Vísir - 17.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 17.01.1940, Blaðsíða 2
VlSIR Útgefandi: BLAÖAÚTGÁFAN VÍSIH H/F. ! Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólí'sstræíi) Símar: 2834, 3100, 4578 og 5377. Verð kr. 2;50 á mánuöi. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. A samstarlið að haldast ? J* YRIR nokkrum dögum kom íslenskur togari norðan úr höfum og liafði innanborðs skipshöfnina af stóru þýsku flutningaskipi, sem lent hafði í ís vestur á Hala. Björgunin tókst svo giftusamlega, að allir útlendingarnir komust lífs af. íslenski togaraskipstjórinn og áhöfn hans fengu mikið lof fyrir þelta vasklega afrek. Hvað ætli menn segðu, ef skipstjór- inn á þýska flutningaskipinu stæði á strætum og gatnamót- um og gorlaði af þvi, að eigin- lega væri það liann, sem ætti allan heiðurinn af þessu afreki? Ef hann hefði ekki látið senda út SOS, þegar i háskann var komið, liefði engin hjörgun far- ið fram! Ef Jónas Jónsson hefði verið skipstjóri á flutningaskipiinu, er ekki annað sýnna en að hann hefði farið einmitt svona að. Hann hefði hlaupið yfir það, hver ábyrgðina bar á þvi, að skipið var í háska statt, en ald- rei þreyst á, að minna á, að það var einmitt hann sem sendi út fyrstu neyðarmerkin og varð þannig uppliafsmaður að „sam- starfi‘ ‘ tyeggja skipshafna í rúmsjó. Jónas Jónsson vill endilega þakka sér, að hér hefir komist á samstarf milli andstæðra flokka. Þetta er að því leyti rétt, að frá hans flokki komu eðlilega fyrstu tilmælin um við- ræður út af því neyðarástandi, sem í var komið. En sé það rétt að þakka íslenska en ekki þýska skipstjóranum björgunina á dögunum, þá ber l>eim manni, sem fyrstur lagði eyrun við á- kalli Framsóknar, heiðurinn af samstarfinu. Sá maður var for- maður Sjálfstæðisflokksins, Ól- afur Thors. Það er nú senn Iiðið ár síðan þessir atburðir gerðust. Þau tið- indi hafa örðið á því ári, að hafi áður verið þörf á samstarfi virðist það nú brýn nauðsyn. Þeir menn, sem flokkarnir völdu til þess að taka að sér stjórn landsins virðast hafa skilning á þvi, að slíkir stjórn- arhættir eru óhugsandi nema með gagnkvæmri tilhliðrunar- semi. Það má t. d. benda á, að samkomulag virðist nú á kom- ið um verklýðsmálin milh Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Þessir tveir flokkar snúa nú bökum saman i Dags- brún gegn íslensku Terijoki- mönnunum. Eftir daginn á morgun sést árangurinn af þvi samstarfi. Ennfremur má minna á það, að á síðasta þingi fékst sam- komulag milli allra stjórnar- flokkanna um afgreiðslu fjár- laganna. Útgjöldin hækkuðu meira en verið hefði, ef sjálf- stæðismenn hefðu einir mátt ráða, en minna en verið hefði, ef fyrverandi stjórnarflokkar hefðu setið hér einir við völd. Þessi afgreiðsla fjárlaganna er máske augljósasta dæmið um það, hvernig ráða verður mál- um til lykta, þegar taka vérður tillit lil ólikra sjónarmiða. Eng- inn fær vilja sínum fullkomlega framgengt. Allir verða að hliðra lii, svo alíir geti fengið nokkra úrlausn. Þetta er hverjum manni skiljanlegí, sem hugleið- ir þe'ssi efni af nokkurri sann- girni. Eftir þá reynslu, sem fcngin er af samvinnunni innan