Vísir


Vísir - 27.01.1940, Qupperneq 3

Vísir - 27.01.1940, Qupperneq 3
Benediktssonar var fluttur af svölum Alþingis- liússins á gamiárskveld árið 1900 — sjálft alda- mótakveldið. Hinir kaflarnir (I. og III.) voru sungnir. Ivvæðið þótti afburðasnjalt og fagurt, og ýmsir þeir, sem um það liöfðu efast, að höfundurinn væri mikið og merkilegt skáld, komust nú á aðra-skoðun. Næstu daga var nafu Einars á hvers manns vörum. Lærðu sumir Ijóðaflokkinn frá upphafi til enda og kunna hann enn í dag. — Kvæðið er ágætt, en jafnast þó ekki á við það besta, sem eftir skáld- ið liggur. í kvæðaflokki þessum, einkum mið- þættinum, koma greinilega í Ijós ýmsar kenn- ingar höfundarins um „landsins gagn og nauð- synjar“, sem hann hafði að vísu ymprað á áð- ur, t. d. sú skoðun, að hér verði lítið að gagni gert, eins og sakir standi, landi og lýð til við- reisnar og hagsbóta, vegna féleysis þjóðarinnar og vankunnáltu. íslendingar verði að fá erlent fjármagn inn i landið, ef þeir vilji ekki una við sitt gamla „lúllum-bí“ á svæfli örbirgðarinnar. En þjóðinni sé vitanlega ekki að borgnara, þó að hún fái einhvern smá-slatta — fáeinar þús- undir. „Nei, stórfé! Hér dugar ei minna!“ Gull- ið er sá töfralykill sem opnar auðlindirnar. — „Þann lykil skal fsland á öldinni finna . .. . “ En höf. varar þjóðina alvarlega við því, að láta liið erlenda fjármagn ná tökum á sér. Það á að vera þjónn íslendinga, en ekki húsbóndi þeirra. Það er betra „að vanta brauð“, en að glata sjálfum sér. Hann vill efla listir og vis- indi og menta þjóðina sem best, en brýnir jafiy- framt fyrir henni, að vera geymin á forn verð- mæti. Yér óskum hér bóta við aldanna mót, en alt þó með gát og á þjóðlegri rót; með rækt við fortið og fótsporin þungu, sem fyrst liafa strítt yfir veglaust og grýtt. Og ennfremur: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt. . . Hann hvetur þjóðina til að varðveita feðra- tunguna — fegursta mál veraldarinnar: Án þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins, án ]>ess glatast metnaður. landsins. Skáldið biður hina nýju öld, sem nú hefjist, að lyfta þjóðinni upp í ljós memiingar, mann- dóms og guðstrúar: Öld! Kom sem bragur með lyftandi lag tog leiddu oss upp í þann sólbjarta dag. Láttu oss tómlæti’ í tilfinning snúa, d trú, sem er fær það, sem andinn ei nær .... i 1 • • • •'• •] Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem ) blekking, «é hjarta ei með, sem undir slær. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa. Þjóðin á að vera ung í anda, þakklát, er vel gengur, staðföst í mótlæti, sýna öllu lífi um- hyggju, miskunnsemi og kærleika. — Að lokum biður höfundurinn máttarvöld himinsins, að láta alt hið fagra, heilbrigða og sanna i fari þjóðarinnar hljóta mikinn vöxt og viðgang — láta hin góðu „frækorn lifna og dafna“. Glæddu í brjóstunum bróðemi og sátt, bræddu úr heiftinni kærleikans mátt. Hreinsaðu landið með heilnæmum anda, en horfðu í náð á alt kúgað og lágt. Ljómaðu í hjörtunum, ljóssins merki, hjá landslýð, hjiá valdsmanni’ og klerki. Þessar voru óskir skáldsins á liinum merku tímamótum — þegar 20. öldin gekk í garð. Það mun heldur óveujulegt, að út lcomi svo ágæt ljóðabók, að þar sé ekkert fánýtra kvæða. Hitt eru að líkindum einsdæmi, eða því sem næst, hvar sem leitað er, að sami höfundur sendi frá sér margar Ijóðabækur, sem þannig eru að heiman búnar, að segja megi með full- um sanni og réttum rökum, að þar sé hvert kvæði öðru betra. En þetta hefir Einar Bene- diktsson gert. 1 þrem bókum hans, Hafblikum, Hrönnum og Vogum, er í raun réttri ekkert annað en úrvalsljóð, að fáeinum undantekn- um. í fyrstu bók hans eru nokkur unaðs-fögur kvæði, eins og" áður er tekið fram, gáfuleg og glæsileg. En ])ai' eru líka kvæði, sem naumast verða talin merkileg, þó að einatt glitri þar við og við liugsanagullið og snildina. í Hvömm- .Ujm, síðustu bókinni, er allmikill þungi lagstur yfir