Vísir - 18.01.1940, Blaðsíða 1
£*
Ritstjóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Rfc itst jómarskrifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
30. ár.
Afgreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Símf: 3400.
AUGfcÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
Reykjavík, fimtudaginn 18. janúar 1940.
14. tbi.
Annarsstaðar liggja bar-
dagar niðri' vegna kuld-
anna. 48 st. frost í Viborg.
EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun.
"¦¦¦rosthörkurnar í álfunni eru hinar mestu, sem
J menn muna, og það þarf í sumum löndum að
fara þrjá aldarfjórðunga aftur í tímann, til
þess að finna dæmi til eins mikilla kulda og nú, en í
Noregi komst frostið upp í 48 stig á Celsius í gær, og
eru ekki dæmi til meira frosts, að því er sagt er, í Ev-
rópu. (Sbr. og annað skeyti). — í Finnlandi er og
l'eikna frost og Webb Miller, fréttaritari United Press,
símar frá Helsingfors, að í Viborg á Mannerheimlín-
unni hafi frostið komist upp í 48 stig.
A Kyrjálanesi sem víðást
hvar annarsstaðar liggja bar-
dagar niðri vegna kuldanha. Á
Kyrjálánesi var þó skotið af
fállbyssunum við og við, til þess
að „halda þeim heitum", þVí að
stórskotaliðið óttast skemdir á
þeim af völdum frostsins, ef
þær liggja óhreyfðar dægrum
saman.
FYRIR NORÐAN LADOGA-
VATN ER ÞÓ ENN BARIST.
Enn eru bardagar háðir fyr-
ir norðan Ladogavatn. Þar hafa
Finnar tvístrað rússneskri her-
deild og tekið allmarga Rússa
til fanga. Rússnesku hermenn
irnir kvarta mjög um kulda og
yfirleitt skortir mjög á, að að-
búnaður þeirra sé í eins góðu
lagi og hjá Finnum.
ORUSTURNAR VIÐ SALLA.
Rússar hafa ekki enn gefið
upp alla von um að ryðja sér
braut til Helsingjabotns. Fyrir
nokkru bárust fregnir um að
allstór rússneskur her væri kró-
aður þárna inni, og búist væri
við, að Finnar myndi vinna
þarna stórsigur, eins og þegar
þeir sigruðu 163. og 44. rúss-
nesku herfylkin, en að undan-
förnu hefir verið hljótt um bar-
daga á þessu svæði, og jafnvel
talið, að mikið vafamál væri
hvorir sigruðu. En sannleikur-
inn virðist sá, að mjög hefir
dregið úr bardögum þarna,
vegna kuldanna, en meðan hafa
Rússar fengið liðsafla. Hafa
þeir því, þrátt fyrir frosthörk-
urnar, freistað að gera ný á-
hlaup, sennilega til bjargar
nokkrum hluta liðs þeirra, sem
er innikróaður. Sóttu þeir fram
á þremur stöðum. Á einum
staðnum varð þeim nokkuð á-
gengt, en á hinum tveimur voru
þeir hraktir til baka og eru á
undanhaldi. Hafa þeir skilið
eftir mikið af hergögnum, en
margt manna féll af liði þeirra.
Rússar eru sagðir hafa þarna
40.000 manna Hð.
Áf orm stríðsst jórnai*-
innar bresku.
Mikil aukning skipasmfða og skot-
færaframleiðslu ákvedin.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Lúndúnablaðið News Chronicle skýrir frá því í morgun, að
stríðsstjómin breska hafi mikil áform á prjónunum um aukn-
ar framkvæmdir í vor, í því augnamiði, að hraða því, að sigur
í styrjöldinni falli Bandamönnum í skaut hið fyrsta. Meðal
annars er ráðgerð stórkostleg aukning á smíði flutningaskipa
og skotfæraframleiðslan verður aukin gífurlega. Yfirleitt hall-
ast menn nú að því, að brátt muni koma til hinna stórkostleg-
ustu átaka í styrjölclinni, í seinasta lagi snemma í vor, en þar
fyrir gera menn jafnframt ráð fyrir, að styrjöldin kunni að
dragast á langinn.
Páll ríkiserimgi miði-
ar málum í deilum
Ungverja og Rúmena.
Einkaskeyti frá United Press.
London, í morgun.
