Vísir - 01.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 01.02.1940, Blaðsíða 1
v. «* ¦-", "^ti"• 2: .© Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sínii: 4578. Riitst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 1. feforúar 1940. 26. tbi. ÍOIJÍ mir lol i tiilii Sókn Finna hjá Kuhm< Lieksa og Soumusalm ----------0---------- Harkmið fseirra er að Ikróa inni 20.000 inanna rússnesltan her. 3000 Ifússar liafa frosið í hel á liesMuni vígrstöðvmn. EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun. Rússar gerðu enn í gær tilraunir til þess að brjót- ast gegnum Mannerheimvíggirðingarnar á Kyrjálanesi en áhlaupum þeirra var hrundið eins og áður og biðu Rússar mikið manntjón. Tala fall- inna nemur mörgum tugum. I gær eyðilögðu Finna þarna fyrir Rússum tvær loft- varnabyssur, 1 fallbyssu og nokkra skriðdreka. Rúss- neskri hersveit á göngu var algerlega tvístrað. . Tyeir flokkar rússneskra hermanna fóru þar yfir, sem sprengjur voru í jörð, og f órust allir hermennirnir. Við Kuhmo, milli Soumussalmi og Lieksa, þar sem Rússar haf a dregið að sér mikið lið, haf a Finnar byrjað gagnsókn mikla. Leggja Finnar mikla áherslu á, að hindra aðflutninga til þessa liðs, og er ekki loku fyrir það skotið að þeim muni takast það, þar sem sagt er, að þeir hafi þegar náð á sitt vald nokkrum stöðvum, á flutningaleiðum þeim sem Rússar hafa notað. Er mik- ill kraftur í sókn Finna. 3000 RÚSSAR PRJÓSA í HEL. Það hefir enn komið í ljós, að rússnesku hermennirnir stand- ast ekki eins vel kuldann og hinir finsku og útbúnaður þeirra rerri, en þegar þar við bætist, að skortur er matvæla vegna þess að flutningar teppast, lamar það þrek þeirra. Er talið, að um 3000 rússneskir hermenn hafi frosið í het á þessum vígstöðvum. LOFTÁRÁS Á ROWANIEMI. í loftárásinni á Rowaniemi í gær varð mikið tjón. Voru um 30 flugvélar á sveimi yfir borginni í einu og var varpað niður mörgum sprengikúlum og íkveikjusprengjum. Kviknaði í mörg- um húsum og sjúkrahús stórskemdist, en margt sjúklinga og hjúkrunarfólks særðist. Tólf menn biðu bana, en 55 særðust, að því er hermt er í til- kynningu frá Rowaniemi í gærkveldi. SÖKN FINNA HJÁ KUHMO. Samkvæmt fregnum, sem bárust frá Finnlandi í gær, er enn óvist hver ber sigur úr být- um á miðvígstöðvunum, en Finnar hafa byrjað öfluga sókn við Kuhmo, þar sem verið hefir kyrt síðan er hin mikla orusta var háð við Soumussalmi. Virð- ast Finnar hafa náð talsverðum árangri, en markmið þeirra virðist vera að króa inni 20.000 manna rússneskan her, og eru í honum hersveitir, sem tóku þátt i innrásinni i Pólland. — NRP--FB. FINSKI FÉLAGSMÁLARÁÐ- HERRANN 1 OSLO. Finski félagsmálaráðherrann, Fagerholm, kom til Osló i gær. Hann kvaðst vera mjög ánægð- ur yfir árangrinum af ferð sinni til Noregs. Hann sagði, að komið hefði til tals að veita Finnum aðstoð með þvi að senda þeim verkafólk. NÝ NORSK HJUKRUNAR- SVEIT LEGGUR AF STAÐ TIL FINNLANDS 7. Þ. M. Ný norsk hjúkrunarsveit leggur af stað til Finnlands 7. febrúar. Nikolaysen yfirlæknir er yfirmaður leiðangursins. En í leiðangrinum taka 5 aðrir læknar þátt, tveir læknanemar, 14 hjúkrunarkonur Qg 4 að- stoðarmena <qg hilstjórar, svo og fulltrúar feá RauSa Krossi "Noregs. — NRP. Norska stýrimannafélagið hefir gefið 5000 kr. til finskra sjómanna eða aðstandenda þeirra, sem eiga um sárt að binda af völdum striðsins. — NRP—FB. Viðskif ti Itala ©g1 