Vísir - 08.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1940, Blaðsíða 2
VlSIR Hotanir Þý§kaland§ ^ oi^ðiivlanda. Þýslc blöd ræða afstöduna til jjeiriN Skrif þýskra blaða um afstöðu Þýskaiands íil Norðurlanda hafa að undanförriu vakið ugg og ótta með flestum þjóðum. Margir íelja ófrið millum þessara þjóða yfirvofandi, með því að Þýskaland muni styða Sovjet-Rússland til sigurs í Finnlandi. Aðrir telja það að vonum ólíklegt að Þjóðverjar vilji færa mikl- ar fórnir fyrir Rússa, einkum ef þær fórnir yrðu færðar á kostnað hinna hrein germönsku þjóða á Norðurlöndum. Að því er fregnir herma hafa þýsk blöð mjög í hótunum við Svía og Norðmenn síðustu dagana, og má með fullum rétti segja að afstaða þeirra til Norðurlanda hafi mjög umhverfst frá því er þýsk-rússneski sáttmálinn var gerður. DA6BLAÐ Úígefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hvetfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræli) Símar: 2834, 3400. 4578 og 5377, Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lögreglu- stjórnin. nýafstöðnu Alþingi voru samþykt lög um nýja skip- un lögreglumálanna. Með þess- ari lagasetningu er til lykta leitt gamalt ágreiningsmál milli flokkanna. Sjálfstæðismenn hafa altaf haldið því fram, að skylt væri að styrkja ríkisvaldið svo, að trygt væri jafnan, að lögum og reglu yrði uppi liald- ið. Þeir hafa viljað forðast end- urtekningu þess atburðar, sem gerðist hér í Reykjavík 9. nóv- ember 1932. Gegn þessari skoð- un sjálfstæðismanna liafa hinir stuðningsflokkar stjórnarinnar staðið mjög fast. Sú stefna sjálf- stæðismanna, að styrkja ríkis- valdið, hefir við margar undan- farnar kosningar sætt hinni hörðustu gagnrýni og liafa sjálfstæðismenn vegna þessarar aðstöðu sinnar verið kallaðir „nazistar“, „vei'klýðsböðlar“ og öðrum álíka vingjarnlegum nöfnum. Þegar Alþýðuflokkurinn og Framsókn gengu til stjórnar- myndunar eftir kosningarnar 1934, var það eitt af samnings- atriðum þeirra á milli, að eng- ar ráðstafanir yrðu gerðar til að styrkja ríkisvaldið. Svo frá- leit þótti þá stefna sjálfstæðis- manna í þessum efnum. Nú hafa liinir fyrri stjórnar- flokkar skift um skoðun í mál- inu og skal það síst Iastað. Her- mann Jónasson lýsti hvað eftir annað undrun sinni yfir því nú á þinginu, að til skyldi vera í þessu þjóðfélagi nokkur maður, sem hefði á móti því, að ríkisvaldið væri styrkt. Hin nýju lögreglulög eru nú komin til framkvæmda. Og því er ekki að neita, að menn eiga kvæmt ákvæðum þeirra eiga þeir rétt á því að kjósa hvort þeir vilja heldur fast kaup og premíu eða hlutaráðningu, samkvæmt landsvenju. Var þessum ákvæðum ekki breytt með nýju gengislögunum. Þótt ákvæði gengislaganna virðist vera ótvíræð, hafa út- vegsmenn skotið deilu þessari til Félagsdóms, sem á að úr- skurða um réttmæti kröfu sjó- manna. Ágætis veður er nú í Kefla- vik sem annarstaðar hér á Suð- urlandi, og veiði var sæmileg er síðast var róið, miðað við árstíma, eða 6—8 skpd. á bát. 56 bátar verða gerðir út frá Keflavík og Njarðvíkum i vet- ur, en í fyrra voru bátarnir 42 að tölu. Er fjöldi aðkomubáta þegar kominn til þessara ver- stöðva og til Sandgerðis til þess að stunda þaðan róðra. í Keflavik