Vísir - 26.01.1940, Blaðsíða 1
o
Ritst jóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSQN.
Sími: 4578.
Rii itstjórnarskrif stof ur:
Félagsprenísmiðjan (3. hæð).
Af greiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGfcÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 26. janúar 1940.
21. tbl.
Það er barist nótt
og dag á Ladoga-
vígstöðvunum,
segir Weblí Uf iller.
Finnar heptaka 30
skriðdreka á 6
aogiim.
EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun.
WEBB MILLER símar frá Helsingfors í
morgun:
_____ Rússar halda áfram sókn sinni fyrir
norðaustan Ladogavatn, án þess nokkurt lát verði á.
Það er jafnvel barist að næturlagi. Jafnframt því, sem
Rússar reyna að sækja fram við Ladogavatn, til þess
að koma að Mannerheimvíggirðingunum að norðan-
verðu frá, gera þeir tilraun til nýrrar sóknar á víg-
stöðvunum í Mið-Finnlandi.
Markmið þeirra er að koma í veg f yrir, að
Finnar geti fengið nokkura hvíld, — þreyta
þá svo, að þeir lamist og gefist upp, og treysta
f Rússar á það, að þeir sjálfir geti teflt fram ó-
takmörkuðum mannafla í þessu skyni.
En hér kemur annað til greina, segir Webb Miller.
Finnar eru slyngir að haga sér þannig í vörn og sókn,
að spara mannslífin sem mest — list, sem rússneskir
herforingjar hafa ekki lagt neina stund á að iðka —
og auk þess standa Finnar allvel að vígi til þess að
skifta um lið á vígstöðvum sínum, því að járnbrauta-
kerfið að baki víggirðinga þeirra, svo og vegakerfið,
er þannig úr garð gert. En Rússar ráða að eins yfir
einni flutningaæð til Ladogavatns, þ. e. járnbrautinni
frá Leningrad.
Finnar hafa hertekið um 30 skriðdreka á Ladoga-
vígstöðvunum undanfarna 6 daga.
Þingrof og nýjar
kosningar í Kanada
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Sambandsstjórnin kanadiska hefir rofið þing og kom
þetta mönnum mjög á óvænt. — Þingiði kom saman í
^igær í Ottawa og er þingfundir höfðu staðið rúmlega 4 klst.
kvaddi McKenzie King forsætisráðherra sér hljóðs og tilkynti,
að ríkisstjórnin hefði komið sér saman um að leita traustsyfir-
lýsingar þjóðarinnar í allsherjar kosningum, sem fram færi á
yfirstandandi vetri svo snemma, að þær gæti verið um garð
gengnar, er bttast mætti við að til hinna mestu átaka kæmi á
vesturvígstöðvunum, eða áður en sóknin mikla, sem menn bú-
ast við þar, byrjar.
Það eru styrjaldarmálin, sem
hafa orðið orsök þess, að efnt
er til nýrra kosninga. Og það er
ekki andúð gegn stríðinu sem
veldur, heldur óánægjan yfir,
að sambandsstjórnin geri ekki
nóg til þess að hlutdeild Kan-
adamanna' i striðsundirbún-
ingnum geti orðið sem mest.
Það er einn af helstu stjórn-
arandstæðingum, Hepburn, sem
á fylkisþingi Ontario hefir bor-
ið fram þingsályktunartillögu,
þar sem gagnrýndar eru styrj-
aldar ráðstafanir og áform
sambandsstjónarinnar og henni
borið á brýn, að. hún fylgi slæ-
lega fram tekinni stefnu í styrj-
aldarmálunum.
Undir þessu vill McKenzie
King og stjórn hans ekki liggja
og leggur málið undir úrskurð
þjóðarinnar.
Það er búist við að sambands-
stjórnin sigri í kosningunum.