skáldið. Hugsanirnar eru enn spaklegar að vísu, myndauðgin svipuð og áður gerðist og andagiftinni lílt aftur farið. En búningurinn er yfirleitt heldur lakari, tungutakið stirðara, frásögnin langdregnari, ládeyða á s.töku stað. Samt eru þarna nokkur mikil og ágæf kvæði, sem sem „Sunna“, „Stórisandur“, „Stakur strengur" o. fl. Einn af mörgum slcáldkostum Einars var sá, hversu vel honum lét að segja mikið í fám orðum, bregða snögglega á loft björtum kyndlum, sem lýstu víða vegu. Mér VÍSIR virðist honum takast þetta heldur miður sið- ustu ár skáld-ævinnar, enda var hann þá all- mjög tekinn að reskjast og bráð hrörnan í nánd. Það bar til á útivistar-árum bans hinum síðustu, að hann lá lengi þungt haldinn af blóð- eitran. Mun hann ekki hafa náð sér til neinn- ar hlítar eftir það. Það væri óðs manns æði, að ætla sér að gera sæmilega grein fyrir kveðskap Einars Bene- diktssonar í stuttu máli, enda verður þess ekki freistað hér. Þykir og líldegt, að margt verði um manninn og skáldið ritað næstu árin, jafn- vel heilar bækur. Hann átti vissulega fáa sína jafningja og var engum líkur. Skáldskapur hans mun um langan aldur verða íhugunarefni mentuðum mönnum, og liann mun ávalt verða talinn meðal glæsilegustu fulltrúa hins nor- ræna skáld-aðals. Æviferill lians um tuttugu ára skeið eða lengur er líkastur æfintýri. Og það ætla kunnugustu menn, að mjög hafi reynt iá vitsmuni hans og andlegt þrek þessi árin. En það sýnir eitt með öðru yfirburði hans, að samtímis því, sem hann stendur í margvíslegu, örðugu og þreytandi fésýslustríði í framandi löndum, skuli honum hafa auðnast, að gefa þjóð sinni suma hina fegurstu og dýrmætustu l.jóða-gimsteina, sem hún hefir nokkuru sinni eignast. Eg hefi stundum orðið þess var, að menn sem þektu ekki Einar Benediktsson, nema þá kannske af afspurn, og höfðu ekki lesið ljóð hans að neinu gagni, hafa lialdið því fram, að hann mundi ærið harður i lund, ónærgætinn og kaldur, og liklega alveg trúlaus. Eg ætla að þetta sé hin mesta fjarstæða. Ljóð hans bera því vitni, að hann hefir í raun réttri verið mjög tilfinninga-næmur, en liitt er satt, að liann bar ekki instu og dýpstu tilfinningar sinar á almannaleiðir. Hann setti ekki „hjartað á torgin“. Þá er það og yfir allan efa hafið, að hann var óvenjulega trúlmeigður maður. Hon- um þótti sem dauflegt mundi gerast og dimt í heimi, ef eigi væri vonað og trúað á betra lif og bjartara en það, sem mannkynið á við að búa á þessari jörð. Kemur trú lians á eilífa for- sjón víða fram í kvæðum hans og einatt mjög fagurlega. Hann skopast aldrei að hugmyndum manna um guðdóminn, né leitast við að draga úr von þeirra \un það, að þegar sigling þessa lífs sé lokið, muni „bjartara land fyrir stafni“. Honum nægir ekki „vonarsnauða viskan“, fremur en síra Matthíasi og öðrum stórmenn- um andans. Hann ber djúpa lotningu fyrir guð- dóminum og þráir að geta varið lifi sínu þann- ig, að það verði í samræmi við rödd hjartans og insta vilja, en flestum mun reynast nokkuð örðugt að ná því takmarki: Mín sál er svo þyrst á lifenda landi, þótt ljós allra heima bún drekld. Af jarðneskum hljóm seðst ekki minn andi. Eilífð, eg þjáist sem fangi i bandi. Tíbrá er frjáls, en mitt hjarta ber hlekki. Himnesku strengir, eg næ ykkur ekki. Menn eru dómfúsir og sumir þykjast betvi en aðrir. Þeir telja sér vísa sæluvist í himnaríki, en þykjast mega fullyrða, að náungi þeirra lendi já hinum neðri bygðum. Einar gat ekki fallist á því líkan hugsunarhátt, enda var þess ekki igð vænta. Hann spyr in. a.: Hver er að dómi æðsta góður — hver er hér smár og hver er stór? Og ennfremur: Hver er sem veit, nær knéin krjúpa við kirkjuskör, hvað guði er næst? Það keinur því miður oft fyrir í þessum beimi, eins og allir vita, að réttlætið fer lægrá og helgar tilfinningar manna eru troðnar undir fótum. En hrokinn veður uppi, heimskan og vonskan. Skáldið langar til að ylja þeim, sem búa við þjáningar