Vísir - 13.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 13.01.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÍKRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rú itstjórnarskrifstof ur: iFélagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. — 30. ár. Reykjavík, laugarda^inn 13. janúar 1940. 10. tbl. Rússar stæla Finna Hermenn þeirra eru nú íklæddir hvítum treyjum og margar skíðamanna- hersveitir eru komnar til vígstöðvanna. BINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun. Fréttaritari United Press, Hubert Yxkyll, símar frá Rovaniemi, að herstjórn Rússa sé nú loks farin að læra af reynslunni, og hafi hún kom- ist að þeirri niðurstöðu, að hyggilegast sé að fara að dæmi Pinna og búa hermenn sína eins og þeir og nota bardagaaðferðir þeirra. Finnar hafa orðið varir við tiltölulega stóra her- mannaflokka á skíðum og voru hermennirnir í hvítum treyjum, en án áfastrar, samlitrar hettu, og var því auð- velt að sjá til ferða þeirra. Hinir rússnesku hermenn á skíðiim sem Finnar hafa orðið varir við undangengin dægur, eru betur æfðir en þeir, sem Finnar hafa átt í höggi við áður. Yfirleitt bendir margt til, að Rússum sé nú Ijóst, að þeir verði að leggja áherslu á að æfa hermenn sína undir vetrar- hernað með tilliti til reynslu Finna. En slíkt tekur vit- anlega tíma. Yið Kiantavatn hafa Finnar fundið stóra pakka, sem í voru pésar innihaldandi leiðbeiningar fyr- ir skíðamenn. En pakkarnir höfðu ekki verið opnaðir. I>að er aðallega í rússneska hluta Kyrjálahéraðs, sem Finnar hafa orðið varir við sæmilega, rússneska skíða- menn. HVÍTMÁLAÐIR SKRIÐDREKAR ÓG BRYNVARÐAR BIFREEÐIR. Þá eru Rússar, segir í tilkynningum Finna, famir að mála skriðdreka sína hvíta, svo og bifreiðar, en yfir loftvarnabyssur earu breidd hvít skinn. LOFTÁRÁSIRNAR Á FINSKAR BORGIR í GÆR. 9 Rússneskar flugvélar flugu yfir margar finskar borgir í gær, Hangö, Ábo, nágrenni Helsingfors suðvesturströndina, og eyjar í Kyrjálabetni. Á Helsingforsborg sjálfa vom ekki gerðar loftárásir. Manntjón af loftárásunum mun ekki hafa verið mikið, en nokkurt tjón á mannvirkjum. Áreiðanlegar upplýsingar um það eru enn eklci fyrir hendi. Skemdir urðu á símaleiðslum og var sambandslaust milli Helsingfors og annara landa í bili, en samband komst fljótlega á aftur, en miklar tafir hafa orðið á afgreiðslu skeyta og símtala, því að að eins ein lína er óskemd en unnið af kappi að viðgerð á hinum. „RENNANDI HERFANG“. — Þessi mynd er af frönskun hermönnum, sem náð hafa þýskum bjórbrúsa að herfangi. M greinilega sjá á andlitum hermannanna, að þetta er hið kær komnasta herfang og að þeir muni ætla að gera sér glaðai dag. — K.höfn í morgun. Einkask. frá United Press. í Berlínarfregnum segir að djórnmálamenn þar búist íkki við, að tilraunir páfans og Franco til þess að koma á friði, geti borið árangur, eins og sakir standa. Frá hálfu þýsku stjórnar- innar hefir ekki birst neitt, þar sem vikið er að þessum friðartilraunum. Tekið undir kröf- ur norskra sjó- manna. í gær var lögð fram í Stór- þinginu svohljóðandi ályktun: „Vér leyfum oss að leggja til, að Stórþingið viðurkenni hinn mikla skerf, sem sjómannastétt vor leggur fram til heilla allrar þjóðarinnar, og hina miklu hættu, sem hún leggur sig í fyr- ir liana á yfirstandandi tíma, ' og leggjum vér til að viður- j kenning Stórþingsins verði þannig, að það leggi til við rík- J isstjórnina, að farmenn séu undan þegnir skattgreiðslu af þeirri uppbót á laun, sem þeir fá, er þeir sigla um styrjaldar- hættusvæði." Undirskrifendur eru Sverre , Nielsen, Trygve Sverdrup, Carp P. Wright, F. Undrum. Það er næstum ógerlegt að . gera ráð fyrir því, segir Morg- enbladet, að nokkur flokkur, livað þá rikisstjórnin, verði á móti svo sanngjarni tillögu sem þessari. Tékkum bannað að ánafna ætf- ingjum fé og eignir. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Tilskipun hefir verið gefin út í Prag þess efnis, að Tékkum er bannað að ánafna ættingjum og vinum, sem landrækir hafa verið gerðir, fjármuni og fast- eignir, og ennfremur er þeim bannað að ánafna slíkt þeim, sem enn eru búsettir í Bæheimi og Mæri og sviftir hafa verið eignum sínum. Gunnar Finsen farinn til Finnlands. í gær lögðu tveir norskir læknar af stað til Finnlands til þess að stunda þar lækningar, Höier Dahl yfirlæknir og Arn- finne Aurebekk. í dag leggur Gunnar Finsen læknir, sonur Vilhjálms Finsens, af stað á- leiðis til Finnlands. NRP—FB. RUSSAR HAFA EKKI BENSlN AFLÖGU HANDA TYRKJUM. