Vísir - 30.01.1940, Page 1

Vísir - 30.01.1940, Page 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. .i'fl . Rú itstjórnarskrifstof ur: f élagsprentsmi ðjan (3. hæo). 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 30. janúar 1940. Aígreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 24. tbl. fyrir norðan Ladogavatn. 6000 fallnir af liði Rússa á þessum vígstöðvum. EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupm.höfn í morgun. WEBB MILLER, sem hefir verið á vígstöðv- unum, fyrir norðaustan Ladogavatn, sím- ar í morgun, að s. 1. sunnudag hafi Rússar beðið meira manntjón í bardögunum þar en nokkur- um einum degi öðrum. Þennan eina dag féllu af Rúss- um 1300 menn og síðan er þeir gerðu hina miklu til- raun sína til þess að hef ja sókn á þessum vígstöðvum, hafa að minsta kosti 6000 menn fallið af liði Rússa. Eftir að Finnum hefir nú tekist að hrinda öllum á- hlaupum Rússa og koma í veg fyrir, að þeir gæti hafið stórkostlega, framhaldandi sókn þarna, eins og þeir höfðu ætlað sér, hafa Finnar nú hafið sókn og náð mörgum stöðvum Rússa á sitt vald. Fregnir um, að þeim hafi tekist að umkringja 4 rúss- nesk herfylki, hafa þó ekki verið staðfestar. Stórskotalið Finna heldur uppi stöðugri skothríð, þegar færi gefast, á flutningasveitir Rússa, en Rússar nota mikið sleða, sem hestum er beitt fyrir til flutn- inga, en Finnar hafa drepið fyrir þeim um 700 hesta á þessum vígstöðvum, og stöðvað flutningana til Rússa, og veldur það þeim miklum erfiðleikum. Rússar halda áfram loftárásum sínum á finskar borgir og hafa borgirnar Ábær og Hangö orðið harðast úti, margt manna beið bana og særðist, en kviknaði í húsum. 4 rússneskar flug- vélar voru skotnar niður. Japanir og1 Italir hefja nýja baráttn gegn konunnni§ma. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Það gengur stöðugt orðrómur um það, að á fundi japanska sendiherrans, sem haldinn var í Budapest, hafi verið rætt um að halda áfram baráttunni gegn útbreiðslu kommúnismans, og hafa í þeim efnum samvinnu við Itali. Það vekur mikla athygli, að ítalir og Japanir raunverulega endurnýja þannig hið and-kommúnistiska bandalag, en eins og kunnugt er voru Þýskaland, Japan og Italía aðilar að and- kommúnista sáttmálanum, en þau samtök fóru að mestu út um þúfur, er Þjóðverjar gerðu sáttmála sinn við Sovét-Rúss- landi. Samgönguerfiðleikarnir í Bretlandi. Engin breyting til batnaðar. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Samgönguerfiðleikar eru nú meiri í Englandi en menn vita dæmi til áður, og engin merki sjást þess, að bráðlega muni úr rætast. Samgöngutafirnar valda hin- um mestu erfiðleikum Víða um land. Ýmsar borgir eru án nokkurs sambands við aðrar borgir og vofir því sú hætta yf- ir, að birgðir eldsneytis og kola gangi til þurðar. Þykir mikið við liggja, að menn haldi sem sparlegast á, því að enn er allsendis óvíst hvenær úr rætist. Er lagt sér- staklega ríkt á við menn, að spara kol, koks og gas, rafmagn o. s. frv. Póstsendingar hafa taf- ist mikið og stórkostlega hefir dregið úr allri bílaumferð, enda eru bílaeigendur hvattir til þess að nota bíla sína sem allra minst. Jámbrautarlestir eru 20 —28 klst. á eftir áætlun. ÖHum heimferðarleyfum í hernum, bæði í Frakklandi og heimahernum, hefir verið frest- að vegna samgönguerfiðleik- anna. Bandamenn leigja 50 norsk skip. