Vísir - 16.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 16.01.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUBLAUGSSON. Sími: 4578. Riotst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGAST.80RI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 16. janúar 1940. 12. tbl. íioftÁvÁmhp á fin boreir í fimm * ^ sam Frásögn Webb Millers. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Webb Miller, fréttaritari United Press á vígstöðv- unum í Finnland, símar í morgun: í fimm daga samfleytt hafa Rússar haldið áfram loftárásum á finskar borgir og þorp. Tilgangur- inn með þessu virðist vera að vekja skelfingu meðal alþýðu manna. Eykur það á erf iðleika og hrellingar fólksins, að ákaflega kalt er í veðri. Þannig var í gær kaldasti dagur, sem komið hefir í Suður-Finnlandi á 10 árum. Var frostið 34 stig á Celsius. Safnast fólk saman í loft- varnabyrgjunum og verður að hafast þar við hríðskjálfandi klukkustundum saman, og á kannske von á að koma að rúst- um einUm eða logandi báli, þar sem heimilið var áður. Nota Rússar bæði sprengikúlur og íkveikjusprengjur og verður tjónið oft geísilega míkið, þar sem hús eru mðrg bygð af tímbri, og í þorpum og bæjum er oft erfitt að hindra útbreiðslu eldsins, og þegar kviknar i einu húsi er hætt við, að eldurinn breiðist út til margra. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, segir Webb Miller, mun láta nærri að rússneskir flugmenn hafi varpað niður um 3000 sprengikúlum á um 50 bæi. Á einstöku stöðum lækkuðu flugvélar Rússa svo flugið, að flugmennirnir skutu á fólk af vélbyssum sínum. Mest tjón varð af loftárásun- um í Hangö. Ábæ og Viborg og á eyjunni Koivisto. 1 Abæ hefir fundist venjuleg sprengkúla út- búín með kveikiþræði. Kom hún niður án þess að springa. Vekur það nokkura furðu, að Rússar skuli nota sprengikúlur með svo gamaldags útbúnaði, og þykir það benda til, að birgðir Rússa af nýtísku sprengikúlum séu ekki eins miklar og þeir hafa gumað af. Rússnesku flugmennirnir sem í gær (sunnudag) vörpuðu niður 9 sprengikúlum í nánd við sænska bæinn Luleá í Norr- land, ætluðu að gera loftárás á Tornea í Finnlandi. Tjón varð lítið sem ekkert. Eignatjón varð, mikið í loftárásum Rússa á borgir í Suður- Finnlandi s. 1. sunnudag, einkanlega í Helsingfors og grend. Margir menn biðu bana. — NRP. — FB. Að því er Tass-fréttastofan rússneska hermir hefir norska stjórnin eins og sú sænska svarað rússnesku stjórninni þvi, að sú skoðun Rússa hafi ekki við rök að styðjast, að Norðmenn bafi framið hlutleysisbrot með þeim stuðningi, sem Finnum hefir verið veittur. Norska stjórnin hefir engan þátt átt í árás- um á Rússa og ekki aðstoðað við að koma á fót skrifstofum, þar sem menn geta látið skrásetja sig sem sjálfboðaliða í finska herinn. Norsk stjórnaryfirvöld hafa heldur ekki hvatt til vopna- eða annara hergagnasendinga til Finnlands. Þótt einstaklingar, segir norska stjórnin, hafi gengið í finska herinn, er það ekki hlutleysisbrot og flutningur á hergögnum yfir Noreg heldur ekld brot á gildandi alþjóðasamþyktum og reglum, en það er raunar ekki kunnugt að hergagnaflutningur til Finnlands yfir Noreg hafi átt sér stað. Norska stjórnin fullvissar sovét-stjórn- ina um það, að hún muni áfram sem hingað til gæta strang- asta hlufleysis.' — NRP. — FB. 200 milj.doll' apa liepmadaP" ián í Eanada. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregn frá Ottawa hermir, að boðið hafi verið út fyrsta styrj- aldarlán Canada. Lánsupphæð- in er 200 miljónir dollarar. Er áhugi manna 'í Kanada fyrir því að leiða styrjöldina til lykta sem fyrst mjög mikill. Barátta er hafin um alt land til þess að hvetja menn til þess að leggja fé sitt í styrjaldarverðbréf. í gær var fyrsti útboðsdagur lánsins og skrifuðu menn sig fyrir samtals 114.650.000 doll- urum. 300 förust, en 50.000 ImsnæSisIausir eftir stórbruna í Japn Tokiofregn hermir, að 300 menn hafi beðið bana, en 50,-000 séu heimiliislausir eftir eldsvoða þann hinn mikla, sem geisað hefir í hafnarborginni Shizuoka, sem er miðstöð mestu teræktarhéraða í Japan. Eldur- inn breiddist út af svo miklum hraða, að slökkvilið og hjálpar- lið, sem kvatt var á vettvang, fékk lengi vel ekki við neitt ráðið. MSHSKWmw* 15 NORSKIR LÆKNAR KOMNIR TIL FINNLÁNDS. Alls hafa nú 13 norskir lækn- ar farið íil Finnlánds og t'veír' til fara á morgún. — NRP—FB. flilwr í SviHil, seQja UMir. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Völkischer Beobachter seg- ir í morgun, að fyrir Bretum vaki að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar geti fengið málma frá Svíþjóð. Bretar, segir blaðið, hafa í huga að gera Svíþjóð að höfuð-hernaðar- bækistöð, til þess að treysta aðstöðu sína sem herveldi í NorðurrEJvrópu, og hafa Noreg, Norður-Atlantshaf og Eystrasalt á sínu valdi. Fleiri þýsk blöð hafa gefið hið sama í skyn, en allar slíkar fregnir eru jafnharðan bornar til baka í sænskum og breskum blöðum. ÍMi LOFTÁRÁSIR RÚSSA Á FINSKA BÆI. Rússar halda nú uppi stöðugum árásum á finska bæi og þorp. Þeir hafa beðið ósigra á landi og geta ekki náð sér niðri á Finnum nema með þvi að varpa sprengikúlum og ikveikjusprengjum á þoip og bæi, en lofther Rússa er svo margfalt öflugri en Finna, að Finnar geta í rauninni li-tið við- nám veitt. Þá skortir árásarflugvélar til þess að hrekja rússnesku flugvélarnar á brott, en loftvarn- ir stærstu borganna eru þó í sæmilegu lagi. Nú biðja Finnar erlendar þjóðir að hjálpa sér um lárás- arflugvélar. — Rússar senda flugvélar daglega frá eistlensku flugbækistöðvunum sínum til árása á vesturströnd Finnlands. Myndin er af finsku þorpi, þar sem eldur geisar eftir loftárás. Hollending- ar og Belgíu- menn standa saman. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. 1 Hollandi og Belgíu er haldið áfram að gera ýmiskonar var. úðarráðstafanir og virðist alger eining vera ríkjandi meðal al- þýðu manna og í blöðum, að ráðstafanir ríkisstjórnanna hafi verið sjálfsagðar. Heldur þykir hafa dregið úr líkunum fyrir, að Þjóðverjar hefji innrás í Holland og Belgíu í bráð, en eftir þeim fregnum, sem nú ber ast frá þessum löndum má ætla, að Hollendingar og Belgíu- menn standi saman sem ein þjóð, ef til innrásar kemur, hvort heldur það verður í Hol- land eða Belgíu. Randaríkjastjórn vill fylgjast vel með því, sem gerist í Belgíu. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Frá Dublin er símað, að Cudahy sendiherra Bandaríkj- anna, sem nýlega var skipaður sendiherra í Briissel, hafi lagt af stað þangað í skyndi á mánu- dagskvöld. Hin hraða brottför Cudahy er talin stafa af því, að Bandaríkjastjórn hafi talið nauðynlegt, að hann færi þang- að tafarlaust vegna þess hversu ískyggilega horfir, og gefi henni upplýsingar jafnóðum um alt, sem máli skiftir. FJárlög: Œoregrs lögð fram. Torp tjármálaráðherra lagði fjárlagafrumvarpið fyi'ir Stór- þingið s.l. laugardag. Útgjöldin á yfistandandi fjárhagsári nema 900 milj. kr., en eru áætluð 826 á næsta ári. Ráðgert er að leggja á landvarnaskatt, sem nemi 50% af eignaskattinum, en landvarnaskatturinn legst að- eins á 5000 kr. árstekjur og þar yfir og 25.000 kr. eign og þar yfir. Ennfremur er lagt til, að söluskatturinn verði hækkaður um 10%. Ennfremur verjða bensín-, tóbaks- og ölskattur hækkaðir. TiJ hlutleysisvemdar og birgða verður varið á yfir- standandi fjárhagsári 200 milj. kr. og 150 milj. kr. á næsta. A- ætlað er að landvarnaskattur- inn færi 50 milj. i ríkissjóð. — Venjuleg útgjöld lækka um 17 milj. kr. 122 milj. kr. er ráð- gert að fá að láni. Stjórnin hef- ir lagt sig í líma með að draga sem