Vísir - 11.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 11.01.1940, Blaðsíða 3
 V í S I R Gamla ®íé Draumadansinn Amerísk dans- og söngvamynd. Lögin eftir Irving Berlin. Aðalhlutverkin leika: Fred Astaire og Ginger Rogers. Aukamynd: Walt Disney-teiknimynd. UTSALA á DÖMUHÖTTUM og TÖSKUM. Smekklegt og fjölbreytt úrval. SigríðuF Helgsdóttir, Lækjargata 2. Jarðarför frii Guðrídap Guðmundsdóttur, fer fram frá fríkirkjunni laugardaginn 13. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili liennar, Snðurgötu 15, kl. 1% e. li. Aðstandendur. )) iifeiHi m breg’st aldrei Nýa Bíó sýnir »RAMONA« bráðlega í nýrri útgáíu. Fyrir liðlega tíu árum var sýnd í NýjaBíó kvikmyndin Ra- mona og munu margir enn minnast þeirra ánægjustunda sem hún veilti. Þetta var á tíma þöglu kvikmyndanna og um þelta leyti kom hver myndin annari betri, en eg lield, að fáar hafi máð jafnmikilli hylli og Ramona. Það bar margt til. Ramonasöngurinn — falleg dægurfluga — náði miklum vinsældum í svip. jHann var þýddur á íslensku, að mig minnir af Þorsteini heitnum Gíslasyni, pi-ýðilega sem vænta mátti, en Stefán Guðmundsson söngvari söng vísurnar á hverri sýningu i Nýja Bíó, við mikið lof. Stefán var, eins og menn vita, lærlingur á rakarastofu, fyrst eftir að hann kom hingað til bæjarins, og fóru menn hrátt að veita sönghæfileikum hans athygli, og þvi meiri sem lengra leið. Eigendur Nýja Bíó fengu Stefán til að syngja Ra- monasönginn, sem Þórarinn Guðmundss. fiðluleikari ogEgg- ert Guðmunsson léku undir. Minnast margir þessara stunda í Nýja Bíó er Ramona var sýnd meðal hinna bestu sem þeir hafa átt í kvikmyndahúsi. En auk þess er það vitanlega höf- uðatriði, að myndin var vel gerð og skemtileg, og Dolores del Rio, sem lék aðalhlutvevrkið, var þá upp á sitt besta, og liafði öll skilyrði lil að bera að fara vel með aðalhlutve’rkið. Það er gaman að rifja þetta alt upp er liingað er komin til sýningar nýRamona-kvikmynd, gerð af Fox-félaginu. Er það einkar glæsileg litmynd — og enn á ný fer Ramona sigurför um heiminn og vekur síst minni athygli en sú eldri. Sagan gerist, eins og menn sem sáu fyrri myndina muna, á þeim dögum, er ævintýramenn leituðu gulls í fjöllum og dölum Kaliforníu. Fólk af gömlum og auðugum aðalsættum átti þá enn stórjarðeignir og komu upp erjur milli íbúanna og nýbyggj- endanna og ævintýramannanna. Þetta er saga um ást og hatur, sorg og gleði, og meðferð allra aðallilutverka hin glæsilegasta. Að þessu sinni er það Loretta Young sem leikur Ramonu, en aðrir aðalleikarar eru Don Ameche, Kent Taylor og Pau- line Frederirk. X. NORÐMENN FÁ LÁN í BANDARÍKJUNUM. í opinberri fregn frá Was- hington segir, að Viðreisnar- f járhagsstofnunin og Export- og Importbankinn hafi fallist á að veita Noregi 10 milj. dollara lán. Ull og grasafræði. Ullar-þvottahús eitt í Port-In- venal skamt frá Montpellier í Frakklandi flytur inn all-miki'S af ull, meSal annars frá SuSur-Am- eríku og Ástralíu — og vitanlega óþvegna. ÞaS hefir nú komiS í ljós, aS jurtafræ ýmiskonar hafa borist í þessari innfluttu ull, „fall- iS í góðan jarðveg" þar umhverf- is þvottahúsiS