Vísir - 25.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 25.01.1940, Blaðsíða 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. RLitstjórnarskrifstofur: Uélagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 34Ó0. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 25. janúar 1940. 20. tbl. ManntJ ón upp undir 20.000 i fiinm daga sókn 50 skriðtl rekar eyðila^ðir. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Webb Miller, fréttaritari United Press á víg- stöðvunum í Finnlandi, símar í morgun: — Rússar halda áfram sókn sinni f yrir norðan Ladogavatn. Það er mesta sókn þeirra síðan er styrj- oldin hófst og það er alveg vafalaust, að þeir tefla fram öllu því liði, sem þeir hafa getað flutt til vígstöðvanna, í von um að knýja fram úrslit — komast að Manner- heimvíggirðingRnum að norðanverðu frá, og slíta samgönguleiðir Finna þar, og þar með knýja hersveit- irnar, sem halda Mannerheimvíggirðingunum, til þess að gefast upp. Árásirnar á Mannerheimvíggirðingarnar að sunnanverðu frá hafa allar mishepnast og var þó ekkert til sparað, hvorki mannslíf eða hergögn? til þess að reyna að brjótast í gegn þar. Nú er reynt að fara aðra leið, svo sem segir hér að framan. Ennverður ekki með neinni vissu sagt hversu þeirri tilraun reiðir af ,en Rússar senda fram nýjar og nýjar herdeildir, studd- ar af skriðdrekum og flugvélum, en í dag, á fimta degi sóknar- innar, hefir aðstaðan ekki breyst Rússum í vil. Er það aðdáan- legt hversu Finnar nota sér varnarstöðu sína. Þeir hafa eyðilagt að meðaltali tíu skriðdreka fyrir Rússum dag hvem síðan er styrjöldin byrjaði og það er giskað á, að manntjón Rússa þessa daga, fallnir og særðir, nemi 15.000—20.000 manns. Það eru þegar farin að sjást merki þess, að Rússar neyðist til þess að draga úr sókninni, meðan þeir bíða eftir nýjum liðs- afla. Orðrómur gengur um, að ágreiningur sé milli rússneskra her- foringja um hversu haga skuli hemaðinum gegn Finnum. Sum- ir vildu bíða átekta um sinn, uns veður breyttist til batnaðar og mestu kuldamir væru um garð gengnir, en aðrir vildu reyna að knýja fram úrslit þegar, og studdi Stalin þá. Gremja Japana i garð Breta yax- andi. FINSKU SKIPI SÖKT. Rússar hafa sökt finska skip- inu Notung. Yar því sölct við Álandseyjar. Rússneskar flug- vélar gerðu árás á skipið, og er skipsmenn fóru í björgunarbát- ana, skutu flugmenn Rússa á þá af vélbyssum. Skipverjar komust þó heilu og höldnu í land. Rússar hafa teflt fram mjög miklu liði á vigstöðvunum fyrir norðan Ladogavatn og hafa miklu meira lið en Finnar og auk þess eru þeir betur birgir af hverskonar hergögnum. Þeir liafa teflt þarna fram miklu fótgönguliði, sem hefir notið stuðnings skriðdreka og árásar- flugvéla, en þrátt fyrir það hefir þeim hvergi tekist að brjóta mótspyrnu Finna á bak aftur. 1 bardögunum undanfarna tvo daga á þessum vígstöðvum hafa fallið af Iiði Rússa á annað þús- und menn. NRP—FB. MÖRG SÁR OG STÓR — SEG- IR HOLST PRÓFESSOR. Johan Holst prófessor, for- stöðumaður norska hjúkrunar- leiðangursins, sem kominn er til Finnlands, hefir skýrt frá því, að yfirleitt liafi finsku her- mennirnir, sem hann liefir haft til meðferðar, fengið mörg sár og stór og erfið viðfangs. Segist hann hvorki í þýskum sjúkra- húsum í Heimsstyrjöldinni eða í finska frelsisstriðinu hafa fengið jafnljót sár til með- ferðar. NRP—FB. Baretar missa tvö forystuskip tundur- spilladeildar í sömu viku. Einkaskeyti frá United Press. London i gær. Breska flotamálaráðuneytið hefir tilkynt, að tundurspillirinn Exmouth hafi farist á tundur- dufli eða verið skotinn í kaf með tundurskeyti. Engar fregnir hafa enn borist um, að nokkur skipsmanna hafi komist af, en þeir voru 175. Tundurspillirinn sökk við norðausturströnd Bretlands