Vísir - 05.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 05.02.1940, Blaðsíða 1
lö Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Riotst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsrrúðjan (3. hæð). Af greiðsía: HVERFÍSGÖTU 12. Sími: 3400. AU6LÝSIN6ASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 5. febrúar 1940. 29. tbl. nmsitiBUBmwH nawnnMSMMMaH rymtmsæ^irwmimíKiammMagMuajKismm oftara S: isaiss^Ti. M. r?: -T.'rr.^TÆ R íjórða hundrað sprengi- kúlum varpað á Viborg. EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun. Rússar héldu áfram hinum ógurlegustu loftárás- um á finskar borgir og bæi síðastliðinn laug- ardag og í gær, símar Ralph Forte, fréttarit- ari United Press. Flugvélarnar komu í stórhópum og flugu skipulega, en dreif ðu sér svo og voru gerðar loft- árásir jafnt á smáþorp sem stórborgir en sérstök á- hersla virtist vera lögð á það, að hæfa stórbyggingar. í Viborg kom sprengikúla niður í f orsal gistihúss, þar sem erlendir fréttaritarar hafa aðalbækistöð, og hafa fréttaritarar nú verið beðnir að fara til Helsingfors. Sprengikúla kom líka niður í dómkirkjunni í Viborg og eldur logaði í borginni á 16—20 stöðum í einu. Mann- tjón var lítið, enda er búið að flytja mestan hluta borg- arbúa á brott. Einnig hafa verið gerðar loftárásir á ýmsa staði i Norður- Finnlandi, á Petsamosvæðinu. Alls var varpað niður um 600 sprengikúlum á laugardag og biðu 100 manns bana, en á þriðja hundrað særðust. í einni borg biðu 36 menn bana. 1 Viborg að eins 10—20 og 30—40 særðust. Til marks um hversu Rússar haga loftárásum sínum er það, að nokkrir menn biðu bana í kirkju einni, í gær, en önnur kom niður í loftvarnabyrgi og beið margt manna bana auk þess var varpað sprengikúlum á 3 sjúkrahús og sjö loftvarnabyrgi. Ellefu rússneskar flugvélar voru skotnar niður í gær. ÁHLAUPIN Á MANNERHEIMVÍGeiRÐIN6ARNAR. Rússar halda áfram áhlaupum sínum á Mannerheimvíggirð- ingarnar og fyrir norðan og norðaustan Ladogavatn, en verður ekki ágengt. Þeir fá stoðugt aukinn liðsafla. Finnar hafa ekki enn mist neinar mkilvægar stöðvar í hendur Rússa. ALMENN SKYLDUVINNA í ÞÁCU LANDVARNANNA 1 FINNLANDI. / Öllum, körlum jafnt sem konum, hefir nú verið gert að skyldu að starfa í þágu landvarnanna, eftir því sem kraftar ]þeiirra leyfa og kröfur eru gerðar til. Nær þessi ákvörðun til allra karla og kvenna frá 18—60 ára. l!tl i nsliíihM Bfiilisis 1.1. VOROSHILOV KOMINN TIL MANNERHEIMVÍGSTÖDV- ANNA. ÍHin.nýja sókn Rússa á Kyij- álanesi, sem hófst eftir miðja vikuna, hefir mishepnast. Hið nýja hernaðartæki, brynvörðu vélbyssusleðarnir, sem festir voru framan á skriðdreka og knúðir áfram af þeim, hafa ekki Ttomið að neinu teljandi gagni. Rússar virðast leggja megin- áherslu á, að brjótast gegnum Mannerheimvíggirðingarnar hvað sem það kostar. Yfirstjórn sóknarinnar, sem ekki hefir borið neinn árangur enn þá, er í höndum Voroshilovs sjálfs, yfirherforingja rauða hersins. FINNAR ÓÁNÆ6Ð1R. ÞEIR ÞURFA AUKNA HJÁLP — FLEIRI SJÁLFBOÐALIÐA. Finski náðherrann, Mantere, talaði á fjölmennum fundi í Oslo í gær. Hann lét í ljós von- brigði yfir því, liversu fáir sjálfboðaliðar kæmi frá Sví- þjóð og Noregi. Finnar geta ekki varið land sitt til lengdar, sagði hann, nema þeir fái her- afla frá öðrum þjóðum sér til aðstoðar. Það væri „stærðfræði- lega ógerlegt" að Finnar gæti gert það, án aðstoðar annara þjóða. Þess vegna byggist Finn- ar við, að allar frelsiselskandi þjóðir kæmi þeim