Vísir - 09.01.1940, Blaðsíða 1
J Ritstjóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Rintstjórnarskrifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Afgreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
30. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 9. janúar 1940.
6. tbl.
FiMiitiF Jbiðja iim f jár
Ii;i^*I^£»ii aðsioð.
fá lán í JSanda-
ríkjunum og 50,000
smálestir af hveiti frá
Argentinu.
Mesti sigur Finna í styrjöldinni enn
sem komið er.
EINKASKEYTI f rá United Press. — London í morgun.
Fregn frá Buenous Aires hermir, að ríkisstjórn Argentínu hafi
samþykt að láta af hendi við Finna 50.000 smálestir af hveiti.
Hefir verið gefin út tilskipun um þetta og samkvæmt henni ber
Finnum að annast flutning á hveitinu, en þeir geta greitt and-
virði þess þegar þeim sýnist.
RYTI FORSÆTISRÁÐHERRA FLYTUR ÁVARP.
Hyti, forsætisráðherra Finnlands, flutti ræðu í gærkveldi, er
útvarpað var til annara landa. í ræðu þessari hvatti hann þjóð-
irnar til þess að styðja Finna f járhagslega. Þeir þyrfti að fá lán
vegna styrjaldarinnar, til kaupa á hergögnum og öðru, sem
nauðsynlegt er til þess að verjast innrásarhernum. Finnar hafa
altaf staðið við allar f járhagslegar skuldbindingar, sagði hann,
og það munu þeir enn gera, þrátt fyrir erfiðleika þá, sem nú
steðja að og lama útflutningsverslun landsins.
Frumvarp hefir verið lagt fram í Bandaríkjunum um 60 milj.
dollara lán handa Finnlandi.
TfTVJBiHr^
SÉÍ-ÍÍðVll.
Finnar hafa náð feikna hergag'iia-
birgrðnni frá Russum.
EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun.
Webb Miller, fréttaritari United Press á vígstöðvunum í
Finnlandi, símar í morgun:
Hinar sigursælu hersveitir Finna reka flótta hins tvístraða
rússneska herfylkis á Soumussalmivígstöðvunum og finna
hvarvetna margt særðra rússneskra hermanna.
Finnar hafa tekið feikna mikil hergögn og er þeim afar mik-
ils virði að fá þau, því að í flestum tilfellum geta þeir notað þau,
þar sem þau eru af sömu stærðum og þeir sjálfir nota.
Skíðaflokkar Finna halda áfram árásum sínum á Murmansk-
brautina.
Hættan, sem vofði yfir, að Rússum tækist að ryðja sér braut
til iHelsingjabotns, er nú úr sögunni í bráð, og það verður
mikið að breytast til þess, að sú hætta færist nær aftur.
Hvarvetna er nú aðstaða Finna betri en í byrjun stríðsins og
á nokkrum stöðum hafa Rússar neyðst til þess að hörfa yfir
landamærin inn í sitt eigið land.
Nánari fregnir hafa nú borist af sigri þeim, sem Finnar hafa
unnið milli Soumussalmi og landamæranna. Þeim hafði tekist
að umkringja þarna 42. herfylki Rússa, sem í voru 15.000—
16.000 menn, og þegar rússnesku hermönnunum bárust ekki
lengur matvæli, gerðu Finnar árás á þá, og átti f inska f lugliðið
mikilvægan þátt í sigrinum. Þúsundir Rússa féllu í orustunni,
en á annáð þúsund menn tóku Finnar til fanga. Eins og áðutf
Iiefir verið getið, eyddu Finnar öðru herfylki Rússa um jóla-
leytið, nokkuru norðar, og náðu þá miklu af hergögnum, fall-
byssum, skriðdrekum, vélbyssum o. fl., og það var Finnum al.
veg ómetanlegt, að hafa þessi hergögn, sem þeir tóku af Rúss-
um þá, í þessari seinustu orustu. Einn af herforingjum Finna
segir, að orustan við Soumusalmi sé mikilvægasti sigur Finna
í styrjöldinni til þessa dags, og Finnar eigi það nieðfram því
að þakka, að sigurinn vanst, að þeir höf ðu mikið af rússneskum
hergögnum. I orustunni við Soumussalmi fengu þeir enn meira
herfang en við Pielisjárvi, yfir 40 skriðdreka, nálægt 50 vagna-
eldhús, auk þess sem þeir tóku fallbyssur, vélbyssur og mikið
af skotfærum. Það er ekki nálægt því búið að safna þessu öllu
saman og það er búist við, að herfangið sé enn meira en komið
er í Ijós. .
