Vísir - 01.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 01.02.1940, Blaðsíða 2
p VI 9AGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guólaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Alþýðublaðið og Hlífarkosningm. AÐ er ekkert óeðlilegl, þótt Alþýðublaðið sé hnuggið yfir stjórnarkosningunni í verkamannafélaginu Hlíf i Hafnarfirði. En það hefði ver- ið karlmannlegra að láta ekki bera alveg svona mikið á von- brigðunum. En siðan kosning þessi fór fram liefir blaðið varla getað um annað talað. I fyrra- dag liefir blaðið við orð, að verkamenn þeir, sem Alþýðu- flokknum fylgja gangi úr félag- inu. í gær fræðir það lesendur sína á því, að því aðeins hafi listi sjálfstæðismanna náð kosn- ingu, að kommúnistar hafi hjálpað til þess. Það er rétt að líta á atkvæðatölurnar til þess að sjá, við hvað þessi fullyrð- ing hefir að styðjast. Eins og menn muna fór for- mannskosningin fram í tvennu lagi. í fyrri umferðinni fékk Hermann Guðmundsson (Sjálf- stæðisfl.) 129 atkvæði, Þórður Þórðarson (Alþýðufl.) 97 at- kvæði, Helgi Sigurðsson (Kommúnistafl.) 40 atkvæði. Auk þess fékk Gísli Sigurgeirs- son, sjálfstæðismaður, G atkv. og Gísli Kristjánsson, Alþýðu- flokksmaður, 1 atkvæði. í síðari umferðinni er kosið milli Hermanns og Þórðar. Hermann fær 144 atkvæði og Þórður 110. Hermann eykur með öðrum orðum atkvæðatölu sina um 15 atkvæði, en Þórður sína um 13. Af þessum atkvæð- um, sem við Hermann bætasí má með vissu telja 6 sjálf- síæðisatkvæði, sem áður féllu á Gisla Sigurgeirsson. Þannig hefir Hermann fengið 135 sjálf- stæðisatkvæði, svo að víst megi telja. AIIs komu fram 254 gild atkvæði við síðari kosninguna, svo að hér er um hreinan meiri- hluta sjálfstæðismanna að ræða. Hermann Guðmmidsson hefði þannig sigrað þótt ekkert kommúnistaatkvæði hefði á hann fallið. En hvað varð af þessum 40 atkæðum kommún- ista, sem komu fram í fyrrí umferðinni? Því er til að svara, að 24 seðlar voru auðir í seinni umferðinni. Þeir hafa vafalaust verið frá kommúnistum. Eru þá eftir 16 konnnúnistaatkvæði, sem útlit er á, að skifst hafi milli frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Þórður bætti við sig 13 atkvæð- um í seinni umferð. Þar með má telja hið eina atkvæði, sem féll á Gísla Kristjánsson. Að öðru leyti eru viðbótaratkvæð- in að meira eða minna leyti frá kommúnistum. Hermann gat í hæsta lagi bafa fengið 9 af 16 kommúnistaatkvæðunum, sem fram komu í seinni umferð. Þórður gat liafa fengið 12 af þeim. Það er þess vegna síður en svo, að kommúnistar hafi frekað hjálpað Sjálfstæðis- flokknum en Alþýðuflokknum við þessa kosningu. Hermann hefði fengið ríflegan meirihluta, þótt öll kommúnistaatkvæðin, sem fram komu í seinni um- ferð, hefðu lent á Þórði. Alþýðublaðið finnur Her- manni það til foráttu, að hann sé í stjórn landssambands stétt- arfélaganna. Sannleikurinn er sá, að Hermann var kosinn í þe.ssa sljórn meðan liann var fjarverandi og hefir aldrei sótl stjórnarfund. En viðvíkjandi þeirri lcröfu, sem Alþýðublaðið