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Bresk og frönsk eimskipafé- lög hafa leigt, að því er fregn- ast hefir, um 50 norsk flutn- ingaskip, á venjulegum við- skiftagrundvelli. Skipin munu flest vera fremur smá. Talið er að þau verði aðallega notuð til flutninga milli Bretlands og Frakklands. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregnir frá Bukarest herma, að dr. Clodius, þýski viðskifta- málasérfræðingurinn, sem dvelst um þessar mundir í Rómaborg, sé að reyna að koma þvi til leiðar, að Þýskaland fái nokkurn hluta þeirrar olíu, sem ítalir fá frá Rúmenum. Jafnframt liafa ítahr livatt Rúrnena til þess að auka oliu- útflutninginn til Ítalíu um 30%. Hækkun kjötverðsins. Frjáls innflutningur er nú á kjöti til Englands og Verð held- ur hærra þar en hér hefir verið að undanförnu. Hefir kjötverðlagsnefnd því tekið það ráð, að hækka kjöt- verðið innanlands um 20 au., en fyrir skemstu var það hækkað um 13 au. pr. kg. Telur nefnd- in það eklci ætlunina að selja kjötið innanlands vægara verði, en hægt er að fá fyrir það á er- lendum marlcaði. Stjórnarkosning í S j ómannaf élaginu. Á sunnudag fór fram aðal- fundur Sjómannafélags Reykja- vikur. Meðlimir í félaginu eru um 1400 að tölu, en þátttaka í kosningum var lítil. Sigurjón Á. Ólafsson var kos- inn formaður. Illaut hann 407 atkvæði. Aðrir stjórnarmeðlim- ir eru Ólafur Friðriksson, Sveinn Sveinsson, Eigurður ÓI- afsson og Ólafur Árnason. Frá Sigurði Skagfield. Það hefir lítið frést af Sig- urði Skagfield að undanförnu, en nú hefir einn kunningi hans fengið bréf frá honum og skýr- ir Sigurður þar frá högum sín- um. Sigurður hefir sungið víða um Þýskaland, og síðast í óper- unni í Oldenburg. Hefir hann t. d. sungið „Erik“ í „Hollend- ingnum fljúgandi“. Þá hefir hann og sungið hlutverk í Lo- hengrin og Don José í Carmen. Hefir Sigurður fengið góða dóma fyrir söng sinn. Hann mun fara til Berlinar í næsta mánuði og syngja þar. Hefir honum verið hoðið þang- að. í vor gerir svo Sigurður ráð fyrir því að koma heim. LOFTA7ARNALIÐIÐ FINSKA AÐ STÖRFUM. Rússar lialda áfram hinuin ægilegu loftárásum sínum á borgir Finnlands, í þeim tilgangi, að því er fréttaritarar erlendra hlaða lialda fram, að lama viðnámsþrótt finsku þjóðarinnar. Loftárásir Rússa liafa aldrei verið ógurlegri en upp á síðkastið og er engu líkara en lögð sé stund á, að reyna að liæfa sjúkrahús og slíka staði, og í engu skeytt um, þótt þeir séu merktir Rauða krossinum. Loftvarnaliðið í finskum borgum hefir ærið að starfa. Þvi er skift í sveitir, sumar annast loft- varnabyssurnar, aðrar ryðja til í rústum húsa, bjarga fólld, flytja sært fólk í sjúkrahús o. s. frv. — Hér sést einn slíkur flokkur að störfum í finskri borg, eftir loftárás. Myndin er tekin á efstu liæð liússins og eru veggirnir á framlilið hússins alveg horfnir. Stjórn sveinafélags múr- ara stHvaíl vinnn við nokkrar byggingar I gær. Á sama tima krefst félagið ásamt öörum aukins innfiutn- ings á byggingarefni. í gær bar það til tíðinda, að Guðjón Benediktsson, ásamt öðrum stjórnendum í Sveinafélagi múrara, stöðvaði vinnu þar sem svo var ástatt, að sveinar unnu að húsbyggingum með meisturum. Varð gerð tilraun til að stöðva vinnu við þrjú hús, en ekki er vitað um árangur nema í einu þeirra, en þar lögðu sveinarnir niður vinnu samkvæmt tilmælum stjórnarinnar. — Tildrög þessa máls eru þau, að á fundi, sera haldinn var snemma í sumar kom fram til- laga frá stjórn Sveinafélagsins þess efnis, að sveinum skyldi ó- heimilt að vinna að byggingu húsa með utanfélagsmönnum, en tillaga þessi beindist að