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Rússneska olíufélagið Nafta hefir ákveðið að hætta viðskift- um í Tyrklandi. Er talið, að þetta stafi af því, að Rússar þurfi að nota alt sitt bensím sjálfir vegna stríðsins, en af öðrum sitja Þjóðverjar fyrir. Arekstur á sjó. Þýska eimskipið „Axel“ á leið til Kiel frá Danmörku rakst á þýskt lierskip og sökk. Á- höfninni var bjargað, en 4000 grísir, sem i skipinu voru, drukknuðu. — NRP—FB. Fundir Karls konungs og Páls prins i gær, Rúmenar vilja samvinnu við Dónár- píkin undir forystu Itala. EINKASKEYTÍ fra Uníted Press. — London í morgun. Fréttaritari United Press í Bukarest símar, að hann hafi kom- ist að raun um það, að á leynifundi Páls prins, ríkisstjórnanda Júgóslavíu og Karls Rúmeníukonungs á landamærum Rúmen- íu og Júgóslavíu í gær, hafi verið ákveðið að halda annan fund bráðlega. Rúmenia er sögð fús til þess að taka upp samvinnu við öll þau ríki, sem eiga lönd að Dóná ef ítalir hafa forystuna, en vill ekki láta af hendi nein lönd. Stjórnmálamenn í Rómaborg eru þeirrar skoðunar, að fund- ur þeirra Iíarls konungs og Páls prins sé hinn mikilvægasti, einkanlega með tilliti til fundar Balkanbandalagsins, sem hald- inn verður í byrjun næsta mánaðar. 1 Rómaborg ætla stjómmálamenn, að Júgóslavar muni beita áhrifum sínum til þess, að Rúmenar slaki til við Ungverja. Fi'jineo neitar að liafa scnt ítölsk Iiergögn frá Spásii fil Ffnnlands. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. í fregn frá Madrid er sagt, að tilkynning hafi verið birt þar þess efnis, að erlendar fregnir um að Franco hafi gefið tilskip- un, er heimilaði útflutning hergagna til Finnlands, hafi ekki við rök að styðjast. Hergögnin, sem hér er átt við eru þau sem ítalir skildu eftir á Spáni þegar styrjöldinni þar var lokið. Hvergi stendur steinn yfir steini - — FRÁ TYRKLANDI. — I>etta er fyrsta myndin, sem berst hingað til lands frá landskjálftunum í Erzincan i Tyrklandi. Sýnir hún ljóslega hve óskaplegir landskjálftarnir liafa verið, enda ber manritjónið, sem þeir ollu þess Ijóst vitni. — Myndin barst liingað með togara fyrir skemstu. Norika Stós»- þingið sett. 327 milj kr. til land- varna. Norska Stórþingið kom sam- an í gær. Hambro var endur- kosinn forseti, Hátíðleg setning Stórþingsins fór fram árdegis í gær. Setti konungur þingið sem venja er til . — NRP—FB. í hásætisræðunni í gær var boðað, að afla yrði fjár til ó- vanalegra útgjalda vegna erfið- leika yfirstandandi tíma, og yrði að leita að nýjum tekju- lindum í þessu skyni. Einnig vérður að draga út ýmsum vanálegum útgjöldum vegna þe'ss, liversu mikið þarf til auk- Uppreistartilraun bæld niður í Equador. London í morgun. Einkask. frá United Press. Frá Guayaquil berst sú fregn, að ríkisstjórnin hafi tilkynt, að tilraun, sem gerð var til þess að koma af stað byltingu í Equador, hafi ver- ið bæld niður. Það voru flug- menn, sem höfðu forystuna, og var tilgangurinn að koma til valda Ibarra herforingja, sem beið ósigur í seinustu forsetakosningum. inna landvarna og hlutleysis- ýerndar, en til landvarna er ráðgert að verja 327 nrilj. kr. NRP—FB. --------—racSRKaK*--"—--- Samninga* sjómanna [ og útge)rðarmanna í Eyjum. Fréttaritari Visis í Vestm,- eyjum símar í morgun, að í gær hafi verið undirritaðir samn- ingar milli félags útvegsbænda i Eyjum og sjómannafélagsins Jökuls um kaup og kjör sjó- manna á vertiðinni. Eru hluta- skifti, eins og venja er í Vest- mannaeyjum. Þá var og ákveðið verðið á fiski, ef sjómenn selja bann út- vegsmönnum. Er verðið 40— 50% hærra en í fyrra: Fyrir línufisk og löngu greið- ist 11% eyrir (8 au í fyrra), fyrir netafisk (næturganilan) 10 au. móti 7 í fyrra, fyrir 2ja nátla netafisk 7% au. móti 5% í fyrra o. s. frv. Gæftir liafa engar verið urn langan tíma, en verið er að út- búa báta af kappi. ------------------------- Póstferðir á morgun. Frá R: Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstarf. Laugarvatn. Akranes. Rangárvallasýslupóstur. V estur- Skaftafellssýslupóstur. Esja vestur um í hringferÖ. — Til R: Reykja- ness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Vest- anpóstur. Breiðafjarðarpóstur. Akranes.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.