Vísir - 11.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 11.01.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLáB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Verslunaríólkið og dýrtíðin. J^LÞÝÐUBLAÐIÐ hugleiðir s. I. þriðjudag þá breytingu, sem frv. ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögunum um geng- isskráningu hefir á kaupgjald í landinu, og kemst að þeirri nið- urstöðu, að verslunarfólkið hafi gleymst í þessari lagasetningu, en betur kunni úr að rætast en til var stofnað, með því að Verslunarmannafélag íslands hafi nú lýst yfir því, að það muni beita sér fyrir að verslun- arfólkið fái kaupuppbót vegna dýrtíðarinnar, í sama hlutfalli og opinberir starfsmenn og em- bættismenn. Það er óvenjulegur og lofs- verður skilningur, sem Alþýðu- blaðið sýnir málum verslunar- stéttarinnar að þessu sinni, en þó gætir allverulegs misslciln- ings hjá blaðinu í túlkun laga- setningarinnar. Gengislög þau, sem í gildi voru áður miðuðust hvað kaupgjaldið snerti við kr. 3.600.00, en náðu ekki til kaup- gjalds, sem hærra var. Þessu hefir nú verið breytt, og versl- unarfólk nýtur af því hlunninda eins og aðrir launþegar, og næg- ir í því efni að skírskota til 3. gr. laganna, eins og hún er nú að breytingum gerðum. Réttur verslunarfólksins er fyllilega trygður samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, en að sjálfsögðu er réttur þeirra hvorki meiri né minni, en annara þjóðfélags- þegna, heldur hinn sami. Það er engin ástæða til að ætla annað, en að verslunar- stéttin fái þá kauphækkun, sem henni ber, en að sjálfsögðu liafa hagsmunasamtök hennar það mál með höndum, og leysa það á þann hált, sem er í fullu sam- ræmi við gildandi lög í land- inu. Alþýðublaðið þarf því ekki að hafa sérstakar áhyggjur út af því að hagsmunir verslunar- stéttarinnar liafi verið fyrir borð bornir, eða þeirra ekki gætt sem skyldi, að því er kaup- gjaldinu við kemur, en þegar rætt er um hagsmunamál versl- unarstéttarinnar er það fleira en kaupgjaldið eitt, sem til at- hugunar kemur. Alþýðublaðinu mætti vera það ljóst eins og öllum öðrum að undanfarin ár hefir verið þrengt úr hófi fram að hag verslunarstéttarinnar, og það svo, að fjöldi þessara manna hefir mist atvinnu sína, en öll- um leiðum liefir verið lokað er miða að atvinnuaukningu í þessari grein. Það eru verslun- arhöftin, sem þessu hafa á- orkað, og væri ekki úr vegi að rifja lítillega upp afstöðu AI- þýðublaðsins til þeirra. Þegar verslunarhöftin voru sett í upphafi töldu ýmsir for- ráðamenn Alþýðuflokksins réttilega, að þau myndu auka dýi’tíð í landinu úr hófi fram, og virtist svo sem þeir myndu beita sér gegn höftunum. Þeg- ar á hólminn kom varð þó reynslan öll önnur, og kröfur verslunarstéttarinnar hafa eng- um skilningi mætt í þessu efni hjá Alþýðuflokknum, og hefir þeim ]ió verið svo i Iióf stilt j að verslunarstéttin hefir aðeins ; krafist réttlátra framkvæmda á | höftunum, ef þau af illri nauð- syn þyrftu að vera. Fyrir at- beina Alþýðuflokksins hefir verið daufheyrst við þessum sjálfsögðu kröfum, en ef til viJI má nú vænta, að flokkurinn sjái sig um hönd og taki upp Laráttu í þessu efni, eins og í kaupgjaldsmálinu. Það myndi vissulega verða verslunarstétt- inni hagkvæmara, en