Þótt óánægjuraddir hafi heyrst
um að ekki sé nógu langt geng-
ið í stríðsundirbúningnum, eru
áform kanadisku stjórnarinnar
mikil og víðtæk. Kanadiskt her-
fylki er þegar komið til Eng-
lands og annað er verið að æfa
í Kanada og verður það einnig
sent til Englands, og þaðan til
vígslöðvanna. Þá tekur Kanada
mikinn þátt í að koma upp Al-
ríkisflughernum breska, sem
er æfður í Kanada. Stórkost-
leg hergagna- og flugvélasmíði
er hafin í Kanada í svo stórum
stíl, að menn eru farnir að tala
um, að Kanada verði i framtíð-
inni vopnabúr Bretaveldis. Mc-
Kenzie King mun ekki vera í
vafa um, að þjóðin telji.þann
skerf, sem Kanada leggur fram,
ilnrjir æskjo irey
iðá pýsk ítafsRo ui
sklltisiikMnliilii.
K.höfn í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Frá Rómaborg er símað, að
þýska ríkisstjórnin hafi sent
viðskiftasérfræðinginn Clodius
til Rómaborgar. Er hann ný-
kominn þangað. Ekki hefir enn
verið birt nein opinber tilkynn-
ing um erindi hans, en í Róma-
borg er talið, að hann eigi að
vinna að því, að koma á breyt-
ingum, sem Þjóðverjar óska
eftir, á þýsk-ítalska viðskifta-
samningnum.
Þýskalandi
ekki ívilnað
fremur en
oðrum —
segja Rúmenar nú.
K.höfn í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Heimsblöðin hafa í gær og
fyrradag rætt mjög mikið um
„olíustríðið' milli Breta og Rú-
mena, eða ágreining þann, sem
upp er kominn þeirra milli um
olíumálin.
Þykir margt benda til, að
Rúmenar sjái sér hyggilegast að
taka tillit til óska Bretlands, því
að samkvæmt seinustu fregn-
um frá Bukarest er það tekið
fram, að af stofnun oliuráðsins
leiði ekki neina breytingu á
stefnu stjórnarinnar í utanrík-
ismálum, hvorki varðandi við-
skifti eða annað, og ekki sé fyr-
irhugað að ívilna Þýskalandi
sérstaklega á nokkurn hátt.
Finnar fá lán í U.S.A,
Frá Washington er símað, að
bankamálanefnd öldungadeild-
ar þjóðþingsins hafi samþykt
að heimila að Finnar fái 100
miljón dollara lán til vöru-
kaujia í Bandaríkjunum, en það
er áskilið, að fyrir féð verði
ekkert keypt til hernaðarþarfa.
NRP—FB.
myndarlegan, og þegar hann
leitar til þjóðarinnar nú gerir
hann það að likindum með það
höfuðmarkmið fyrir augum, að
treysta aðstöðu stjórnarinnar til
frekari athafna og til þess að
þagga niður í andstæðingunum.
Kosningunum verður hraðað
sem verða má, segir fréttaritari
United Pre'ss i Ottawa, til þess
m. a. að annað kanadiska her-
fylkið, sem verið er að æfa í
Kanada, geti kosið áður en það
verður flutt til Englands.
Stjórnarandstæðingar á sami
bandsþinginu gerðu harða hríð
að King fyrir ákvörðunina um
þingrof og kosningar, og Mani-
on sagði, að nýjar kosningar
væri stórkostleg blekldngartil-
raun, en styrjaldaráform Kan-
ada væri skammarleg og
hörmuleg, og King væri alls
ekki til þess fær að vera for-
sætisráðherra landsins.
'¦.'^iiiáiiiiisi
1
FRÁ VÍGSTÖÐVUNUM 1 FINNLANDI.
Finskir hermenn hjá rússneskri flugvél sem hefir veríð skotin niður.
Weygrand faerfor-
ixagi í Afliks&t'a.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Weygand, yf irherf oringi
Bandamanna í hinum nálægu
Asíulöndum, er kominn til An-
kara, höfuðborgar Tyrklands,
til viðræðna við herforingja-
ráðið tyrknefska.
