Vísir - 12.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 12.01.1940, Blaðsíða 1
¦ Ritstjóri: |«RISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. í Rtotst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGfcÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 12. janúar 1940. 9. tbl. Pinmiin hvergi liætta Iwíin §em steDdur, segfir Webb MiIIer. Rússar hvarvetna lamadir og geta ekki byrjað nýja sókn fyrr en nýr liðsafli kemup til sðgunnar. EINKASKEYTI f rá United Press. — London í morgun. Webb Miller, fréttaritari United Press, símar frá Helsingfors: Nú þegar liðnir eru 43 dagar síðan er Rússar réðust inn yfir landamæri Finnlands, hefir aðstaða Finna aldrei verið traustari, en Rússar eru hvarvetna svo lamaðir, að engar líkur eru til, að þett geti hafið sókn, sem Finnar þurfi að ótt- ast, í bráðina. Verða Rússar vafalaust að bíða mikils liðsauka og hergagna, en hergagnatap þeirra er stór- kostlegt. Finnar virðast ekki í yfirvofandi hættu á nein- um vígstöðvum. Það er að eins í lofti, sem Rússar standa betur að vígi, þar sem þeir hafa nægar flugvélar en Finnar fáar, en veður er yfirleitt fremur óhagstætt til flugferða, og kemur það sér vel fyrir Finna. Hefir verið skýjað loft undanfarna daga og lágskýjað. Smám saman batnar aðstaða Finna að því leyti, að hjálp frá öðrum löndum er stóðugt vaxandi. Pening- ar streyma til landsins og hyerskonar gjafir, matvæli, f atnaður Pff ötal margt annað, og er greinilegt að Finn- 5r njóta samúðar nærri allra þjóða heims. Þá ber að nefna hjúkrunarsveitir, sáraumbúðir, lyí ©. fl, Sjálfboðaliðar koma víða að, frá Bandaríkjunum, Kanada, ítalíu, Spáni og Norðurlöndum. Alt þetta hefir örfandi áhrif á þjóðina, og er henni hughreysting og hvatning. ¦ ÍVrÍ ! !;"\fW$ Ýmsir æðstu menn þjóðarinnar, Kallio ríkisforseti f remstur í f lokki, f orsætisráðherrann, Ryti, ogi utanrík- ismálaráðherrann, Paasikivi, haf a haldið ræður og tal- að við blaðamenn, til þess að beina athygli allra vina Finnlands að því, að þrátt fyrir sigrana að undanf örnu, þurfa Finnar stuðnings við áfram. Hergögnin5 sem Finnar tóku við Soumussalmi, eru 50 milj. kr. virði. 20.000 Rússar fallnir á miðvígstöðvunum. Seinustu fregnir frá vígstöðvunum á Kyrjálanesi herma að Rússar haldi áfram að grafa skotgrafir og byrgi, fyrir her- mennina. Stórskotaliðið hefir haldið uppi skothríð á víggirð- ingar Finna annað veifið, en ekki hefir það bætt aðstöðu Rússa á nokkurn hátt, að því er séð verður, og ólíklegt þykir, að þeir freisti að hef ja nýja árás með aðstoð fótgönguliðs, fyrr en þeir hafa fengið nýjan liðsauka, en Rússar eru nú að kveðja nýja árganga í herinn. Eftir því sem nánari fregnir b^rast frá Soumussalmi-vígstöðv- unum, kemur greinilegar í ljós hversu mikinn sigur Finnar hafa unnið þar. Verðmæti hergagna þeirra, sem Finnar tóku í orustunni, er áætlað 50 miljónir króna. Fregnum ber ekki sam. an um manntjón Rússa, enda byggjast allar tölur á ágiskun- nm, en hlutlausir fréttaritarar ætla, að í seinustu orustum á miðvígstöðvunum hafi fallið af liði Rússa um 20.000 menn. — NORSKA HJÚKRUNARSVEIT- IN I FINNLANDI. Norska hjúkrunarsveitin í Finnlandi rómar mjög starfs- skilyrði þau, sem hún á við að búa. Rússneskar flugvélar flugu þar yfir, sem hún starfár, einn daginn, en í mikilli hæð, og engum sprengikúlum var varp- að niður. — NRP. Bresk neínd væntan- leg til Norðurlanda. Til Noregs og annara Norður- landa er væntanleg