þvaður Alþýðublaðsins um launamál- ið, sem er imyndun blaðsins ein, en á sér enga stoð í veru- leikanum. Ef hugur fylgir máli hjá Alþýðuhlaðinu í því efni að það v ilji heita sér fyrir hags- rnunum verslunarstétlarinnar, hlytur blaðið og flokkur þess að ráðast gegn verslunarhöft- unum, til þess að minka dýr- íiðinu í landinu og efla atvinnu verslunarstéttarinnar, og skapa henni skilyrði lil eðlilegrar þró- unar i þjóðfélaginu um ókomin ár. Taki blaðið upp þá stefnu er vissulega ástæða til að viður- kenna, að það sýni málum verslunarstéttarinnar skilning, en meðan að það og flokkur þess gætir þess vandlega að engin réttlæting fáist á þeim málum, liallast menn að þeirri skoðun, að liér sé ekki mælt af heilindum hjá blaðinu, þótt það vilji svo vera láta. ------------------—---- Smásölnverð í Reykjavík í desember. Aðalvisitalan fyrir smásölu- verð í Reykjavík í desember 1939 hefir hækkað um ellefu stig miðað við nóvember. Var talan 230. Af matvælaflokkunum hafa sjö hækkað frá 1. nóv. til 1. des. og sumir þeirra mikið, svo sem smjör og feiti um 30% og kornvörur um 7%. Einn mat- vöruflokkanna (brauð) hefir staðið í stað, en einn hefir lækkað aftur í verði. Er það sykur, sem lækkað hefir um 5%. — Aðalvísitalan 1. des er 38 stig- um eða 30% hærri en á sama tíma i fyrra. Björgunin. Frli. af 1. siðu. meiddir um borð og lítið sem ekkert hraktir. Sá, sem var verst staddur, þegar liann kom um borð i togarann, var 14 ára drengur. Var hvergi á honum þur þráður vegna rigningarinn- ar. Tók Ólafur skipstjóri hann niður í klefa sinn, lét hann fá þur föt og hrestist hann þá fljótlega. „HR AKNING AR“. En það var ekki fyrri en kom- ið var um borð í Hafstein, að „hrakningar“ Þjóðverjanna byrjuðu. Voru þeir alveg óvanir hreyfingum togarans, í saman- burði við lireyfingar hins stóra skips, sem þeir liöfðu verið á, og urðu sumir sjóveikir. Annars voru þeir allir hinir hressustu og klöppuðu óspart á axlir Islendinganna, þegar þeir komu um borð í Hafstein. Voru þeir því mjög fegnir því, hversu björgunin tókst greiðlega og slysalaust, en það má þakka snarræði og dugnaði skipstjór- ans, Ólafs Ófeigssonar, sem stjórnaði björguninni, og liin- um vösku mönnum hans. Gekk ferðin til Hafnarfjarð- ar greiðlega, enda þólt nokkur strekkingur væri í fangið. Kom Hafstein þangað í nótt með skipverja. BAHIA BLANCA OG FARMUR ÞESS. Bahia Blanca er 8558 smál. eftir Lloyd’s Register og var smíðað í Englandi 1919. Það var eign Hapag. Skipið kom frá Rio de Jan- eiro og hafði ekki verið í land- sýn í 34 daga. Farmur þess var 40 þús. sekkir af kaffi og þar að auki járnsvarf. MESTA BJÖRGUN VIÐ ISLAND. Við Island hefir aldrei verið bjargað jafnmörgum mönnum af einu skipi. Mesta björgunarafrek, sem áður hafði verið unnið við ís- land, var fyrir tæpum 24 árum, þegar Guðbjartur Ólafsson, skipstjóri, sem nú er hafnsögu- maður hér í Reykjavík, bjarg- aði 38 mönnum af skipi í Grindavíkursjó. Gerðist þetta 24. mars 1916. Viðtal við skipstjórann á Bahia Blanca. % Tíðindamaður Vísis náði tali af skipstjóranum á Bahia Blanca, hr. Antonio Sohst, og farast honum orð á þessa leið: „Skipið liafði siglt framhjá | allmörgum einstökum jökum, ; er voru á reki, en án þess að | nokkur hætta stafaði af. Veður ! var slæmt, rigning