Vísir - 11.01.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
SRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Rii ttst jórnarskrifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Afgreiðsla:
HVERPISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGfcÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 11. janúar 1940.
8. tbl.
Finna við Soumussalmi nýr
Tannenbern
Fpásögn Hubert Yxkyll.
Riíssneskui* hep iimkpingdL-
up á Salla—vígstöðvunum.
Afrek finska flugmannsins Sarvanto
EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun.
Fréttaritari United Press á vígstöðvunum í Finn-
landi, Hubert Yxkyll, símar í morgun, eftir að
hafa farið um svæði það, sem orustan við Sou-
mussalmi var háð á, en þar gersigruðu Finnar 44. her-
f ylki Rússa, sem f yrr var getið:
Það hefir komið æ betur í ljós, miklu betur en hægt var að
gera sér grein fyrir í fyrstu, eftir tilkynningu finsku herstjórn-
arinnar, að sigur Finna við Soumussalmi er svo glæsilegur, að
fá eru dæmi slíks. Er hér um að ræða sigur, sem vel má kalla
„annan Tannenbergssigur", en eins og kunnugt er, unnu Þjóð-
verjar hinn glæsilegasta sigur á Rússum við Tannenberg, í
heimsstyrjöldinni, og gersigruðu þar mikinn rússneskan her,
þótt við ofurefli liðs væri að etja. Eins og Þjóðverjar þar undir
forystu Hindenburgs tvístruðu her Rússa, tóku fjölda fanga og
mikið herfang, eins sigruðu Pinnar gersamlega miklu f jölmenn-
ari rússneskan her við Soumussalmi. Þeir áttu í höggi við
15.000—16.000 manna her. Af honum féll um það bil 2/3, en á
annað þúsund rússneskir hermenn voru teknir til f anga, en her-
gögn þau, sem Finnar náðu eru að verðmæti tugir miljóna kr,
RUSSNESKUR HER UMKRINGdUR VH> SALLÁ.
Nú hafa borist fregnir um, að Pinnum hafi enn tekist með.
sömu bardagaaðferðum og þeir umkringdu og sigruðu 163. og
44. herfylkið, að umkringja rússneskan her við Salla. Hefir
Finnum tekist að slíta samgönguæðar að baki þessa hers og há-
ir honum nú mjög vistaskortur. Hafa Rússar reynt að senda
flugvélar inn yfir svæði það, sem þessi rússneski her hefst við
á til þess að varpa niður vistum, en það hefir gengið erfiðlega,
því að Finnar hafa skotið niður sumar af þessum flugvélum.
Er sögð mikil neyð meðal hinna rússnesku hermanna.
RÚSSAR LAMAÐIR Á ÖLLUM VÍGSTÖÐVUM.
Svo virðist sem Rússar séu nú athafnaminni en nokkuru sinni
síðan er stríðið byrjaði, á öllum vígstöðvum í Finnlandi, og á
Soumussalmi-vígstöðvunum, þar sem þeir hafa beðið, mestar
hrakfarir, og þar fyrir norðan, hafa þeir verið hraktir yfir landa-
mærin á nokkurum stöðum.
PLUGAFREK SARVANTO.
Afrek það, sem einn af flugmönnum Finna vann nýlega, er
talið glæsilegasta afrek, sem nokkur flugmaður hefir unnið einn
síns liðs í styrjöldum síðari tíma og því er jafnvel haldið fram,
að í heimsstyrjöldinni hafi enginn flugmaður unnið annað eins
afrek í sömu loftorstunni einn síns liðs. Fluglautinant þessi
nefnist Sarvanto. Skaut hann niður 6 rússneskar sprengjuflug-
vélar er Rússar gerðu loftárásir sínar á finskar borgir á dög-
uiuim.
MEÐFERÐ RUSSNESKRA HERMANNA Á VÉLKNUDUM
HERGÖGNUM BER KUNNÁTTU- OG SKEYTINGARLEYSI
VITNI.
Hubert Yxkyll, sem hefir talað við marga finska liðsforingja,
segir að þeir haldi því fram, að méðferð Rússa á hinum full-
komnu, vélknúðu hernaðartækjum sem þeir hafa ógrynni af,
sé ófullkomin, þeir annað hvort kunni ekki með þau að fara
eða skeytingarleysi sé um að kenna, að þau koma þeim ekki
nándar nærri að því gagni, sem búast mætti við.
20 milj. doll-
ara handa
Finnum.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Hamilton Fish hefir lagt fram
ályktun, sem tekin verður fyrir
í sameinuðu þjóðþingi Banda-
ríkjanna, þess efnis, að veittar
verði 20 miljónir dollara til
hjálparstarfsemi í Finnlandi.
Samkvæmt tillögu Hamiltons
Fish á að verja fénu til kaupa
á matvörum og fatnaði og öðr-
um nauðsynjum og flytja til
Finnlands Finnum að kostnað-
arlausu, en hann vill ekki að
neinum hluta f járins verði var-
ið til hernáðarþarfa.