ber fram um það, að Hlíf segi sig tafarlaust úr landssamband- inu, þá er því til að svara, að ekki mun standa á þeirri úrsögn þegar Alþýðusambandinu hefir verið breytt í það Iiorf, sem sjálfstæðismenn í og utan Illíf- ar Iiafa farið fram á. Það má kannske minna Alþýðublaðið á það, að hin rökstudda dagskrá, sem forsætisráðherra bar fram út af frumvarpi Bjarna Snæ- björnssonar fól í sér fyrirheit um það, að Alþýðusambandinu yrði breytt í það horf, að allir meðlimir þess fengju þar jafn- an rétt án tillits til stjórnmála- skoðana. Þegar samkomulag er fengið um þessar og aðrar breytingar, sem. dagskrártillaga rikisstjórnarinnar fól i sér, mun ekki standa á sjálfstæðisverka- mönnum. Þess vegna stæði Al- þýðublaðinu miklu nær að ýta á eftir þeirri friðsamlegu lausn málsins, sem heitið var, en að vera að brýna sjálfstæðisblöðin á því, að þau segi verkamönn- um flokks síns ekki nægilega fyrir verkum. Síðan sjálfslæðis- verkamenn hófu baráttu sína í verldýðsfélögunum hafa þeir sýnt að þeir kunna fótum sín- um forráð. Sigurinn í Hafnar- fjrði er órækasta sönnunin fyr- ir því. Slíkum mönnum virðist treystandi til að ráða fram úr málum sínum án aðkomandi leiðbeininga. a Kauphækkun vesrslunarfólks. í gær voru undrritaðir samn- ingar af hálfu Verslunarmanna- félags Reykjavíkur annarsveg- ar og kaupmannafélaganna hinsvegar, um kaup starfsfólks þeirra. í samkomulaginu er gerður nokkur munur á því fólki, sem vinnur á skrifstofum, og þvi, sem starfar að afgreiðslu í búð- um. Er það vegna þess að skrif- stofufólk hefir heldur slcemri vinnutíma. Reiknast vinnutími þess að jafnaði 180 klst. á mán- uði, en vinnutími afgreiðslu- fólks 205 klst. Samkomulag varð um 6—9% kauphækkun og skiftast launin i flokka, sem fá mismunandi uppbót. Kauphækkunarflokkar eru er hér segir fyrir skrifstofufólk: Á alt að 270 lcr. kaup .... 9% Á 270—360 kr. kaup .... 8% Á kaup yfir kr. 360 .... 6% En fyrir afgreiðslufólk verð- ur kauphækkunin þessi: Á alt að kr. 307,50 .... 9% Á kr. 307,50—410 ....... 8% Á kaup yfir kr. 410..... 6% Miðast þetta við mánaðar- laun. Samkomulagið gildir til marsloka og verður þá endur- nýjað eða samið á ný. Skákþing Reykjavíkur. Skákþing Reykjavíkur hélt áfram í gærkveldi. Fóru svo leikar sem hér segir í Meistara- flokki og 1. flokki. Meistaraf lokkur: Ásmundur vann Hannes, Sæ- mundur vann Sturla, Hermann vann Áka, Gilfer vann Hafstein og Guðmundur vann Benedikt. 1. flokkur: Magnús vann Aðalstein, Geir Jón vann Pétur, Kristján og Ragnar gerðu jafntefli, en Ingi- mundur og Óli Valdimarsson eiga biðskák. vísrK r \ - '- ■ Sýning Leikíéiags Reykjavíkur á FJALLA EYVINDI -... ; Frá starfsemi iðnráðsins und- anfarin 2 ár. - - - .frægasta leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. Annað kvölid hefir Leikfélag Reykjavíkur frumsýningu á Fjalla-Eyvindi, leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, og er þessi sýn- ing fyrst og fremst miðuð við það að höfundurinn hefði orðið sextugur á þessu ári, ef honum hefði enst