og dimm- ; viðri svo mikið, að ekkert sá ! frá sér. Um kvöldið, er myrkt I var orðið af nóttu, varð eg þess alt í einu var, að jakarnir þétt- ; ust og áður en varði var skip- ið komið inn í ísbreiðu svo stóra og þétta, að ekki sá út yfir, enda var myrkur. Rak ísbreiðuna með svo mikl- um hraða að við ekkert varð ráðið og engin leið að halda á- fram. Neyttum við þá allra bragða til að koma okkur með einhverju móti út úr ísbreið- unni, og er það loksiús tókst, urðum við þess varir, að skipið hafði ekki þolað hinn ægilega þrýsting jakanna, og að göt voru komin á skipið svo sjór féll inn. Þegar sjórinn var tekinn að fylla lestarrýmin og framhluti skipsins byrjaður að síga, var fyrirsjáanlegt að skipið gæti ekki haldist lengi á floti. Sendi þá loftskeytamaðurinn skeyti og bað um hjálp. Þetta var ld. 22,10. Er skipið „Hafstein“ kom til okkar var sjógangur mikill. Var dugnaður íslendinganna við björgunarstarfið mjög lofs- verður og komu bæði yfirmenn og hásetar fram við okkur af einstakri lipurð og hjálpsemi. Á að breyta nafni landsins? Svöf og athugasemdip? i. Nokkurt umtal liefir orðið um grein, sem eg birti í Vik- unni nýlega með ofangreindu nafni. Vísir og Alþbl. hafa auk þess flutt greinar um málið, þar sem hreyft er andmælum, —- að vísu ekki veigamiklum, — en sem þó gefa mér tilefni til að stinga niður penna til andsvara. Um mál þetta hefir ekki, svo vitað sé verið ritað opinberlega fyr*), og kemur mér því engan- veginn á óvart, þótt slikar liug- myndir komi mönnum ólíklega fyrir sjónir fyrst i stað, meðan þeir hafa ekki kynt sér málið. Menn hafa þó þegar orðið að viðurkenna, að málið sé um- ræðu- og athyglisvert, og er mér kunnugt um, að margir eru hlyntir nafnbreytingu, svo sem síðar mun koma fram. Að visu eru sumir mótfallnir Thule- nafninu, en eins og tekið var fram í grein minni, þá var það aldrei neitt aðalalriði, held- ur liitt, að fá það rætt og athugað, hvaða þýð- ingu það hefir, að ganga undir nafni, sem óvéfengjanlega * Eftir að grein þessi var skrif- uÖ er frá því skýrt í Alþýðublað- inu, að birst hafi grein um þetta efni í Eimreiðinni fyrir mörgum árum. gefur rangar og lítilsvirðandi hugmyndir um land og þjóð. Leiði sú athugun í ljós, að nafn- ið spilli fyrir okkur þá er sjálf- sagt að skifta um nafn i fram- tiðinni, enda ætti okkur sann- arlega ekki að vera sérlega sárt um núverandi nafn, eins og það er til komið. Tillagan um Thule eða Sóley (Sólland), sem er sama nafnið, var bygð á sögulegum forsendum, en vitaskuld er það, að fleiri nöfn gætu komið til greina. Sérstök ástæða er til að taka mál þetta til umræðu og athugunar einmitt nú, vegna mikilvægra atburða, sem vænt- anlega eru ekki langt undan (skilnaður við Dani). Nú er það að visu svo, að and- mæli Vísis og Alþbl. gefa í sjálfu sér ekki tilefni til andsvara um nein veruleg atriði, en þar sem þau eru eigi að siður til þess fallin, að villa þeim sýn um málið, sem ekki hafa kynt sér það, né lesið Vikugreinina, — og þeir eru vitaskuld margir, — þá verð eg að koma nokkru nánar inn á málið, einkum hina sögulegu hlið þess, um leið og og svara þeim einstökum atrið- um í áðurnefndum skrifum, sem eg tel máli skifta. II. Háttv. greinarböf. Vísis („S. P.