Vísir - 20.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 20.01.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR ÐAGBLAÐ Útjrefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Stxiðið og starfið. UNDANFARNA daga hafa verið meslu „frosthörkuraar“ á þessum vetri. Við höfum hlaup- ið blánefjuð húsa á milli, blásið í kaun og borið okkur hálfilla. „Frosthörkurnar“ hafa þó ekki verið meiri en það, að mælirinn hefir sýnt aðeins 5—8 stig. A sama tíma hefir verið 20—30 stiga frost víða i Norðurálfunni. I Norður-Noregi hefir frostið komist upp undir 50 stig og í gær var sagt frá því hér í blað- inu að á Sallavígstöðvunum í Finnlandi hefði verið mælt 55 stiga frost. Ef maður kæmi alt í einu úr kuldanum í nágranna- löndunum í „frosthörkurnar“ okkar væri viðbrigðin álíka mikil eins og þegar komið er utan úr hörkugaddi inn í fun- heitt herbergi. Manni kemnr til hugar sagan af Norðmannin- um, sem sagði við Danann, sem sýndi honum Himmelbjerget: Det kalder vi Dale i Norge! — Hver sem kæmi hingað úr kuld- anum á meginlandi Evrópu gæti á sama hátt sagt: Þetta köllum við hláku hjá okkur! Þó okkur sjálfum hafi þótþ nepjan sár suma daga, hafa aðrar þjóðir haft fullomna á- stæðu til þess að öfunda okkur af hlýindunum. En erum við ekki öfundsverðir í fleiri efn- um? Frá þvi var sagt alveg ný- lega, að í friðsömum smábæ á Noregsströnd hefði fólkið alt í einu orðið skelfingu lostið við eimblástur skips, sem var í háska slatt. Fólkið bjóst við loftárás. Jafnvel í Noregi hefir styrjöldin orkað svo á taugar manna, að búist er við hinu versta, ef óvæntur eimblástur heyrist. Fram að þessu höfum við ekki haft mikið af striðinu að segja. Þótt samgöngur til út- landa séu hætlumeiri nú en á friðartíma, er þó forsjóninni fyrir að þakka, að ennþá hefir engu íslensku skipi hlekst á vegna stríðsins. Yið fáum held- ur minna af kaffi og sykri, held- ur minna af kornvöru. Aðrar þjóðir flestar verða að sætta sig við miklu víðtækara skömtulag. En ofan á þessi smávægilegu ó- þægindi bætist svo hjá þeim alt það sem máli skiflir: óttinn og skelfingin, nætur og daga. Erfiðleikar okkar vegna styrjaldarinnar eru hreinustu smámunir, þegar miðað er við aðrar þjóðir Norðurálfunnar. Það væri blátt áfram löður- mannlegt af okkur að vera með kveinstafi. Á friðartimum er okkur gjarnt að kvarta yfir ein- angruninni frá umheiminum. Á striðstímum er einangrunin okkar mesta blessun. Margir búast við þvi, að tíð- indasamara verði brátt meðal höfuðstyrjaldaraðiljanna, en verið hefir að undanförnu. „Sóknin mikla“ er ennþá ekki hafin. Þá getur vel svo farið ' að engu verði þyrmt. Við vitum ekki fremur en aðrar þjóðir, hver örlög okkar bíða. En svo DAGSBRUNARKOSNINGIN: Atkvæði verða talin i dag og úrsUt tilkyot á inorgUD. ll^ðiiisi tfelsir §ig: eiga íOO alkv. af 1.3SMS. $em greitld voru. Adrir komBsieiiBÍistar treysta ekki á fjilsið. Dagsbrúnarkosningunni lauk kl. 11 í gærkvöldi, og höfðu þá kosið 1396 félagsmenn af 1730, sem á kjörskrá voru. Verða at- kvæði talin í dag, en samkvæmt félagssamþyktum verða úrslit- in ekki gerð kunn fyr en á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður á morgun. Ekkert verður sagt með vissu um úrslit