Vísir - 29.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 29.01.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSI DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sigurinn í Hafnarfirði Sjálfstæðisflokkurinn hefir tekið sér kjörorðið „stétt með stétt“. Hann berst ekki fyrir liagsm'unum neinnar ein- stakrar stéttar í þjóðfélaginu. Hann vill taka jafnt tillit til þeirra allra. Slikur flokkur verður að vera miklu víðsýnni en þeir flokkar, sem miða alla baráttu sína við hagsmuni ein- stakra stétta. Kommúnistar tóku sér lcjörorðið „stétt ge’gn stétt“. Þeir halda stéttabaráttunni fram af mestum ofsa. En þótt svo sé, þá fer fjarri því, að hin- ir stéttaflokkarnir hafi elcki einnig gert sig seka í, að ala á hverskonar ríg og hleypidóm- um innan þjóðfélagsins. Þeir liafa löngum hamrað á því, að Sjálfstæðisflokkurinn berðist aðeins fyrir hagsmunum stórat- vinnurekenda, útgerðarmanna og heildsala. I skjóli þessarar falskenningar hefir verið gerð- ur aðsúgur að þessum tveimur stéttum, fyrst útgerðarmönnun- um, síðan verslunarstéttinni. Ef takast mætti að lama þessar stéttir, mundi verða leikur einn að ráða niðurlögum Sjálfstæð- isflokksins. Þannig hefir her- ferðin verið hugsuð. Það hefir tekist bærilega að lama bæði út- gerðarmennina og verslunar- stéttina. En til þessa dags hefir samt ekki því höfuðtakmarki verið náð, að hnekkja Sjálf- stæðisflokknum. í baráttunni hefir það sem sé komið í ljós, svo berlega að ekki verður um vilst, að flokkurinn er ekki ein- ungis í orði, heldur einnig í verki, flokkur allra stétta þjóð- félagsins. Fleiri og fleiri úr þeim stéttum, sem talin hefir verið trú um, að ættu að vera á móti Sjálfstæðisflokknum af eðlisnauðsyn, hafa nú skipað sér undir merki hans. Verkamönnum liefir verið kent, að óbrúanlegt djúp væri staðfest milli þeirra og sjálf- stæðismanna. Atvinnurekend- urnir fylgdu sjálfstæðisstefn- unni og hagsmunir atvinnurek- enda og verkamanna gætu ald- rei fallið saman. Reynslan hefir afsannað þetta. Atvinnurekend- urnir hafa árum saman verið skattlagðir langt um fram getu. Fjöldi þeirra er að þrotum kominn. En liafa verkamenn- irnir verið nokkru bættari fyrir vikið? Nei, þvert á móti. Eftir þvi sem dregið hefir úr at- liafnamættinum, eftir því hefir þrengt meira og meira að hinni vinnandi stétt. Vinnufúsir verkamenn hafa hver um ann- an þveran mist atvinnu sina og orðið að segja sig til sveitar. Þannig hefir hin skammsýna og hleypidómafulla atvinnupólitik sem hér hefir verið rekin, bitn- að sárast á verkamönnunum sjálfum. Fleiri og fleiri verkamenn eru að komast til viðurkenn- ingar á þessu. Fyrir fáum ár- um gætti sjálfstæðismanna lít- ið innan verklýðssamtakanna. Nú vinna þeir hvern stórsigur- inn af öðrum. Fyrir þedrra til- stilli er búið að ná Dagsbrún undan yfirráðum kommúnista. Sjálfstæðismenn skipa nú meirihluta stjórnarinnar í stærsta verkalýðsfélagi lands- ins. Og þó bafa sjálfstæðis- verkamenn unnið enn stórfeld- ari sigra utan Reykjavíkur. I gær fór fram stjórnarkosn- ing í verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Úrslitin urðu þau að sjálfstæðismenn fengu lirein- an meirihluta. Svona er komið á þeim stað, sem notið hefir blessunar sósíalismans í fram- kvæmd um langt árabil. Þeir atburðir, sem nú gerast, sýna það að verkamenn hrinda sjálfir þeim rógi, sem hafður hefir verið í frammi um Sjálf- stæðisflokkinn. Þeir mundu ekki skipa sér undir merki hans, ef þeir tryðu því, að stefna lians færi í bág við liagsmuni verka- manna. Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt, að hagsmunir atvinnurekenda og verkamanna fara saman. Eftir því sem at- vinnureksturinn hefir gengið saman, eftir því hefir þrengt meira að verkamönnum. Það verður eftir þetta erfitt, að telja verkamönnum trú um, að það sé um að gera að þrengja kosti atvinnurekenda sem mest. Þeir hafa sjálfir mótmælt þeirri fals- kenningu. « -----------------—--- Rafmagnshilim. Óíag komst á rafmagnið í morgun, minkaði slraumurinn mjög- um tíma, en þetta lagaðisi aftur upp úr hádeginu. Vísir átti lal við rafmagns- stjóra rétt fyrir hádegið í dag. Var þá verið að rannsaka bil- unina, svo að hann gat ekki sagt frá því með vissu, liver hún var, en íaldi liklegt, að liér myndi vera um samskonar bil- un að ræða og í haust. Rilaði þá annar strengurinn frá Elliðaán- um, vegna þess að liann var höggvinn í sundur, meðan verið var að grafa fyrir hitaveitunni. Vonaðist rafmagnsstjóri til, að þetta myndi verða komið í lag eftir hádegið. Hvad a að vid ödm*la.xidsi5vik:a.iaa,i&a. ? \ Syo má brýna deigt járn að I bíti. íslendingar eru seinir til svars og oft Iengi að hugsa um ! h'vað gera skuli. En svo lengi i má hlaða glóðum að höfði ' þeim, að þolinmæðin bresti. — : Flestum hugsandi mönnum í | þessum bæ mun hafa þótt tími kominn til þess fyrir löngu, að með festu og alvöru væri tekið í tauminn með starfsemi hinna ! íslensku landráðamanna sem j kaila sig kommúnista. 1 Þeir hafa haldið uppi starf- j semi, sem hefir verið þjóðinni ! hætluleg og ósamboðin hverj- j um íslendingi. En tiltæki þeirra | fyrir nokkrum dögum um það ; að stofna hlutleysi landsins í j hættu með lognum fregnum ! um utanríkismálin,hefir gert þá i að stigamönnum í þjóðfélaginu. Þessir menn bera ekki virðingu fyrir neinu sem islenskt er. Þeir i eru blindir fyrir öllu þegnlegu j velsæmi. Þeim er ekkert lieil- agt, hvorki heimili, mannúð né drengskapur. Slikir menn eru vargar í véum hvers þjóðfélags og ættjörðin roðnar af blygðun yfir því að hafa fóstrað þá. Þeir þurfa að dvelja þar sem þjóðin er óhult fyrir árásarlöngun þedrra. Ilver einasti sannur íslend- ingur fyrirlítur starfsemi, hug- arfar og andlegan vesaldóm þessara manna. Flestir hafa lit- ið á þá sem föðurlandslausa en óskaðlega uppskafninga. En augu þjóðarinnar eru nú að opnast fyrir þvi að þeir geta verið stórskaðlegir á þeim við- sjártímum, sem nú standa yfir. Þess vegna hlýtur það að verða krafa þjóðarinnar, að starfsemi kommúnista sé stöðvuð, eins og hver önnur starfsemi sem er þjóðfélaginu hættuleg. Menn sætta sig ekki við það lengur að þeim haldist uppi allskonar svívirðingar um hið gildandi 1 þjóðskipulag og þær hugsjónir, 1 sem mönnum eru helgastar. Menn sætta sig ekki við það lengur að þeir geti óátalið af ríkisvaldinu teflt öryggi og frelsi landsins i hættu. Menn sælta sig ekki við það lengur, að lítill flokkur leiguþjóna, sem hafa verið keyptir lil þess að vinna á móti hagsmunum þjóð- ar sinnar, skuli geta lirækt í I andlit henni án þess að jörðin volgni undir fótum þeirra. En þetta verður ekki. þolað iengur. Ef ríkisvaldið tekur I ekki í taumana, þá