“) leggur liöfuðáherslu á það, að núverandi nafn sé „órjúfan- lega tengt“ landinu og sögu þess. Á sama hátt vill Alþbl. einnig draga í efa, að landið hafi nokkru sinni áður heitið öðru nafni en þvi sem það nú hefir. Til þess að svara þessu tvennu er óhjákvæmilegt, að draga fram noklcur atriði varð- andi hið sögulega viðliorf málsins, að því er ráða má af rannsóknum þeirra sagnfræð- inga, sem um þessi efni hafa fjallað. Þgð er söguleg staðreynd sem ekki verður véfengt, að land okkar var fundið og semiilega að einhverju leyti bygt, löngu áður en Norðmenn bófu hér landnám. Vitað er með vissu, að Keltar voru hér fyrir í land- inu, er Norðmenn bar að, en hve lengi þeir liafa búið hér veit enginn. Til eru íslenskar sagnir sem benda til þess, að bygð þeirra hafi átt sér langan aldur. T. d. segja munnmælin, að fundist hafi kálfskinnshandrit fná þvi um 400 e. K., þar sem skýrt var frá því, að 200 árum áður hafi flokkur átta skipa komið hingað með írska land- nema. Til eru irskar sagnir sem benda í sömu átt. Landnáma- Vil eg hérmeð fæi’a skipstjór- anum á „IIafstein“ og öðrum skipverjum alúðarþakkir mín- ar og annara skipverja á Baliia Blanca fyrir frammistöðuna. Bahia Blanca var á leið frá Rio de Janeiro, og er slysið bar að höndum var það búið að vera 34 daga á leiðinni. Hafði skipið að sögn skipstjóra næg- ar vistir, kol og vatn í 80 daga. Skipstjórinn heitir Antonio Sohst, eins og áður segir. Hann er fæddur 8. apríl 1889 i Ham- borg og var búinn að vera tvö ár skipstjóri á Baliia Blanca. Rússar og Japanir semja um viðskifti. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Samningaumleitanir milli Rússa og Japana um viðskifti eru nú byrjaðar en undirbún- ingsviðræður hafa fram farið um nokkurt skeið að undan- förnu. Hafa Japanir lagt fram upp- kast að viðskiftasamningi og eru Rússar nú að athuga það, segir í símfregn frá Moskva. Auknar varúðarráð- stafanir í Rúmeníu. ILhöfn í morgun. Einkáskeyti frá United Press. Fregn frá Bukarest í morgun hermir, að rúmenska stjórnin hafi gefið út tilskipun þess efn- is, að auk þeirra svæða í land- inu, þar sem lierinn hefir sér- stakt öryggiseftirlit, skuli sömu lög og reglur gikla um alla Svartahafsströndina, þar sem olíulindir eru, nómur og iðnað- arborgir. Verður þvi eftirht alt í liöndum hersins á þessum slóðum framvegis. Þykir ráð- stöfun þessi bera því vitni, að uggur sé i Rúmenum, vegna þess hversu nú horfir, og brýn ástæða sé til aukinna öryggis- ráðstafana. bók talar um siglingar til lands- ins Iöngu áður en Norðmenn komu hér við land, og bendir það til þess, að Iandið hafi verið þekt og bygt. Ein merkasta heimildin um frumlandnám Is- lands eru rit hins írska sagna- z-itara Dicuil. Samkvæmt frá- sögnum hans er það víst, að írar voru liér á landi löngu áður en Noi’ðmenn komu, og að þeir kölluðu landið Thule. Er þar sýnilega átt við sama land og Beda prestur hinn helgi talar um, en Beda var merklir ensk- ur sagnaritari sem uppi var á árunum 673—735 e. K. Beda talar um menn sem lcomið hafi frá Thule og Iýst landinu, og kemur það heim við frásögn Landnámu um siglingar milli Bretlands og íslands, enda vitn- ar Landnáma berum orðum í rit Beda prests. („Aldarfars- bók“). Eins og kunnugt er er víða í fornUm xátum talað um landið Thule (stundum