aldur til. VLsir snéri sér til Gests Páls- sonar, formanns Le'ikfélagsins, og leitaði bjá lionum upplýs- inga um sýninguna og skýrði hann svo frá: „Án efa má telja Fjalla-Ey- vind frægasta og besta leikritið, sem ritað hefir verið á íslenska lungu, enda hefir það verið sýnt víða um lönd á helstu leikhús- um álfunnar, svo sem í Kaup- mannahöfn, London, Munchen, Riga, París, Helsingfors, auk þess í New York og sjálfsagt víðar. Hefir leikritið einnig • verið kvikmyndað undir stjórn hins fræga kvikmyndasnillings Victors Sjöberg, og hefir sú mynd verið sýnd hér. Leikritið var fyrst sýnt hér á jólunum 1911 og var það í fyrsta sinn, sem leikrilið sást á leiksviði, en nokkrum mánuð- um seinna var það sýnt í Kaup- mannahöfn. Helstu hlutverkin höfðu þá með höndum, þau frú Guðrún Indriðadóttir, er lék Höllu, og Helgi Helgason skrif- stofustjóri, er lék Eyvind. Halla hefir tvímælalaust ver- ið eitt glæsilegasta lilutverk frú Guðrúnar, og á árunum 1911—- 1924 lék hún hlutverkið samtals 78 sinnum, ]iar af 11 sinnum á Akureyri árið 1921 og 12 sinn- um í Winnipeg árið 1913. Þjóðhátíðarárið 1930 var Fjalla-Eyvindur enn sýndur hér í Reykjavik, og fóru þau þá með aðalhlutverkin frú Anna Borg og Ágúst Kvaran forstjóri. Sýn- ingin var með ágætum, enda var leikritið sýnt 18 sinnum við feikimikla aðsókn, og hefði ó- efað verið sýnt oftar, e'f frú Anna Borg hefði ekki farið ut- an og sýningar því fallið niður. Má fullyrða að leikur frú önnu Borg í þessu hlulverki liafi ver- ið eitt hið glæsilegasta afrek, sem sést hefir á íslensku leik- sviði. Vegna forfalla lék eg þá sex sinnum hlutverk Eyvindar. Að þessu sinni förum við frú Falsariim írá Akur- eyri dæmdur í 14 mán. betrunarhússvinnu. Þórður Jónsson, frá Akureyri, sem handtekinn var hér í Reykjavík þ. 12. janúar var í morgun dæmdur í 14 mánaða betrunarhúsvinnu. Hafði Þórð- ur falsað tékka, eina spari- sjóðsbók og 4 víxla, auk nokk- urra framlengingarvíxla. Þegar Vísir sagði frá þessu, nokkuru eftir að Þórður var handtekinn, var uppvíst um að hann hafði falsað tvo framleng- ingarvixla, eimi tékk og spari- sjóðsbók. Við nánari rannsókn komst svo upp um frekari fals- anir af hans hálfu. Náði Þórður í um 1500 kr. með þessum fölsunum sínum. Hafði hann 400 kr. upp úr sparisjóðsbókinni, 300 kr. fékk hann fyrir tékk á Siglufirði og 800 krónur fyrir nýja víxla, sem hann seldi i útbúum Lands- bankans, Búnaðarbankans og Útvegsbankans á Akureyri. Þórður falsaði nafn föður síns á 4 víxla og nafn Jakobs Frímanns, kaupfélagsstjóra á 2 vixla og tékk. Frú Guðrún Indriðadóttir sem Halla. Frú Anna Borg, sem Halla. Soffia Guðlaugsdóttir með að- alhlutverkin, en Haraldur Björnsson hefir liaft leikstjórn- ina á hendi. Önnur hlutverk hafa nieð Iiöndum: Haraldur Björnsson, er leikur Arnes, Þorsteinn Ö. Stepbensen Björn hreppstjóra, Friðfinnur Guð- jónsson leikur Jón bónda, Marta Indriðadóttir, er leikur Guðfinnu, Gunnþórunn Hall- dórsdóttir leikur konu Jóns bónda og Brynjólfur Jóhannes- son Arngrím holdsveika. Leik- tjöldin hefir Freymóður Jó- hannesson málað og eru þau hin prýðilcgustu að öllum frágangi. Þess skal svo að lokum get- ið, að samkvæmt áskorun Sig- urðar Nordals prófessors verð- ur lokaþáttur leiksins að þessu sinni eins og Jóhann geklc frá honum í upphafi, og er ekki á- stæða til að víkja að því frekar, með því að prófessorinn ræddi það mál í útvarpinu í gær- kveldi.