Vísir - 10.01.1940, Blaðsíða 1
Ritst jóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Rií "itst jórnarskrif stof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Afgreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
30. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 10. janúar 1940.
7. tbl.
RÚSSAR HAFA M
50.000 ME
í þremur ^tóroru^tiim á íímtt-
bilinu 24t. desember til H. janúar
EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun.
Fregn frá Rovaniemi segir, að níundi rússneski
herinn, sem í voru samtals um 50.000 menn,
hafi verið svo gersigraður í þremur stórorust-
um á tímabilinu 24. des. til 7. janúar, að mestur hluti
hersins haf i f allið eða verið tekinn til f anga, en að eins
nokkur hundruð menn komist undan á flótta. Orust-
urnar voru háðar að austan og vestanverðu við Kianta-
vatn og voru í níunda hernum þessi þrjú herfylki, hið
163., 44. og 164.
Pinnar hafa ekki gumað af þessum sigrum og ekki
látið miklar upplýsingar um þá í té, en þrátt fyrir það
mun mega fullyrða, að Finnar hafi unnið hér svo mik-
ilvæga sigra, að með þeim sé trygt, að Mið-Finnlandi
verði ekki hætta búin frá Rússum um langan tíma. Öll
hergögn ofannefndra herfylkja hafa fallið í hendur
Finna og er það þeim afar mikilvægt.
Hubert Yxkyll blaðamaður, sem kominn er til víg-
stöðvanna, og símar United Press um þetta, dáir mjög
harðfengi og bardagaleikni Finna.
ÞURFA AÐSTOÐAR VI©,
ÞÓTT ÞEIM GANGI VEL I
VIÐUREIGNINNI VH>
RUSSA.
Kallio Finnlandsforseti hefir
veitt erlendum blaðamönnum
áheyrn og eins og Ryti forsætis-
ráðherra, fyrrverandi banka-
stjóri Finnlandsbanka. Tók
hann það skýrt fram, að Finnar
þyrfti allrar þeirrar aðstoðar,
sem aðrar þjóðir gæti Finnlandi
í té látið, f járhagslega og á ann-
an hátt, og lét forsetinn í Ijós
mikið þakklæti fyrir þá aðstoð,
sem þegar hefði verið veitt.
Kallio leiddi athygli að því, að
nú væri svo komið, að utanrík-
isverslun Finna hefði lamast
svo stórkostlega, að þeir gæti
ekki aflað sér erlends gjaldeyr-
is til alls þess, sem þeir þyrfti
að flytja inn vegna stríðsins, og
þyrf ti þeir þvi að f á lán.
Kallio talaði um lof tárásirnar
á finskar borgir. Rússar hefði
notað fjölda flugvéla og varpað
niður um 4000 sprengjum,
eyðilagt byggingar hinna merk-
ustu stofnana, visindastofnanir
og skóla, kirkjur og sjúkrahús,
og væri það ekki tilviljun, að
margt slíkra húsa hefði orðið
fyrir skemdum eða eyðilagst.
Alls hefði 243 menn beðið bana
i borgum Finnlands af völdum
loftárása Rússlands, 217 særst
alvarlega og 210 minna. Þetta
væri hræðilegt tjón, sagði hann,
og þó minna en búast hefði
mátt við.
Flokkur tékkneskra þjóð-
ernissinna sækist ef tir
viðurkenningu Þj óðverj a.
Jan Rys og félagar hans ráðast á dr. Benes.
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun.
Fregnir frá Prag herma, að tékkneskir fasistar séu
mjög að auka starfsemi sína. Er talið, að Þjóðverjar líti
starfsemi þessa að sumu leyti ekki óhýru auga. Að
minsta kosti helst þessum félögum uppi að stofna til
útifunda, en það er öðrum pólitískum félögum bannað.
Leiðtogi þessa félagsskapar er maður að nafni Jan
Rys. Stuðningsmenn hans eru enn nokkuð dreif ðir, en
sagt er að þeim fari fjölgandi.
I gær boðaði Jan Rys til f undar og var ákaf lega harð-
orður í garð dr. Benes, fyrverandi ríkisforseta Tékko-
slovakiu. Ennfremur talaði hann harðlega um Masaryk,
fyrsta forseta Tékkóslóvakíu.
Flokkurinn gerir sér vonir um að vinna hylli Þjóð-
verja og koma svo ár sinni fyrir borð, að flokknum
verði falið að fara með stjórn landsins, en núverandi
stjórn verndarríkisins íátin fara frá.
3 menii af nærri
ðOO Aiiðn bana.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
10.000 smálesta skipið D'un-
bar Castle, eign Union Line,
rakst á tundurdufl Við suðaust-
urströnd Bretlands í gær. Er
þetta mjög skrautlegt farþega-
og flutningaskip og er það í för-
um milli Bretlands og Suður-
Afríku.
