnuvegur, nú eða aldrei, hæta menn við. Betur að svo yrði. En ein- hvern tíma endar striðið. Og Iivað tekur þá við? Hvernig verður sú stefna, sem þá ryður sér lil rúms í heimsviðskiftun- um? Verður það haftastefna aft- ur eða verða viðskiftin gefin al- gerlega frjáls? Því er vitanlega eldci hægt að svara, en húast má við, að höftin verði enn við lýði, að einhverju leyli að minsta kosti. Ef haftastefnan verður yfir- sterkari mun brátt sækja í sama liorfið aftur hér hjá okk- iir, og er þá liætt við að mögru kýrnar verði ekki lengi að gleypa liinar feitu. En hvað sem því líður — stríð, sem örfar atvinnulífið með aukinni eftir- spurn eftir vörlim og hækkandi vöruverði, er skammgóður vermir fyrir þjóðax-hag. Hér er um „abnormalt“ ástand að ræða, þjóðarliag verður að miða við normal tíma, friðartima. AUir vita hvernig fór um sið- ustu styrjöld og næstu ár á eft- ir. Sívaxandi eftirspurn vara og hækkandi vex-ð. Allir keptust við að auka framleiðsluna fyrst eft- ir sti-íðið, bæði þær þjóðir, sem staðið höfðu utan við hinn mikla hildarleik og ófriðai-þjóð- irnar sjálfar. En hrátt fór fram- leiðslan að verða of milcil fyrir markaðinn. Og kreppan hélt innreið sína með verðfall og höft. Hér á landi tala stjórnmála- menn mikið um nauðsyn þess að örfa fi-amleiðsluna og láta sem flesta við liana vinna. Þetta er og sjálfsagt. Þó með einu skilyrði: að liægt sé að selja framleiðsluna. Án þess er fram- leiðslan einskisvirði og alt skraf um, að menn eigi að skapa sér atvinnu við hana og aulca hana, út í loftið. Frumskilyrði fyrir góða afkomu þjóðar er að sjálfsögðu það, að hægt sé að tryggja sölu framleiðslunnar, að svo miklu leyti- sem mögulegt er. Það mun þykja hægar ort en gjört. Þó er sjálfsagt að gera sitt ítrasta í þessu efni sem öðrli, er til almennra heilla horfir. Við verðum að selja eins mikið til ófriðai’þjóðanna og mögulegt er meðan á stríðinu stendur og einkum þær vörur, sem íslend- ingar höfðu lílil leyfi til að flytja xit til þeirra fyrir stríð. Með þvi móti tryggja Islend- ingar sér þeim mim liærri kvóta og meiri sölumöguleika eftir stríð og geta á friðartímum haldið áfram að flytja sína framleiðslu til þessara landa, þrátt fyrir öll höft — því kvótar ei’u, sem kunnligt er, miðaðir við innflutningsmagn frá hverri þjóð síðustu tíma áður en höft ei'Li sett. Þetta gildir einkum og sér í lagi um Frakkland, vegna þess að við skiftum lítið við það fyrir stríð. Margar ísl. afurðir voru þá svo að segja iitilokaðar af frönskum markaði vegna haft- anna, að eins nokki’ar vöruteg- undir vorli frjálsar, svo sem síldarmjöl, en fyrir það er Frli. á 4. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.