Fáflnn og Roosevelt vilja
hindra útbreiðslu kom-
múnismans á NorSnr-
lönfluin.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Frá Vatikanborginni er símað
samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum, að páfinn hafi fullvissað
Monsignor Suhr fulítrúa páfa-
ríkisins í Danmörku, að vati-
Kommúnistar í
Frakklandi sviftir
rétti til þingsetu.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Þingmenn kommúnista, segir
í símfregn frá París, verða nú
að velja um það tvent, að hafna
flokki sínum og taka upp sam-
starf við aðra flokka með hags-
muni ættjarðarinnar fyrir aug-
um, eða missa þingseturétt. —
Frumvarp hefir verið lagt fram
i fulltrúadeildinni þess efnis, að
þingmenn kommúnista skuli
sviftir rétti til þingsetu innan
viku frá þvi frumvarpið verður
að lögum, ef þeir afneiti ekki
með öllu flokki sinum og bar-
dagaaðferðum hans.
Það er aðallega framkoma
kommúnista, síðan er styrjöld-
in byrjaði, og einkanlega eftir
að Rússar réðust inn í Pólland,
sem veldur, að menn vilja svifta
þá rétti til þingsetu. Hefir rík-
ísstjórnin þjarmað mjög gð
kommúnistum að undanförnu,
vegna starfsemi þeirra, sem hún
telur algerlega andstæða hags-
munum og jafnvel öryggi rík-
isins. Kommúnistar hafa verið
afar fjölmennir í Frakklandi og
það er einhver mesti sigur Dala-
diérs, að hafa safnað allri þjóð-
inni að baki sér, þrátt fyrir
mótspyrnu kommúnista, en
reyndin hefir orðið sú, að þeir
hafa lamast æ meira síðan er
Daladier komst til valda, og
fylgi þeirra er mjög hrakandi,
segir í Parísarfregn, sem hér er
stuðst við. Það er talið víst, að
fyrrnefnt frumvarp nái fram
að ganga.
Frækilegt björgunarafrek:
B. Hafstein.
Tograrinn Hafstein
bjargrar G2 Pjoðwerj-
iiiii ur sjávarháska.
Skip þeim»a9 Bahia Rlanca s*akst á hafísjaka
í fyrrinótt sigldi þýskt flutningaskip, Bahia Blanca, 8558 smál., á hafísjaka, er það var statt um
í 60 sjómílur norðvestur af Látrabjargi og sökk. Sendi skipið út neyðarmerki, sem Loftskeytastöð-
in hér heyrði og kom áleiðis til skipa. Náði hún sambandi við bv. Hafstein og Egil Skallagríms-
son, en (Hafstein var nær slysstaðnum og fór því til bjargar. Tókst að bjarga öllum hinum þýsku
skípverjum Pg hélt Hafstein þá til Hafnarfjarðar og kom þangað í nótt.
Hafstein var i í'yrstu veiðiför
sinni síðan eigendaskifti urðu á
honum. Hinir nýju eigendur
eru þeir bræður Ólafur og
Bretar sigra
í loftorustu.
Bresku flugvélarnar reynast vel í
viðureign við nýjustu hernaðarflug-
vélar Þjóðverja sem eru mun hrað-
fleygari.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
I gær kom í fyrsta sinni til
bardaga i lofti milli breskra
hernaðarflugvéla og þýskra
Messerschmitt flugvéla af
nýjustu gerð, en þær eru hrað-
fleygari en bresku flugvélarn-
ar, sem þátt tóku i orustunni.
Hefir það vakið mikla ánægju
meðal breska flughersins og al-
mennings i Bretlandi, að bresku
flugvélarnar skyldi reynast svo
vel, en einnig er það þakkað
leikni og harðfengi breskra
flugmanna, að þeir höfðu betur.
Bresku flugmennirnir voru á
leið i flugferðir til könnunar
kanið hafi til íhugunar í sam.
ráði við Roosevelt Bandarkja-
forseta, ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir, að bolsche-
visminn breiðist út um Norður-
lönd.
Talið er, að páfi hafi tjáð
Mons. Suhr þetta, er hann veitti
honum einkaáheyrn s. I. sunnu-
dag.
Ennfremur afhenti páfi hon-
um orðsendingu til ríkisstjórna
Norðurlanda, þar sem farið er
fram á, að Norðurlönd styðji
friðarviðleitni hans.
og eftirlits, en að undanförnu
hafa Bretar stöðugt sent flug-
menn í þessu skyni yfir eyjarn-
ar við vesturströnd Þýskalands,
þar sem flugvélar og flugbátar
þöir, sem gert hafa árásir tá
skip á siglingaleiðum Breta,
hafa bækistöðvar sínar. Þarna
hafa bresku flugvélarnar að
kalla stöðugt verið á sveimi til
þess að hindra, að flugvélarnar
kæmist yfir siglingaleiðirnar,
og hefir orðið mikill árangur
af þessu þvi að undanförnu hef-
ir verið minna um skipatjón en
áður þar til nú fyrir 3 dægrum,
að þýsku flugmennirnir hafa
sótt sig og gert nýjar árásir á
flutninga- og fiskiskip.