hefir verið skráð á einn bát frá Seyðisfirði upp á væntanleg Keflavíkurkjjör. Svo mikill mannfjöldi streymir nú til þessara ver- stöðva, að hvert herbergi er skipað og jafnvel hver kjallara- hola, og er eftirspumin meiri en unt er að fullnægja með góðu móli. dálitið bágt með að átta sig á valinu í Iðgreglustjóraembætt- ið. Áður hefir áhersla verið lögð á það í blaðinu, liver nauð- syn bæri til þess, að haldið væri á þessum málum. af gætni og festu. Hin aukna lögregla ætti ekki að vera árásarher ríkis- valdsins, heldur varnarlið. Til þess að iögreglan liefði frá önd- verðu sem almennast traust i landinu var ennfremur stungið upp á því, að svo væri fyrir mælt í lögunum, að yfirráð varalögreglunnar væri í hendi stjórnarinnar í Iieild sinni, en ekki neins einstaks ráðherra. Þetta ákvæði var ekki tekið upp í lögin, og er vonandi að það komi ekki að sök. Það er öllum ljóst, að liið nýja lögreglustjóraembætti er óvenjulega áhyrgðarmikið slai'f og vandasamt. Þeir at- burðir geta komið fyrir, að lög- reglustjóranum sé þörf ekki einungis á röggsemi og snar- ræði, heldur rólegri yfirvegun og festu, umfram flesta menn í þessu þjóðfélagi. Það er þess vegna ekki sprottið af neinni andúð á þeim manni, sem feng- ið hefir starfið í hendur, að þessi ráðstöfun sætir nokkurri gagnrýni, heldur af því einu, að menn geta tæplega búist við því, að 24 ára gamall maður, hversu efnilegur sem er, liafi náð nauðsynlegum þroska tif þess að gegna svo umfangs- miklu og vandasömu starfi. Sú tilraun, sem Alþingi hefir gert til þess að styrkja ríkis- valdið verður að fara vel úr hendi. Til þess að svo megi verða, verður að vanda valið á þeim mönnum, sem koma fram af hálfu ríkisins, þegar mikið liggur við, sem allra best. Hinri nýi lögreglustjóri er víst mjög prýðilégur maður. En hann skortir þá reynslu og þann þroska, sem ákjósanlegt hefði verið hjá þeim, sem fær svo vandasamt og umfangsmikið sfarf í hendur. Af þeim sökum er ráðstöfun þessa embættis tekið með nokkrum fyrirvara. a Fjártiagsáætlun bæjar- ins lögð fyrir hæjar- stjðrn á fimtuáag. í þessari Viku, n. k. fimíu- dag, verður fjárhagsáætlun bæjarins lögð fyrir bæjarstjórn- arfund. Er þetta öllu seinna en venjulega, en það stafar af því, hversu seint Alþingi afgreiddi ýms mál, sem bænum voru við- komandi. Þurfti hærinn að biða þess, að þau fengi afgreiðslu, því að þau hafa nokkur áhrif á fjár- mál hans. Mál þessi voru hlut- deild bæjarins í tekjuskattinum og breytingarnar á framfærslu- lögunum. í fyrnefnda málinu, sem af- greitt var rétt fyrir þingslit, urðu úrslit þau, að bærinn fær þá 12% viðbót tekjuskattsin, sem liéðan kæmi. Með breytingum á fram- færslulögunum fær bæjarsjóð- ur meiri tryggingu fyrir endur- greiðslu á þvi, sem hann lætur af hendi rakna vegna annara bæjar- og sveitarfélaga. Jafn- framt fær framfærslustjórnin meiri rétt til þess að ráðstafa styrkþegum til vinnu o. þ. h. Þessar breytingar á fram- færslulögunum eru gerðar sam- kvæmt áliti milliþinganefndar í því máli. