Vísir


Vísir - 20.01.1940, Qupperneq 1

Vísir - 20.01.1940, Qupperneq 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rii itstjórnarskrifstof ur: UélagsprentsmiSjan (3. hæð). 30. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 16. tbl. Orustunni á Salla vígstöðvunum er ekki lokid enn. --®- Undanhald Rússa heldur áfram. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í mórgun. Webb Miller, fréttaritari United Press á vígstöðv- unum í Finnlandi, símar í morgun: Horfurnar á Sallavígstöðvunum hafa að undanförnu verið þær, að Finnum mundi takast að króa inni mikinn hluta hers þess, sem Rússar hafa sent á þessar vígstöðvar, til þess að halda áfram sókninni til Helsingjabotns, eftir að níunda rússneska hernum hafði mistekist þetta og beðið hinn herfilegasta ósigur. Það var til þess að komast hjá sömu örlögum, að hinn nýi her Rússa á þessum slóðum hefir hörfað undan, eins og eg sagði í fréttum mínum í gær, og sumstaðar yfir 50 km., og þetta undanhald er í rauninni ósigur, þótt ekki geti hann enn talist fullnaðarósigur. Undan- haldið þýðir, að Rússar verða að gefast upp við að sækja fram til Helsingjabotns í bráð, og það er Finnum afar mikils virði. Rússar berjast nú í örvænt- ingu, því að þeir óttast, að ör- lög þéirra verði hin sömu og fyrri herfylkja Rússa þarna. Á vígstöðvum þessum er verið að knýja fram úrslit, sem munu hafa mikilvæg áhrif á allan gang stjTjaldarinnar eftir þetta. Leggja Finnar hið mesta kapp á að knýja fram úrslitin og nota sér það eins og þeir geta, að þeir eru landslagi betur kunnir en Rússar og ráðast stöð- ugt á þá á undanhaldinu, þegar þeir síst eiga þess von. Sam- gönguleiðir Rússa eru nú í stöð- ugri hættu. Á öðrum vígstöðvum er lítið barist. Loftárásir hafa verið gerðar í finskar borgir, en manntjón var lítið, Kviknaði í allmörgum húsum. Það vekur mikla athygli, hversu lítið Rússum verður á- gengt í lofthernaði sínum á finskar borgir undangengin dægur, miðað við það, hversu mikinn flugvélafjölda þeir nota í þessum árásum. Finnar hafa skotið niður a. m. k. 11 rúss- neskar flugvélar undangengna 3 daga. Loftvarnir Helsingfors eru að komast í stöðugt betra horf og flugvélar Rússa hætta sér ekki inn yfir borgina. Það er alveg greinilegt, að Finnar eru að eflast lofthernaðarlega, og að það er farið að muna um þá hjálp, sem þeim berst erlendis frá, flugher þeirra og útbúnaði • hans til eflingar. Sænskir flug- menn eru nú famir að berjast með. finska hernum. NRP—FB. FRANCO HEFIR EKKI SENT PÁFA ORÐSENDINGU YIÐ- YlKJANDI KOMMtNISMAN- UM. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkismálaráðherra Spánar segir í símfregn frá Madrid í morgun, hefir Franco ekki sent páfa neina orðsendingu viðvikj- andi viðleitni hans til þess að hindra það, að kommúnisminn hreiðist ut um álfuna. Þýskt herlið í Galiziu. Rússar gátu ekki annast her- gagnaflutning þaðan til Þýska- lands. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Frá Budapest er símað, að ýmsar fregnir liafi borist um að þýskt herlið sé komið til þess liluta Póllands, sem Rúss- ar liertóku. í Budapest er talið, að herlið þetta liafi verið sent þangað til þess að flytja heim til Þýskalands þann liluta her- gagnabirgða Póllands, sem var í þessum hluta landsins, og samkomulag hafði náðst um við Rússa, að þeir ætti að fá. Það er tekið fram, að orsök þess að þýskt herlið hafi verið sent þessara erinda til austur- hluta Póllands, sé sú, að Rúss- ar geti ekki annað flutningun- um sjálfir eins og i upphafi var til ætlast, því að flutningakerfi þeirra er alt í megnasta ólagi. ------— ■ ------------- Strangara eftirlit með nauðsynjum í Póllandi. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregnir frá Varsjá lierma, að komið hafi verið á strangara . eftirliti með matvælum og út- hlutun þeirra i þeim hluta Pól- lands, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu. Þýsku yfirvöldin í Póllandi taka ákvarðanir um verðlag matvælanna. -----—«mMrw—.—------ PENINGAGJAFIR HANDA FINNUM. Mikið af gjöfurn berst stöð- ■ ugt til finsku sendisveitarinnar | í Oslo. Seinustu daga 200.000 ; kr., þar af 100.000 kr. frá Fé- ' lagi atvinnurekenda í pappirs- iðnaðinum. NRP—FB. Friðarviðleitni Roesevelts og páfans. London í morgun. Einkaslceyli frá United Press. Hans heilagleiki páfinn hefir sent Roosevelt forseta orðsend- ingu og látið í Ijós ánægju sína yfir viðleitni hans til þess að vinna fyrir friðinn. Telur páfi þetta sanna, að voldug öfl beggja megin hafsins, í liinum gamla og nýja heimi, vilji vinna í þágu friðarins og sameinuð gæti þessi öfl orkað miklu, til þess að uppræta ágengnina og koma á varanlegum friði. Páfi játar, að það sé gífurleg- um erfiðleikum bundið, að koma á friði, en vinir friðarins megi ekki gefast upp, þeir verða að láta sér skiljast, að þó að lítil von sé um að takast megi að koma á friði, sé það vegna þess, að styrjaldaraðilar hafa ekki breytt afstöðu sinni, en þar fyrir verði að halda áfram að gera alt, sem unt er, til þess að friðurinn komist á sem fyrst. Grár fyrir járnum - - 30 PUND. — Sumir þýsku hermánnanna, sem eru í fremstu skotgröfunum hera svona brynplötur á brjostinu og aluminiumplötur á hakinu. Þessar „hrynjur“ vega 30 pund og hermennimir eru fluttir til og frá á vörubílum. Harðasti einangranar- sinni U. S. JL látinn. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Frá Washington er símað, að William E. Borah, öldunga- deildarþingmaður fyrir Idaho- fylki, hafi látist í gær. Fékk hann heilablóðfall, eftir að hafa hlotið byltu. William Edgar Borah hafði aðeins eina opinbera stöðu, — hann var þingmaður frá því 15. jan. 1907 — en varð einn af þektustu mönnum Bandaríkj- anna. Hann var liarðvítugasti einangrunarsinni Bandaríkj- anna og því þektastur fyrir af- skifti sín af utanríkismálum. Borah fæddist 29. júní 1865 á bóndabæ nálægt borginni Fairfield í Illinois-flyki. Árið 1889 útskrifaðist liann úr laga- skóla Kansasfylkis og settist að í horginni Lyons í því fylki. Þar var liann þó aðeins í eitt ár og la,ngaði þá helst til að verða leikari. Þá lék hann t. d. í leik- riti eftir Shakespeare, en þess er ekki getið, hvemig honum hafi tekist. Árið 1891 settist Borah að í Boise, Ida., og bjó þar æ síðan. Árið 1895 kvæntist hann dóttur fylkisstjórans, Mamie O’Conn- ell. Hann bauð sig fyrst fram til öldungadeildarinnar 1902, en féll. Fékk hann 22 kjörmanna atkv., en þurfti 26 til þess að komast að. En 15. jan. 1907 sigraði hann og var síðan altaf endurkosinn. Þegar heimsstyrjöldinni var lokið 1918 og Wilson forseti vildi að Bandaríkin gengi í Þjóðabandalagið, barðist Borah gegn því og sigraði, og það er einnig talið honum að þakka, að demokratar mistu völdin eftir ófriðinn. Það var Warren G. Harding, sem Borah barðist fyrir að yrði forseti og hann kom því einnig til leiðar, að Harding stefndi til afvopnunar- ráðstefnu árið 1921. Þegar Japanir réðust fyrst inn í Mansjúríu var álit Borah svo mikið, að hann fékk per- sónuleg tilmæli um að sjá svo um, að Mansjúría fengi hjálp, en af því varð þó ekki. Þött Borali hefði svona mikil áhrif á utanrikisstefnu þjóðar sinn- ar, fór liann aldrei utan nema einu sinni. Það var árið 1931, er liann fór í