Vísir - 25.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 25.01.1940, Blaðsíða 2
Vðí S IR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. *smszmAwuamij. if im ... «n——i—■— Kosninga- draumur Jónasar Jónssonar. EINS og nú horfir má búast við því, að verð á síld og eildarafurðum verði næsla sumar miklu hærra en að und- anförnu. Það er ekki óhugsandi, að þessar verðhækkunarliorfur eigi sinn þátt í hinu siendur- tekna kosningatali Jónasar Jónssonar. Eftir kosningarnar 1937 kom það berlega í ljós, að Jónas telur það mjög undir síldinni komið, liver með stjórn fari í landinu. 1 góðum síldar- árum geti Framsókn farið hér með völd með tilstyrk sósíal- ista einna, en ef afrakstur síld- veiðanna sé rýr, geti verið nauð- synlegt að biðja sjálfstæðis- menn að taka í taumana. Að dómi Jónasar á stjórnin í land- inu að velta á úrslitaatkvæði hennar hátignar, sildarinnar. Það má þess vegna vel segja að hann sé stærsti síldarspekúlant- inn á landinu. Nú dreymir vit- anlega alla síldarspekúlanta stóra drauma í sambandi við vertíðina í sumar. Hvi skyldi þá liinn stærsta þeirra ekki einnig dreyma? En það liefir löngum reynst svo, að sumar síldarspekula- tionir“ hafa orðið „feilspekula- tionir“. Og það er engan veginn vist að þessi kosninga-spekula- tion Jónasar sé eins upplögð og hann heldur. Yið kosningarnar 1937 fékk Alþýðuflokkurinn 8 þingmenn kosna. F ramsóknarf lokkurinn fékk 19 þingmenn. Þannig höfðu þessir tveir flokkar sam- eiginlega 27 þingmenn af 49, sem á þingi sitja. Með þessum liðstyrk fengu þeir meiri hluta í báðum deildum Alþingis, þótt knappur væri. Nú hefir þetta breyst. Héðinn Valdimarsson fór úr Alþýðuflokknum. Og eftir kosninguna í Austur- Skaftafellssýslu hefir Fram- sókn að eins 18 þingmenn. Hinir gömlu samherjar hafa þess vegna samanlagt ekki nema 25 þingmenn af 49. Með þeim liðs- afla geta þeir ekki haft meiri hluta nema í annari deild þings- ins. Hvaða líkindi eru til þess, að nýjar kosningar hefðu þær breytingar í för með sér, að Framsókn og Alþýðuflokkur- inn fengi meiri hluta í báðum deildum og gætu þannig mynd- að þingræðislega stjórn, án til- styrks annara? Við burtför Héð- ins Valdimarssonar misti Ak þýðuflokkurinn mikið af liði sínu. í fyrra var talið að flokk- urinn hefði klofnað í tvent. Síð- an hefir ekkert komið í Ijós, sem bendi til þess, að flokkur- inn hafi unnið á til muna. Þess vegna bendir alt til þess að Al- þýðuflokkurinn muni ekki að svo stöddu verða liðfleiri á þingi, heldur þvert á móti. Nú er það vitanlegt að sumir af þingmönnum Framsóknar- flokksins komust að fyrir til- stilli kommúnista við síðustu kosningar. Kommúnistar héldu þvi fram, að þeir hefðu ráðið úrslitum í 7 kjördæmum. Þótt þetta sé sennilega of djúpt tekið í árinni, þá fer ekki hjá því, að á liðveislu kommúnista velta nokkur þingsæti Framsóknar. í þessu ljósi verður ekki séð, að nýjar kosningar geti trygt Framsóknar- og Alþýðuflokkn- um sameiginlega þingræðis- legan meirihluta. Ef Jónas Jóns- son fengi því framgengt, að kosningar yrðu í vor eru engin líkindi til að hinir gömlu sam- herjar gætu haldið liðstyrk sin- um á þingi óskertuhi, livað þá heldur aukið hann. Það er þess vegna ekki trúlegt, að