kosninganna, en ef dæma mætti eftir úrslitunum í stjórnarkosningunum 1939 ættu lýðræðisflokkarnir að hafa sigrað. Þá neyttu atkvæðisrétt- ar 1495 félagar, og féllu at- kvæði sem hér greinir: A-listi, kommúnistar, fékk 659 atkv., B-listi, Alþýðuflokkurinn, 408 atkv., og C-Iisli, Sjálfstæðis- flokkurinn, 428 atkv. Lýðræðis- flokkarnir höfðu því hátt á ann- að hundrað alkvæði sameigin- lega umfram kommúnistana, en frá því er þessar kosningar fóru fram, Iiafa miklar breyt- ingar orðið á félagatali Dags- brúnar, með því að kommún- istar liafa að sögn notað að- stöðu sína til þess að útrýma Alþýðuflokksmönnum úr félag- inu, en safna sínu liði þangað inn i slaðinn. Má því ætla, að allmildl breyting liafi orðið á flokkaskipun innan félagsins frá því í fyrra, og ekki er ó- sennilegt að kommúnistar liafi á þennan hátt trygt sér meiri- hluta við þessar kosningar. Lýðræðisflokkarnir hafa unn-, ið af miklum dugnaði að kosn- ingunni, og liefir samvinna þedrra verið hin ákjósanlegasta, og þess er að vænta, að svo haldi áfram sem horfir í því efni. Fari svo að lýðræðisflokkarn- ir nái meiri hluta í Dagsbrún og skipi stjórnina á þessu ári, bíð- ur fjöldi verkefna úrlausnar, sem ekki er ástæða til að ræða að sinni fyr en séð verður hver úrslitin reynast. RÁÐSTEFNA ÞÝSKALANDS OG HLUTLAUSRA LANDA ÁFORMUÐ. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er búist við að Sví- þjóð, Noregur, Holland og Belg- ía fái bráðlega boð frá Berlín um að senda þangað fulltrúa á ráðstefnu, til þess að ræða sam- vinnu Þýskalands og hinna hlutlausu landa. — NRP—FB. "TX- g. mikið teljum við víst, að ekki verði breyting á högum okkar fyr en aðrar þjóðir, stærri og voldugri, hafa orðið að lúta of- urefli. Okkur er holt að hugleiða það, að um þessar mundir er- um við að flestu betur settir en aðrar þjóðir Norðurálfunnar. Við þurfum engu að fórna i hernað eða heriiaðarundirbún- ing. Við getum neytt allrar okk- ar orku til friðsamlegra nytja- starfa. Við eigum að sýna sama kapp í hinum friðsamlegu störf- um sem aðrar þjóðir í ófriðar- starfinu, sömu fórnfýsi og metnað. Með því móti rækjum við skyldur okkar við land og þjóð. Hljómleikar Hallgríms Helgasonar Það er altaf ánægjulegt að liitta fyrir unga menn, sem taka sjálfa sig og störf sín alvarlega. Hallgrímur Helgason virðist hafa sett sér það mark, að verða atkvæða tónskáld, og að því keppir hann ólrauður. Hann hefir þegar aflað sér mikillar og góðrar mentunar á sínu sviði og er auk þess duglegur hljóð- færaleikari, svo að skilyrði hans til tónsmíða virðast góð. Afköst Hallgríms, miðað við hinn stutta tíma, sem hann hefir gefið sig að tónsmíðum, eru geisimikil. Voru hljómleikar þessir sýnisliorn af verkum hans og mjög fjölbreyttir að formi, en sömu fjölhæfni gætir þó tæplega enn í verkunum sjálfum. Höfundurinn flutti sjálfur píanóverk sín, Utvarpskórinn, undir stjórn Páls Isólfssonar, 3 kórlög, strengjakvartett Kanon- iskar variationir, Einar Markan 6 einsöngslög og Bjöm Ólafs- son íslenska svitu. Undirleik allan annaðist höfundurinn, auk þess sem hann lék 2. fiðlu í kvartettinum. Það er að sjálfsögðu erfitt að dæma um hin stærri verk við fyrstu heyrn, en enn sem kom- ið er nýtur tónskáldið