verður þjóð- | in sjálf að gera það. Og hún hef- i ir nóg ráð til að hrinda af sér ósómanum. „Ilt tré og af illum sent“, sagði Grettir, þegar hann sá rót- artré það, sem með gerningum bafði verið sent honum og átti að verða honum að fjörtjóni. ís- lendingar gætu sagt eitthvað svipað um það tré, sem hingað hefir verið sent frá Rússlandi, til þess að festa hér rætur. Það er ilt og af illum sent og það skal aldrei festa hér rætur. Ef þjóðin þekti sinn vitjunartíma, þá mundi stormur réttlátrar reiði og djúprar andúðar upp- ræta og þyrla á brott þessum gróðri. Það er gróið í eðli íslendings- ins, að hafa samúð með þeim, sem er minni máttar. Ef til vill er þetta sprottið af því, hversu vér erum fáir og smáir og höf- um orðið að þola kúgun e;r- lends valds öld eftir öld. Hjá okkur er grunt til kvikunnar, þegar hugsað er til þeirra tíma. Og nú blæðir úr þeim gömlu sárum, þegar menn liugsa klökkir til lítillar frændþjóðar, se'm berst fyrir lífi sínu og frelsi gegn erlendu ofurefli. Sú sam- úð, sem hér hefir verið sýnd í hverri sveit og hverjum bæ á landinu, sýnir að íslenska blóð- ið er langminnugt á okið og ófrelsið. En lítill hópur landráða- manna, sem hefir fjárhagsleg- an hag af því, að draga taum ofbeldisins og grimdarinnar, ge'rist svikari við alt sem ís- lenskt er og þær hugsjónir, sem j hverjum íslendingi eru helgast- j ar. í þessum lióp er augunum ! lokað fyrir mannúð, þjóðerni , og almennu velsæmi. Þjóðin j hlýtur að blygðast sín fyrir að bafa slíka manntegund innan vébanda sinna. Fyrirlitning al- þjóðar er það eina, sem þeir verðskulda. Þeir eiga hvergi að j þolast í samfélagi góðra manna. Það er kominn tími til að þeim sé gert Ijóst, að þjóðin mun ekki láta sér nægja að fyr- ’ irlíta þá. Hún mun nú sjá um. að þeir verði ekki lengur hættu- legir sjálfstæði hennar og menningu. A Skömtunareeðlarnir: Úthlutun febrúarseðla hófst í dag. Úthlutun matarseðla í Reykja- vík fyrir febrúar fer fram dag- ana .29.—31. þ. m., Tryggva- götu 28. Afgreiðslutíminn er frá kl. 10 f. h. til kl. 6 e. h, lokað á milli tólf og eitt. Til leiðbeiningar vill skrif- stofan taka eftirfarandi fram: Framvegis, meðan öðruvísi verður ekki ákveðið, mun út- hlutun matvælaseðla fara fram þrjá til fjóra síðustu rúmhelga daga hvers mánaðar Verða þá hverju sinni afhentir matvæla- seðlar fyrir næsta mánuð. Af- hendingunni þarf að vera lokið á þeim dögum. Er fólk þvi ámint um að draga ekki að sækja seðlana. Þeir, sem þurfa að fá skift rúgmiðum fyrir hveitimiða, samkvæmt læknisvottorðí, verða hinsvegar afgreiddir frá 1. til 7. hvers mánaðar. Sama gildir um þá, er glatað liafa stofnum, sem og utanbæjar- menn, t. d. á skipum. Matvælaseðlar verða fram- Að gefiivi tilefni. Einar Benedikteson og Sóleyjarnafnið. Svar tii V. 1». G. og S. P. I. Vilhjálmur Þ. Gíslason gerði nafnbreytingarhugmyndina að umtalsefni í útvarpinu nýlega. Var öll sú frásögn með þeim endemum, að furðu gegnir um svo greindan og gegnan mann, sem V. Þ. G. Var það þó ekki einasta drengskaparskyída, heldur og skylt samkv. hlut- leysisreglum útvarpsins gagn- vart mönnum og málefnum, að skýra rétt og rætnislaust frá, og tilfæra málsástæður, hinar lielstu, bæði með og mót. Þótt V. Þ. G. hafi hér brugðist þess- ari sjálfsögðu skyldu, mun eg þó ekki, a. m. k. að svo stöddu, hirða um