Vísir - 15.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 15.01.1940, Blaðsíða 3
VlSIR Gamla Bfé Bófinn frá Brimstone. Amerísk stórmynd frá landnámstíð Norður-Am- eríku. Aðalhlutverkin leika: Wallaee Beery, DENNIS O’KEEFE, LEWIS STONE o. fl. Börn fá ekki aðgang. ÚTSALAN er byrjuð. Mikið lir- val af vetrarliöttum. Hattaverslun Soffíu Pálma Laugaveg 12 Hafið þér athugað? að líftrygging er sparisjóður efri áranna og f járhagslegt öryggi fyrir yður og yðar nánustu, að iðgjöld falla niður ef ]iér verðið veikur og ó- vinnufær, að öll tryggingarfjárhæðin er greidd yður ef þér verðið fullkominn öryrki, að öll þessi hlunnindi fáið þér hjá líftryggingarfélag- inu „DANMARK“, Hafnarstræti 10—12, simi 3701, gegn venjulegu líftryggingariðgjaldi. — Trichosan-S Eitt helsta úrræðið til þess að halda hársverðinum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verslunum. Heildsölubirgðir hjá Afengisverslun ríkisins. Leikskóli SofFíu Quölaugsdóttur Nýir umsækjendur1 verða nú aftur teknir til reynslu. Nánari upplýsingar hjá SOFFÍU GUÐLAUGSDÓTTUR, Kirkjustræti 10. Sími 3361. D Mmw i Oilseimi li Minkaskinn KAUPUM VIÐ HÆSTA VERÐI. TÖKUM EINNIG í UMBOÐSSÖLU. Hér með tilkynnist, að ástvinur minn, Einar Benediktsson skáld, andaðist 12. þ. m. að heimili okkar, Herdísarvik. Hlín Johnson. Gamlir og góðir vlnir. Sögur frá Alhambra. — Píla- grímur ásíarinnar eða Sag- an af Ahmed al Kamel og Rósin í Alhambra. Eftir Washington Irving. — Steingrímur Thorsteinsson þýddi. Þriðja prentun. — Útgefandi: Axel Thor- teinsson. Reykjavík 1939. Sögur þessar hafa lengi verið ófáanlegar og var því vel til fallið, að gefa þær út einu sinni enn. Steingrimur skáld Thor- steinsson þýddi þær á Hafnar- árum sínum, en Páll bókaútgef- andi Sveinsson í Kaupmanna- höfn gaf þær út, „Pílagríminn“ (sérstakan) 1860, en „Rósin“ birtist í „Nýrri sumargjöf“. — Árið 1906 voru sögumar gefnar út öðru sinni. Albambra-sögurnar eru kunnar um víða veröld og hafa verið lesnar af miljónum manna og eru mjög lesnar enn í dag. Höfnndnrinn, Washing- ton Irving (1783—1859) var Bandaríkjaþegn af enskum og skoskum ættum. Hann var lög- fræðingur að námi, en hneigð- ist ungur til skáldskapar, rit- aði undir gervinafni fyrst í stað og kallaði sig Jonathan Old- style. Hann varð fyrir þungum ástarharmi, mun vart hafa ver- ið mönnum sinnandi um tíma og feldi niður öll ritstörf árum saman. Hann er af sumum tal- inn faðir smásagna-formsins í bókmentum Bandaríkjanna. — Árið 1819 varð hann kunnur og dáður víða um heim fyrir rit sitt „The Sketchbook". Hélt hann þá austur um haf og dvaldist liér í álfu fram undir 20 ár. Var um tíma sendiherra Bandaríkjanna í Madrid, en bjó lengst af í Granada, síðasta vigi Serkja-veldis á Spáni. Heillað- ist Irving mjög af hugviti og snild Serkja, einkuni í bygging- arlist, en þótti þó margt annað verið liafa merkilegt í fari þeirra. En mörgum handaverk- um þeirra i Granada hafði þá Frá hæstarétti. í dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu valdstjórn- in gegn Berent Karli Berents- syni og var staðfestur dómur lögregluréttar Reykjavíkur, er var á þá leið að kærður skyldi