Fram- sóknarflokkurinn kæri sig neitt um kosningar, nema að fyrir- fram sé trygt samkomulag við bandamennina frá síðustu kosn- ingum, kommúnistana. Ekkert liggur fyrir um það, að Jónas Jónsson hafi enn þá gert haridalag við kommúnista. En það eru engin líkindi til að liann vilji knýja fram kosning- ar upp úr þurru fyr en það bandalag er komið í kring. Þess vegna er engin ástæða að svo stöddu að ldppa sér mikið upp við hið endurtelcna kosn- ingahjal Jónasar, jafnvel þótt horfurnar um síldarverðið séu björgulegar. a BREIKKUN TJARNARGÖTU. Frh. af 1. bls. vinna að skipulagi einhvers staðar, má engar breytingar eða framkvæmdir gera, nema að fengnu samþykki Skipulags- nefndar og ráðherra. Fyrir nokkru síðan voru bæj- arráði Reykjavíkur sendar til- lögur um skipulag Grjótaþorps- ins í Reykjavík, sem gerðar liöfðu verið á teiknistofu nefnd- arinnar. — I tillögum þessum fólst sú niðurstaða nefndarinn- ar, að aðalumferðaræð til suðurs úr miðbæ, skyldi liggja um Suð- urgötu en ekki um Tjarnargötu. Ástæðan til þess var fyrst og fremst sú, að nefndinni þótti sjálfsagt að ve'rnda Tjarnargötu sem mest fyrir mikilli umferð vagna úr miðhæ, enda fengist um Suðurgötu hagkvæmara samband við miðbæ og hafn- arsvæðið. Skipulagsnefndin hefir hugs- að sér, að Tjarnargata verði i framtíðinni friðsöm braut, með brasbelti, breiðum gangstígum og trjágróðri, en að henni verði forðað frá vöruvagnaumferð og strætisvögnum, sem óhjá- kvæmilega hlyti að rýra fegurð- arverðmæti þessa staðar. Þar sem Tjarnargötu sleppir, taka við lóðir Háskólans, sem eiga að fylgja honum til gagns fyrir stúdenta, og prýði fyrir skólann, — en hinsvegar eru skemtigarðar bæjarins í Vatns- mýri og við suðurenda Tjarn- arinnar. Væri mjög óviðeigandi að skera þetta hverfi í sundur með breiðri umferðaræð, sem aðallega mundi notuð til þunga- flutnings. Tilefnið til þess, að Skipu- lagsnefnd lætur uppi þetta framanskráð álit sitt, er sú full- yrðing í dagblöðunum, að á- kveðið hafi verið, að aðalæðin úr miðbæ skuli liggja eftir Tjarnargötu til suðurs. Bæjarráð hefir till. Skipu- lagsnefndar þessu varðandi til meðferðar, og mun ekki hafa tekið neina afstöðu til þeirra enn sem komið er, en vísað málinu til umsagnar bæjarverk- fræðings. Tregvr afli ér nú á miðunum. Réru allir bát- ar frá Hafnarfirði í gær, en öfluðu lítið. Er fiskurinn seldur í togara. Einn nýr bátur hefir enn komið til Hafnarfjarðar og verður gerður út þaðan í vetur. Er það mb. Snæfell frá Stapa. Nýr bæjarstjóri kosinn á ísafirði. Sfaðan var ekki auglýst til umsókhar. Jens Hólmgeirsson bæjarstjóri á ísafirði hefir nú fyrir nokkr- um dögum sagt upp starfi sínu hjá bæjarfélaginu, og gerði hann það með tveggja daga fyrirvara. Hefir heyrst að hann taki sæti í nefnd þeirri, sem ríkisstjómin skipar samkvæmt bráðabirgðaákvæðum framfærslulöggjafarinnar, og hafa á með höndum framkvæmdir og ráðstafanir til framleiðsluböta og atvinnuaukningar undir stjórn ráðherra. Fátækralöggjöfin hefir þó énn ekki hlotið konungsstað- festingu, og er seianilegt að það dragist enn um hálfan mánuð vegna óhenturgra ferða, og verð- ur nefnd þessi því að sjálf- sögðu ekki skipuð fyr ea lögin liafa öðlast gildi. Sjálfstæðismenn, sem