ríkis- stjórnarinar, virðist margt benda til þess, að þeir menn, er þar eru að verki, séu að kom- ast á lagið með að finna frið- samlegar úrlausnir á gömlum og nýjum ágreiningsefnum. Andstæðurnar í stjórnarsam- vinnunni hafa verið- taldar, annarsvegar Alþýðuflokkurinn, hinsvegar S j álf stæðisflokkur- inn. Þessir tveir flokkar virðast geía jafnað hin viðkvæmustu á- greiningsmál. Á þá að trúa því, að Framsóknarflokkurinn, sem hefir oft kallað sig „milliflokk“ Iáti hið friðsamlega samstarf stranda á sér? Það er öllum kunnugt, að ráðherrar sjálf- stæðismanna hera engin þau mál fram, sem ekki er vissa fyrir að flokkurinn stendur ó- skiftúr um. Þar er ekki um neina greiningu að ræða í „ró- lega“ eða „órólega“ deild. Þess vegna er ekki til neins fvrir Jón- as Jónsson, að vera að reyna að stofna til klofnings innan Sjálf- slæðisflokksins. Það mun verða úr því skorið innan skamms, liver liugur fylgir máli hjá þeim, sem vilja þakka sér öðr- um fremur að samstarf komst á milli andstæðra flokka. a Stúllur iilla siltii- II - - ein Irf li rðin. Vísir sagði frá því nýlega, að brotin hefði verið rúða í baka- ríinu Þingholtsstræti 23 og auk þess glerborð, sem var þar fyrir innan. Var þetta gert með grjóthnullungi. Lögreglan er nú búin að hafa upp á þeim, sem gerði þetta og var það 17 ára slúlka. Ilafði hún verið í slæmu skapi, að því er hún sagði, orðið að láta reiði sína bitna á einhverju og þá hefði rúðan orðið fyrir valinu. Þá var Slökkviliðið kallað í síðustu viku að Laugavegi 42. Var þetta gahb, en rannsóknar- lögreglan hefir liaft upp á þeim seku og voru það tvær stúlkur um tvítugt. Höfðu þær víst ver- ið þurfandi fyrir eitthvað spennandi og aflað sér þess á þenna hátt. Þá hefir rannsóknalögreglan liaft upp á þeim, sem stálu 320 krónum á knatthorðs stofunni í fyrradag. Voru það tveir ung- ir piltar. Almenn þátttaka í Sæb j ar gar söf nunni. Það er nú fyrirsjáanlega trygt, að Sæbjörg verður starf- rækt í vetur, ef hægt verður að gera við Ijósavél skútunnar, er bilaði 5. des. s.l. Er vonast til að hægt verði að gera við vél- ina hér, þótt ekkert hafi feng- ist til hennar frá útlöndum. — Hefir söfnunin gengið svo vel undanfarna daga, að búast má við að nóg verði safnað eftir fá- eina daga. Síðastliðið sunnudagskvöld hélt Ólafur Thors, atvinnu- málaráðherra erindi í útvarpið og síðan hafa margar stórgjaf- ir borist félaginu. Stærstu gjaf- irnar hafa verið frá ríkisstjórn- inni kr. 2000, frá S. I. F. kr. 1000, frá Carli Olsen konsul 500 kr., vegna þess að á þessu Bráðabirgðayfirlit um druknaniir og skiptapa við Island á ánnu 1939. Árið 1939 var eilt hið besta ár sem getur, hvað snertir manntjón á sjó og skipaskaða hér við land. Reyndar urðu tvö stérsrys á mönnum. Hið fyrra þegar vélbáturinn „Þengill“ fórst 7. febr. með öllu og 9 menn druknuðu, og svo slysið á Akranesi þegar Bjarni Ólafsson skipstjóri druknaði ásamt þrem mönnum öðrum af skipsbát í lendingu við Teigavör á Akra- nesi 19. fehr. A árinu druknuðu þó 25 menn og konur og er það stór hópur — alt of stór — en þó miklu fiámennari en á mörgum árum að undanfömu. Af þess- um hóp var ekki nema tæpur