Níu járnbrautarvagnar fullir af bakpo'ktlm með fatnaði o. fl.
í hafa verið sendir frá Noregi til -Finnlands. Alls voru þetta
21.000 bakpokar, en alls hafa saí'nast iiiii 30.000 og er söfnun-
inni ekki lokið.
Þrir norskir-læknar lögðu af stað til Finnlands í gær tií þess
Iðrnbrautarslys á
[niliidi.
Árekstur tveggja
íarþegalesta í
kolamyrkri.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Tuttugu og fimm menn
meiddust, þar af 6 svo, að þeir
voru fluttir í sjúkrahús, þegar
árekstur varð milli tveggja far-
þegalesta í Ware, Hertfordshire.
Meðal hinna meiddu voru kon-
ur og börn. Nokkrir járnbraut-
arvagnar ultu af brautinni og
brotnnðu og náðist meitt fólk
úr þeim með mestu erfiðleik-
um. Eimreiðir beggja lestanna
ultu af brautinni. — Þegar á-
reksturinn varð voru öll ljós
slökt, eins og venja er til á
kvöldin og að næturlagi, í var-
úðarskyni vegna loftárásarhætt-
unnar.
LANDVARNIR HOLLENDINGA
Myndin er frá austurlandamærunt Hollands, en eftir þeim endilöngum eru víggirðingar,
ramlegar og haglega útbúnar. Það er að mörgu leyti erfitt fyrir Hollendinga að verja landið,
vegna þess hversu flatt það er, en sú er þó bót i máli að skilyrði eru hentug í austurhluta
landsins til þess að veita vatni yfir landið í stóruni stíl, enda nota Hollendingar sér það. Er
þegar búið að veita vatni yfir nokkurt svæði í öryggisskyni, en ef til innrásar kemur er
bægt að gera það í miklu stærri stil, með litlum sem engum fyrirvara. —
Björgunardáð.
Norskur stýrimaður, Holst-
Jensen, hefir fengið heiðurspen-
ing slysavarnafélagsins í gulli,
fyrir að bjarga tveimur belg-
iskum sjómönnum frá drukn-
un, í aftákaveðri við Hollands-
strendur 27 nóv. s. 1. Holst Jen-
sen er stýrimaður á skipinu
Paris, eign Fred. Olsens skipa-
útgerðarfélagsins. Heiðurspen-
ing slysavarnafélagsins úr gulli
hafa að eins 11 menn fengið á
undangengnum 50 árum.
NRP.-FB. .
Landskjálftar enn í
Tyrklandi.
K.höfn í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Fregn frá Istambul hermir,
að tveir landskjálftakippir hafi
komið í Amamsya og óttast
menn, að mikið tjón hafi orðið
af völdum þeirra. Vegna fann-
fergis hefir ekki reynst unt að
komast til borgarinnar.
Balkanráðstefna
í fehrúar að
undirlagi ítala.
K.höfn í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Fregn frá Budapest hermir,
að stjórnmálame'nn þar búist
við að haldin verði Balkanráð-
stefna í febrúar að undirlagi ít-
aliu. — Stefna ítalir að þvi
markmiði, að sameina Ung-
Verja og Balkanþjóðirnar gegn
hættunni, sem stafar frá Rúss-
um.
Ste'rkur orðrómur gengur
ur, að ítalir og Ungverjar ætli
að gera með sér hernaðarbanda-
Iag, og komið hefir til orða, að
Jugaslavía verði þátttakandi í
varnarbandalagi, og leyfi ítöl-
um að fara með her manns yf-
ir Jugoslaviu til Ungverjalands,
ef Italir þurfa að koma Ung-
verjum til hjálpar.
mmmMbipm r* .i
Miklir herflutningar frá
Bretlandi til Frakklands
fyrir dyrum.
standa
EINKASKEYTI til Vísis.
R flótta undan kaíbát.
Kafbátur réðist nýlega á er-
lent skip á le'ið til Englands. Var
skipið statt 10 sjómílur út af
Lista. Var hafin áköf skothríð
á skipið, en það hélt til lands
með fullum hraða og tókst að
komast undan kafbátnum í
landhelgi og varpaði akkerum
í Flekkefjord. — NRP—FB.
SÆNSKT SKIP STRANDAR.
Sænska skipið Decido strand-
aði í gær við Lista. Björgunar-
skip er farið á vettvang. Af 19
manna áhöfn eru 13 komnir á
land. — NRP.-FB.
London í morgun.