bráðlega nefnd frá bresku verklýðsfélög- unum. Það eru Finnar, sem buðu nefndinni að koma til Finnlands, en nefndin notar tækifærið til þess að kynna sér þjóðarháttu o. fl. í hinnum Norðurlöndunum um leið. NRP. ÍÞRÓTTAFÉLÖG OG LANDVARNIR. Iþróttasamböndin norsku hafa í dag birt lávarp þar sem skorað er~ á íþróttafélögin að haga æfingum og starfsemi þannig, að íþróttamenn verði sem best undir það búnir að leggja fram krafta sína í þágu landvarnanna. — NRP. EINS DAGS VINNULAUN HANDA FINNLANDI. Stöðugt berast fregnir frá ýnisum stöðum í Noregi, þar sem starfsfólk lætur laun sín ákveðinn dag renna til Finn- láridssofnunáririnar. A ýmsum Gústav Svíakonungur og Kaliio Finnlandsforseti. ænska þingiO sett 936 niiljj. kr. íil landvarna. Stokkhólmi, 11. jan. FB. Sænska þingið kom saman í gær og var hátíðlega sett af Gustavi V. konungi í Stokkhólmshöll. öryggi landsins, sagði konungur, verður að ganga fyrir öllu. 936 miljónum kröna er lagt til, að variö verði til landvarnanna, á næsta f járhagsári, Konungur lagði áherslu á samvinnu Norðurlanda, hun vœri afar mikilvæg, og ennf'remur samviiina við ÖIÍ hiutlaus ríki> seiri væri ekki í neinu bandalagi við aðrar þjóðir (Þjóðabandá- lagið að sjáÍféo#ð« fenðáns£iKð). í von um að geta orðiol Sð líði tíl þess að koma á varanlegum friði, kvaðst konungur ávalt réíöubuínn að beita persónulegum áhrifum sínum til þess að koma á friðL Konungurinn talaði mjög hlýlega um Finnland og finsku þjóðina og kvað Svía hafa hina mestu samúð með þeim í bar- áttu þeirra og viljað styðja þá eftir megni. Helge Wedin. Balkanríkin taka sam- an ráið sín vegna rauðu Iiættunnar. Fundur á landamærum Jugoslaviu og Rúmeniu í dag EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Frá Belgrad, hófuðborg Júgóslavíu er United Press símað ef tir áreiðanlegum heimildum, að Páll prins, rík- isstjórnandi Júgóslavíu og forsætisráðherrann komi í dag á fund með fulltrúum Rúmeníu, til þess að ræða hættu þá, sem vofir yfir Balkanlöndunum, ef Rússar skyldi gera tilraun til þess að ráðast á þau. Fundurinn verður haldinn á landamærum Júgóslavíu og Rúmeníu. Rætt verður sérstaklega um landvarnaskilyrði Ung- verja og Rúmena með tilliti til þessarar hættu. Opinberlega hefir verið tilkynt í Belgrad, að Páll prins og forsætisráðherrann séu farnir til landamæra Rúmeníu og séu þeir í veiðif erð. BJörn Olafsson se úr gja^deyrlsie Blaðið frétti í dag að Björn Ólafsson hefði sagt sig úr gjald- eyris og innflutningsnefnd frá 15. þ. m. að telja. I samtali sem blaðið átti við hann skömmu áður en það fór í pressuna stað- festi hann þessa fregn og við fyrirspurn um það, hvaða orsakir væri til þess að hann segði sig úr nefndinni, svaraði hann á þ'essa leið: „í bréfi mínu til viðskifta- málaráðherra tók eg fram, að aðalorsök þess að eg sæi mér ekki lengur fært að starfa í nefndinni væri sú, að eg tel nú- verandi skipulag á gjaldeyris- og innflutningsmálum hér ekki viðunandi eins og nú er ástatt um verslun og viðskifti. Hins- vegar hefir það og ýtt undir þessa ákvörðun mína,-að eg á erfitt með að gegna nefndar- störfunum vegna annara skyldustarfa. Að svo stöddu hefi eg engu við þetta að bæta". Björn Ólafsson hefir verið í gjaldeyrisnefndinni frá byrjun, eða síðan 26. október 1931. Þótt oft hafi verið átök i nefndinni um mörg mál og um hana stað- ið mikill styrr, hefir þó ekki komið til þess fyrr en nú» að hann gegðj af géy gtörfuni í nefndinní. Virðist