“ Þetta er það, sem Gestur Páls- son hafði um sýninguna að segja, en Vísir getur frá eigin brjósti bætt þvi við, að leikvinir munu fagna því, að fá enn einu sinni tækifæri til að sjá þetta frægasta leikrit Jólianns Sigur- jónssonar. Þarf ekki að efa, að almenningur mun fjölmenna á sýningarnar, enda er það ekki nema verðskulduð viðurkenn- ing á starfsemi Leilcfélagsins, sem hefir nú í vetur sýnt hvert leikritið öðru betra. [undiif Versliiifiiiii íél. ReylMr i kveld. —o— Rætf um launamálið og verslunarmanna- heimili. Hér í blaðinu á öðrum stað er sagt frá samningi, er stjórn Verslunarmannafélags Reykja- víkur hefir gert við atvinnuveit- endur í verslunarstéttinni um kauphækkun fyrir verslunar- fólk vegna vaxandi dýrtíðar. Kaupliækkunin er jafnliá og hún frekast má vera samkvæmt gildandi landslögum. Samningur þessi er bygður á frjálsu samkomulagi milli V. R. og vinnuveitenda. Hann er fyrsti samningur, er V. R. liefir gert um kaupgjaldsmál. Á fundi i Verslunarmannafé- lagi Rcykjavíkur, sem haldinn verður i Varðarhúsinu annað kvöld, verður nánar sagt frá kaupgjaldssamningi þessum og framtíðaráformum félagsins í kaupg j aldsmálum stéttarinnar. Gildandi samningur er aðeins til þriggja mánaða. Má telja fullvíst að verslun- arfólk i Reykjavík hafi huga á að fylgjast með gangi þessa máls og fjölmenni á fundinn. Annað stórmál liggur enn- fremur fyrir fundinum til um- ræðu og ályktunar. Er það til- laga um lcaup á húseign fyrir félagið. Húsbyggingarsjóður V. R. er nú 18 ára og befir frá uppliafi vaxið mjög með ári hverju. Sjóðurinn er til orðinn með frjálsu framlagi félagsmanna og þannig hefir liann vaxið og verið vottur fórnfýsi og áhuga félagsmanna. Margur félagsmaður ól þá ósk i brjósti að rísa mætti i Reykjavík nýtísku verslunar- mannaheimili áður en félagið verður fimtíu ára á næsta ári. Var mikil vinna lögð fram á siðasta ári til undirbúnings mál- inu. En svo lcom stríðið. Alt við • horf gerbreyttist. Aðflutt efni til bygginga hækkaði í verði og er svo komið, að augljóst er að nýbyggingar stöðvist uni ófyr- irsjáajilegan tírna. V. R. liefir því orðið að taka aðra stefnu. Og nú hefir félag- inu boðist til kaups húseign hér í Reykjavík, sem stjórn og liús- bygginganefnd hafa við nána alhugun orðið ásátt um að mæla með á félagsfundi annað kvöld, að fest verði kaup á. Þetta er stórmál, sem skiftir miklu um framtíð félagsins. Engum félagsmanni er það ó- viðkomandi. V. R. vinnur að framgangi fleiri mála fyrir verslunarstétt- ina. Þess vegna ætti alt versl- unarfólk í Reykjavík að vera félagar i V. R. og taka þátt i starfsemi þess. Hver og einn í verslunarstétt- inni, sem enn hefir ekki gengið í V. R. ætti að gera það nú. Nýir félagar eru velkomnir á fundinn annað kvöld. A. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Vestur-Skaftafells- sýslupóstur, Rangárvallasýslupóst- ut, Akranes, Borgarnes. — Til Rvíkur: Borgarnes, Akranes. Kosningar til iðnráðsins í Reykjavík liafa staðið yfir i iðn- félögunum undanfarið, og kom hið nýkosna iðnráð saman til fyrsta fundar 28. jan. Á fundinum flutti formaður skýrslu um starfsemi iðnráðsins undanfarin 2 ár (kjörtímabil- ið), og er þetta aðalefni hennar: I iðnráðinu liafa verið 42 full- trúar, frá 27 iðngreinum (sam- tals um 1800 iðnaðarmenn). I sameinuðu iðnráði hafa ver- ið haldnir 6 fundir á kjörtíma- bilinu. Afgreiðsla mála hefir.að- allega verið í höndum fram- kvæmdastjórnar, sem er skipuð 5 mönnum. Framkvæmda- stjórn hefir haldið 49 fundi og haft til meðferðar 190 mál alls. Eftir iðngreinum skiftast mál- in þannig: Aktýgja- og söðlasmíði 1, böykisiðn 1, bifvélavirkjun 5, blikksmíði 5, bókband 1, brauð- gerð 1, gullsmíði 5, liárgreiðsla 9, húsasmíði 14, húsgagna- bólstrun 1, húsgagnasmíði ll, járniðnaður 14, klæðskurður 8, kvenliattasaum 18, ljósmyndun 1, pípulagning 7, mótasmíði 2, málaraiðn 7, múraraiðn 7, neta- gerð 5, prentmyndagerð 3, prentun 1, rafvirkjun 9, rakara- iðn 7, skipasmíði 7, skósmíði 16, úrsmíði 2, veggfóðrun 2, aðrar iðnir og önnur mál 22. Samtals 190. Eftir efni skiftast málin þannig: Varðandi iðnnám og iðnpróf 27, prófnefndir 16, meistararéttindi 36, undanþág- ur frá iðnskóla 24, vafamál um iðnrétlindi 40, ýms önnur mál 47. —•. Framkvæmdastjórnin hefir ritað 187 bréf, þar af til lögreglustjóra 94, ráðuneytis 25 og ýmsra 68. Aulc þess fjölda tilkynninga og orðsendinga til iðnráðsfulltrúa. Á fundinum fór fram lcosn- ing framkvæmdastjórnar fyrir næstu 2 ár. Formaður iðnráðs- ins var endukpsinn PéluX' G. Guðmundsson, og með honum í framkvæmdastjórn þeir: Ein- ar Gíslason málarameistari, Guðbrandur Guðjónsson múr- ari, Guðmundur Eiriksson liúsasmíðameistari og Guð- mundur Ilalldórsson prentari, allir endurkosninr, nema Guð'- mundur Eiríksson. Ritari iðnráðsins var kosinn Júlíus Björnsson rafvirkja- meistari. Njósnaraflokknr skotinn hjá Petsarao. Um líkt leyti og Rússar hófu innrás sína í Finnland komst upp um víðtæka njósnastarf- semi í grend við Petsamo. Voru um 60 manns flæktir í málið. Þessi starfsemi liafði staðið í 8 ár og foringinn var höfuðs- maður í finska hernum, Par- kkina að nafni. Æðsti foringi höfuðmannsins var bans hægri bönd í allri þessari starfsemi. Lappakona ein var notuð sem sendiboði lil Rússa og fór hún jafnan til Murmansk með öll skilaboð frá binum finsku svilc- urum. Þegar njósnirnar lcomust upp voru allir njósnararnir, að höf- uðsmanninum undanskildum, skotnir. Ilann fékk leyfi til þess að fremja sjálfsmorð. Sókn Rússa gekk svo vel frá Petsamo vegna þess að njósn- ararnir voru búnir að láta þá vita, hvernig öllum vörnum Finna væri hagað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.