Norðmanna. Viðbótai'-viðskiftasamkomu- lag hefir náðst milli Noregs og ítalíu. Upphæðin er 1.9 milj. kr. og að meðtalinni upphæð þeirri, sem um var samið í fyrri samn- ingnum, verður hér alls um að ræða viðskifti að upphæð 6.3 milj. kr. Fiá ítalir saltfisk, að verðmæti 1 milj. kr. og láta flugvélar i staðinn, en fyrir 900.000 kr. geta Norðmenn keypt hvað sem þeir vilja, en sennilega kaupa þeir flugvélar fyrir þá upphæð líka. — NRP. Loftvarnabyrgi í Oslo fyrir 312 milj. kr. Bæjarstjórnin í Oslo vinnur nú að því, að komið verði upp loftvarnabyrgjum fyrir 40.000 manns. Þegar eru tilbúin loft- varnahyrgi sem rúma 15.000 manns, 300 manns vinna að því að ganga frá nýjum loft- varnabyrgjum sem stendur. Bærinn hé'fir lagt fram til lo'ft- varnabyrgija 3a/2 milj. kr. og er það braðabirgðaf járveiting. — K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Eins og áður hefir verið sím- að um, sendi þýska stjórnin við- skiftasérfræðinginn Clodius til Rómaborgar fyrir nokkuru. Ekkert var látið uppskátt opin- berlega um ferð hans, en al- ment var tahð, að hann ætti að ræða hreytingar á gildandi við- skiftasamkomulagi Þjóðverja og Itala. Ýmsar getgátur hafa og komið fram um erindi Clo- diusar, m. a. að hann hafi átt að hvetja ítali til þess að krefjast aukins oliumagns frá Rúmeníu, og Italir því næst að leyfa að Þjóðverjar fengi nokkurn hluta þess olíumagns, sem Italir hafa fengið frá Rúmeníu. Ennfrem- ur, að Clodius ætti að fara fram á það, að Italir lánuðu Þjóð- verjum járnbrautarvagna, en Þjóðverjar eru fremur illa staddir i þeim efnum vegna þess, hversu flytja þarf mikið herlið á járnbrautunum. Nú er svo komið, að Clodius mun geta farið heim i yfir- standandi viku. Seinustu fregnir herma, að árangurinn hafi orðið sá, að samkomulag hafi náðst um það, að Þjóðverjar fái ýmsar afurð- ir og vörutegundir frá Itölum, sem fá kol í staðinn frá Þýska- landi. ÞtSK SPRENGJUFLUGVÉL SKOTIN NIÐUR. Flugvél þessa skaut frakkneskur flugmáður niður og hrapaði hún til jarðar Frakklandsmegin víggirðinganna. Flugmaðurinn beið bana. — Eins og sjá íriá á myndinni hefir fólk safnast saman til þess að virða í'yrir sér flugvélina. Skipatjón Morðm meÍFa en nna Þeip mistu 6 skip s. 1. viku. Hrakn- ingar norskra sjómanna. Sjöfartstidende leiðir athygli að því að smálestatala skipa, sem sökt hefir verið í striðinu, er nú yfir 1.000.000. í síðustu viku var sökt 15 skipum, þar af voru 13 skip hlutlausra þjóða. Norðmenn mistu 6 skip, og hafa aldrei mist fleiri á jafn- skömmum tíma. Englendingar mistu að eins. eitt smáskip. — NRP.—FB. Nokkuru nánari fregnir hafa nú borist um e.s. Faro frá Oslo. Skipið fórst s. 1. sunnudag og rak flakið upp að eyju við Skotland. Skipstjórinn og 6 menn björguðust á land. Aðrir skipsmenn, 8 talsins, fóru í björgunarbátinn, en að eins Arita heldur mikla ræðu og gerir grein fyrir stefnu japönsku stjórnarinnar. Japanip vilja ekki uppræta péttindi annara þjóða í Kína. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Arita, utanríkismálaráðherra Japans hefir ávarpað þing Jap- ana og endurtekið, að sú sé stefna Japans að taka ekki þátt í styrjöldum Evrópuþjóða, en hinsvegar muni japanska stjórnin gefa nánar gætur að öllu varðandi styrjöldina og afleiðingar hennar. Arita neitaði því, að Japanir óskuðu eftir því, að afnema öll réttindi annara þjóða i Kína, og tilkynti, að ríkisstjórn Wang Ching Wei yrði brátt fullmynd- uð. Arita lagði mikla áherslu á, að aukin vinátta væri að takast með Japönum og ítölum, og kvað Japani ávalt mundu minn- ast þess með þakklæti, að ítalir hefði altaf sýnt þeim mikla samúð frá því er Kinastyrjöldin byrjaði. Yonai talaði í efri deild þings- ins og boðaði aukið eftirht á sviði f.járhags og viðskifta. — Kvaðst hann vona, að þjóðin væri reiðubúin að leggja á sig enn þá þyngri byrðar, til þess að unt væri að leiða japönsk- kínversku styrjöldina sem fyrst til lykta. Samkomulag hefir náðst í Noregi um 9% dýrtíðaruppbót á laun starfsmanna bæjarfé- laga. Af þessu leiðir aukin út- gjöld -sem nema 1.4 milj. kr. og verða 10.000 ^tarfsmenn hækkunarinnar aðnjótandi. st-? NRF—FB. einn maður var á lífi í bátnum, er hann rak á land, en 3 menn dauðir. Hina 4 mun hafa tekið út. Það er enn óvíst hvort skipið fórst á tundurdufli eða var skot- ið í kaf. I gær rak á land mannlausan fleka á Shetlandseyjum. NHann var svo gerður, að borð höfðu verið negld ofan á tómar tunn- ur, tólf talsins, og einnig var norskt flagg á stöng á flekan- um. Ekkert annað gaf bending- ar um frá hvaða skipi flekinn væri. Norsk skipafélðg grseða. Fyrstu skipaútgerðarskýrslur fyrir 1939 er nú verið að birta og neniur arðúthlutun 10—15% þrátt fyrir stórkostlega aukin útgjöld vegna striðsvátrygging- ar o. fl. — NRP—FB. Breskt skip ferst í Norðursjó. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Frá South Shields er símað, að breska eimskipið Royal Crown, 4354 smálestir, hafi sokkið á Norðursjó. Fimtán menn af áhöfninni, sem af komust, hafa verið settir á land í hafnarborg á austurströnd Englands. Sjö menn af áhöfninni drukn- uðu, er hjörgunarbát hvolfdi. bátar gerð- ir út Irá Eyjum. Frá fréttaritara Vísis. Vestm.eyjum í morgun. Undanfarna tvo daga hefir verið hið besta sjóveður hér í Eyjum og hafa því allir bátar róið, sem tilbúnir eru. Þeir munu vera 30—40 að tölu. Afli hefir verið heldur tregur en þó hafa sumir bátanna kom- ið með 2—3 tonn úr róðri. Mestur hluti aflans 6r seldur til ísúnar. Menn búast við að héðan muni verða gerðir út 80^—90 vélbátar, þegar alt verður kom- ið í fullan gang. Loftur. ISÉfreiðarsiJóri sýknaður. í morgun var í lögreglurétti kveðinn upp dómur yfir bíl- stjóranum, sem ók á barn inn við Sunnuhvol 4. okt. s. 1. Var bílstjórinn sýknaður. Atvik málsins voru þau, að bílstjórinn hafði ekið druknum manni inn að Sunnuhvoli. Stöðvaði hann bifreiðina, en flutti hana svo til ofurlitið rétt á eftir. Fann hann þá að fram- hjól bílsins fór yfir eitthvað og sté þá úr úr bílnum til þess að athuga hvað það hef ði verið. Lá þá tveggja ára gamall drengur fyrir aftan framhjólið og hafði hjólið farið yfir höfuð hans. — Lést drengurinn nokkru síðar. Sprengjuárásir Þjóð- verja á flutninga- og fiskiskip. Þjóðverjar halda því fram, að þýskar sprengjuflugvélar hafi sökt 9 skipum á siglinga- leiðum við Bretland í fyrradag. Þessu neita Bretar Qg segja, að sökt hafi verið áð eins 2—3 skipum en nokkur'öjanur hafi orðið fyrir tjóni. NRP—FB. Dulapfull innbpot í Oslo. Allmörg dularfull innbrot hafa verið framin i Oslo að undanförnu — öll á skrifstof- um skipaútgerðarfélaga. Það er einkennandi fyrir öll innbrotin, að rótað hefir verið i skjala- skápum og skúffum, én litlu sem engu stolið. Óttast menn, að hér séu á ferðinni menn, sem eru að afla sér upplýsinga um ferðir skipa eða annað varðandi útgerðhía. — NRP— FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.