að svara honum, -— tel það ekki ómaksins vert. En einu atriði vil eg þó ekki láta með öllu ósvarað. V. Þ. G. vitnaði í kvæði hins nýlálna þjóðskálds Islendinga, Einars Benediktssonar, og gaf með því í skyn, að hann myndi hafa veriö mótfallinn hug- myndinni um Sóleyjar- (Thule)-nafnið. — Það var nú að vísu fremur ósmekklegt eins og á stóð, að draga nafn E. B. inn í þessar umræður, en. hitt var þó verra, að V. Þ. G. gerði það á mjög villandi hátt. Sannleikurinn er nefnilega sá, að Einar Benediktsson má með réttu telja upphafsmann hug-. myndarinnar, beint eða óbeint. Það er hann, sem mest íslenskra manna hefir rannsakað frum- landnámssögu íslands, sagnirn- ar um hið forna Thule, og skrif- að um það vísindarit á erleúdar tungur auk fjölda ritgerða i blöð hér heima. Hann hefir fært sönnur á, að ísland sé hið forna Thule, og nafn þess þýði Sóley (miðnætursólar) á vora íungu, enda hafi hinir kristnu frumbyggjar lands vors nefnt það því nafni. Sé Thule eða Sól- ey þvi hið upphaflega nafn landsins, og sem okkur beri sögulegur réttur til. Síðasta blaðagrein, sem birst hefir eftir skáldið, fyrir nokk- urum árum, fjallar einmitt um þetta efni, sem var honum jafnan mjög hugleikið. Talar hann þar um hið óheyrilega tómlæti, sem Islendingar sýni þessum málum, bæði leikir og lærðir. Mun það og mála sann- ast, að íslendingar hafi ekki enn sem komið er gefið þessum hlutum þann gaum, sem skyldi. Sem undantekningar vil eg þó sérslaklega geta hins ipikla listamanns, próf. Einars Jóns- sonar myndhöggvara, svo sem víða kemur fram í listaverkum hans („Konungurinn í Tlni Ie“ o. fl.). Einar Benediktsson er þann- ig, eins og eg hefi skýrt frá í fyrri greinum, hinn fyrsti, sem tileinkar landi olckar hið forna og fagra nafn, Sóley (Tliule) i kvæðum sínum. Kvæðaflokkurinn „Sóley“ (Hrannir) liefst á hinum fornu sögnum um undralandið Tliule (Sóley) við nyrstu liafsbrún vöraldar: „Nafn hennar lifði í eldfornum óð um ystu bygðir, sem hafsbrúnin geymdi“, síðar: „ -----lúkast upp augu, sem skynja og þýða, skírnarnafn Iandsins með lág- nættis sól“. Úr kvæðinu „Sóleyingaleiði“, um landnám hinna kristnli frumbyggja Sóleyjarinnar (ís- lands): „Og mjúldega hafrænu byrinn ber, blævæng að hlíðanna rjóðu vöngum. Sóley, — brúðurin úthafs, — er unnin“. Kvæðabókin „Vogar“ (1921) hefst á kvæðinu „Til Sóleyjar“: „— — þar sem Sóley fjallafríð faldar skautum, dýpri, stærri“. Næsta kvæði, Móðir mín: „En Sóley rís úti, sveipuð lalist, i svellgljá og kvöldroða trafi“. Úr kvæðinu Landsýn: „Sóley, — þú land minna Ijóða og drauma sem lyptist úr Atlantis gröf“, og þannig mætti lengi halda láfram. Eg vænti þess, að þessi laus- legu dæmi nægi til þess að sýna, að það er vægast sagt hæpið af V. G. Þ., að vitna í ljóð E. B. í áróðursskyni gegn nafnbreyt- ingarhugmyndinni. Er slíkt svo villandi meðferð heimilda, að ekki má óátalið standa. Sóleyjarnafnið er gimsteinn, greyptur i dýra umgjörð hinna ódauðlegu ljóða þjóðskáldsins. Sóley er nafn Iands vors um fornaldir sögunnar. Sóley er framtíðarnafnið. 