sæti eiga í hæjarstjórn ísafjarðar, kröfðust þess, að hæjarstjóra- staðan yrði auglýst til umsókn- ar, en socialislar, sem hafa meiri hluta í bæjarstjórninni, feldu þá tillögu. Meirihlutaaðstöðu náðu soci- alistar með því móti, að full- trúi kommúnistaflokksins, sem sæti átti í hæjarstjórn, fluttist úr bænum, og tók þá varamað- ur þess flokks sæti hans. Nii nýlega sagði hann sig úrfloklcn- um og úrskurðaðiþáforseti hæj- arstjórnar, að varamaður Al- þýðuflokksins á listanum tæki sæti hans. Náði Alþýðuflokkur- inn þannig 5 atkv. af 9, sem í bæjarstjórn eru. Þessi meiri hluti kaus því næst nýjan bæj- arstjóra, og varð fyrir valinu Þorsleirin Sveinsson, ungur lög- fræðingur liér i bænum. Matt- hías Ásgeirsson hlaut hins veg- ar þrjú atkvæði sem hæjar- stjóri, en einn seðill var auður. í sambandi við hina ríkis- skipuðu nefnd, sem Jens Hólm- geirsson tekur væntanle'ga sæti í, skal þess getið, að þrír stærstu stjórnmálaflokkarnir munu tilnefna einn fulltrúa hver í nefndina. Hefir heyrst, að auk Jens muni þeir verða tilnefndir Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði og Sigurður Björnsson, fá- tækrafulltrúi í Reykjavík. Enii iBKn kmitt§3)pTiima ©gr líelgra Kr. Jónssoii, Helgi Kr. Jónsson skrifar grein í Vísi s. 1. þriðjudag, er hann nefnir „Knattspyrnan og nafnlaus höfundur“. Vafalaust hefið farið miklu betur á, að höfundur hefði kallað grein sína „Yfirklór Helga“, því sú fyrir- sögn myndi vera í bestu sam- ræmi við innihald hennar. Annars var greinin alls ekki nafnlaus, aðeins stytt fornafnið, og hefði Helgi kært sig um, gat hann hringt til Vísis og fengið nafn höfundarins. 1 grein minni í Vísi 13. jan, vék eg nokkurum hógværum orðum til Helga Kr. Jónssonar út af grein, sem hann skrifaði í Morgunblaðið 6. þ. m. og vakið hefir mikla óánægju meðal íþróttamanna, vegna ummæla, sem hann lætur þar falla um ensku knattspymumennina og þá um leið knattspyrnuíþrótt- ina. Þegar eg las grein Helga í Morgunblaðinu 6. þ. m., datt mér strax í hug að höfunur liefði verið eitthvað viðutan, er liann samdi hana, svo klaufaleg er grein hans á köflum. Helgi byrjar grein sína á að segja frá þvi, að honum varð gengið nið- ur á gömlu uppfyllinguna s. 1. vor og voiti þar fyrir margar þúsundir bæjarmanna (mikið ýkt), sem allir áttu að hafa verið að taka á móti ensku knattspyrnumönnunum. Með skipinu voru þó margir aðrir farþegar, og oft er mannmargt á uppfyllingunni þótt ekki sé verið að taka á móti erlendum gestum. Helgi, sem dvalið liefir í bænum fjöldamörg ár, skýrir síðan frá því, að þarna í öllum þúsundunum rekst hann af til- viljun á mann, sem hann heldur sig hafa séð einhverntíma áður og spyr hann hverju þessi mannfjöldi sæti og fær þær upp- lýsingar þar, að allur þessi ara- grúi, sem mest voru börn er komin voru af einhverri for- vitni, sé að taka á móti ensku knattspyrnumönnunum. Helgi fyllist nú vandlætingu yfir allri þessari ímynduðu viðhöfn, sem honum finst að óþörfu við höfð og talar um „ensku strákana“, sem séu bara flakkarar og geti ekkert annað en hlaupið með „bolta milli lappanna“. Seinna talar hann um „útlenda stráka, sem hlaupa og ærslast með bolta suður á velli“. Hann segist svo í grein