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Borgarnes, Akranes, Húnavatnssýslupóstur, Skagafjarð- arsýslupóstur. — Til Rvíkur: Reykjaness, Laugarvatn, Akranes, Rangárvallasýslupóstur, Vestur- Skaftafellssýslupóstur. Eftirfarandi grein var birt í byrjun desembermánaðar í mörgum hlöðum í Þýskalandi fyrir tilstuðlun D. N. B., hinnar þýsku fréttastofu, og lýsir af- stöðu Þjóðverja i Finnlands- deilunni og afstöðu þeirra gagn- vart Norðurlandaríkjunum." „Eftir að deilan milli Finna og Piússa hefir leitt til styrjaldar milli þessara þjóða, hefir sum- staðar verið reynt, einkum i enskum og frönskum blöðum að gera Þjóðverja samseka um þessi endalok deilunnar. Það kom fram sú staðhæfing að Þjóðverjar vanræktu þá sjálf- sögðu skyldu sina, að hjálpa FinnUm, sem þeir væru tengdir svo margvíslegum höndum. Út af slíkum illviljuðum aðdrótt- unum virðist nauðsynlegt að lýsa skýrt og skorinort sam- handi Þjóðverja við Norður- landaríkin hin síðustu 20 ár. Tvímælalaust liafa hinar nor- rænu þjóðir ávalt notið sér- stakrar samúðar i Þýslcalandi, hæði vegna sögulegs sambands og frændsemi, en þessi samúð varð hin síðustu 20 ár æ minna gagnkvæm. Sökum valdastöðu sinnar i Evrópu hefir þýska rik- ið ávalt verið Iilynt hagsmuna- málum Norðurlanda. í allri sinni sögu hefir það fylgt þess- ari stefnu og oft og einatt fært óyggjandi sannanir fyrir þess- ari breytni sinni gagnvart Norð- urlandaþjóðunum. En þegar þannig fór fyrir 20 árum, að þýska ríkið í lok heimsstyrjald- arinnar vegna svikinna loforða bandamannaþjóðanna var gert að undirokuðu og vanmétta ríki, sem varð að láta undan öllum óbilgjörnum og tak- markalausum kröfum sigurveg- aranna, hjóst stjórnin í Belin ekki við verklegum stuðningi Norðurlandaþjóðanna — sem þæi’ voru ekki færar um að láta af hendi, en þó a. m. k. samúð þeirra og siðferðilegum stuðn- ingi. Hið gagnstæða kom í ljós. Á þesslim árum, sem voru þýsku þjóðinni svo hörð og beisk, beitti engin þessara þjóða áhrifum sínum gegn því órétt- læti, sem sýnt var Þjóðverjum. Sérhverjum hugsandi manni hlaut að vera ljóst, að óréttlæti þetta varð að bæta fyrir fyrr eða síðar, og að heimurinn haut aft- ur að lenda í vandræðum og sorg, ef ekki tókst að gera þess- ar bætur í tæka tíð. En norrænu þjóðirnar, í stað þess að nota mátt sinn i þágu réttlætisins, voru frá því fyrsta tryggustu á- hangendur Þjóðabandalagsins í Genf og fulltrúar þess kerfis sem miðaði í eðli sínu að eilífri niðurlægingu Þýskalands. Nor- rænu þjóðirnar sýndu Þjóða- bandalaginu trygð jafnvel eftir að hið sanna eðli þess sem fram- kvæmdarvald Versalasamning- anna og þess óréttarástands, sem þeir hefðu í för með sér, hafði orðið ljóst öllum, jafnvel þeim, er gæddir eru barnslegri einfeldni í stjórnmálum. Árangurslaust beið Þýska- land þá eftir samúðarmerkjum og siðferðilegum stuðningi, en Norðurlandabúar voru annað- hvort of áhugalitlir, eða létu sér nægja merglausar og gagnslitl- ar umræður innan Genfar sam- kundunnar. Norðurlöndin lenlu æ meir í kjölfari hinnar bresku hagsmunapólitíkur. Þetta sann- aðist einnig með afstöðu þeirra í Abyssiníudeilunni, en Norð- urlandabúar, að fiáum undan- teknum, revndust svo duglegir fulltrúar Versala-kerfisins, að þeir ekki einungis tóku þátt i refsiaðgerðum gegn ítölum, heldur einnig framkvæmdu þær svo samviskusamlega 'að það líktist sjálfsmorði. Hinar fáu gleðilegu