Vísir - 31.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 31.01.1940, Blaðsíða 1
Ritetjóri: fKRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rií ttst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ar. Reykjavík, miðvikudaginn 31. janúar 1940. 25. tbl. Sókn Riíssa fyrir norðaustan Ladogavatn heldur áfram, eftir að Riíssar hafa fengið liðsstyrk. EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun. RALPH FORTE, fréttaritari United Press, sem er nýkominn til vígstöðvanna á Ladogavíg- stöðvunum, símar í morgun, að Rússar haldi áfram tilraunum sínum til þess að sækja fram norð- austan Ladogavatns eftir að hafa fengið nýjan liðsafla, en finski aðalherinn, sem þarna er til varnar, hrindi hverju áhlaupinu af öðru. Rússar eru nú að gera tilraun til þess að taka Wantsi- vígi með áhlaupi. TÆPLEGA 400 MENN HAFA BEÐIB BANA AF VÖLDUM LOFTÁRÁSA í FINNLANDI. 300 RÚSSNESKAR FLUGVELAR SKOTNAR NIÐUR. Sihva herforingi, yfirmaður finsku loftvarnanna, hefir til- kynt, að frá því, er innrás Rússa hófst, hafi rússneskir flug- menn kastað niður 20.337 sprengikúlum. 377 menn hafi beðið bana af völdum loftárásanna, en 950 særst, margir alvarlega. Allar loftárásirnar voru gerðar á þá hluta Finnlands, sem eru fyrir utan bardagasvæðin, sem að eins ná yfir( 1/16 hluta lands- ins. 8 ;W]íp^ Finnar hafa skotið niður yfir 300 flugvélar fyrir Rússum. Mikfir ilpiííil- leibr við slrendur Du- merkur veona isilui. Mörg skip föst í ísnum. Siglingar verða stöðugt erf- iðari á siglingaleiðum við Dan- mörku, vegna isalaga. Öll um- ferð hefir stöðvast á Litlabelti sem er lagt stranda milli, og í Stóra-Belti er litlu betra ástatt. Stærsti ísbrjótur Dana, „Storebjörn" kvað vera orðinn fastur í ísnum. Eimferjurnar milli Sjálands og Fjóns eru ekki í förum. Mörg skip eru föst i ísnum. Við innsiglinguna í Limafjörð hefir eimskipið Ryggja, sem strandaði þar hindrað siglingarnar en með að- stoð ísbrjóta hefir tekist að opna skipum leið. — NRP—FB EKKERT MARKVERT TÍÐINDA —- " Það er iðulega svo að orði komist í tilkynningum Frakka frá vesturvígstöðvunum — stundum mörgum sinnum i röð — þegar illfært er vegna snjóa eða bleytu milli aðalvíggirðinganna eða þykni er í lofti, svo að flugvélarnar geta ekki hafið sig til flugs. En þegar bjart er i lofti eru þær stöðugt á sveimi og þótt örsjaldan komi til viðureignar margra flugvéla, enn sem komið er, er hvor styrjaldaraðili um sig að skjóta niður flugvélar fyrir hinum þegar færi gæfist. — Hér sést þýsk sprengjuflugvél sem var skotin niður, og féll logandi til jarðar Frakklandsmegin landamær- anna. 1 síðastliðinni viku vörpuðu rússneskir flugmenn niður 2940 sprengikúlum í loftárásum sín- um á finskar borgir. 24 menn biðu bana, en 56 særðust. Gerð- ar voru loftárásir á 8 sjúkrahús, sem auðkend voru merki Rauða Krossins. Á eitt sjúkrahús í austurhluta Finnlands var í fyrradag varp- að 17 sprengikúlum og geT- eyðilagðist það. Sjö hjúkrunar- lconur og 13 sjúklingar biðu bana. Af tilviljun sluppu tveir læknar lifandi. Loftárásin á Ábæ í fyrradag var hin hroðalegasta, en borgin hefir nú orðið fyrir loftárásum 35 sinnum. Fimtán rússneskar flugvélar voru skotnar niður i fyrradag. Ákafir bardagar standa yfir fyrir norðan og norðaustan Ladogavatn. Tilraunir Finna til þess að úmkringja rússneska herinn á þessym vígstöðvum , virðast ekkiliafa tekist. — NRP—FB. Undirtektir erlendra blaða Búist við að Chamberlain svari Hitler »kröftuglega« í dag. Hvatning Dala- diesrs til frönsku þjóðarinnar. i 1 útvarpsræðu þeirri, sem Daladier flutti i fyrrakvöld varaði hann við þvi, að styrj- öldin kynni brátt að komast á það stig, að barist yrði með öll- um þeim meðulum, sem styrj- aldaraðilar hefði yfir að ráða, uns úrslit fengist. Hvatti Daladier frönsku þjóð- ina eindregið til þess að sýna sömu fórnfýsi og hermennirnir. Franska þjóðin hefir altaf stað- ið saman þegar hættur steðjuðu að, og frelsi og öryggi Frakk- lands er í hættu og hún gerir pað enn í dag, sagði Daladier. ~. NRP—FB. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Ræða Hitlers, sem hann flutti í Sportspalatz í Berlín í gær, í tilefni af sjö ára afmæli naz-. istastjórnarinnar þýsku, hefir að dómi breskra, amerískra og franskra blaða, ekki breytt neinu, og segja þau, að hann hafi ekki fært neitt nýtt fram, sem máli skifti. Flest morgunblöðin birta út- drátt úr ræðu Hitlers, en Times birtir hana í heilu lagi. Yfirleitt telja bresku blöðin ræðuna heldur „þróttlitla" og að Hitler hafi haldið hana, til þess að treysta fyígið heima í Þýska- landi. Erlendis telja þau, að hún muni ekki hafa nein áhrif. Chamberlain forsætisráð- herra f lytur ræðu í dag í hádeg- isverði, sem haldinn er af nefnd þeirri, sem vinnur að því, að vekja áhuga almennings fyrir land- og þjóðvörnum. 1 fregnum frá Rómaborg seg- ir, að blöðin þar leggi áherslu á ummæli Hitlers um þýsk-ítalska vináttu, en þau eru óánægð yf- ir vinsemdarummælum Hitlers í garð líússa. " Það varð kunnugt fyrir skemstu, að engin sérstök há- tíðahöld myndi fram fara í til- efni af nazistastjórnarafmælinu þrátt fyrir það, að öll undan- gengin ár hefir verið mikið um að vera, Hitler haldið ræðu. Að kvöldi þessa dags hafa naz- istar gengið fylktu liði með blys fram hjá kanslarabústað- inum, og hylt Hitler, sem tók sér stöðu á svölunum. Þar til í gær vissu menn ekki annað en að Hitler hefði hætt við að halda ræðu sina, svo og dr. Göbbels, sem ætlaði að tala í stað Hitlers, en alt í einu barst fregn um það í gær, að Hitler ætlaði að flytja ræðu. Fluttu þeir svo báðir ræðu og talaði dr. Göbbels á undan Hitler. Hitler rakti atburði þá, sem gerst hafa síðan er nazistar komust til valda og þau átök, sem nú fara fram, milli styrj- aldarþjóðanna. Striðsmarkmið1 Breta og Frakka gerði hann að umtalsefni — loforðum þeirra, sem Þjóðverjar myndi kannast við frá 1918 og væri þetta slitin „grammófónplata" og ónýt og Þjóðverjar vissi hvernig efnd- irnar yrði. Minti hann á hversu hart hefði verið gengið að Þýskalandi með Versalasamn- ingunum, hversu mikla erfið- leika þýska þjóðin hefði átt við að búa af þeirra völdum, samn- inganna, sem voru verk stjórn- málam. lýðræðisþjóðanna, og hefði þýska þjóðin loks orðið þreytt á að biðja um rétt sinn, og upp úr þvi hefði skapast hin nazistiska hreyfing, til þess að ná þeim rétti, sem Þýskalandi bæri án þess að biðja um hann. Rakti hann því næst hvað naz- istum hefði orðið ágengt und- angengin sjö ár. Vék hann svo máli sínu til Englendinga, hélt þvi fram, að þeir vildu tvistra Þýskalandi og lama það, og sannaði styrjalda- saga Rretlands þetta be'st. Bret- land og Frakkland hefði gnægð landa og auðlinda, en Þjóð- verjar borið skarðan hlut frá borði. Hitler spáði því, að Bret- ar og Frakkar myndi iðra þess, að hafna samkomulagi, eins og raunin hefði orðið með Pól- verja, sem hefði beðíð ósigur þess vegna. Ennfremur ræddi Hitler afstöðuna til Rússlands og Italíu. í ræðulok var foringinn hylt- ur af öllum viðstöddum. Hækkun á verðlagi kjöts kann að hafa ófyrirsjáan- lecsar a! llrot gc&n stcfnu ríkisst jóriiarinnar Hækkunin á verðlagi kjöts, sem getið hefir verið um hér í blaðinu, veldur áð vonum nokkurri undrun meðal almennings, með því að ekki var við því búist að megináhersla myndi verða lögð á það að hækka