það benda til þess* að deilan um skipulag inn- fiiitnings og gjaldeyrismálanna sé nú komin á það stig, að versl- unarstéttín vílji éngan þátt eiga í framkvæmd þessara mála, ef nauðsynlegar og sjálfsagðar breytingar ná ekki fram að ganga. Úrsögn Björns úr nefnd- inni sýnir ótvírætt, að fylsta alvara er á bak við kröfur þær, sem settar hafa verið fram. Hinsvegar er þess að vænta, að úrsögnin bendi ekki til þess að öll sund séu lokuð um sam- BJÖRN ÓLAFSSON. komvilag í verslunarmálunum. Úrsögnin er mikilvæg að þvi leyti að hún markar áfanga i langrí deilu og úr því hlýtur nú að verða skoríð mjög bráðlega hvort ívWm tekst Vjm yerslun- ármálin, svo sem fíestir óska, eða baráttan heldur áfram hálfu verri en áður. Væri slikt hin mest ógæfa. Kuldar og: kola- leysi í ttcrlin, K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Kuldar eru nú miklir á meg- inlandi álfunnar og hefir verið undangengnar vikur, sem fyrr var getið, skipgengar ár eins og Dóná eru lagðar, og flutninga- erfiðleikar eru yfirleitt miklir. Kuldarnir hafa verið einna mestir í Finnlandi, Norður- Rússlandi og suðausturhluta álfunriar. Fannfergi hefir víða slöðum leggja fyrirtækin sjálf fé af mörkum, svo að frá mörg- um slöðum koma inn þannig 8—10.000 kr. — NRP. verið gífurlegt. Kuldar eru nú miklir í Berlín og er kolaskort- ur mikill í borginni og stafar hann af flutningaerfiðleikum. í fjölda mörgum opinberum byggingum er ekki lagt í vegna kolaskorts. Görutg og þýski iðnaðurinn. K.höfn í morgun; Einkaskeyti frá United Press. Göring var fyrir stuttu skip- aður yfirstjórnandi iðnaðar- og atvinnumála. Hefir hann nú tekið sér fyrir hendur persónu- lega, að segja fyrir um endur- Ameríska verslunarráðuneyt- ið hefir birt skýrslur, sem sýna hve mikið hefir dregið úr við- skiftum Þjóðverja og Banda- ríkjamanna síðan styrjöldin byrjaði. |tjtflutningur til Þýska- 1 lands i nóvember nam aðeins ! 3000 dollurum, en i nóvember I 1938 1.618.000. Innflutningur i frá Þýskalandi í nóvember s.l. í nam 2.656.000, en i nóvember ' i fyrra 6.922.000. Sýna þessar tölur ljóslega hver áhrif hafn- bann Breta hefir haft. — NRP —FB. skipulagningu fjölda margra iðnaðar- og annara atvinnufyr- irtækja. Það verður nú aðallega hlut- verk Görings að leggja á ráð um hversu afla skuli fjár upp i hinn gífurlega kostnað af styrjöldinni, og er búist við, að leggja verði mjög þungar byrð- ar á skattgreiðendur, þyngri en nokkuru sinni. Paderewski heiðraður. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregn hefir verið birt um, að hið nýstofnaða pólska þjóðar- ráð, sem kemur í stað þingsins fyrst um sinn, muni kjósa Paderewski, píanósnillinginn heimsfræga, forseta sinn, er ráðið kemur saman i Angers i Frakklandi, þar sem pólska stjórnin hefir aðsetuF. Ráðið mun koma saman eftir hálfan mánuð. — Paderewski var sem kunnugt er fyrsti forsætisráð- herra Póllands (1919), eftir að Pólverjar fengu sjálfstæði sitt aftur. Akureyri í morgun. Fréttaritari Vísis símar blaðinu að í morgun hafi orðið 'vart jarðhræringa á Akureyri og í Eyjafirði. Komu kippirnir fyrst um kl. 6 í morgun og síðar kl. 9. Voru þeir ekki mjög harðir og fólk sem var við vinnu sína úti við gerði sér sumt ekki grein fyrir að um jarð- skjálftakippi væri að ræða. Á Húsavík fundust einnig nokkrir kippir og voru þeir mestir um kl. 6 í morgun, en einnig varð þeirra vart um níuleytið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.