undantekningar breyltu ekki meginstefnu þess- ari. Er þýska þjóðin undir for- ystu Adolf Hitlers og stjórnar hans byrjaði að lirista af sér Versalafjötrana, þá fagnaði yf- irgnæfandi meirihluti blaða- manna á Norðurlöndum ekki þessum atburði, heldur hófu þeir nær talcmarkalausa gagn- rýni á öllum þeim aðgerðum, sem þýska þjóðin framkvæmdi vegna sjálfstæðis síns og rétt- lætis, gegn fyrirmælum Versala- friðarins. í nafni framfara, i nafni mannréttinda, i nafni frjálslyndis og lýðveldis var þýska þjóðin bannfærð, svivirt og viðskiftalega einangruð. Það Ieið varla sá dagur að fjöldi blaða á Norðurlöndum g'agn- rýndi ekki einhverja fram- kvæmd þýsku stjórnarinnar á hrokafullan og móðgandi háttr Sérhver ráðstöfun hins þriðja ríkis var túlkuð því í óhag og oft skýrð með óskiljanlegum árásum og aðdróttunum. Þessi skipulagða synjun alls þess, er frá þýska ríkinu kom, náði upp í æðstu og ráðandi stéttir þess- ara landa, þannig að þýska rík- ið varð oft að fará embættis- eða lagaleiðina til þess að vinna hug á þessu óþolandi ástandi. Afleiðingar þessara skipu- lögðu árása á þriðja ríkið komu aldrei hetur í ljós en s. 1. vor er þýska stjórnin tjéði sig fúsa til þess að gera ekki-árásarsamn- inga við Norðurlandaríkin. Samningar þessir voru gerðir við Danmörku og Eystrasalts- ríkinu, en Svíþjóð, Noregur og Finnland sýndu engan áhuga fyrir þessh. samningum. Svíar og Norðmenn sögðust ekki geta gert slíka samninga af grund- vallarástæðum, en Finnar höfn- uðu ekki-árásarsanmingi við þýska rikið, þó að það hefði ekki verið fyrsta ríkið, sem Finnar gerðu slíkan samning við. Þó að stjórnmálamönnum í Þýska- landi virtist þessi afstaða Finna þá óskiljanleg, má nú, eftir reynslu síðustu mánaða, álíta að þessi ákvörðun Finna liafi verið tekin samkvæmt inn- hlæstri af liálfu hreskra stríðs- hvatamanna, sem síðar tengdu bönd við stjórnina í Helsinki fyrir milligöngu stjómmála- manna á hinum Norðurlöndun- um. Þessi ríki hafa þannig gefið tilefni til þess að ætla að friðar- vilji þeirra — þrátt fyrir marg- endurteknar hlutleysisyfirlýs- ingar — liafi eklci verið eins einbeitlur gagnvart öllum aðilj- um og sú von að sá aðilinn fái yfirhöndina sem menn voi’U hlyntir af ástæðum, sem elckert höfðu með lilutleysi að gera. Hinn einkennilegi skilningur, sem norrænu þjóðirnar leggja i orðið „lilutleysi“, lýsir sér einn- ig í því, að það voru þessar þjóð- ir, sem viðurkendu rauðu stjórnina á Spáni, ekki einungis fram að sögulokum hennar, heldur meira að segja fram yfir þau, og veittu henni aðdáuu og siðferðilegan stuðning, þó að liún væri elclci lengur til, en neit- uðu Franco um verðskuldaða viðurkenningu, jafnvel þegar sérhver dráttur þýddi elcki ann- að en hlutdræga afstöðu gegn Franco, Italíu og . Þýskalandi. Að lokum skal bent á það, að allar þessar þjóðir eru enn þann dag í dag í Þjóðabandalagi því i Genf, sem heldur enn fast við 16. grein laga sinna, þ. e. þá ill- ræmdu grein, sem fjallar um refsiaðgerðir og gerir smá- þjóðirnar að þrælum liags- munabaráttu Stóra-Bretlands. Síðan að Vesturveldin sögðu Þjóðverjum strið á hendur, hef- ir þessi afstaða norrænu ríkj- anna svo sem elcki breyst, held- ur verður þýska