ranglætis og ofbeldis, sætta þá við stundarharma og glæða vonir þeirra um það, að síðar muni birta til og batna: En mundu, þótt veröld sé hjartaliörð, þótt lirokinn sigri og rétturinn víki — hölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Sú hönd mun visna, sem til höggs er reidd gegn varnarlausum smælingjum. Drotliun alls- herjar lítur eklci með velþóknan á þessháttai’ „mikilmensku“. Einar Benediktsson er eitt hið andlegasta skákl þjóðarinnar og trúarskáld svo mikið, að fáir standa þar framar. Má svo að orði kveða, að sjálf uppistaðan í ljóðagerð hans — nálega allri — sé andlegs eðlis. Væri auðvelt að færa sönnur á það með tilvitnunum i kvæðin sjáíf, en þess gerist ekki þörf. í síðasta erindinu í síðustu bókinni (Hvömmum) birtist trúar- skoðun hans og er hún í fullu samræmi við það, sem fram hefir komið i ljóðum lians frá upp- hafi. Erindi þetta er að líkindum með því síð- asta, sem hann hefir kveðið. Það er svona: Hafknörinn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú þú og vak. Marmarans liöll er sem moldarhrúga. Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa, þó liafi þau ei yfir liöfði þak. Alt er einskis virði, nema lijartalagið. Guð lítur ekki á embætti eða valdatign, ekki á glæsi- leik eða veraldar-gengi — ekki á það, hvort mennirnir koma á fund lians úr höll eða lireysi, frá allsnægtum eða úr sárustu örbirgð. — Hann lítur einungis á liinn andlega manninn — og metur aldrei annað í heim, en auðmýkt og hjartans trúnað. Einar Benediktsson hefir sennilega verið mjög einmana sál og átt fáa alúðar-vini, síst til lengdar. Hann kann að hafa átt milda sök á því sjálfur. Eg veit ekkert um það. Þegar hann minnist á vini og vináttubönd, er eins og kenni nokkurs sársauka: En örlætið glatar frændsemd og fylgd. Fagna skal lióglega kynni og vinum. Svo slopult er margt i venslum og vild — vinnirðu einn, þá týnirðu hinum. Menn eiga að gæta tungu sinnar og tala var- lega, því að margir eru viðkvæmir og viða kunna að leynast illa gróin eða opin sár. Eitt einasta ógætilegt orð og hin minstu atvik geta haft þær afleiðingar, að ekki grói um heilt eða úr verði bætt: Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur i brjósti sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Það kemur viða i ljós i kvæðum lians, að liann þráir einlæga vináttu, samúð og kærleika. „Hljóðaklettar“ hergmála orð hans og verður það tilefni þess, að liann fer að hugleiða með sjálfum sér, livort nokkur muni aumlegar staddur en sá, sem þráir bergmál frá sál- um mannanna, en verður að vera án þess. En jafnframt rís önnur spurning, andstæða hinn- ar, um það, livort til muni í víðri veröld meiri og fullkonmari hamingja, en að vita sál sína búndna annari sál þeim heilögu böndum trygð- ar og kærleika, sem aldrei rofna, livað sem yfir dynur: Er nokkuð svo helsnautt i heimsins rann, sem lijarta, er aldrei neitt bergmál fann — og nokkuð svo sælt, sem tvær siálir á jörð samhljóma’ í böli og nauðum? Hann hlustar og fær ekki svar. „Svars er mér varnað“. Þá lyftir hann bæn sinni í hæð- irnar: Himinn, gefðu mér bergmálsins svar. Heyrðu mitt orð við hinn ysta mar í ódáins söngvanna löndum. Það er nálega ógerningur, að verjast þeirri hugsun, að Pundið, liið milda og merkilega kvæði, sé til orðið með hliðsjón af tilfinning- um og sálarliag höfundarins sjálfs. Kvæðið má heita samfeldur sorgar-óður um gæfuleysi og glataða ævi. Það lýsir þvílíku hyldýpi sorgar og andlegra nauða, að lengra niður í díki örvænt- ingarinnar verður naumast kafað. Málkunn- ingi Einars spurði hann að því einhverju sinni, hvérju það sætti, að hann kvæði svp: — „Mér leið illa, þegar eg hnoðaði þann leir“, svaraði skáldið. Kvæðið hefst á þessu forkunnar fagra, bjarta og glæsilega erindi: Sólbjarmans fang vefst um alt og alla; æska og fegurð á loftbránni hlær. Moldarundrið glitrar og grær. Gullbros af náð yfir jörðina falla. Með þagnandi ekka