helmingur, eða 11 menn lög- skráðir sjómenn, hitt var fólk, konur og karlar, sem' druknuðu í ár, vötn, eða féllu út af bryggjum o. s. frv. svo og 5 menn, 4 karlmenn og ein kona, er voru farþegar á v.b. „Þeng- ill“ þegar hann fórst. Getur þessi druknanatala í ár og vötn og út af bryggjum verið enn ein alvarleg bending um nauð- synina á sundkunnáltu allra landsmanna, bæði karla og kvenna. Af lögskráðum sjómönnum druknuðu 4 af v.b. „Þengill, 4 við Akranes, einn af v.b. „Inga“ frá Stokkseyri, Magnús Krist- jánsson; annar, Jón Jónsson er féll út af v.b. „Hulda“ frá Dýra- firði, þriðji Jón Pétursson, er féll út af v.b. „Hafþór“ frá Reykjavik og fjórði Davið Kristjánsson, er féll út af v.s. „Eldborg“ frá Borgarnesi. Eða samtals 11 lögskráðir sjómenn. Þó þetta sé fjölmennur lióp- ur, er hann þó sá fámennasti, sem vér höfum orðið á bak að sjá á einu ári síðan Slysavarna- félag íslands var stofnað. Tveir stórir skipskaðar urðu á árinu af innlenda skipastóln- um. Hinn fyrri þegar togarinn „Hannes náðherra“ strandaði við Kjalarnestanga 14. febr. og hinn síðari þegar vélb. „Unnur“ frá Akureyri brann út af Rauðunúpum 29. ágúst, en í hæði skiftin björguðust allir skipverjar með aðstoð björgun- arskipsins „Sæbjörg“. Það má reyndar segja að það hafi verið mikill skaði þegai’ vélbáturinn „Björgvin“ frá Vestmannaeyj- um strandaði við Reykjanes 21. sept., en töluvert af verðmætum varð þar bjargað frá eyðilegg- ingu, þar sem vél bátsins náðist að mestu óskemd, ásamt ýmsu öðru fleira. Auk þessara skipa fórust v.b. „Þengill“ 7 smálest- ir, sem að framan getur og v.b. „Inga“ 8 smálestir, fná Stokks- eyri. Skipatjón íslendinga á ár- inu er því samkvæmt framan- skráðu: 1 togari, tveir vélbátar yfir 12 smáleslir og tveir minni en 12 smálestir að stærð. Af erlendum skipum fórst einn togari enskur, „Mohican“ frá HuII, er strandaði við Rang- ári er hann og kona hans sam- tals 120 ára. Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins hér í Reykjavik hélt fund s.l. mánudag og var þá samþykt að félagið legði fram 5000 kr. úr sjóðum sínum til rekstursins. En sjóðnum hafa borist fjölda margar aðrar gjafir, gæði smáar og stórar og allar koma þær að sama gagni. Sam- tals hafa safnast hátt á 15. þús. krónur. Ókomnar eru gjafir ut- an af landi, sem fara nú að ber- ast næstu daga. ársand 19. apríl, og tvö færeysk skip, „John Bull“, er sökk eftir ásiglingu við norskt síldveiði- skip, 20. ágúst, iá Skagafirði og „Anna“, er brann á Þistilfirði 6. september. Einnig slrandaði ildveiðiskipið „Lappen“, 600— 700 smálestir að stærð, en varð- skipið „Ægir“ náði skipinuútog flutti það til Akureyrar, en ekki er vitað hvað mikið fjártjón hefir orðið við það strand. Eng- inn maður fórst eða slasaðist við þessa skipskaða, og enginn erlendur maður fórst hér við landið á árinu, svo vitað sé. Ymsir minni háttar skaðar liafa orðið á skipum og bátum hér við land á árinu og hefir verið birt bráðabirgðaskýrsla um það í blöðum hér í bænum, en sjálfsagt koma einhverjar leiðréttingar eða viðaukar við þá skýrslu þegar betri upplýs- ingar fást um þessi mál utan af landinu og verður þá gerð nán- ari