Ógurleg sprenging varð, er
skipið rakst á tundurduflið, og
brotnaði það alt um miðju, og
sökk á 20 mínútum.
Skipstjórinn, Causton að
nafni, maður sem annaðist
birgðastofu vélarrúmsins og
einn fullgildur háseti biðu bana.
Meðal hinna meiddu eru
hafnsögumaður, annar stýri-
maður og vistastjóri skipsins.
Tveggja skipsmanna er saknað.
Farþegar og skipverjar, sem
bjargað hefir verið, eru 'komn-
ir á land í hafnarborg á suð-
austurströndinni.
Skipið var nýlega lagt af stað
til Suður-Afríku með 48 far-
þega. 150 manna áhöfn er á
skipinu.
Meðal farþeganna var margt
kvenna og barna. ÖUum far-
þegum var bjargað ómeiddum.
Fundur Balkan-
bandalagsins
verður haldinn
í Belgrad.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Það hefir nú verið tilkynt í
höfuðborgum þeirra ríkja, sem
eru í Balkanbandalaginu, að
næsti fundur bandalagsins verði
haldinn í Belgrad dagana 2., 3.
og 4. febrúar. Þetta er einn af
hinum reglulegu fundum
bandalagsins, eins og áður hef-
ir verið um símað. Er talið, að
ítalir hafi átt nokkurn þátt í að
fundurinn er haldinn nú, vegna
hættunnar, sem stafar af Rúss-
um. Sú hætta er að vísu af
mörgum talin. dvínandi vegna
hrakfara þeirra í Finnlandi, en
ítalir hafa áhuga fyrir því, að
sameina Balkanþjóðirnar gegn
þessari hættu, og treysta vin-
fengi ííala við þær og samvinnu
pf _____
.¦ ' ' . ,: •• .:...'¦ '": ".'.';¦' "';' ¦ ' ' ¦::..:'¦'
ú- -;:
'%&$£$&&
:¦ ¦:>,:-,:¦:¦;¦
.;;:..¦:;';:
______£)»
SVÍAR VID ÖLLU BUNIR. — Óðum syrtir i lofti yfir Norðurlöndum, og eru menn þar
kvíðnir fyrir, að nú sé þar alvarlegri tímar framundan en nokkuru sinni. Þessi mynd er
frá Stokkhólmi — Hötorget — og sýnir verkamenn vera að grafa fyrir fyrsta sprengju-
helda birginu.
Utvegsbank-
ínn tiu
_0__
Hú.sakyimi bankans i
gamla húsinu eru _lí_l
vistlegustu.
Afgreiðsla og skrifstofur Ut-
vegsbankans eru nú fluttar aft-
ur í hið gamla hús bankans,
eftir um eins árs „útlegð" með-
an nauðsynlegar breytingar og
endurbætur hafa verið fram-
kvæmdar.
Á ytraútliti hússins hefir verið
gerð sú hreyting, að inngangur-
inn, sem var við suðausturhorn
þess, er nú á austurhliðinni. Er
i þar gengið um lítið fordyri áð-
ur en kemur í sjálfan af-
i greiðslusal bankans.
Þegar komið er inn úr for-
J dyrinu blasa vistarverur gjald-
j keranna við sjónum, en að baki
þeim og á vinstri hönd — út
i að Austurstræti, eru hinar
I ýmsu deildir. Eru þarna á
i neðstu hæðinni allar skrifstof-
j ur bankans nema einkaskrif-
stofur bankastjóranna og Fisk-
veiðasjóðs íslands.
Til hægri við innganginn er
stórt útskot fyrir viðskiftamenn
bankans. Eru þar hægindastól-
ar og símaklefi og auk þess
borð til þess að skrifa við. Er
símaklefinn þannig útbúinn, að
Ungverja annarsvegar og Balk-
anþjóðanna hinsvegar, en Ung-
verjaland og Balkanlöndin
hyggjast Italir að verja gegn
hinni kommúnistisku hættu. Að
eins eitt af Balkanlöndunum
stendur utan við Balkanbanda-
lagið og það er Búlgaría, sem
varð mjög hart úti eftir heims-
styrjöldina, en nágrannáríkin
mötuðu þá krókinn, og hefir
Búlgaría aldrei viljað taka
þátt í Balkanbandalaginu. Til-
raunir hafa verið gerðar til
þess að fá Búlgari til þess að
ganga í bandalagið og ekki talið
vonlaust, að þeir sendi á það
áheyrnarfulltrúa að þessu sinni.
ítalir hafa einnig áhuga fyrir
að bæta sambúð Búlgara og
hinna Balkanþjóðanna. —
Standa ítalir þar allvel að vígi,
því að Boris Bulgarakonungur
á fyrir konu dóttur Victors Em-
anuels ítalíukonungs.