til hjálpar, annars vofir ógnaröld bolsé- vismans ekki að eins yfir Finn- land heldur og yfir nágranna- löndum Finnlands. — NRP. NORSKA HJÁLPARSVEITIN í FINNLANDI. Prófessor Johan Holst, yfir- maður norska hjúkrunarleið- angursins í Finnlandi, hefir símað að hjúkrunarleiðangur- inn hafi nú 270 rúm handa særðum hermönnum, en byrj- að var með 100. Prófessorinn hefir beðið um aðstoðar-hjúkr- unarlið, til þess að hægt verði að leysa hjúkrunarfólkið frá störfum nægilega oft, til hvíld- ar. Verður brugðið við og sent hjálparlið hið skjótasta. - NRP. MIÐLA ÞJÓÐVERJAR MÁLUM? Fregnir frá Stokkhólmi lierma, að þar gangi orðrómur um, að tilraun verði gerð til þess að miðla málum milli Finna og Rússa, að tilhlutan Þjóðverja. — NRP, 5 Heinknelflugvélar skotnar niður. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Kl. 10 á laugardagsmorgun hófu þýskar Heinkel-sprengju- flugvélar árásir á flutninga- og fiskiskip við austurströnd Brét- lands á Hðlega 400 mílna löngu svæði. Breskar hernaðarflug- vélar fóru á vettvang og kom til loftbardaga yfir sjó undan Tyne-ósum og undan North- umberlandsströnd og víðar. Það er talið áreiðanlegt, að fimm hinna þýsku Heinkel-flugvéla hafi verið skotnar niður. En þýsku flugvélarnar, sem þátt tóku í árásunum Voru að minsta kosti 12. Bretar mistu enga f lugvél og 4 þýsku f íugvélarnar af 5, sem um getur hér að fram- an, voru skotnar niður af flug- mönnum úr sömu bresku land- varnaflugsveitinni, og hafa flugmenn úr henni áður getið sér frægðarorð. Lík þriggja breskra flug- manna hefir rekið á land og fiskimenn hafa bjargað 4 þýsk- um flugmönnum úr flugvélum, sem skotnar voru niður. Einn flugmannanna, sem var í flug- vél, sem skotin var niður yfir landi, var lagður í sjúkrahús og varð að taka af honum fótinn. Annar flugmaður í sömu flug- Vél beið bana í lendingu, en 2 aðrir voru særðir. Engar árásir voru gerðar á skip á sömu slóðum í gær og segja Bretar, að Þjóðverjar muni ekki hafa verið búnir að gleyma útréiðinni á laugardag- inn. Varakonnngnr Indlands og Ganiliii ræðast við. Næst samkomulag um aukið sjálfstæði Indlands. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Linlithgow lávarður, vara- konungur Indlands, og M. Gandhi ræðast við i dag í New Dehli. Tiðar umræður milli varakonungsins og indverskra stjórnmálamanna hafa farið fram að undanförnu, en við- ræða þeirra Linlithgows og Gandhi er talin mikilvægust allra. Viðræðurnar fara fram í þeim tilgangi að ná samkomu- Jagi um stjórnarskrármálið eða framííðavstjórnskipulag í Ind- Finsku hermennimir eru allir afbragðs siðamenn. Myndin sýnir herdeild á leið til vigstöðv- anna hjá Lieksa. Vilhjámur fyrv. keis- asri viil hjálpa Finnum Viihjálmur fyrrverandi Þýska- landskeisari, sem ekki hefir látið hafa neitt eftir sér varð- andi stjórnmál frá þvi hann af- salaði sér völdum, hefir í einka- bréfi, skrifuðu 16. janúar, kom- ist svo að orði,að hinir glæsilegu sigrar Finna hafi eytt „gloriu bolsévismans". — Siyrjaldar- þjóðirnar ætti að hætta að berj- ast, segir Vilhjálmur fyrrver- andi keisari, og beita kröftum sínum Finnum til hjálpar. NRP. Alger eining sk Btalkanríkja- rii EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfti í morgun. Frá Berlín er simað, að yfirlýsing Balkanráöstefnunnar sýni, að tilraunir Bandamanna til þess að fá Balkanþjóðirnar í stríð gegn Þýskalandi hafi mistekist. Þjóðverjar gleðjast yfir því, segir í Berlínarfregninni, að Balkanríkin hafa ekki gripið til