Flugvélaflokkurinn var á leið
lil Þýskalandsstrandar, er sást
til Messerschmitt flugvélanna
þýsku og leliti brátt i bardaga
miklum, sem stóð liðlega hálfa
klukkustund.
Þjóðverjar voru hraktir á
flótta um það er lauk og mistu
þeir eina flugvél, sem var skot-
in niður yfir Norðursjó, en önn-
ur skemdist og nauðlenti flug-
maðurinn í Danmörku. Ein af
flugvélum Breta var skotin nið-
ur en hinar héldu áfram flug-
Tryggvi Ófeigssynir, Loftur
Bjarnason, Þórarinn Olgeirsson
og Vilhjálmur Árnason. Er Ól-
afur Ófeigsson jafnframt skip-
stjóri.
Þær upplýsingar, sem hér
fara á eftir hefir Vísir fengið
hjá Tryggva Ófeigssyni og Hall-
dóri Jónssyni, loftskeytamanni.
Klukkan 10% á þriðjudags-
kvöld fékk b.v. Hafstein skeyti
frá Loftskeytastöðinni hér um
að þýskt skip hefði sent frá sér
neyðarmerki. Væri það statt 67
mílur NNV af Látrabjargi og
hefði rekist á hafisjaka. Ósk-
aði þýska skipið eftir því, að
þvi yrði sent dæluskip og drátt-
arbátur til hjálpar.
Setti Hafstein sig þegar i
beint samband við skipið og tók
það þvi vel, að hann kæmi á
vettvang til öryggis meðan beð-
j ið væri eftir dráttar- og dælu-
skipínU.
Kom Hafstein að skípinu um
kl. 3Vp eftir miðnætti. Vindstíg
voru SV 4, úrhellisrigning og
afar mikil alda.
Skipið var þá'laust við ísinn
og hafði getað siglt með 3ja sjó-
mílna hraða um stund, en þeg-
ai' botnvörpungurinn var kom-
inn á vettvang bauð hann fyrst
að draga þýska skipið. En þá
var það orðið svo þungt af sjó,
að þýski skipstjórinn taldi það
ekki mundu geta tekist. Var
þvi strax hafist handa um að
bjarga skipshöfninni.
BJÖRGUN HEFST.
Síðasta skeytið, sem kom frá
Bahia Blanca var á þá leið, að
skipið væri að sökkva, hægt en
stöðugt. Þegar síðasti báturinn
var kominn frá borði var lúk-
ferðinni að bardaganum lokn-
um og komu svo heim heilu og
höldnu.
Óstaðfestar fregnir hafa bor-
ist um loftárásir Breta á eyjuna
Sylt, sem er skamt frá strönd-
um Jótlands. Hafa borist fregn-
ir frá Danmörku um loftái'ásir
á mannvirki á eyjunni, en þar
eru flota- og flugstöðvar.
Ölafur Ófeigssson, skipstjóri.
arinn orðinn fullur af sjó, svo
og framlestin og í miðlesfina
var kominn 6 m. sjór.
Þjóðverjarnir rendu nú ein-
um skipsbátanna í sjóinn, en
skipverjar voru augsýnilega ó-
vaair að meðhöndla árarnar,
þvi að þeim gekk erfiðlega að
koma bátnum frá sldpshliðinni.
Varð því Hafstein að sigla mjög
nærri bátnum og skipinu og
þótt það væri mjög hættulegt,
tókst það alveg slysalaust að
„elta" bátinn uppi.
Hafði verið ætlunin, að ein-
hverjir Islendinganna færi síð-
an i þýska bátinn og réri yfir
að skipinu, en vegna þess hve
björgun fyrsta bátsins tókst
giftusamlega, var horfið að þvi
ráði, að nota sömu aðferð við
alla bátana.
BÁTUR HVERFUR
ÚT í MYRKRIÐ.
En einn bátanna hvarf út i
myrkrið og rigninguna og varð
togarinn að fara að leita hans.
Hann fanst þó von braðar. Sjálf
björgunin tók ekki nema um
klukkustund og kl. 6% gat Haf-
stein lagt af stað heimleiðis.
Þýska skipið dældi olíu í sjó-
inn, þegar bátarnir voru settir
á flot, en þegar þeir komu
að togaranum, var lýsi notað
til að lægja sjóana. 1 síðasta
bátnum frá skipinu kom skip-
stjórinn.
Allir mennirnir komust ó-
Frh. á 2. síðu.