og „boriS ávöxt“. Svo hafa vindar og fuglar og skorkvikindi bori'S fræin víSa vegu í kring um þvottastöSina. GrasafræSingar veittu því athygli, aS þarna voru komnar erlendar plöntur. Var nú tekiS aS rannsaka ináliS af vísindalegri nákvæmni og kom þá í ljós, aS þarna voru komnir 458 „innflytjendur", þ. e. jurtir af ýmsum ættum og tegund- um, sem höfSu ekki veriS til á þessum slóSum, en voru ættaSar þaSan, sem ullin hafSi veriS keypt — í SuSur-Ameríku og Ástraliu. «ÍÖ«0C;SCÍS0!ÍtS0ttCí5ötX5ÍÍtÍÍÍÖ£ÍCCÖÖÖ0ÖÍSíSÍÍ<Í5ÍÍJ0ÍÍÖtJÖÖÖÖ«ÍÍÍ5»0Ö»0O Öllum þeim, nær og fjær, sem heiðruðu okk- ur með samsæti, heillaóskaskeytum, heimsóknum og gjöfum á sjötíu ára afmæli oklcar, færum við hér með okkar innilegusta hjartans þakklæti. Reykjavík, 10. janúar 19b0. Guðborg Eggertsdóttir. Snorri Jóhannsson. $í í: wýjj» Miú Flughetjnr i hernai Spennandi og stórkostleg amerisk kvikmynd, er lýsír Iífi liinna hraustu og fræknu flugmanna ófriðarþjóðanna, er þrá frið við alla, en berjast eins og hetjur, séu þeir neyddír til að berjast. Aðalhlutverkið leikur hinn djarfi og karl- mannlegi ERROL FLYNN. --- Börn fá ekki aðgang. Lcikfélag UcykjaYÍ kur „Dauöinn nýtur lifsins“ Sýning í kvöld kl. 8. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch, aðstoðar Aðgöngumiðar seldir eftir ki. 1 í dag. Aðaldansleikur U 8 £ Sundfélagsins Ægir verður haldinn i Oddfellow næst- komandi laugardag. Aðgöngum. seldir í Oddfellow eftir kk 2 á laugardag. Félagar, fjölmennið og takið gesti með ykkur. Germania. Þýskunámskeið á vegum félagsins hefst um miðjan janúar. Kent verður í tveimur flokkum og verður kenslu- gjald kr. 25.00 fyrir 20 tíma. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að gefa sig fram við kennarann, Dr. Gerd Will í síma 4789, kl. 12—1 og 7—8. 8 SOOtSCOtSCÍSOOCOOOCCOOOOíSÍÍíJCOGÍÍCÍSCtSOOOCCOOÍiOtSOCíSOCOOOCOOO Karl- mannaföt nýjap tegundip. ÁLAFOSS Þingholtsstræti 2. það fyrir, að sól gangi ekki und- ir um nætur. Sýnir þetta, að Tliule er ekki sama og Norður- Skandinavia. Ýmsar fleiri frá- sagnir og heimildir benda til þess að hið forna Thule sé sama og ísland, t. d. frásagnir (Plini- usar) um að sigla megi frá Nor- egi til Thule, og að frá Thule sé eins dags sigling norður í frosið haf (sbr. Landnáma: dags sigl- ing úr Kolbeinsey norður). Landnámabók segir afdráltar- laust, að ísland sé, að viturra manna dómi, bið forna Thule (Týli), og sæti síst á oss íslend- ingum, að rengja þá frásögn. Saxo er hér og é sama máli, og fjöldi vísindamanna og sagn- fræðinga fyr og siðar, enda er það svo, að meðal mentamanna erlendra er landið oft kallað Thule nú í dag. Að vísu liafa sumir notað nafnið Thule um ýms önnur Norðurlönd, en það breytir engu um það, sem ráða má af frumheimildum og áreið- anlegum frásögnum um þetta mál, svo sem nú hefir stuttlega verið rakið. Vitaskuld verður það aldrei fullsannað, að ísland sé liið forna Thule-land, og mega skrif Alþbl. þvi til sanns vegar færast að þvi leyti. Ættu íslenskir sagnfræðingar að rannsaka þetta meira en gert liefir verið, og önnur atriði, er lúta að frum- landnámi landsins. Hinsvegar er það algerlega