grein fyrir þessum málum öllum í Árbók Slysavamafé- lagsins þegar liún kemur út. Vona eg að almenningur virði á betri veg þólt ýmsu kunni að vera ábótavant í svona briáða- birgðaskýrslum, sem réttara virðist að komi fram nálægt áramótum, sem heildaryfirlit, heldur en að beðið sé með það fram á mitt ár. Reykjavík, 8. jan. 1940. Jón E, Bergsveinsson. Bensíntunnan, sem sprakk. Kommúnistar eru að vanda sjálfum sér samkvæmir. Ekk- ert stríð í Finnlandi segja þeir austan fjalls, — kauplækkun i Krýsuvikurveginum segja þeir i Reykjavík, og á hið síðar- nefnda að þéna sem ltosninga- bomba í Dagsbrún. Góð ráð eru dýr, ef forða skal slysum við kosningarnar, og hví þá ekki að grípa til ósannindanna um vegavinnukaupið . Verkamönn- um til leiðbeiningar skal þess getið að samkvæmt upplýsing- um, er félagsmálaráðherra, Stefán Jóh. Stefánsson, gaf í morgun, hefir rikisstjórnin aldrei rætt um að lækka kaup í Krýsuvíkurveginum, hvað þá heldur að nokkurar ákvarðanir hafi verið teknar i þvi efni enda verður það alls ekki gert. Bomb- an átti að springa svona rétt fyrir kosningardaginn, en bomban reyndist lóm bensín- tunna, sem botninn fór úr og er það í fullu samræmi við bar- áttu kommúnistanna sem öll er botnlaus eins og vera ber. Standa þeir ýmist í ökla eða eyra í ósannindunuin og fer vel á að sagan endurtaki sig. En umfram alt: Minnist þess verkamenn, að ekkert stríð er í Finnlandi og vegavinnukaupið í Ki’ýsuvíkurveginum á að lækka. Undir þessu merki fá- um við sigur segja kommúnist- ar. Kosningin í Dagsbrún stendur yfir fimtudaginn 18. jan. frá kl. 3—6 e. h. og kl. 8—ti e. h. og föstudaginn 19. jan. frá kl. 9 árd. til kl. 11 e. h. Sjálfstæðis- menn! NeytiS atkvæðisréttar fyrri daginn. Það léttir starfið við kosn- ingarnar. Dagsbr únarfélagar! Kjósið B-Iistann! Kjósið strax á morgun. Álíadans í gær kveldi. I gær var brennan haldin á Iþróttavellinum, sem halda átti á þrettándanum, en þá varð að fresta vegna veðurs. Kl. 8,15, þegar byrja átti var mikill fjöldi karla, kvenna og barna komið inn á völlinn og engin þröng við inngángsliliðið, en brennan byrjaði ekki fyr en 20 mínútum síðar og verður það að teljast ósæmilegt, þar sem . svo kalt var í veðri og álfarn- | ir dönsuðu ekkerl í kringum bálið. Fólk slcemti sér mest að Chaplin og trúðunum en söng- urinn og liornablásturinn beyrðist nær alls ekki við vest- urlilið vallarinn. Bálkösturinn var allliár en brann fljótt nið- ur, en olíu var skvett á bálið | og gaus þá upp mikill eldur og kolsvartur reykjarmökkurinn þyrlaðist liátt í loft upp. og brenna Leifur hepni og New York sýningm. í Morgunblaðinu 31. októbei' var grein um íslensku sýning- una í New Yorlc og Leif liepna. Já, það er skrítið livað Norð- menn liafa rika tilhneigingu til að eigna sér Leif. Eg hefi rek- ist á það hvað eftir annað í þessi ár, sem eg hefi verið í Bandarikjunum, og í meira en 50 fyrirlestrum um ísland, sem eg hefi lialdið síðustu árin í amerískum félögum, ldúbbum og skólum hér í álfu liefi eg alt- af gætt þess vandlega, að taka fram skýrt og skorinort, að Leifur hepni var fæddur á ís- landi og þessvegna íslendingur. Það er satt, að