hafbrjóstið hnígur, er liiminsins blær lognhljóðum sporum af ströndunum stigur. Þessi glitrandi Ijómi er andstæða hins mikla örvæntingarsorta, sem yfir legst þegar í næsta erindi. Þegar líða tekur að kvæðislokum segir svo: Eitt ósvikið bros. Eitt blik af tári. Eitt blóðlcorn af trygð í hjartans reit. Einn vin í minninga múgans sveit. Nei, moldkaldur dofi í ólifs sári. Einn draum. Eina von, sem dregur á tálar. Nei, dauðaleit um liyldýpis auðnir öreiga sálar. I öðru stórmerku og ógleymanlegu kvæði, Einræðum Starkaðar, lætur skáldið gamlan mann rifja upp fyrir sjálfum sér nolckur „at- vik og þætti“ liðinnar ævi.Hefirhann víða far- ið, margt reynt og mörgu kynst, en kemur nú „fótsár af æfinnar eyðimörk“ og er þá ævidag- urinn mjög að kveldi kominn. Hann er spakur að viti, hinn aldni þulur, hefir orðið fyrir ýms- um vonbrigðum og hugurinn býr yfir sárum trega: Kirkjuathöfnin í gíer. - * Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál' í skotsilfri bruðla eg hjarta míns auði. Honum hefir ávalt liðið illa í ærslurii ög" hringiðu hins glaða, eggjandi lífs, kosið einveri- una og „hreysið“ með „rjáfrið lága“ heldur eii ,,hallarglaum“ og margmenni. Sanit liefir hann verið þar, sem gleðin reis hátt, og búið við alls nægtir. Þá hefir beygurinn komið og sest um kyrt hið innra með honum. Og lifið hefir smám saman kent honum þau sannindi, að „gícðin er heilust og dýpst við það smáa“. Margt hefír mistekist í lifi þessa manns, en sárast er þó hversu illa hann hefir varið ævideginum. Hann hefir vanrækt „æðsta verkið“, sem honum var ætlað að vinna, en eytt kröftum sínum meira og minna til ónýtis: Synduga hönd — þú varsí sigrandi sterk en sóaðir kröftum á smáu tökin; — að skiljast við ævinnar æðsta verk i annars hönd — það er dauðasökin., En engu verður um þokað, úr engu bætt» ekkert aftur tekið. í vitran eg sá alt lrið vélandi ráð — með viljann sem hikar, ef skin lians stjarna, með gleði, sem andast ef óskinni er náð, með augun á hisminu, blind á hvern k jama. Og dauðinn var kominn. Hann sat hjá hon- um, „blakkur og kaldur“. En stundum er leikið við léttari streng,. eink- um framan af ævi. Þá getur brugðið fyrir glampandi fögnuði yfir lifinu og tilverumvL Þetta erindi er þeirrar tegrindar: Minn hugur spannar himingeiminn.. Mitt lijarta telur stj örnusyeiminn,. sem dylur sig í heiðlofj hyl. Svo hátt og vítt mér finst eg skynja. Guðs veröld! Andans hlekkir lirynja sem lijónv við þetta geislaspil. Mér finst eg elska allan heiminn og enginn dauði vera til. Þegar líða tók á ævina, hefði 'skáldinu að lík- indurn ekki tekist að kveða af svo innilegum fögnuði. -—o— 1 grein þessari hefir ekki verið til þess hylst, að benda á þau kvæði Einars Benediktssonar, sem auðugust eru að fögrum lýsingum, myndauðgi og skrauti. Hitt hefir heldur fyrir mér vakað, að geta einhverra þeirra Ijóða, er lýsa honunv sjáífum að nokkuru eða skoðun- um hans, t. d. á þjóðmálum, að því leyti er þær koma fram í kvæðum frá yngri árum k(„Bréf i ljóðum“, „íslands ljóð“, „Aldamót”); og viðhorfi hans til andlegra málefna. Þeir, sem liugðu hann trúlausan og kaldrifjaðan og þess- ar línur kunna að lesa, munu komast að raun urn það af orðum hans sjálfs, senv birt eru á víð og dreif liér að framan, að þeir hafi farið villir vegar og „lifað i trú en ekki skoðunY Ætti þeir að eignast bækur hans og lesa vand- lega. Það er öllum gott, að kynnast verkum höfuðskálda. Og því betur sem nvenn kynnast kveðskap Einars, þess nvedri nvætur nvunu þeir lvafa á honunv. —o— Einar Benediktsson er höfðinginn nveðal ís- lenskra skálda. Hann vandaði kveðskap sinn og bar djúpa virðingu fyrir skáldköllun sinni, kvað ekki unv einskisverða hluti og sló aldrei „ódýran streng“. — Hann er ekki svifléttur í kveðskap á borð við hina mestu söngva svani þjóðarinnar, en vængstyrkari flestum og flýgur öllunv hærra. Páll Steingrímsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.