Gafencu, utanríkismálaráð-
herra Rúmeníu, verður forséti
Belgradfundarins.
þar kviknar ljós af sjálfu sér,
þegár stigið er á gólf klefans.
Lýsing í afgreiðslusalnum er
mjög þægileg. Er það svonefnd
„indirekte" lýsing. Þá er loft-
ræsting og með fullkomnasta
sniði.
Þá er sú nýjung við af-
greiðslu, að notast er við „rör-
póst", t. d. við víxlaafgreiðslu.
Er það ekki í öðrum banka hér.
í kjallara hússins eru ný
„box", sem bankinn hefir afl-
að sér, en þau hafði hann ekki
áður. Eru þar niðri einnig
skriftarklefar fyrir þá, sem taka
box á leigu.
Á annari hæð eru einkaskrif-
stofur bankastjóranna og skrif-
slofa Fiskveiðasjóðs íslands. Á
efst.u hæðinni er svo eldhús,
sem starfsfólk bankans hefir
afnot af, kaffistofa þess og
samkomusalur. Eru þessi her-
bergi öll hin vistlegustu.
Húsakynni bankans er hið
prýðilegasta í alla staði.
I Lögreglaþjóiiar
| g'efa l©OI> kr.
Finnlandi..
í gærmorgun var haldinn
fundur i félagi þvi, sem lög-
reglumenn bæjarins liafa með
sér. Var þar á fundinum Her-
mann Jónasson, dómsmálaráð-
herra og kynti hann hina nýju
embættismenn, sakadómara og
lögreglustjóra, fyrir lögregl-
unni og talaði um lögreglumál.
Siðan héldu hinir nýju em-
bættismenn stuttar ræður, og
til máls tók einnig formaður
Lögreglufélagsins, Erlingur
Pálsson, yfirlögregluþjónn.
Samþykt var á þessum fundi
að gefa til Finnlandssamskot-
anna eitt þúsund krónur og
fresta lögregluhátiðinni, sem
venjulega er haldin í fyrri hluta
febrúar ár hvert. Skyldi að-
gangseyririnn, sem þá hef ði orð-
ið, ganga til samskotanna, en
með því að ákveðið er að þeir,
sem betur mega, leggi eitthvað
fram umfram aðra og þar sem
gera má ráð fyrir að þetta fari
þá fram úr 1000 kr., renni það
sem umfram er til Vetrarhjálp-
arinnar.
Fleiri mál voru tekin fyrir á
fundinum, svo sem að Lög-
reglufélagið haldi áfram að
starfrækja kór innan sinna vé-
banda.
JUNIHITI UM
LilNÐ AhT.
Hitabylgja gengur nú yfir ís-
land. Er hiti hvergi undir 7 stig-
um — á Raufarhöfn — en heit-
ast er á Siglunesi, 15 st. Hér í
Reykjavík var 9 st. hiti í morg-
un, á Dalatanga 13 st., Fagradal
12 st. og Akureyri o. v. 10. st.
Vísir átti í morgun tal við
Jón Eyþórsson, veðurfræðing.
Kvað hann þenna hita stafa af
sunnanáttinni, en hún næði nú
alla leið suður til Asoreyja. Er
þar um 15 st. hiti. Þegar vindur-
inn væri svo búinn að fara hing-
að, yfir kaldari sjó, væri hitinn
kominn niður í 8—9 st., eins og
hann er víðast á Suðurlandi.
Þegar vindurinn færi svo aft-
ur niður af hálendinu fyrir
norðan hitnaði hann og þorn-
aði. Er loftlétt á Akureyri og
Siglunesi af þessum orsökum.
Býst Jón við að þessi hlýindi
haldist eitthvað áfram, meðan
hiáþrýstisvæði er yfir Norður-
löndum og Mið-EvrópU, en þó
má búast við að vindasamara
verði en áður, því að óvenjulítið
af hvassviðrum hefir verið sam-
fara þessum hita.
Kvað Jón veðrið nú líkjast
mest veðrinu árið 1929, þegar
hér var hin mesta veðurblíða
frá þvi i febrúarbyrjun og fram
yfir sumarmál, en skipaferðir
teptust í dönsku sundunum
vegna frosthörku. í morgun er
t. d. 7 st. frost í Kaupmanna-
höfn.
Horfur eru nú þessar fyrir
suðvesturland og Faxaflóa:
Hvass sunnan og rigning i dag,
en allhvass suðvestan og skúra-
veður í nótt.
Mjólkurverðið.
í morgun hélt mjólkur-
verðlagsnefnd fund um
hækkun mjólkurinnar. Hefir
þó ekki verið tekin nein á-
kvörðun um hækkun hennar
að svo stöddu. Hinsvegar
skýrði form. nefndarinnar,
hr. Páll Zophohíasson Vísi
frá því í dag, að hækkun
hennar væri óhjákvæmileg.