1 II. Þá „má ékki gleyma garmin- um honum Katli“, (S. P.), sem enn fer á stúfana í Visi nýlega. Reyndar eru skrif hans að litlu svarandi þvi að hann ræðir mál- ið af tilfinningum einum, en engum rökum. Sumstaðar slær útí fyrir þessum annai’s vel rit- færa S. P., eins og þegar hann heldur, að „áunnin þeklcing” gangi í erfðir frá manni til manns! Þessi nýja uppgötvun í náttúruvísindunum virðist þó lítt sannast á S. P. sjálfum, eftir skrifum hans að dæma um þetta mál. S. P. reynir að gera lítið úr Þórólfi „smjör“, skipsmanni Hrafna-Flóka, fyrir það að Iiann reyndi að hamla á móti níði Flóka og þeirra félaga um land vort. Kallar liann Þórólf „skrumara“, „raupgjaman bú- skussa“ og fleiri illum nöfnum, fyrir þá sök, að hann fyrstur norrænna manna, sá kosti lands vors, og þorði að taka vegis ekki afgreiddir til fólks án þess að stofnar komi á mótí, nema að lögð séu fram skilríki fyrir því, að það liafi ekki feng- ið seðla áður, eða, ef það hefir glatað stofnum, gefi skriflega vfirlýsingu um að svo sé, og að stofnai’nir séu ekki í umferð. Skákþing Reykjavíkur. í gær fóru leikar sem hér segir í Meistaraflokki: E. Elfar vann Ásmund, Guð- mundur og Sturla gerðu jafn- tefli, Benedikt vann Áka, Haf- steinn og Hermann gerðu jafn- tefli, Sæmundur og Hannes gerðu jafntefli. í fyrsta flokki fóru svo leik- ar: Pétur og Sigurður gerðu jafntefli, Óli vann Kristján, Magnús vann Ingimund, Aðal- steinn og Geir Jón gerðu jafn- tefli. Ragnar átti frí. 1 meistaraflokki er Hafsteinn enn liæstur með 3 vinninga. Ógurlegt slys í Japan. 200 menn farast London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Frá Tokio er símað, að um 200 manns hafi farist, enumlOO særst, er járnbrautarlest fór út af sporinu í úthverfi Osaka. — Kviknaði í lestinni og breiddist eldurinn hratt út, en sumir vagnanna komu þannig niður, að hjólin stóðu upp. Flestir, sem biðu bana, gátu ekki komist út úr brennandi járnbrautarvögn- unum, en þeir, sem særðust, höfðu flestir fengið brunasár mikil. fþróttafélag ltvenna. Félagskonur, þær, sem lofað hafa að gefa muni til Finnlandssöfnun- arinnar, geri svo vel aÖ afhenda þá í hattabúðina Höddu fyrir kl. 12 á hádegi á morgun. svari þess á erlendum vettvangi, þegar það var nítt og óvirt. Eru slík kaldyrði S. P. af litlum drengskap mæld, því sannarlega ber okkur fremur að halda minningu Þórólfs í heiðri, og færi betur að sem flest lands- ins barna hefðu sldlning hans og trú á Iandinu. Myndi fram- tiðin þá sanna orð hans, — þau er Flóki og hinn andlegi arftaki hans, S. P., hneykslast svo mjög á, — að hér „drjúpi smjör af hverju strái“. Hitt er með öllu vonlaust af S. P., að reyna að varpa ein- hverjum dýrðarhjúp yfir Herj- ólf, sem ekki þorði að segja af- dráttarlausan sannleikann um land vort, að liræðslu við yfir- manninn Flóka. Eru sliltir menn síst líklegir né maklegir til að „taka forystuna í málum þjóðarinnar“, eins og S. P. vill vera láta. S. P. kallar núverandi nafn landsins „tignarheiti“. Já, sér er nú livað tignarheitið! Við gæt- um þá eins heitið Sultarland eða Dauðaland, — því ísinn er í Iiugum norðlægra þjóða ímynd tortímingar og dauða — ekki er til svo hraldegt nafn, að það væri ekki „tignarheiti“ á land þetta að dómi S. P. „Djöflaey“ er þá sjálfsagt enn síður „tign- arheiti“, sem íbúarnir þar eiga að „geyma við hjartarætur" sinar, eins og S. P. kemst svo fjálglega að orði. Nei, ísland er ekki tignarheiti, heldur níðheiti, enda af illum hug valið, eftir þeim „landsins forna fjanda“, sem „hefir drjúgast drukkið ís-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.