sjálf- sögðu fyrst og fremst gegn meisturunum, með því að aðrir hafa ekki réttindi til múrara- vinnu við húsbyggingar en þeir og sveinarnir. Mál þetta hefir legið niðri frá því í liaust, og neitaði einn sveinanna í gær að hlýðnast boði stjórnarinnar, með því að hún hefði ekki framfylgt ofan- greindri samþykt um alllangan tíma. Takist stjórn Sveinafélagsins að halda þessu máli til streitu, er sennilegt að vinna stöðvist við nokkur liús, sem í smíðurn eru. Er þetta framferði þeim mun einkennilegra, þegar vitað er að nú er atvinna mjög lýr við hyggingar,fyrst og fremst vegna lítils innflutnings á byggingar- efni og ennfremur vegna vax- andi dýrtíðar. Þetta sjá svein- arnir sjálfir, og munu þeir á- samt meisturunum leggja ríka áherslu á að fá aukinn inn- flutning, þólt ekki sé vitað hvaða úrlausn sú málaleitun þeirra fær. Atvinna sveinanna er mjög óveruleg eins og sakir standa, og jafnvel yfirvofandi, að hún verði engin innan skamms, þannig að þeir verði að leita til annara atvinnu- greina til þess að draga fram lífið. Er því vitað, að sú stöðv- un, sem hér er gerð, brýtur beint gegn hagsmunum þeirra, þótt svo kunni að fara, að stjórninni takist að þvinga hana fram. I Menn ættu að fylgjast vel með athöfnum múrarasveina- félagsins á þessum tímum, með því að eklci er ósennilegt, að þetla félag beri fram undir i stjórn kommúnista háværar i kröfur um aukna atviiinu, og , það innan skamms, en þá þurfa [ stjórnarvöldin að taka til athug- , unar livort þeir, sem ekki vilja vinnu, eigi að fá óeðlilegum kröfum framgengt sjálfum sér til framdráttar. Sýnist hendi næst að þeir menn innan múrarasveinafé- lagsins, sem andvigir eru þess- um athöfnum á þessum tím- uin, taki nú höndum saman og reki kommúnistana af liöndum sér. Aðalfundur félagsins verð- ur háður i febrúar, og þá er tækifærið til þess að skapa heil- brigðan grundvöll fyrir starf- semi Sveinafélagsins, sem er í fullu samræmi við þörf og hagsmuni félagsmanna. ^æ§ta kYÖidviika fil. I. verðiii* á laiig^ardag:. Þeir mörgu, sem hafa beðið þess með óþreyju, að 2. kvöld- vaka Blaðamannafélags íslands færi fram, þurfa nú ekki að bíða lengur en til laugardags. Það liefir dregist lengur en ráðgert var í upphafi, að þessi kveldvaka færi fram, en töfin verður hætt upp með að vanda enn meir til þessarar kveldvöku en þeirrar fyrstu. Skemtiskráin er ekki tilbúin að fullu, e'n hún verður eins og áður miðuð við það, að þar verði eitthvað fyrir alla. Dag- skrá 1. kveldvökunnar uppfylti þá kröfu, svo sem best varð á kosið, og sú, sem fram fer n.k. laugardag, mun einnig gera það. Sjálfstæðisfél. Skjöldur 1 Stykk- ishólmi 10 ára. Stykkishólmi í morgun. Sjálfstæðisfélagið Skjöldur liélt 10 ára afmæli sitt hátíðlegt s. 1. laugardag. Hófið byrjaði kl. 7V2 síðdegis og sátu það 140—» 150 manns, Margar ræður voru haldnar úndir horðum, en eftir borð- haldið skemtu menn sér við spil og dans fra mundir morg- un. Félaginu harst fjöldi heilla- óslcaskeyta, m. a. frá þingmanni kjördæmisins, miðstjóm Sjálf- stæðisflokksins, blöðum flokks- ins og einstaklingum. Slcemtunin fór vel fram og skemti fólk sér ágætlega. Guð- jón Runólfsson, bakari, og frú hans, stóðu fyrir veitingum, sem voru liinar ákjósanlegustu. Ólafur Jónsson frá Elliðaey hefir verið formaður félagsins frá stofnun þess, en baðst undan endurkosningu iá síðasta aðal- fundi, sem lialdinn var í þess- um mánuði. Var þá Kristján Frh. á 3. síð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.