Evrópuferð. Eftirfarandi er talið lýsa skapferli hans mjög vel. Árið 1925 samþykti öldunadeildin að hækka laun meðlima sinna úr 7500 d. upp í 10 þús. doll- ara. En Borali, sem liafði verið endurkosinn í 3. sinn árið áður, taldi sig eklri geta tekið við þessari launahækkun, því að kjósendur lians liefði kosið hann fyrir 7500 dollara á ári. Hann endurgreiddi þvi altaf þessa 2500 dollara, sem launa- hækkunin nam og tók ekki við henni fyrri en hann liafði verið endurkosinn í 4. sinn árið 1930. Sundhöllin verSur lokuÖ dagana 22. til 28. þ. m., vegna hreingerningar og hins árlega eftirlits með vélum og tækj- um. En í dag og á morgun ver'ður opið eins og venjulega, og munu vafalaust margir baðgestir hagnýta sér það sem best. TEKINN TIL FANGA — EN ÁNÆGÐUR. Myndin er af finskum yfirforingja, sem er að yfirlieyra rúss- neskan hermann, sem hefir verið tekinn til fanga. Rússneski hermaðurinn er ánægður á svip og virðist ekki vera að harma örlög sín. Kannske er það tilhugsunin um að reykja vindling- ana, sem Finnar liafa gefið honum, sem seiðir hið ánægjulega bros fram á varir hans. Tveir dómar: 3000 kr. sekt fyr- ir leynivínsöiu. I gær var dæmdur Ólafur Kjartan Ólafsson, Skólavörðu- stíg 46, fyrir margítrekað brot á áfengislögunum. Ólafur var dæmdur í 3ja niánaða fangelsi og 3000 króna sekt. » Bíistfón svifíui: öku- leyH æfilangt. I gær kvað sakadómari upp dóm í máli Jóns Jónssonar, bil- stjóra, sem ók á Jón Erlendsson verkstjóra hjá Sláturfélagi Suð- urlands, inni lijá Tungu, og urðu þær afleiðingar af þessu slysi, að Jón Erle'ndsson lést sama dag. Bílstjórinn var dæmdur i 45 daga fangelsi og sviftur öku- leyfi æfilangt. Aðalfundur Nemenda- sambands Verslunar- skólans. Nemendasamband Verslunar- skóla Islands hélt aðalfund sinn í gærkveldi í Oddfellowhúsinu. Fundurinn var fjölsóttur og voru þessir kosnir í stjórn sam- bandsins: Konráð Gíslason for- seti, og var hann endurkosinn, Guðmundur Ófeigsson, Adolf Björnsson, Guðjón Einarsson og Haraldur Leonliarðsson. — Endurskoðendur samhandsins voru kosnir Engilbert Hafberg og Bergþór Þorvaldsson, en rit- nefndina skipa þeir Árni Óla blaðamaður, Hjálmar Blöndal og Óskar Gíslason. Á þessu ári verður Verslun- arskólinn 35 ára, tók til starfa um haustið 1905 og hefir á þessum árum orðið einna lang- fjölmehnasti framhaldsskóli landsins. Hefir Nemendasam- bandið ákveðið að minnast þessa afmælis á ýmsan hátt, m. a. nieð því að halda allsherjar nemendamót. Sambandið hefir samið spjaldskrá yfir nöfn allra, sem hafa úrskrifast úr skólanum og getur því hæglega náð til allra gamalla nemenda og safnað þeim til sameiginlegra átaka um að lialda liátíðlegt þetta af- mæli skóla síns. ------- Minkuar að verki? I fyrrakveld átti bóndinn í Melshúsum, fyrir sunnan Hafn- arfjörð 13 hæns. í gærmorgun, þegar hann kom út í hænsa- stíuna, voru aðeins 7 þeirra lif- andi. Af hinum var ekkert sjáan- legt nema fiðrið og blóð, sem sletst liafði upp um alla veggi. Taldi bóndinn strax, að hér hefði verið um mink að ræða, en hæsastían er i fjárhúsi, og að minkurinn myndi hafast við þar í fjárhúsinu eða í hlöðunni, sem er áföst því. Verða gerðar ráðstafanir til þess að ráða nið- urlögum minksins liið fyrsla. SKÍÐAFERÐIR. Þótt lítið hafi snjóað að und- anförnu er þó skíðafæri talið gott í Bláfjöllum og Skálafelli. Ármenningar fara í skiðaferð í kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 9. — K.R.-ingar fara einnig í tvær ferðir, kl. 8 í kveld og kl. 9 í fyiTamálið. Farseðlar fást i skrifstofu félagsins kl. 4—6 í dag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.