ríkið,sem aldrei hefir borið neinn óvildarhug til Norðurlandaþjóðanna, heldur ávalt tekið þeirra málstað, enn að nýju fyrir þvi að einmitt Vísir skýrði frá því fyrir nokk- uru, að Reykjavík hefði verið lögreglustjóra- og sakadómara- laus frá áramótum, en þá gengu JÓNATAN HALLVARÐSSON. hin nýju lög um þau störf í gildi. Hefði því ekki verið hægt að úrskurða menn í gæslúvarð- hald, halda réttarpróf né gefa út úrskurði um húsrannsóknir. Þelta er þó orðið breytt nú, því að á laugard. voru þeir settir í þessi embætti Jónatan Hall- varðsson, fyrrverandi lögreglu- stjóri, sem er nú sakadómari og Agnar. Kofoed-Hansen, flug- málaráðunautur ríkisins, sem er lögreglustjóri. Jónatan Ilallvarðsson er 36 ára að aldri. Hann lauk stúd- entsprófi 1925 og embættis- prófi í lögum vorið 1930, hvort- tveggja með 1. einkunn. í á- gúst 1930 varð hann fulltrúi lögreglustjóra og gegndi því starfi til 1. sept. 1936, er hann var settur lögreglustjóri. Auk þess liefir hann haft setudóm- þessi norrænu riki sýna í blöð- um sínum og framferði alt ann- að en velvilja gagnvart Þjóð- verjum og liagsmunum þeirra. Sérhver þjóð má sýna samúð þeim, sem hún helst kýs, en hún má þá fyrir sitt leyti ekki lield- ur kvarta undan því að mæta ekki samúð þar, sem þessarar sömu samúðar hefir verið sakn- að ár eftir ár. Þýska þjóðin hef- ir gegn vilja sinum verið rekin út í þessa styrjöld af breskum sti’íðshvatamönnum, sem ekki livað síst hafa verið studdir af hlaða og stjórnmálamöimum Norðurlanda. Það er þess vegna barnalegt að búast við því að þýska þjóðin, sem nú á í baráttu um framtíð sina, hjálpi um leið öllum þessum smáþjóðum, sem áður gátu ekki fengið nóg af því að sýna þýska ríkinu smán og svívirðingu. Árum saman liefir þýska ríkið ekki mætt nema skilningsleysi eða hroka- fullri útskúfun og jafnvel dul- klæddum eða auðsjáanlegum fjandskap og má um þetta nota orðatiltækið „kveður við sama, er lcallað er í skóginum“. Hið þriðja ríki þekkir mjög vel þakklætis og trygðaskyldur. Hið þriðja ríki aðstoðar þá, sem aðstoðar það, verður þeim að liði, sem ljær því lið. Hin þýska þjóð er eklci á móti finsku þjóð- inni, siður en svo. Hún her ekki nokkurn óvildarhug til Norður- landa. Vonandi vakna þeir, er stjórna örlögum nágranna liennar í norðri, einn góðan veð- urdag til þess að athuga hvort það sé betra að leggja aftur og aftur hlustirnar við hvísli enskra Þjóðabandalagspostula og stríðshvatamanna eða verða við hinni eðlilegu ósk þjóða sinna og sækjast eftir vináttu þýsku þjóðarinnar.“ arastörf á liöndum víða r ná- grenni Reykjavíkur og á árun- um 1933—34 dvaldi hann um 6 mán. skeið í Berlin og Kaup- mannahöfn til þess að kynna sér lögreglumál. Agnar Kofoed-Hansen er 24 ára að aldri. Hann lauk gagn- fræðaprófi við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga vorið 1932. Frá því ári til 1934 vann liann lijá Skógrækt ríkisins, en fór þá til flugnáms í Danmörku og var utan til 1936. Síðan vann hann við flugmál liér og erlendis þar til í júní s.l. — m. a. sem flug- maður Flugfélags Akureyrar. Sakadömari og lögreglc- stjóri settir i enbættþá laegardag. AGNAR KOFOED-I4ANSEN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.