innlendar vörur í verði, enda í litlu sam- ræmi við það fyrirheit ríkisstjórnarinnar að halda niðri vöru- verðinu. BALKANRIKJAFUNDUR- INN OG KRÖFUR UNG- VERJA. YFIRLÝSING CZAKY. Það hef ir haft góð áhrif, að Czaky greifi, utanríkismála- ráðherra Ungverjalands, hef- ir lýst yfir því, að Ungverjar vilji friðsamlega lausn allra ágreiningsmála við Rúmena sem aðra nágranna sína. Er talið, að ítalir hafi beitt á- hrifum sínum til þess, að yf- irlýsing í framannefnda átt kom nú. Vinna ítalir að því, að sætta Balkanþjóðirnar, í því skyni, að þær standi sam- einaðar gegn hinni rauðu hættu. RÚMENAR HAFA l</2 MILJ. MANNA UNDIR VOPNUM. Horfurnar í þessum hluta álfunnar hafa að ýmsu ver- ið ískyggilegar að undan- förnu og sagt er að Rúmenar hafi 1 y2 miljón manna undir vopnum. í öllum virkjum á landamær- unum er jafnmikið lið og á styrjaldartíma og varalið haft til taks. Nú hefir kjöt á Reykjavikur- markaði hækkað tvisvar frá því í haust, og er sú hækkun sem hér greinir: í heildsölu var verðið kr. 1.40 pr. kg., en hækkaði upp í kr. 1.53 og nú síðast upp í kr. 1.73 og nemur hækkunin því sam- tals kr. 0.33 pr. kg. 1 smásölu var verðið kr. 1.60 en var hækkað upp í kr. 1.75 og nú síðast upp í kr. 2.00 pr. kg. og nemur hækkunin því samtals kr. 0.40 pr. kg. Eins og bent var a í leiðara Vísis i gær hafa neytendur orð- ið að greiða allhátt verðjöfnun- Kauplagsnefnd sker úr deilumáli 1 gær kvað kauplagsnefnd upp úrskurð í ágreiningsmáli um kaup og hlunnindi kyndara og háseta á togurum á ísfisk- veiðum. Hafði verið reynt að ná frjálsu samkomulagi um þetta, en ekki tekist, og var málið því Iagt fyrir kauplagsnefnd. Fyrsta atriðið, sem skorið var úr, var það, til hvaða launaflokks hásetar og kynd- arar skyldi teljast. VorU þeir úrskurðaðir i lægsta flokki og fá þeir þvi 9% dýrtíðaruppbót. Annað atriðið, sem um var deilt, var lifrarpremian, en hún er 28 kr. pr. fat handa háset- um og kyndurum. Töldu sjó- menn, að premían væri ekki háð ákvæðum gengislaganna og því mætti semja um hana á frjálsum grundvelli. • Kauplagsnefnd vísaði þessu frái, taldi það ekki í sínum verkahring að úrskurða það. argjald af kjöti þvi, sém selt hefir verið á innlendum mark- aði, og mun það gjald hafa niunið 6 aurum á hvert kiló, og var lagt á með tilliti til lélegs markaðsVerðs erlendis. Nú gef- ur formaður kjötverðlagsnefnd- ar hinsvegar þá skýringu á kjöt- hækkuninni, að verðið sé svo hátt á hinum erlenda markaði, að því verði einnig að hækka það innanlands, enda séu kjöt- birgðir litlar í landinu. Við þessari verðlagshækkun væri á sjálfu sér ekkert að segja, ef kaupgetan væri fyrir hetndi, næg atvinna og hátt kaupgjald hjá öllum almenningi, en með- an allur fjöldinn lepur dauðann úr skel, og verður að spara við sig alla hluti til þess að draga fram lífið, er hér um óverjandi ráðstöfun að ræða, sem beint brýtur í gegn yfirlýstri stefnu rikisstjórnarinnar. Hitt er og auðsætt að milli- liðakostnaður vegna kjötsöl- unnar er orðinn óþarflega hár, og væri því eðlilegt að athugað yrði, hvort úr honum mætti draga að skaðlausu, þannig að bændur nytu sem mests af sölu verðinu, og ætti ríkisstjórnin að hafa forgöngu í því máli nú þegar. Láti rikisstjórnin hinsvegarj kyrt liggja og hafist ekki að, er fyrirsjáanlegt að að því stefn- ir, að hún missir tök á þvi að sporna í gegn takmarkalausri dýrtíð í landinU. Haldi svo áfram, sem horfir, kunna að skapast hér erfiðleik- ar, sem lítt etu viðráðanlegir, með þvi að ekki er unt að draga fram rétt eins á annars kostn- að, og slíku atferli mun enginn mæla bót, og almenningur for- dæma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.