sin best í hinum smærri formum, og sér- staklega góð voru kórlögin. En einnig í E-dúr variationunum gætti djörfungar og glæsileika, sem spáir góðu uin framtíð liins unga tónskálds, sem enn á aðal þroskaár sín framundan. Hljómleikar þessir voru fróð- legir og ánægjulegir og munu áheyrendur kunna Hallgrimi þakkir fyrir viðkynninguna, jafnframt þvi sem þeir óska honum alls frama og góðs geng- is á tónlistarbrautinni. Er von- andi að landar hans fylgi þroskaferli hans með athygli. Ú. Þ, Hvar verður Einar Bcnediktsson jarðsettur? Því var hreyft í blöðum nýlega, að hatin verði grafinn á Þingvöll- um, og þar verði komi'ð upp graf- reit fyrir ágætismenn þjóðarinnar. Fer vel á því og sýnir þjóðlegan metnað og ræktarsemi, að búa önd- vegismönnum þjóðarinnar hvilureit þar, á helgum stað þjóðarinnar. — En væri þá ekki rétt að taka upp aftur hinn forna sið, og verpa hauga að þeim, sem þar verða jarðsettir, í stað þess að grafa þá í jörðu nið- ur? Eða t. d. meitla grafhvelfingu inn í vegg Almannagjár? Vill ekki Þingvallanefnd taka þetta til athug- unar? —• Verði bein Jónasar Hall- grímssonar flutt heim til íslands, yrðu þau að sjálfsögðu jarðsett á Þingvöllum með sama umbúnaði og E. B. V. Ó. SiggBi'ðiBB* Maggníssoai kegiBiari: Árni Þórarinsson fyrv. prófastur áttræður. Séra Ámi Þórarinsson frá Stóra-Hrauni er áttræður í dag. Hann er fæddur að Götu i Hrunamannahreppi í Árnes- sýslu 20. janúar 1860. Foreldr- ar hans voru: Þórarinn Árna- son og Ingunn Magnúsdóttir. Þau voru bæði af kunnu ágætis- fólki. Sex ára gamall misti Árni föður sinn og var liann þá tek- inn til fósturs að Miðfelli. Þar bjuggu þau Margrét móðursyst ir hans og Einar Magnússon. Sevtjón ára gamall fór Árni til móður sinnar, sem þá bjó í Reykjavík. Árið 1879 gekk hann í Lærða skólann, varð stúdent 1884. Hann útskrifaðist úr prestasltólanum 1886 og var sama ár veitt Miklaholtspresta- kall í Snæfellsnessprófasts- dæmi. Hann var vígður þangað í ágústmánuði 1886 og varð prestur þar í samfleylt 48 ár. Prófastur var hann síðustu 11 ár prestskapar síns. jHann lét af enibætti árið 1934, flutti þá til Reykjavikur og býr nú á Laugavegi 145. Árið 1894 kvæntist hann Elísabetu Sigurð- ardóttur frá Skógarnesi syðra. Þau hafa eignast 11 börn, sem öll eru uppkomin og mann- vænleg. Séra Árni bjó lengst á eignarjörð sinni, Stóra-Hrauni í Hnappadalssýslu. Heimili þeirra hjóna var jafnan marg- ment og frægt fyrir rausn og gestrisni. — Eg held næstum að af öllum bemskuminningum mínum verði minningin um séra Árna hugstæðust og glegst. — Hann kom á heimili mitt, sem var kirkjustaður, til messugerða. Auk þess kom hann jafnan, er hann átti leið um héraðið og gisti alloft. Eg hafði því betri aðstöðu til að kynnast honum og muna liann, en ef til vil aðr- ir jafnaldrar minir. Eg veit þó, að enda þótt myndin, sem eg geymi frá bernskudögunum af lionum, sé ef til vill skírari af þessum ástæðum, þá er það myndin, sem allir sáu og allir muna um hann frá því þeir voru unglingar í kirkjusóknum hans. —■ í björlu veðri þekturn við börnin séra Áraa í meiri fjarlægð en aðra menn. Væri hann einn á ferð reið hann liart og fór aðrar leiðir en venjulega voru laldar færar. Væru aðrir í fylgd