Itölsk blöð skýra fná því, að
þeir hafi setið á leynilegri ráð-
stefnu, Horthy i-íkisstjórnandi
í Ungverjalandi og Páll prins
ríkisstjórnandi í Júgóslaviu. Á
fundi þessum vann Páll prins
að því að sættir gæti tekist milli
Ungverja og Rúmena, út af
kröfum hinna fyrrnefndu til
Transylvaniu, vestasta hluta
Rúmeníu, sem Rúmenar fengu
að afstaðinni heimsstyrjöldinni,
en Ungverjum hefir altaf sviðið
HERMENN I HVÍTUM SKIKKJUM.
Á vetrum klæðast hermenn Finna hvitum klæðúm eins og rjúpan. Það eru ekki einvörðungu
skiðamannahersveitirnar, sem eru hvítklæddar. Hér sjást hermenn með byssu, sem ætluð er til
þess að skjóta af á skriðdreka. Hermennirnir hafa hvítar skikkjur og hvít abreiða hefir verið lögð
yfir fallbyssuna.
það og vilja fá landið aftur.
jHefir deilan um þetta mál verið
erfiðastur þrándur í götu fyrir
hættri sambúð Ungverja og
Rúmena.
Menn hallast að þessum skoð-
unum m. a. vegna þess, að alt
-bendir til þess, að áliti breískra
stjórnmálamanna, að Þjóðverj-
um sé nauðugur einn kostur, að
'knýja fram úrslit eins fljótt og
þeir geta. Ronald Cross, við-
skiftastríðsmálaráðherra Bre1!-
lands, gerði erfiðleika Þjóð-
verj'a að umtalsefni i ítarlegri
ræðu í neori málstofunni í gær.
Kvað hann Bandamönnum hafa
orðið svo vel ágengt í viðskifta-
stríðinu nú þegar, að á sviði við-
skifta og framleiðslú væri Þjóð-
verjar ekki belur setti.r nú en
þegar 2 ár voru liðin af Heinis-
Frh. á bls. 3.
nEf Finnland
hverfur af
E vrópukortinutc - -
Andróður í Bandaríkjunum gegn
stuðningi við Finna.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Fregn frá Washington í morgun hermir, að svo horfi,
að áf ormin um hjálp Bandaríkjanna Finnum til handa,
séu dauðadæmd, vegna deilna þeirra, sem ýmsir þing-
menn haf a vakið um málið í þeim tilgangi að mata sinn
pólitíska krók á því, að það sé hættulegt hlutleysi
Bandaríkjanna að styðja Finnland. Eru það þingmenn
úr miðvesturríkjunum svo kölluðu, sem hér eru að
verki.
Fyrir skemstu skrifaði Roosevelt f orseti leiðtogum f lokkanna
á þingi bréf um hjálp Bandaríkjanna til Finnlands og lagði til,
að veitt yrði ótakmörkuð hjálp Finnum til handa, til kaupa á
landbúnaðar- og iðnaðarvörum, sem þeir þarfnast.
Jesse Jones, forstöðumaður lánastarfsemi Bandaríkjanna,
hefir rætt áformin um hjálp handa Finnlandi við. bankamála-
nefnd öldungadeildar þjóðþingsins, og skýrt málið fyrir henni,
en margir nefndarmenn létu í ljós efa um, að tillögurnar myndi
hokkuru sinni koma til atkvæða, hvorki í öldungadeildinni eða
f u lltrúadeildinni.
Það eru, sem fyrr var að vikið, einkanlega stjórnmála-
menn úr landbúnaðarfylkjunum í „miðvestur-ríkjunum", sem
eru áhugalausir í málinu, eða réttara sagt vilja bregða fæti
fyrir málið, af því að hlutleysi Randaríkjanna sé í hættu, ef
Finnum sé veitt slík aðstoð, sem lagt hefir verið til.
Að því er United Press hefir fregnað hefir fyrrnefndur Jesse
Jones tilkynt finska sendiherranum, að lán handa Finnlandi í
hernaðarlegum tilgangi brjóti í bág við anda og bókstaf hlut-
leysislaganna. Hinsvegar var það áður kunnugt, að Roosevelt
og ráðunautar hans töldu, að, auðið væri að hjálpa Finnum með
því að veita þeim lán til kaupa á landbúnaðarafurðum o. fl.,
en þó ekki hergögnum.
KALDAR KVEÐJUR. — BANDAMENN GETA HJÁLPAÐ. —
ÞEIR HAFA MESTAN HAG AF AÐ FINNAR SIGRI.
Það er sagt, segir ennfremur í símfregnum frá Washington,
að sú skoðun sé að verða ofan á hjá þingmönnum á sambands-
þingi Bandaríkjanna, að „Bandamenn eigi mest á hættu ef
Finnland hverfur af landabréfi Evrópu — þess vegna er rétt-
ast að þeir hjálpi Finnum".