sæta 20 daga fangelsi og greiða 1000 króna sekt til Menningar- sjóðs. Með framburði vitna, er kváðust hafa keypt vín af kærð- um, og því, að hann liafði á sér tóma whiskypela þegar hann var tekinn fastur, sem hann gat ekki gert grein fyrir til hvers hann ætlaði að nota, en vitnin liöfðu borið að kærði hefði' haft vín það, er hann seldi þeim, á sér, þótti nægilega sannað, að liann hefði gerst sekur um sölu áfengis. Var þá og tekið tillit til fortíðar lcærða, sem áður hefir verið dæmdur fyrir áfengissölu, er eigna- og atvinnulaus, en hefir þó ekki notið fátækra- styrks né verið stnddur svo af skyldmennum að nægt gæti honnm til framdráttar, enda talinn liaga sér á sama liátt og þeir, sem uppvísir hafa orðið að sölu áfengis á götum bæj- arins. Þá var og í dag kveðinn upp dómur í hæstarétti í málinu Valdstjórnin gegn Þorsteini Guðmundssyni bifreiðarstjóra á Grund í Kolbeinsstaðahreppi, þess efnis, að Þorsteinn skyldi greiða 100 króna sekt í ríkis- sjóð og missa ökuleyfi í 6 mán- uði. Hafði kærði játað á sig neyslu áfengis við bifreiðar- akstur þar vestra. verið eytt og spilt, af trúarleg- um ástæðum, ofslæki og heimsku, en sumt hafði tönn tímans nagað til mikilla slcemda. Alhambra, hin forna konungshöll Serkja, spölkorn fyrir utan Granada, liefir vafa- laust verið meðal mestu skraut- hýsa veraldar og eitt af furðu- verkum hyggingarlistarinnar. Hefir veggjaskrautið liið innra í höllinni lengi verið rómað fyr- ir dásamlega fegurð og þótt hera vitni um óvenjulegan hag- leik, smekkvísi og snild. En höllin fékk ekki að vera í friði. Hún var brotin niður að nokk- uru leyti, er veldi Serkja á Spáni var nndir lok liðið, en alt van- hirt, það er þó fekk að standa. „Sögur frá Alhambra“ eru ritaðar í Granada og telja marg- ir, að þær beri af öðrum ritum Irvings, en allir eru á eitt sáttir um það, að þær sé listaverk. Efnið er tekið úr fornum sögn- um og æfintýrnm, sem enn lifðu á vörum alþýðu í Granada, er höfnndnrinn dvaldist þar. Hann fágaði fornan og góðan efnivið og sveipaði um hann töfra-skikkjn skáldlistarinnar. Washington Irving mnn ekki talinn meðal mestu skálda Bandarikjanna, en hann liefir átt ærnum vinsældum að fagna í heimalandi sínn og eru rit lians enn í miklum metum höfð meðal Vesturheimsmanna og víða um lönd. Ilér á landi hafa Sögur frá Alhamhra orðið mjög vinsælar, og veldur þar nm mestu fegurð sú og æfintýra-ljómi, sem yfir allri frásögunni hvílir. Munu ýmsir fagna því, að eiga þess nú kost, að kynnast þeim í nýrri og vandaðri útgáfu. Rosk- ið fólk og miðaldra tekur þeim feginsamlega, eins og kærum vini, sem í heimsókn kemur eftir langa fjarvist. Og æsku- lýðurinn, sem þekkir þær lítt eða ekki, nema af sögusögn annara, verður áreiðanlega ekki fyrir neinum vonbrigðum, er liann les þessar æfintýrasög- ur. Þær eru fagrar og skemti- legar og annars eðlis og betra, en mestur hluti þess skáldskap- ar, sem nú um sinn hefir verið á hoðstólum hafður hér á landi og lialdið að fólki. Páll Steingrímsson. Engin styrjöld í Finnlandi. Málgagn ráðstjórnarinnar í Moskva, sem gefið hefir verið út að undanförnu hér í bænum, kemst svo að orði í gær: „Ó- hugsandi er að socialistíslc stjórn stefni að landvinningum á auðváldsvísu.