sinni í Vísi hvergi hafa lagt dóm á knattspyrnuna og telur það nærri óskiljanlegt livernig eg komist, þó alveg réttilega, að þeirri niðurstöðu, að hann hafi ekkert vit á knattspyrnu og telur mig vilja hnekkja áliti lians á þeirri íþrótt(?). Merkilegur maður Helgi Kr. Jónsson. En saga hans er þó ekki nema hálfsögð enn þá. Síðar í grein- inni lýsir hann móttökum tog- ara, sem er að koma frá Eng- landi, og farast honum þar þannig orð: „Maður skyldi nú ætla, að allir góðir íslendingar væru þakklátir þessum mönn- um, og vildu fagna þeim er þeir koma úr slílcum svaðilförum.“ Þar voru að eins örfáir menn, sem vissu um svaðilfarir þessa togara, áður en hann kom heim. Helgi heldur síðan áfram. „Hvernig var svo umhorfs þegar þessir ótrauðu og vösku drengir komu? Hafði safnast mannfjöldi í þúsundatali niður á bryggjuna þar sem skipið lagðist að?“ Þessar hugleiðingar Helga eru nú til þess að kóróna allar aðrar firrur lians. Við eig- um um 20 togara, sem koma hingað í höfn á öllum tímum sólarhrings. Alþingi hefir f\TÍr noklairu gefið út bráðabirgða- lög, sem banna að gefa upplýs- ingar um ferðir íslenskra skipa að viðlögðum hiáum sektum. Vilanlega voru að eins nánustu ættingjar viðstaddir komu togarans. Manni dylst tæplega dóniur Helga og aðdróttanir til bæjarbúa, sem felst i orðunum „Maður skyldi nú ætla, að allir góðir lslendingar“ o. s. frv., en sem virðist bygður á hinum fá- ránlegustu forsendum. Eg býst við að flestum íslendingum sé vel ljóst, hvað þeir eiga sj6* * mönnum sínum mikið aO þakka, þótt jieir eigi, af eðli- legum ástæðum, geti komið þvi við að fjölmenna niður að höfn hvert skifti, er togari kemur að utan, enda líklega sjómönnun- um lítil þægð í slíku. Gretn Helga í Vísi ber það með sér að honum hefir verið bent á, hve fjarstæðar þessar hugleið- ingar hans voru, og liann gríp- ur þá sér til björgunar í hálm- stráið og segist hafa gert sam- líkinguna til þcss að sýna ó hve óviðeigandi hátt við tökurn á móti erlendum gestum al- ment, en ekki eins og pistill lians í Morgunbl. ber greinilega með sér, til að sýna iá hve óvið- eigandi hátt við tökum á mótí sjómönnum okkar. Svona ætlar Helgi Kr. Jónsson að reyna að „lensa“. Eini Ijósi punkturinn í grein hans í Morgunbl. er ]>ar sem hann ræðir um möguleika fyrir því, að hæstvirt rikia- stjórn, veiti sjómönnum undan- | þágu frá tolla- og innflutnings- lögunum. Hvað viðvíkur að öðru leyti hjali hans í Vísi, þá sé eg ekki ástæðu til þess að svara því. 17. janúar. Brandur Brynjólfsson. er miðstöð verðbréfavið- skiftanna. — íslenskar frímerkjabækur Frímerkjapakkar mikið úrval. Gisli Sigurbjörnss. Austurstræti 12, 1. hæð. CEIKnum RLLBKOnflR ILLUSTRflTIOIlíR, BÓKfl- KflPUR og flUGLÝSinGflR AÐALSTRÆTI 12 ÞJÓÐVERJAR DREKKA »STRAUMLÍNUKAFFI«. Það er skortur á kaffi í Þýskalandi, en þess í stað drekkur allur almenningur. „Ersatz“-kaffi. Það er framleitt úr 200 mis- munandi efnum, m. a. korni, hnetum, rótum o. s. frv. — Blaða- maður frá Hamhurger Fremdenblatl heimsótti verksmiðju eina, sem framleiddi „straumlínukaffið“, en svo nefna Þjóðverjar það, og fer lýsing hans á framleiðslunni hér á eftir. Kornkaffið er nefnt „straum- línukaffi“ vegna lögunarinnar á