þess ráðs að mynda varnarbandalag, því að afleiðing þess hefði getað orðið, að horfurnar hefði versnað. ÁLYKTUNIN. Balkanráðstefnunni í Belgrad lauk í gærkveldi. Að henni lok- inni var gefin út tilkynning þess efnis, að Balkanríkin fjögur, sem að bandalaginu standa, séu staðráðin í að vinna saman og efla innbyrðis viðskifti. Þá seg- if i tilkynningunni, að sam- komulag hafi náðst vim að framlengj a Balkanríkj asáttmál- ann, sem er nokkurs konar stjórnarskrá bandalagsins, um sjö^ár, en næsti fundur verður haldinn í Aþenuborg að ári. Enn segir i tilkynningunni, að samkomulag hafi náðst um að fylgja friðarstefnunni og verða hlutlaus í yfirstandandi styrj- öld, en gefa nánar gætur að öllu, sem fram fer, með það fyr- ir augum að sporna við þvi, að styrjöldin færist til Balkan- landa. Loks er tekið fram, að samvinnu Balkanríkjanna sé ekki beint gegn neinu ríki eða rikjum. Næsti fundur verður haldinn í Aþenuborg að ári. Sarajoglu utanríkismálaráð- herra Tyrklands mun koma við í Sofia, höfuðborg Búlgariu, á heimleið og ræða við ríkis- stjórnina, en Balkanbandalags- rikin leggja mikla áherslu á, að fá Búlgaríu í bandalagið, en landi. Me'nn gera sér nú vonir um, að rudd verði braut að því marki, að Indland fái réttindi á borð við bresku samveldis- löndin. þeir eiai eina rílvið á Balkan- skaga, sem stendur uíah þess. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. LfTILL ÁRANGUR SE6JA LUNDUNABLÖÐIN. Lundúnablöðin í morgun eru þeirrar skoðunar, að árangur- inn af ráðstefnunni sé ekki mikill. Daily Telegraph segir, að lesa megi milli línanna i til- kynningunni, sem gefin var út að fundinum loknum, að Balk- anrikin fjögur, sem að ráð- stefnunni standa, hafi talið mest öryggi i þvi að hafa sem nánasta samvinnu og forðast að gefa nokkuru riki utan Balkan- skaga hina minstu átyllu til þess að hafa afskifti af málefn- um Balkanríkjanna. ÍTALIR ÁNÆCÐIR YFIR ÁRANCRINUM. Rómaborgarfregnir herma, að ítalir séu ánægðir yfir ár- angrinum, og hann sé sigur fyr- ir ítalska stjórnmálastefnu. — Lögð er áhersla á það af itölsk- um stjórnmálamönnum, að Balkanríkin vilji frið og vernda hlutleysi sitt, en muni ekki þola ágengni og ofbeldi í sinn garð. Þá segja ítalskir stjórnmála- menn með skírskotun til vin- samlegra ummæla Balkan- ríkjanna i garð Dónárrikjanna, að rutt hafi verið úr vegi stærsta bjarginu á leið til góðs samkomulags Balkan- og Dón- Isalög við Danmörku valda vaxandi erfiðleikum og þeim stöðum f jölgar, sem senda verð- ur matvæli o. fl. til loftleiðis, þar sem þeir eru sambandslaus- ir við aðra bæi. Aðflutningaerf- iðleikarnir eru svo miklir, að í Kaupmannahöfn óttast menn skort á vistum, fæðutegundum og eldsneyti. Víðtækar varúðar- ráðstafanir hafa verið gerðar til sparnaðar. — NRP. Fpá hæstarétti Afeng'issaii dæmdnr. 1 dag var i hæstarétti stað- festur dómur lögregluréttar Reykjavíkur, þar sem Ásgeir Ásmundsson var dæmdur í 3 mánaða fangelsi og 3000 króna sekt til Menningarsjóðs, fyrir ó- löglega áfengissölu. Var dóm- urinn bygður á framburðum einstakra vitna, er kváðust hafa keypt áfengi af Ásgeiri, og því, að hann hafði ekki getað gert nægilega grein fyrir þvi, af hverju hann hefði haft lífsvið- urværi sitt þá um nokkurra mánaða skeið. Var og tekið tillit til fortíðar hans, en hann hafði oft áður verið dæmdur fyrir á- fengissölu. ' ¥ árrikjanna og sé þetta afar mik- ilvægt fyrir friðinn í suðaust- urhluta álfunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.