Ultima Thule), hið mikla eyland i norðurhöf- um, þar sem sól gangi ekki undir um sumai’sólstöður. Hug- myndir manna urn land þetta hafa verið mjög á reiki á öllum tímum, en talið er að upphaf- lega muni hafa verið átt við norður-Noreg, Hjaltland eða ís- land, en hvað af þessu þrennu kemur mönnum ekki ásamt um. Áður er bent á rit Dicuils og Beda, en þeir liöfðu báðir góða aðstöðu til að vila um þetta. Jýsii fls lif eilogt breska Iiihi - - segisr Rickenbacker frægasti fiugmaður Bandaríkjanna. United Press hefir haft tal af Eddie Rickenbacker, frægasta flugmanni Bandaríkjanna úr heimsstyrjöldinni, og spurt hann um álit hans á stríðinu. Lét Rickenbacker sér ]>au orð um munn fara, að þegar flug- flotar yi’ði fyrir alvöru sendir í loftárásir á stói’boi’girnar London, Berlín og París þá myndi þær verða fljótlega ger- eyðilagðar. Rickenbacker er þeirrar skoðunar, að þýski loftherinn gæti eyðilagt breska flotann, ef hann snéri sér að því fyrir al- vöru. „Ef þrjár eða fjórar flug- vélar ráðast á orustuskip, þá bíða þær e. t. v. ósigur, en þeg- ar flugvélai’nar fai’a að koma í óslitnum straum, þá inunu skytturnar á lierskipunum fljótlega örmagnast við byss- urnar“. „En 90 dögum eftir að loft- hernaður byrjar fyrir alvöru á stórborgirnar“, heldur Ricken- backer áfram, „munu allir fullæfðir flugmenn beggja aðila vera dauðir vegna bættrar skot- fimi loftvarnaskyttanna. Þá mun skotgrafahernaðurinn aft- ur komast í algleyming og loft- árásir aðeins gerðar endrum og eins“. Rickenbacker, sem skaut nið- ur 26 þýska flugmenn árið 1918 telur „meðallíf“ flugmannanna verða 30 daga, þegar „ballið byrjar“. Að Iokum spáir Rickenbacker því, að svo muni fara pð Þjóð- verjar, ítalir, Frakkar óg Bret- ar muni sameinast í stríði gegn Rússum. „En ef Bandaríkin flækjast í Evi’ópustyrjöld, þá rnuhu þau verða að hafa fastan her í Ev- í’ópu næstu 100 ár á eftir, til þess að gæta þess, að önnur styrjöld brjótist ekki út.“ Til frekari stuðnings skal nú vitnað í þá lieimild, sem telja mjá upprunalegasta um hið forna Thule, en það eru ferða- lýsingar Pytlieasar frá Massilíu, sem var grískur landfræðingur, sem fór rannsóknarleiðangur uin norður- og vestur-Evrópu árið 34 f. K. Pyllieas þessi kom til Bretlands, og mun þar hafa fengið upplýsingar sínar um Thule, en sumir lialda því fram að hann liafi sjálfur komið þangað (hingað). I brolum þeim, sem varðveist liafa af ferðalýsingum Pytlieas- ar, er skýrt frá Iandinu Tliule, sem sé eyland sex daga sigling norður af Bretlandi; siglingar þangað séu erfiðar (vegna isa?), landið sé óbygt, korn vaxi þar lítt og þroskist illa, á sumrum séu nætur bjartar og langar, og sól gangi þá stundum ekki und- ir um nætur. Þessi lýsing virðist tæplega geta átt við annað en ísland. Fjarlægðin, sex daga sigling frá Bretlandf (sbr. Landnáma-.sjö dægra siglmg frá Noregi til íslands), svo og önn- ur atriði koma í einu og öllu heim um ísland. Virðist ekki koma til mála að hér sé átt við Hjaltland, og heldur ekki Norð- ur-Skandinavia. Það sést m. a. á öðrum heimildum. Beda prestur, sá er fyr getur, talar um eylandið Thule, sem liggi norður af Bretlandi. Segir hann að bæði í Thule og í norður- Scythiu (Skandinaviu) komi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.