baununum. Meslu kaffivinum finst það e. t. v. ekki standa jafnfætis hinu venjulega kaffi, en húsmæðurnar okkar hafa þó náð svo mikilli leikni í að búa það til, að það er ágætlega drekkandi. Þar við bætist það svo, að malt- og korn-kaffi átti þegar áður fjölda áhangenda. Kaffibrenslurnar vinna stöðugt að því, — með nýjum blöndun- arhlutföllum og með því að bæta nýjum efnum í gerfikaff- ið, — að auka gæði þess og gera bragð þess sem líkast hinu raunverulega kaffi. Því að gerfikaffið á þáð sameiginlegt við það, að það er aldrei ein- ungis ein tegund borin á borð, heldur blanda af tveim eða fleiri tegundum. Fyrir utan rúg og bygg, er notaður fjöldi jurtaefna við framleiðslu gerfikaffisins, svo sem flatbaunir, allskonar hnet- ur, jurtarætur ogj/nargt fleira. Maður einn, sem vinnur að þess- ari framleiðslu, safnaði eitt sinn saman sýnishornum af öll- um efnum, sem notuð eru, og þau voru alls 200 að tölu. Nokkurn hluta þeirra — m. a. ýms suðræn aldin — er nú jafn erfitt að fá og kaffibaunirnar, en í stað þeirra hafa fundist hráefni, sem geta næstum alveg komið í þeirra stað. Hvernig „kaffið“ 'verður til. 1 hrenslustöðinni við Wend- enstræti eru sekkirnir með riorninu dregnir upp á efstu hæð. Þar liefst ganga sú fyrir rúgnum og bygginu, sem endar með hinu fullgerða „kaffi“. Fyrst er kornið þvegið í stór- um kerum. Þvotturinn liefir þau áhrif að framleiðsuvaran verður miklum mun betri á bragðið. Þegar þvottinum lýkur er kornið þurkað með heitu lofti og sogast síðan Upp í korntunn- ur, en úr þeim fer það síðan í geyma, sem eru fyrir ofan brensluvélarnar. Þær eru mjög ólíkar þeim vélum, sem notaðar voru fyrir stríð. Kornið rennur inn í sí- valning, þar sem brenslan fer fram og er notast við gasloga. Um 120 kg. af korni er brent í einu og er það 220° C. lieitt loft, sem brennir ..kaffið“. Jafnframt er „hrært“ í korninu jafnt og þétt, til þess að það brúnist alt jafnmikið. — (Þegar kaffi er brent tekur það 10—12 mínút- ur, en kornið þarf hálfa aðra klukkustund). Þegar kornið er fullbrent er því helt á sldfu, sem er með ó- tal fínum götum. Skifan er lát- in snúast, en undir henni eru vélar, sem draga að sé loft í gegnum götin, til þess að kæla kornið í snatri. Þegar kæling- unni er lokið er „kaffið“ sett í sekki. Næsti áfangi er þá í myllun- um, þar sem kornið er vandlega inalað, til þess að það verði alt jafnt og þaðan fer það í hlönd- unarvélarnar, sem eru mjög haglega útbúnar. Láta þær al- veg rétt lilutföll í blönduna, svo að ekki verður meira af einu efninu en öðru. * .Kaffiilmur án ,kaffibauna. Úr blöndunarvélunum fer svo „kaffið“ til umbúðavélanna og rennur það inn i þær að of- anverðu. Þessar vélar vega ná- lcvæmlega hvað mikið á að fara ,í hvern poka, og framleiða jafn- fram pokana, sem kaffið á að ,fara í. Þegar kaffið er svo kom- ið í pokann lokar vélin pokan- (um og þá tekur mannshöndin (við og raðar þeim í kassa. Þrjár innpökkunarvélarnar í verk- smiðjunni afhenda 60—80 poka ,á mínútu. Unnið er allar klukkustundir sólarhringsins í ,þrem flokkum og aðeins liaft ,hlé á vinnunni þegar hreinsa þarf vélarnar, svo að menn geta gert sér í hugarlund, hversu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.