Stjórnmálarfréttaritari Daily Express segir í blaði
sínu í dag, að miklir herflutningar frá Bretlandi til
Frakklands standi f yrir dyrum og eigi hinár bresku her-
menn nú að taka við skyldustörfum í fremstu víggirð-
ingunum, og þegar lið þetta sé komið til Frakklands
verði auðið að senda heim margt franskra hermanna
yfir 30 ára, til starfa í verksmiðjum.
Ræða, sem Leslie Burgin birgðamálaráðherra flutti í gær, en
í henni ávarpaði hann frönsku þjóðina, hefir vakið allmikla at-
hygli. Hann endurtók þau ummæli frú Chamberlain, konu
breska forsætisráðherrans, í ávarpi hennar til frakkneskra
kvenna fyrir skemstu, að herlið það, sem komið væri til Frakk-
lands, væri að eins forverðir mikils hers. „Hver fylkingin kem-
ur af annari", sagði Burgin, „uns vér höfum miljónaher í
Frakklandi til þess að stemma stigu við innrás Þjóðverja."
að starfa þar við sjúkrahús og ein hjúkrunarkona, til aðstoð-
ar við skurðlækningar.
„Norsk folkehjelp" áformar að senda alls 30 lækna til Finn-r
lands. i
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna hefir ákveðið að gefa 25.000
kr. til söfnunar Norsk folkehjelp handa Finnum. — NRP.-FB.
íslensk-ameríska
félagið stofnað.
í gær var stofnað hér í bæn-
um íslensk-ameríska félagið, er
boðað hafði verið til fyrir nokk-
urum dögum.
Þessir menn gengust fyrir
stofnun félagsins: Ásgeir Ás-
geirsson, alþm., Sigurður Nor-
dal prófessor, Tlior Thors al-
þm., Jónas Jónsson alþm.,
Ragnar Ólafsson lögfr., Steingr.
Arason kennai-i og Sigfús Hall-
dórs frá Höfnum. Voru þessir
menn allir kosnir í stjórn fé-
lagsins, en endurskoðendur
voru þeir kosnir Ófeigur Ófeigs-
on læknir og Sigurður Jónasson
forstjóri.
Svo er til ætlast að félagið
gerist meðlimur í American,
Scandinavian Foundation og
hafa borist bréf hingað frá mr.
Leeds, sem löngum var f ormað-
'ur A. S. F. í New York.
Rausnarlegar gjafir
til Sæbjargar.
Almenningur tekur söfnun-
inni til reksturs Sæbjargarinnar
mjög yel. Strax í gær bárust
Slysavarnafélaginu tvær stór-
gjafir auk margra minni,
Fyrsta gjöfin, sem barst, var
frá Ellert Schram, fyrverandi
skipstjóra og konu hans. Var
hún 500 kr. að upphæð.
Síðar í gær barst Slysavarna-
félaginu tilkynning frá Vest-
mannaeyjum. Hafði Björgun-
arfélag Vestmannaeyja ákveðið
að senda eitt þúsund krónur til
söfnunarinnar. Auk þe'ss bárust
félaginu í gær allmargar
smærri gjafir.
Sýnir árangurinn á þessum
fyrsta degi söfnunarinnar það
ljóslega, hvern skilning almenn-
ingur hefir á starfi Slysavarna-
félagsins og nauðsyn þess að
hægt sé að halda Sæbjörgu úti.
Með sliku áframhaldi verður
þe'ss ekki langt að bíða, að það
verður trygt að Sæbjörg geti
gætt starfs síns á vertiðinni,
sem nú fer í hönd.
Maðiif cirnknar.
Á sunnudaginn varð það
sorglega slys, að Geir Hinriks-
son, 1. matsveinn á Lagarfossi,
tók út af skipinu og drukn-
aði.
Skrifstofa Eimskipafélagsins
hér fékk skeyti um þetta, en
e'ngar nánari upplýsingar. Skip-
ið var í hafi, þegar þetta skeði.
Geir hafði verið á Lagarfossi
um nokkurra ára skeið og var
maður ókvæntur.
Farsóttir og manndauði
vikuna 10.—18. des. (i svig-
um tölur næstu viku á undan) :
Hálsbólga 63 (82). Kvefsótt
117 (183). Blóðsótt 317 (82).
Iðrakvef 111 (35). Kveflungna-
bólga 3 (1). Skarlatssótt 0 (1).
Hlaupabóla 6 (2). Munnangur
1 (4). Mannslát 8 (6). — Land-
læknisskrifstofan (FB.).
Esja
var á Kópaskeri í gær kl. 5. Sam-
kvæmt áætlun kemur skipiÖ hing-
að 12. þ. m. og fer í næstu hring-
ferð 15. þ. m.