Amerikumenn yfirleitt gera ekki sérstakan greinarmun á noiTænu þjóð- erni; við erum allar 4 þjóðirn- ar „norse“ (norrænar) þ. e. a. s. þegar þeir segja ekki bara „dumb Swede“ og láta það gott heita! En þótt mér sé þetta al- gerlega ljóst, þá get eg ekki neitað þvi, að þegar eg las í Morgunblaðinu, að mynd hefði verið tekin af norska ríkiserf- ingjanum undir slyttu Leifs á New York sýningunni, þiá sauð í mér vonskan! Eg á marga norska vini og vinkontir — Norðmenn eru skemtilegustu menn, sem eg þekki (þegar þeir eru skemti- Iegir!) — og við tölumst við og skrifumst á um alt milli himins og jarðar, en eitt er það mál- efni, sem aldrei er nefnt okkai' á milli, sem sé þjóðerni Leifs Eiríkssonar! En hafið þið nokkurntíma teldð eftir, hvað við íslendingar erum líkir Norðmönnum? Það getur vel verið að liægt verði að sanna það einhverntima, er ekki verið að reyna það — að ísland hafi verið bygt af Dön- um, en við erum miklu líkari Norðmönnum en Dönum. Við höfum nákvæmlega sama lund- arfar og Norðmenn, sömu góðu eiginleikana og sömu gallana. Já, eg sagði galla! Við erum ó- skaplega montnir af landi og þjóð, eins og þeir, við heimtum það sem okkur ber og engar refjar — eða það sem við álit- um að okkur beri — eins og þéir. Danir hafa alt öðruvisi lundarfar. Maður sá það greini- lega á árunum, þegar Noregur og Danmörk voru að rífast út af Grænlandi. Greinar í norsk- Um blöðum um það mál voru fullar af ofstopa og reiði, en dönsku blöðin gerðu bara gys að öllu saman — Eg hefi ann- ars oft óskað þess, að við íslend- ingar líktumst Dönum í þessa átt, að kunna að hlægja, ekki bara að öðrum, en líka að sjiálf- um okkur; — lífið er svo miklu auðveldara og einfaldara yfir- leitt, ef maður hefir ]iað lyndis- einkenni. — Að því er viðvíkur þessarí heimtufrekju bræðra okkar, Norðmannanna með Leif Ei- riksson, þá skulum við líta i eigin barm. Köllum við ekki Rannveig Schmidt og norskur vinur hennar. Niels Finsen íslending? Hann var fæddur í Færeyjum, ef eg man rétt og livað segja Færey- ingar um það mál! Og Thor- valdsen. Að þvi er mér er kunn- ugt, þá liefir það verið opinber- lega dregið í efa að hann hafi verið sonur Þorvalds, og að minsta lcosti var hann hálf- dan«kur og uppalinn í Dan- mörku. Og Dr. Vilhjálmur Stefáns- son, íslendingurinn Vilhjálmur Stefánsson. — Eg býst við að við liöfum stundum gert okkur seka í að nefna liann svo. En hann var fæddur í Canada og uppalinn í Bandarikjunum. Eg játa að það er freistandi að segja, að hann sé Islendingur! En kannske er það líka freist- ing fyrir Norðmenn að tileinka sér Leif! En hvað sem því viðvíkur —■ eins og Hjálpræðisherinn söng heima í Reykjavík í gamla daga: eg skal aldrei, aldrei, aldrei gefast upp, nei, nei! Eins munum við aldrei gefast upp við að hamra það inn í alla þá sem við náum til, að Leifur Eiríksson var Islendingur. — Eg hlakka sérstaklega til að segja nokkur orð um það miál í fyrirlestri, sem eg á að halda í félagi einu hér í rikinu í næstu viku. Formaðurinn í fé- laginu er af norskum ættum og mjög hreykinn af — Leifi Eirikssyni! Rannveig Schmidt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.