minst úr fjárveitingum til menningarmála. — NRP—FB. Norska stjórnin og sjómennirnir. Nygaardsvold íorsætisráð- herra hefir tilkynt, að ríkis- stjórnin mundi hið bráðasta taka afstöðu til kröfunnar um að norskir sjómenn verði und- anþegnir skatti af þeirri uppbót á laun, sem þeir fá, er þeir sigla um hættusvæði. — NRP—FB. Norskt skip rekst á tundurdufl. Eimskipið Fredville frá Ar- ( endal rakst á tundurdufl s.l. j fimtudag er það var dags sigl- J ingu frá ströndum Skotlands. Á skiphru voru 16 menn. I gær komu til Kopervik á sænsku skipi fimm menn af áhöfninni, en 11 er saknað, og óttast menn að þeir hafi farist. — NRP—FR Sprenging í stærsta skipi Dana. Stærsta skipi Dana, olíuflutn- ingaskipinu „Danmark", 16.400 smálestir að stærð, var rent á land á sunnudag, að líkindum eftir að skipið hafði rekist á tundurdufl. Að minsta kosti er vist, að sprenging varð i skip- inu. Skipið var á leið til Dan- merkur með bensin og olíu- farm. Á skipinu voru 47 menn og er ekki kunnugt að neinn skipverja hafi beðið bana eða meiðst. — NRP—FB. ÁREKSTUR MILLI BIFREIÐ- AR OG JÁRNBRAUTAR. HANS LANGDORFF, skipherra á Graf von Spee, sem framdi sjálfsmorð í Montevideo, eftir að hann hafði fyrirskipað að sökkva skipi sinu. — Lik Langdorff fanst á gamla keis- j araveldisfánanum þýska. í gær varð árekstur við Stange i Noregí milli bifreioar og járnbrautarlestar. Fjórir menn, sem í bifreiðinni voru, biðu bana, en farþegar í lestinni særðust af rúðubrotum. NRP —FB. Gamla Bió; LÍFSGLEÐI. Gamla Bió sýnir á frumsýn- íngu i kvöld kvikmyndina „Lifsgleði" (Joy of living) og er þetta söngva- og skemtimynd frá RKO-Pictures, sem hefir liátið gera fjölda margar slíkar myndir, sem þótt hafa með af- brigðum góðar. Aðalhlutverkin i myndinni leika Irene Dunne og Douglas Fairbanks yngri. Aukamynd er sýnd, ein af hinum skemtilegu Walt Disney- teiknimyndum. Leikfélag Reykjavíkur biður bla'ði'S a'Ö vekja athygli á því, aÖ „Dauðinn nýtur lífsins" verður sýnt á morgun, en ekki á fimtudag, eins og venjulega. Sömu- leiðis skal vakin athygli á því, að félagiÖ selur nokkra miða á þessa sýningu á 1.50 stk. ALFADANS OG BRENNA í KVÖLD. • Jón berserkur og Chaplin skemta. í kveld fer fram álfadans og brenna á íþróttavellinum. Er venjan að sú hátíð fari fram á þrettándakveld, en völlurinn var svo blautur þann dag, að engin tiltök voru að láta dans- inn og brennuna fara fram þá. Mjög hefir verið vandað til þessarar brennu og skemtiat- riðanna með henni. Lúðrasveit- in Svanur mun leika undir stjórn Karls Ó. Runólfsson, en karlakórinn „Kátir félagar" syngur undir stjórn Halls Þor- leifssonar. Þá mun Lárus Ing- ólfsson koma fram í gerfi Chaplins, og Leppalúði og börn hans munu einnig skemta. Þá kemur fram nýr skemti- kraftur, þótt réttara sé að nefna hann skemtikrafta vegna þess hve sterkur hann er. Er það Jón berserkur, sem lyftir 500 [ kg. eins og ekkert sé. Fólk er ámint um að búast hlýjum klæðum, þyi að ekki munu allir komast svo nærri bálinu, að þeir geti ornað sér við það. Þá eru menn beðnir að kaupa aðgöngumiða á leiðinni upp á völlinn til þess að forð- ast troðning við innganginn. 320 kr. stolið á knattborðsstofu. Síðdegis í gær var 320 kr. stolið frá manni einum, er staddur var í knattborðsstof- unni Vesturgötu 6. Maður sá, sem peningunum var stolið frá, er innheimtu- maður. Hafði hann verið að slarfi sínu um daginn, en fór inn á knattborðsstofuna til þess að fá sér eitt „parti", eins og það er nefnt á máli „leikmanna". Fór maðurinn úr jakkanum til þess að láta hann ekki hefta leikni sína, en á meðan knatt- leikurinn fór fram, sá einhver sér færi á því að stela veski mannsins, sem var i jakkanum, en i því voru um 320 krónur. Bannsóknarlögreglan hefir þetta mál til meðferðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.