rangt, er Sigfús Halldórsson frá ÍHöfnum stað- liæfði í útvarpinu nýlega, að „allir vissu“ að Thule væri sama og Norður-Skandinaviuskaginn. Slík fullyrðing á sér engan stað. Nafnið Thule er talið vera af keltneskum uppruna. Sumir hafa þó viljað telja það sam- stofna við norræna orðið Þela- mörk, og ýmsar fleiri skýringar hafa komið fram. Þjóðskáldið Einar Benediktsson og ýmsir fleiri, hafa þýtt það Sóleyjan eða Sóllandið. Sú skýring kem- ur vel heim við það, að víða í frásögnum um Thule er talað um það náttúrufyrirbrigði, sem ekki þekkist í suðlægari Iönd- um, að sólin gangi ekki undir. Isidor frá SeviIIa (560—636) einhver lærðasti maður sinnar tíðar, skrifar um undralandið Thule í norðurhöfum og segir þar beinlínis, að landið dragi nafn af sólinni. Það er þess- vegna ekkert hugarflug, heldur bygt á sögulegum sannindum, er þjóðskáldið tileinkar landi okkar liið fagra nafn Sóley í ódauðlegum lcvæðum sínum. Til eru í Landnámabók frá- sagnir um það, bvernig núver- andi nafn varð til. Hrafna- Flóki lét í haf frá Noregi til að leita lands þess, sem fundið liafð Naddoðr vikingur og nefnt Snæland. Flólci þessi hélst hér skamma hríð, drap fénað sinn úr hor og flosnaði síðan upp. Þótt ónytjungur þessi hefði ekki manndóm til að festa hér bygð, varð liann samt til þess, að gefa landinu nafn áður en hann hyrfi héðan á hrott. Var nafnið bersýnilega valið með það fyrir augum, að níða landið og fá menn í Noregi til að trúa að það væri óbyggilegt fyrir ís og kulda, enda segir sagan, að hann liafi borið landinu illa söguna, er hann kom utan. Hug Flóka og þeirra kumpána til landsins má m. a. marka af því, að einn skipsmanna, Þórólfur, varð að háði og spotti fyrir það eitt að leyfa sér að tala vel um landið. Vildu Norðmenn reyna að stemma stigu fyrir fólks- flutningum hingað, og var níð- nafni Flóka þvi tekið opnum örmum, og haldið mjög á lofti, enda náði það að festast við landið. Siðar voru menn í sama slcyni skattlagðir . og sviptir eignum er þeir vildu leita liing- að. Það eru þessvegna Norð- menn, óvildarmenn landsins, en ekki landsmenn sjálfir, sem hafa valið landinU þetta þokka- lega nafn, og má því segja, að það sé ekki íslenskt fremur en Thule-nafnið. III. Eg hefi þá dregið fram nokk- ur atriði er varða hið sögulega viðhorf málsins, til þess að sýna, að greinarhöf. Vísis og Alþbl. fara mjög vtilbr vegar um þau efni. Er menn hafa þannig gert sér ljóst, að Tliule eða Sóley er liið upprunalega nafn landsins, sem það hefir heitið um aldaraðir áður en núverandi nafn varð til, þá ættu menn sannarlega ekki að þurfa að hneykslast á því, þólt um það sé rætt að taka nafnið upp aft- ur. Það verður þó ekki véfengt, að frumbyggjar landsins nefndu landið þessu nafni, og það eitt er nægilegt til að helga okkur allan sögulegan rétt til þess. Tliule er líka fagurt nafn og virðulegt; það er alþjóðlega þekt, rómað í skáldskap og sög- um allra alda sem nafn hins ó- þekta, fjarlæga æfinlýralands í norðurhöfum, landsins sem áð- ur dró nafn af sól en nú af ís og lculda. Við myndum að sjálf- sögðu nefna landið Sóley eða Sólland á vora tungu, og