Vélstjóri á Akureyri
falsar tékk, tvo vixla
og sparisjöðsbók.
Me í gæsluvarðhaldi hér í Rvík.
Þ. 12. þ. m. var handtekinn hér í bænum Þórður Jónsson frá
Akureyri, sem kveðst vera vélstjóri að mentun. Hefir hann
falsað einn tékk á Landsbankann, tvo víxla í útbú Utvegsbank-
ans á Akureyri og sparisjóðsbók, einnig á útbú Útvegsbankans.
Þeim hluta rannsóknar máls-
ins, sem farið getur fram hér
syðra er nú lokið pg fékk Vísir
eftirfarandi Upplýsingar hjá
sakadómara í morgun:
Þórður Jónsson komst yfir
tékkávisun úr ávisanahefti, sem
Björn Arnórsson á Akureyri
átti. Ætlaði Þórður liingað suð-
ur um nýárið en var peninga-
lítill í meira lagi og tók þá það
ráð að falsa tékkinn. Skrifaði
hann á hann 300 kr. og falsaði
síðan undir nafn Jakobs Frí-
mannssonar, kaupfélagsstjóra á
Akureyri, en skrifaði hinsvegar
á ávísunina númerið á banka-
bók Björns Arnórssonar. Gaf
Þórður ávísunina út til sjálfs
sín og sýndi þar með lítil hygg-
indi.
Síðan tók Þórður sér far með
Bergenhus frá Akureyri 2. jan.
s.l. Kom skipið við á Siglufirði,
og fór Þórður þar í land og seldi
tékkinn. Tékkinn var síðan
sendur hingað til Reykjavíkur,
og komst þá upp vun svikin.
Þórður hefir einnig játað, að
hafa falsað tvo víxla, sem hann
seldi i banka á Akureyri. Var
annar víxillinn að upphæð 175
kr. og hinn 250 kr.
Framkvæmdi hann þessar
falsanir í byrjun desembermán-
aðar og voru þær til komnar
svo sem nú skal frá greint. —
45.000 BAKPOKAR HANDA
FINSKUM HERMÖNNUM.
45.000 bakpokar handa
finsku hermönnunum hafa
safnast i Noregi og er búið að
senda 42.000 til Finnlands. —
Finsku hermennirnir eru ákaf-
lega glaðir yfir þessum gjöf-
um. — NRP—FB.
Þórður hafði áður fengið tvö
víxillán í banka fyrir norðan og
ætlaði að greiða víxlana upp á
gjalddaga, en þegar til kom gat
hann það ekki. Hann hafði þá
ekki einurð á því, að segja á-
byrgðarmönnunum frá því, að
hann gæti ekki staðið við þetta
loforð. Tók hann þá það til
bragðs, að falsa nöfn ábyrgðar-
mannanna á framlengingar-
víxla. Ábyrgðarmennirnir voru
Jakob Frimannsson, sem áður
ge'lur, og faðir Þórðar.
En Þórður virðist vera
eyðslusamur allmjög, þvi að er
hann kom hingað suður, varð
hann fljótlega peningalaus. En
hann hafði meðferðis spari-
sjóðsbók, sem hann átti, frá út-
búi íltvegsbankans á Akureyri.
I þeirri bók hafði hann átt kr.
395.32 þ. 16. febr. 1938, en
þann dag tók hann kr. 394.00
út úr bókinni.
Innstæðan var þvi aðeins kr.
1.32, en þann 11. þ. riil falsaði
Þórður bókina þannig, áð í stað
úttektar við 16. febr. 1938 skrif-
aði hann innborgun og breytti
niðurstöðutölum bókarinnar í
samræmi við það. Var þá inn-
stæða eftir því kr. 789.32. Fór
Þórður síðan með bókina í Ut-
vegsbankann hér þ. 12. þ. m.
og tók úr henni kr. 400.00.
Þessi fölsun komst þó ekki
upp fyr en nokkru síðar, þegar
tilynning um hana kom frá Ak-
ureyri liingað suður.
Þórður var svo handtekinn
þann 12. þ. m. Hafði hann þá
verið duglegur við að eyða
fénu, þvi að hann hafði þa að-
eins í fórum sínum kr. 119.67.
Þórður Jónsson er 21 árs að
aldri, fæddur 26. okt. 1918. —
Honum mun ekki hafa verið
refsað áður, svo að mönnum
só kunnugt um það hér syðra.