með honum lötruðu hest- arnir letilega troðnar slóðir. Þá lá engum á. Umræðuefnin vora jafnan fleiri og lengri leiðun- um. — Þegar séra Árni var ltominn, fanst mér annar svip- ur færast yfir bæinn.Komu hans fylgdi annar blær, en allra ann- ara manna. Eg staðreyndi fljótt að þetta átti ekkert skylt við cmbætti hans. Aðrir prestar komu og fóru — alveg eins og aðrir menn. Kökurnar voru kannske fleiri tegunda með kaffinu og við börnin vorum venju fremur ámint um að vera prúð — annars gerðist ekkcyt óvenjulegt. Þeir komu og fóru, eins og bvex-jir aðrir gestir. — En með séra Árna var þessu annan veg farið, — jafnvel þótt hann hefði engan tíma haft til að skrifa ræðuna, fyrr en nokkurum mínútum áður en liann átti að flytja hana og ræki okkur krakkana út, til að geta á fáeinum mínútum lolcið henni —®þá breytti það engu — hann var kominn — ef til vill ætlaði hann að vera í nótt — ábyggilega myndi hann rabba við fólkið yfir kaffinu eftir Árni Þórarinsson. messu í dag — ef til vill ldapp- ar hann þér og segir: „Þú ert ágætur elskan mín, þó pabbi þinn segi að þú sér óþekkur“ — skyldi liann ekki segja ein- hverja óvenjulega skemtilega sögu í dag? Koma hans var við- burður i tilbreytingaleysi dag- anna — eiílhvað heillandi og hátíðleg. — Jafnvel í stórum gestahóp var liann eini gestur- inn — brennipunktur hinnar líðandi stundar — ekki vegna þess að hann var presturinn — heldur af því að það var hann. Eftir að eg varð fullorðinn hefi eg sannfærst um, að þetta var ekki vegna þess, að kirkju- gestirnir í Mildaholti væru lítil- mótlegri en annað fólk. Eg hefi hitt séra Árna í hópi binna lærð- ustu og gáfuðustu manna og alt- af hefir hannv.erið brennipunkt- ur liinnar líðandi stundai*, blátt áfram af því að hann virtist allra manna hæfastur til að leiða samræður og skýra hugð- arefni sin svo, að aðrir hefðu yndi á að lieyra. Fyrsti maðurinn, sem talaði við mig, eins og fuílorðinn mann var séra Árni. Eg verð að játa, að það jók sjálfstraust mitt og gerði mig kotroskinn að liann — presturinn — slcyldi virðast hafa ánægju af að tala við mig — smástrákinn. — Samvisku minnar vegna verð eg að játa ,að það gerði mig af- brýðissaman að verða þess var, að hann spjallaði líka við jafn- aldra mína, var sólginn í að ræða við gamalmenni, sem mér virtust gengin í barndóm og hlustaði á mál jafn óupp- byggilegra barna og yngri syst- kina minna. — Seinna rann upp fyrir mér ljós, sem brá birtu yfir það, sem mér var áð- ur hulið. Eg komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að séra Árni talaði við alla menn — unga og gamla —• allir gátu trúað hon- um fyrir einkamálum sínum — enginn var svo lítilmótlegur, að séra Árni þættist of góður til að tala við hann. Hann gerði eng- an greinarmun á ungum eða gömlum — ríkum eða fiátæk- um — að því er virtist. Mat hans á fólki laut öðrum lög- málum. Þegar eg stækkaði varð mér ljóst, að séra Árni er alþýð- legasli maðurinn, sem eg liefi hitt — í bestu merkingu þess orðs. Hann er ekki alþýðlegur til að vera óaðfinnanlegur — til þess að „fullnægja öllu rétt- læti“. — Nei, hann er alþýðleg- ur af þvi að það er eðli hans og lif. Kaupmaðurinn og niður- setningurinn voru í hans augum tvær