Evrópu-sendiherrar
Japana koma saman
á fund.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Frá Budapest er simað, að )
sendiherrar Japana í Evrópu- i
j löndum komi saman á fund í •
I Budapest á morgun til þess að i
; ræða ástand og horfur í Ev- >
rópu, einkanlega með tilliti til j
styrjaldarinnar og viðhorf Jap-
, ána tií Evrópumála.
Bifreið ekur á i
... . . . i
mann, en ekill-
inn hirðir ekki
um hann.
í morgun ók vöruflutninga-
bifreið á gangandi mann á
Kalkofnsveginum, en bifreiðar-
stjórinn hirti ekki um að hjálpa
manninum og ók burt í skyndi.
Maður sá er fyrir bifreiðinni
varð heitir Sigurður Jónsson,
verkamaður, og býr í Túngötu
42. Leiddi hann reiðhjól við
lilið sér. Vissi hann ekki fyrri
til, en bifreiðin ók aftan á hann
og kastaði honum í götuna.
Misti Sigurður þá meðvitund.
Eins og ofar getur ók bifreið-
in síðan burt i snatri, og sást
ekki hvaða númer hún hefir, en
maður, sem var þarna nær-
staddur, hefir gefið góða lýs-
ingu a henni. Verður þess því
vart langt að biða, að bifreiðar-
stjórinn náist.
Slys þetta skeði um kl. 7,15 í
morgun. — Sigurður Jónsson
mun ekki vera hættulega
meiddur.
Útför
Einars Benediktssonar
skálds.
Miflflfliíflflgfai'ðflílBÖfifliflfl í clag.
..rfrf-^BS. ;.:..>-.
Helgríma Einars skálds Benediktssonar.
i I dag kl. 2 hófst minningarathöfn, sem haldin var fyrir at-
beina ríkisstjórnar íslands yfir líkbörum Einars skálds Bene-
djiktssonar, en líkið verður flutt austur á Þingvöll á morgun
og jarðsett þar í hinum nýja grafreit, sem ætlaður er úrvals-
mönnum hinnar íslensku þjóðar.
Athöfninni í dag var háttað í meginatriðum svo sem hér seg-
ir: Kl. 1.50 síðd. lék Lúðrasveit Reykjavíkur sorgarmars á
Austurvelli, en kl. 2 var gengið í kirkju og lék Páll Isólfsson
á kirkjuorgelið. Þá voru sungin 6 erindi úr útfararsálminum
„Alt eins og blómstrið eína". Því næst talaði síra Ólafur Magn-
ússon í Arnarbæli, en hann var sambekkingur skáldsins og góð-
vinur. Þá var sunginn gullfallégur sálmur eftir Einar heitin
Benediktsson er hefst.á orðunum: „Hvað bindur vorn hug við
heimsins glaum". Að því loknu lék Björn Ólafsson fiðluleikari
lag eftir Bach og herra biskupinn yfir Islandi, Sigurgeir Sig-
urðsson flutti ræðu. Að lokum söng dómkirkjukórinn: Ö, guð
vors lands. Er kistan var borin úr kirkju lék Lúðrasveitin:
„Rís þú íslands unga merki".
í kirkjunni stóðu háskólastúdentar heiðm-svörð.
1 fyrramálið verður lík þjóðskáldsins flutt til Þingyalla og
jarðsett þar.
Gísli Skúlason prófastur vígir hinn nýja grafreit, en sóknar-
pjresturinn síra Hálfdán Helgasoh kastar rekunum.
ÖIlu því er fram fór við minningarathöfnina í dag var út-
varpað, og opinberum skrifstofum var lokað allan daginn. —
Minningargrein um Einar Benediktsson, eftir Pál Stein-
grímsson ritstjóra, birtist hér í blaðinu á morgun.