“ Mikil speki það! En alt er í lagi með landvinningana og hlóðsúthellingarnar, ef lönd eru ekki tekin og menn, konur og börn ekki drepin og limlest á auðvaldsvisu. Kommúnistar austanfjalls reka þó erindi ráðstjórnarinnar með nokkuð öðrum hætti en blað þeirra. Þeir fullyrða hlátt áfram að óhugsandi sé að ráð- stjórnarríkin rússnesku fari í stríð, og í fullu samræmi við það fullyrða þeir að frásagnir um styrjöld í Finnlandi sé auð- valdslýgi. Blöðin og útvarpið hafi fundið þetta upp til þess að ófrægja ráðstjórnina í Moskva. Verkamenn! Athugið, hvort þið eruð á kjör- skrá Dagsbrúnar. Eftir að kosning- in hefst, er það um seinan. Nyja Bfó A M O M A Tilkomumikil og fögur amerísk kvikmynd frá Fox, öll tekin í eðlilegum litum i undursamlegri náltúrufegurö víðsvegar í Californiu. — Aðalhlutterkin leika: LORETTA YOUNG, DON AMECHE, KENT TAYLOR og PAULINE FREDERICH. Ramona var sýnd hér sem þögul mynd fyrir rúmlega 10 ártim og hlaut feikna vinsæklir; nú fer Ramona sigurför um öll lönd í nýrri útgáfu og vekur síst minni lirifningu œ» sú eldri. — Höfvim flntt skiilslotn ikkar ó Veilnili i (Verzlun Björns Kristjánssonar, uppi). FRIÐRIK RERTELm «& Co. Símar 2872 & 1858. Vesturgötu 4. 1 ) j K. F. U. M. A.—D. Nýársfagnaður annað kvöld kl. 8Félags- konur fjölmennið. Aðgangur ein króna. . ! I Bæjar fréttír I.O.O.F. 3 = 1211158=N.K. K.vennadeild Slysavarnafélags íslands heldur skemtifund í Oddfellow- húsinu annaÖ kvöld. Á fundinum verÖur rætt um ýms félagsmál, en meÖal skemtiatriða verður söngur hjá Blástakkatríóinu o. fl. Loks verður stiginn dans með undirleik harmoníku. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Borgarnes, Akranes, Dalasýslupóstur, Húnavatnssýslu- póstur, Austur-Barðastrandarsýslu- póstur, Skagaf j arðarsýslupóstur, Strandasýslupóstur. — Til Rvíkur: Laugarvatn, Akranes, Rangárvalla- sýslupóstur, Vestur-Skaftafells- sýslupóstur. Verkamenn! Athugið, hvort þið eruð á kjör- skrá Dagsbrúnar. Eftir að kosning- in hefst, er það um seinan. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.15 Um daginn og veginn (V. Þ. G.). 20.35 Hljómplötur: Horowitz leikur á píanó. 20.50 Kvennnaþáttur: Hnossið mesta (frú Aðalbjörg Sigurðardóttir). 21.10 Útvarpshljómsveitin: Þjóð- lög frá Tyrol. — Einsöngur (frú Elísabet Einarsdóttir): a) Sveinbj. Sveinbj.: Huldumál. b) Sigvaldi Kaldalóns: Máninn. c) Sig. Þórð- arson: Mamma. d) A. Tate: Þjóð- visa. e) Björgvin Guðmundsson: Þey þey og ró ró. Kvöldnámskeið í kven- og barnafatasaumi byrjar á morgun. BOGGA SIGURÐAR. Klapparstig 44. FALLEGT Mahogni Piano til sölu Hljóðfærahúsið. ^Húsmæðrafélag ReykjavíkiiE. Fnndur miðvikudag 17. janúar kL §V2 í Oddfellowhúsinu, nppL Rædd félagsmáL Gunnar Tlioroddsen flytar erindi. Félagskonur eru heðnar að taka ný skýrteini á fundín- m. STJÓRNIN. F Skip lileður í Kaupmannahöfn að öllu forfallalausn 25- 27. janúar til Reykjavík- ur og Vestmannaeyja og Norðurlandsins; Skipasifgr. Je§ Ziuiien Tryggvagötu. — Sími 3025. Hótel Bopg Gildaskálinn opinn í kvöldL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.