og er þetta fimti tundurspillirinn, sem Bret- ar missa í styrjöldinni, en þeir hafa nú mist tvö forystuskip tundurspilladeilda í sömu vik- unni, hvorttveggja tiltölulega ný skip. Er það og feikna tjón fyrir flotann, að missa svo marga menn og vel æfða. Ex- mouth var 1475 smálestir að stærð. NB. Skeyti þessu seinkaði vegna símatafa. Ár§ vÍEaiiiifi'iðiBr í Horegi.? Svar við dýrtíðaruppbótatil- lögum sáttasemjara Noregs Loridon í gær. Einkaskeyti frá United Press. Fregn frá Honolulu hermir, samkvæmt upplýsingum frá amerískum tollgæslumönnum þar, að Tautamaru, japanskt skip, eign Nippon Yusenkaisha, hafi verið stöðvað áf bresku lierskipi, milli Kaliforniu og Honolulu. Var aðeins spurt með merkjum um nafn skipsins og ákvörðunarstað, en því var þar næst leyft að fara leiðar sinnar. Japönsk blöð eru mjög gröm i garð Breta fyrir að hafa stöðv- að Assama Maru undan strönd- um Japan, og tekið þýsku sjó- mennina 21 sem á því voru. Japanir hafa sent Bretum mót- mæli og er svar Breta við orð- sendingu Japana væntanlegt næstu daga. NB. — Skeyti þessu seinkaði vegna símatafa. JAPANSKI FLOTINN REIÐU- BClNN, EF BRETAR STÖÐYA FLEIRI JAPÖNSK SKIP. Frá United Press i London barst eftirfarandi skeyti í morg- un: Talsmaður japanska flota- málaráðuneytisins hefir komist svo að orði, er hann svaraði fyrirspurnum blaðamanna um Assama Maru-málið, að jap- anska flotamálastjórnin liefði gert ráðstafanir til þess að slik- ir atburðir endurtaki sig ekki, eins og sá, er þýslcu sjómenn- irnir voru teknir úr höndum Japana og flutti til Hongkong. Ekki vildi embæltismaðurinn skýra nánara frá þessum ráð- stöfunum flotamálastjórnarinn- ar. Skipstjórinn á Assama Maru liefir verið setlur á biðlista, og mun það gert til þess að hann verði til staðar til yfirlieyrslu, en japanska stjórnin lætur fara fram rannsókn í málinu. Martha norska krón- prinsesan ílytur fyrsta útvarpsenndi sitt. Martan prónprinsessa Noregs mun á föstudag næstkomandi tala í útvarpið í fyrsta sinn um „Kvinners arbeidshjelp", en krónprinsessan er forseli þesas félagsskapar. NRP—FB. verður gefið á morgun með at- kvæðagreiðslu. Bíða menn ó- þreyjufullir úrslitanna. Er þess vænst að tillögurnar verði sam- þyktar en afleiðing þess yrði heils árs vinnufriður. NRP—FB. SUÐUR-FINNLAND. — Kortið sýnir (1) flotastöðina Hangö, sem leppstjóni landráða- mannsins Kuusinens i Terijoki hefir „afhent“ Rússum. Þá sjást einnig eyjaklasamir (2) sem sama „stjórn“ hefir selt Rússum í hendur. Punktalínan á Kyrjálaeiðinu (3) sýnir MannerheimJinuna, en Rússar sækja nú að henni lijá Ladogavatni og (4) sýnir Suojárvi, þar sem Rússar halda einnig ujipi sókn. »01íustríð« milli Finnlandsh jálpin: Breta og Rúmena Ðretar óttasi, að Þióðverjar fái aukið olíu- magn frá Rúmeníu. — Ungverjar óttast afleiðingar olíudeilunnar. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Deila sú, sem upp er komin milli Breta og Rúmena, um olíuflutning, vekur hina mestu athygli hvarvetna, og þykir auð- sýnt, að gerðar eru kröfur til Rúmena varðandi olíuútflutn., frá Þjóðverjum annarsvegar og Bandamönnum hinsvegar, sem Rúmenum er erfitt að verða Við þannig, að allir styrjaldaraðil- ar verði ánægðir. En deilur þessar gæti komist á það stig, að það væri hættulegt Rúmen- um, sem eins og öll smáríki álf- unnar leitast við að vernda hlutleysi sitt í lengstu lög. Það eru eins og stendur mikl- ir erfiðleikar á því, að koma rúmenskri olíu til Þýskalands, vegna þess, að Dóná er frosin, en járnbrautarsamgöngur milli Þýskalands og Rúmeníu (yfir rússneska hluta Póllands) voru komnar i ólag, og er sagt, að þýskar hersveitir hafi nú tekið í sínar hendur flutninga á járn- braut þessari, og eru þær frégn- ir þó ekki staðfestar. Hvað sem því líður er vist, að