myndi það nafn fljótlega festast við landið, einnig út á við, enda þótt við getum tæplega tekið það nafn upp á annan liátt en þann, að nota Thule'-nafnið sem eins- konar millilið. Framtíðarnafn- ið ætti að vera Sóley eða Sól- land, fegursta nafnið sem nokkuru landi verður nokkuru sinni valið. Núverandi nafn er liinsvegar ómaklegt og ósmekklegt upp- nefni, sem á sér enga sögulega réttlæting aðra en þá, að við höfum gengið undir nafninu nú um nokkurra alda skeið, en það er vitaskuld lrreinn mi.s- skilningur, að okkur heri þar fyrir að búa við ónefni þetta um alla eilífð. Líti maður til náttúru lands- ins, þá verður enn liið sama uppi á teningunum; nafnið á sér þar lilla stoð í veruleikan- um. S. P. reynjir að vísu að halda því fram, — sem reynd- ar verður að teljast ósæmilegt góðum íslendingi —, að landið eigi ekki betra nafn skilið. Virð- ist hann halda að landið dragi nafn af Vatnajökli, og sé það þvi réttnefnt ísland! Eg vona að þeir séu ekki margir, sem taki undir það með S. P., að land okkar sé maklega kent við ís og kulda. Nær sanni væri m. a. s. að kalla landið Mörland, svo sem það hefir stundum verið nefnt í háði. En því miður er það víst svo, að hinn kulvísi S. P., sem ekkert sér hér nema is og jökla, er ekki hinn einasti andlegi arftaki búskussans Flóka með þjóð vorri. Það er og hefir verið altof útbreidd skoðun hjá landsmönnum, að landið væri eitt „helgrinda hjarn“ ísa og illviðra. Þetta vanmat á landinu, sem nafnið hefir liugsanlega átt nokkurn þátt í, hefir verið okkar ólán á öllum öldum. T. d. höfum við álitið, að ekki þýddi að fást við akuryrkju á okkar „kalda“ landi, þó að reynsla síðustu ára liafi sýnt hið gagnstæða. Þann- ig er þetta á fleiri sviðum. Land okkar er áreiðanlega ekki frekar land ísa en sólar. Eða livað finst mönnum t. d. ef þeir hta til baka yfir árið sem var að líða? Eg þarf svo ekki að fjölyrða frekar um skrif S. P., enda hefir hann engin rök fram að færa en þau, að erfitf vrði aS setja nýtt nafn inn í æltjarðar- kvæði okkar! Er slíkt svo barnalegt, að varla er svarandL Vitaskuld dettur engurrr sa barnaskapur i bug, að fara aÍS breyta eldri kvæðum fyrir þá sök. Annars eru dæmi þau, sem S. P. velur, vægast sagt óheppí- leg. Annað þeirra er norskt þjóðlag en hitl er sjálfúr þjóð- söngur Finnlands. HvaSaw kemur S. P. sú speki, að telja þetta íslenska ættjarðarsöngva?’ Það er m. a. s. vafasöm kurf- eisi að nota þjóðsöng' annarax~ þjóðar á þennan lnátt. Guð vots lands getur heldur ekki taEst þjóðsöngur, heldur sálmur, orktur i vissu sögulegu tílefm, og vantar flest skilyrðí þess. ]>ótt fagur sé, að gefa verið þjóðsöngur. Tekstinn er áþeltS:- ari Daviðssáhnum Gamla Tesfe- mentisins en ættjarðarljóði, tíF- efnið er söguleg rangfærsía, og loks er lagið alt of þungTamEf- legt til að gela verið þjóðsöng- ur. Er vert að benda á þetta líl þess að ekki verði látið dragast lengur, að hefjast handa mn undirbúning og samning- nýs þjóðsöngs, sem fluttur yrði ojg sunginn fyrsta skifti á vænfara- legri frelsis-þjóðhátíð IsIemS- inga 1943. Frh. s. öL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.