manneskjur — skemtileg- ar eða leiðinlegar — góðar eða vondar — án tillits til hinnar þjóðfélagslegu afstöðu þeirra. Hann átti þor til að draga enga dul á, að það sem skifti mestu máli var, að fyrir augliti guðs væri hið umkomulau,sasta bg fátækasta sóknarbarn hans liinu mest metna, ef til vill þúsund sinnum réttlátara. —■ Alþýðleiki séraÁrna áef tilvill að einhverju leyti rót sína að rekja til þess, að hjá umkomulitlu alþýðu- fólki segist liann á fullorðins- árum hafa fundið liin æðstu sannindi — óbifanlega trú — og í þeim fræðum segist hann liafa fengið betri kennara á fá- tældegu sveitaheimili, en í hin- um vii-ðuglegustu kennslustof- um. Trú séra Árna er honum ekkert hégómamál — engar heimspekilegar bollaleggingar um vafasama hluti. Trú hans er staðreyndir, daglega staðfestar í dulrænni reynslu alþýðu allra tíma. Séra Ái-ni er að þvi Ieyti ólikur flestum prestum, sem eg hefi kynst að hann ræðir um trúmál, af því að trúmálin eru honum augljóst áhugamál, og enginn, sem þekkir hann getur Iátið sér til hugar koma, að hann hafi verið prestur vegna „brauðsins“. — Frá því eg var lítill drengur heima er mér hugstætt, hve oft eg sat uppi í rúmi, horfði á séra Árna ganga um gólf og lieyrði hann segja frá. Hann gekk livatlega um baðstofugólfið, með neftóbak milli góma vísifingurs og þum- alfingurs liægri handar, stað- næmdist við og við, horfði á á- heyrendurna gáfulegum gráum augum og talaði. Kjarni sög- unnar endurspeglaðist í svip- breytingunum á andlitinu. Hin hljómmikla rödd hans var þrúngin hinum ólíklegustu blæ- brigðum. Persónur sögunnar komu — spaugilegar eða alvar- legar — Ijóslifandi í frásögn hans. Eg sat hugfanginn og hlust- aði. — Þegar hann sagði sögur, sem gerst höfðu einhverntíma fvrir ævalöngu úti í hinum fjarlægustu löndum, og nefndi liin annarlegustu nöfn, og kunní skil á hinum undraverðustu hlutum, þá varð mér ljóst aS hann var fróðari en allir aðrir menn, sem eg hafði þekt. — Þegar eg lieyrði hann þylja ut- anbókar Ianga kafla úr íslend- ingasögurium, þá vissij eg að liann gat Iært alt — að hann var gáfaður. — Þegar hann hafði yfir kvæði, sem mér hafði ekki fundist neitt til um áður — þegar liann las það svo að eg táraðist — eða þegar hann sagði venjulega reimleikasögu, svo að kalt vatn hríslaðist niður bakið á mér og eg kippti fótunum frá binu skelfilega myrkri undir rúminu og brá þeim upp í birtu og öryggi sængurinnar, — þá vissi eg að hann sagði alt öðru- vísi frá en allir aðrir menn. — Eg hafði svo fátt til saman- burðar og eg hafði engan áhuga fyrir að meta þetta á sama hátt og nú. Eg naut þess eins og á- " hyggjulaus lítil börn njóta leik- fanganna og góða veðursins- Þetta var æfintýri — yndislegt æfintýri. Þess vegna ldakkaði eg til, þegar hann kom og þess vegna fanst mér svo tómlegt heima, þegar hann var farinn.. En æfintýri æskunnar eru stundum svo óraunhæf — svo f jarri veruleikanum. Hið rólega endurmat fullorðinsáranna — ísköld yfirvegun í deiglu reynsl- unnar, brýtur borgirnar og brennir spilunum — og þannig hafa auðvitað flest mín æfin- týri farið. — Æfintýrið um séra Árna er eitt af þeim fáu, sem flaug jafn heillandi út úr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.