þýska stjórnin leitast við að fá sem mesta oliu frá Rúmeníu og greiða fyrir flutningi hennar. Nú er svo að sjá, sem Bretar hafi óttast, að Rúmenar kynni að verða um of tilslakanlegir við Þjóðverja, og þess vegna hefir breska stjórnin byrjað viðræður við rúmensku stjórn- ina um olíumálin. Er leidd at- hygli að því, að breskt fjár- magn stendur að baki margra rúmenskra oliufélaga, og er ekki ólíklegt, að Bretar krefj- ist þess, að framleiðsla þessara félaga fari ekki í hendur Þjóð- verja. Vegna bandalags sins við Bandamenn i Heimsstyrjöldinni og nána samvinnu við þá sið- an, er og búist við, að Rúmen- ar vildi heldur þóknast þeim en Þjóðverjum, en hitt er svo ann- að mál, livort þeir óttast Þjóð- verja og láta af þeim sökum undan þeirra kröfum. Hvergi er þessi olíustríði fylgt af meiri áhuga en i Ungverja- landi, nágrannaríld Rúmeníu. Ungverjar virðast óttast, að al- varleg deila sé á uppsiglingu milli Breta og Rúmena. En Ungverjum er það alls ekki að skapi, að Rúmenar slaki til við Þjóðv. Þeir líta nefnilega svo á að erfiðara verði að fá fram- gengt kröfunum um Transylv- aníu, ef nánari lengsli komast á milli Þýskalands og Rúmeníu — ef Rúmenar slaki til við Þjóðverja, kunni það að verða keypt um leið, að Þjóðverjar stuðli að þvi, að Rúmenar fái að halda Transylvaníu. HVERJAR ERU KRÖFUR ÞJÓÐVERJA? I skeyti frá United Press í London segir svo: Einn af æðstu embættis- mönnum liins nýja Olíuráðs Rúmeniu, segir í simfregn frá fréttaritara United Press í Bukarest, liefir borið til baka fregnir, sem birtar hafa verið í ýmsum löndum, að Þjóðverj- ar hafi farið fram á, að Rúmen- ar seldi þeim meira af olíu, en þeir liafa fengið til þessa. Um tilganginn með stofnun oliuráðsins sagði embættismað- ur þessi: Tilgangurinn er sá einvörðungu, að auka olíufram- leiðsluna. TIMES UM AFSTÖÐU BRESKU STJÓRNARINNAR. Times í London skýrir frá því, að breska stjórnin fylgist nákvæmlega með þvi, sem er að gerast í þessum málum, bæði frá fjárliagslegu og landvarna- sjónarmiði. Blaðið segir, að rúmenska stjórnin hafi fullviss- að breslcu stjórnina um það, að breskum hagsmunum í Rú- meníu sé engin hætta búin, vegna þeirrar breytingar, sem gerð hafi verið á stjórn oliu- málanna. Fatnaður og ann- að fyrir tæpa hálfa milj. marka Peningar og prjónafatnaður berst daglega til samskota Rauða Krossins og Norræna fé- lagsins. Þó berst þetta auðvitað ekki eins ört að og áður. Nú er verið að undirbúa sendingu til Finnlands og verð- ur liún 60 þús. kr. virði eða tæp- lega V2 miljónar finskra marka. í sendingu þessari, sem fer með fyrsta skipi til útlanda, verða sokkar i þúsundatali, fjöldinn allur af peysum og teppum, sútuð skinn og gærur. Hafa þessar vörur fengist fyrir mjög gott verð, síðan auglýst var að innkaup yrði gerð fyrir samskotaféð. Breikkun Tjarnargötu. Greinapgerð frá Skipulagsnefnd. Skipulagsnefndin liefir beðið blaðið fyrir eftirfarandi at- liugase'md um breikkun Tjarn- argölu, og sambandið til suð- urs úr miðbæ, að Skildinganesi. I Skipulagsnefnd eiga sæti þessir embættismenn rikisins: Geir G. Zoéga vegamálastjóri, Guðjón Samúelsson próf., húsa- meistari ríkisins og Emil Jóns- son vitamálastjóri. Vegna ummæla í dagblöðum bæjarins, þ. 24. þ. m., um breikkun Tjarnargötu, og breyt- ingu hennar í aðalumferðaræð til suðurs úr miðbæ, þykir Skipulagsnefndinni rétt að taka fram eftirfarandi: Samkvæmt skipulagslögun- um er framkvæmd slcipulags- málanna, undir yfirstjórn ráð- herra, í höndum Skipulags- nefndar. . Með lögum þessum er ákveð- ið, að Skipulagsnefnd geri skipulagsuppdrætti, sem lagðir eru fyrir bæjarstjórnir og breppsnefndir, en ráðherra síð- an staðfestir. Eftir að byrjað hefir verið að Frh. |á 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.