Vísir - 06.02.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
KRISTJÁN GUÖLAUGSSON.
Sími: 4578.
Rii itstjórnarskrif stof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
30.
ar.
Reykjavík, þriðjudaginn 6. febrúar 1940.
Afgreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
30. tbl.
FINNAR BÚAST Vlfl NÝRRI
SÓKN Á KYRJÁLANE8I.
ÁHLAUPUNUM Á MANTSIVIRKI HRUNDIÐ.
EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun.
Webb Miller, fréttaritari United Press í Finn-
landi, símar í morgun ,að mikið sé barist á
öllum vígstöðvum í Finnlandi. Allar tilraun-
ir Rússa til þess að brjótast í gegnum Mannerheimvíg-
girðingarnar hafa orðið árangurslausar enn sem komið
er. Hafa þeir einkum lagt áherslu á, að gera áhlaup á
Mantsivirki og þar í grend, og hvorki sparð menn né
hergögn frekar en fyrri daginn, en Finnum hefir alt af
tekist að hrekja þá til baka. Bardagarnir eru síharðn-
andi og Finnar segja, að áhlaup Rússa séu betur undir-
búin í seinni tíð. Búast Finnar við nýrri sókn af hálf u
Rússa þá og þegar.
Virðast Rússar ætla sér að brjótast gegnum Manner-
heimvíggirðingarnar og gegnum varnarlínu Finna f yrir
norðaustan Ladogavatn hvað sem það kostar. Flytja
beir stöðugt liðsafla til þessara vígstöðva.
HAFA FINNAR SIGRAö 18. HERFYLKI RÚSSA FYRHl
I NORÐAN LADOGAVATN?
Fregnir hafa borist til Stokkhólms um, að Finnar hafi unnið
sigur á 18. rússneska herfylkinu fyrir norðan Ladogavatn.
Segir i fregnum þessum, að herfylkið, sem í eru a. m. k. 15.000
manns, hafi verið króað inni í meira en viku, og hafi Finnar
gert árás á það og hafi mestur hluti herfylkisins fallið eða verið
tekinn til fanga. Þessar fregnir eru óstaðfestar.
LOFTÁRÁSUM HALDIÐ ÁFRAM.
Rússar halda áfram loftárásum sínum á finska bæi. í seinr.i
tfð virðast þeir leggja aukna áherslu á, að eyðileggja járnbraut-
ir Finna og járnbrauíarstóðvar. Enn ein loftárásin var gerð á
Ábæ í gær.
Eítt af liraðskreið-
iisiu skipum Kanada
skotið í kaf.
Skipid hafdi 80 manna áhöfn, en engan
farþega.
EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun.
Beaverburn, eitt af nýjustu og hraðskreiðustu skipum Cana-
dian Pacific gufuskipafélagsins, var skotið í kaf við suðvestur-
strönd Bretlands í gœr. Skipið sendi frá sér neyðarskeyti, er það
nálgaðist strondina, þess efnis að sést hefði til kafbáts. Brugðu
þá herskip við og lögðu af stað til h jálpar. Var allmörgum skips-
manna bjargað, en hversu mörgum er enn ekki kunnugt. Um
80 manna áhöfn var á skipinu, en engir farþegar.
Beaverburn var eitt af hraðskreiðustu flutningaskipum sem
smíðað hefir verið.
Assama Maru-málið.
Bretar hafa fall-
ist á, að láta 9
þjóðverja lausa.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Orðsendingar hafa farið fram
að undanförnu milli ríkis-
stjórna Bretlands og Japari, út
af því, að breskt herskip stöðv-
aði japanska farþegaskip-
ið Assama Maru við strendur
Japan og voru teknir um 21
þýskir sjómenn, er voru far-
þegar á skipinu, og fluttir til
Hongkong.
í fregn frá Tokio í morgun
segir, að Arita utanríkismála-
ráðherra Japans, hafi tilkynt, að
orðseudingaskiftin og viðræður
hans og Sir Roberts Craigie,
breska sendiherrans í Japan,
hafi borið þann árangur, að
breska stjórnin hafi fallist á að
láta lausa 9 af 21 þýskum sjó-
manni, sem teknir voru á Ass-
ama Maru.
Jafnframt tilkynti Arita, að
Japanir væri ekki ánægðir með
þessa tilslökun, og ekki hætta
samkomulagsumleitunum við
Breta fyrr en kröfur þeirra um,
að .allir þýsku sjómennirnir
yrði látnir lausir, hefðist fram.
Norska skips tj órasamband'ið
átti 50 ára afmæli s. 1, fimtu-
dag. Meðal þeirra, sem sendu
heillaóskaskeyti var Hákon
konungur og mintist hann hug-
rekkis og dáða norsku sjó-
mannastéttarinnar fyrr og síð-
ar, einkanlega á yfirstandandi
hættutímum. — NRP.
ölíf j§? líiir Dii-
ijiii iyrir oi sfðmr iyrir-
11. lauo
K.höfn í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Þýsk blöð finna mikið að því
í morgun, að dönsk blöð hafi
gert mikið úr flugvélatapi
Þjóðverja i loftbardögunum yf-
ir siglingaleiðum við austur-
strönd Bretlands s.l. laugardag,
er Þjóðverjar mistu 5 Heinkel-
flugvélar af 12, en Bretar enga.
Segja þýsku blöðin, að dönsku
blöðin hafi birt fregnirnar um
flugvélatap Þjóðverja undir
feitletruðum fyrirsögnum, en
skipataps Englendinga minst að
eins lítillega.
Ungverjap oánægðir
yflr Balkanráðstefn-
unni.
K.höfn í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
í ungverskum blöðum kem-
ur fram gagnrýni á samþyktum
Balkanráðstefnunnar sem hald-
in var i Belgrad nýléga. Pester
Lloyd segir, að það verði að
muna eftir því, að 1,8 milj.
Ungverja séu innan landa-
mæra Rúmeniu, og það sé til-
gangslaust að gera neinar sam-
þyktir varðandi framtíð Balk-
anskagaríkja og Dónárríkja,
nema tekið sé tillit til þessa.
CHAMBERLAIN 1 FRAKKLANDI.
Mynd þessi var tekin, er Cliamberlain fór í heimsókn sina til
breska hersins í Frakklandi, maðurinn sem hann er að heilsa
er Gamelin, franski yfirherforinginn. — Chamberlain var í
París í gær, svo og Halifax, Oliver Stanley hermálaráðherra,
Kingsley Wood flugmálaráðherra og Winston Churchill flota-
málaráðherra, og sátu þeir fund yfirherráðs Bandamanna, en
af Frakka hálfu sátu fundinn Daladier forsætis- og hermála-
ráðherra, Gamelin herforingi, flota- og flugmálaráðherrarnir
o. m. fl. —
Þorskstofninn
1940.
í januar
Viðtal við Árna Friðriksson fiskiíræðing.
Tíðindamaður Vísis hefir farið á fund Árna Friðrikssonar
fiskifræðings, og spurt hann hvað liði þorskrannsóknunum í
ár. Sagðist honum svo frá.
Áður en eg svara þeirri spurn-
ingu, segir Árni Friðriksson,
væri rétt að virða fyrir sér
aldurssamsetningu þorskstofns-
ins hér við land s. 1. ár. Okkur
tókst að rannsaka yfir 44.000
af þorski eða miklu meira en
nokkurt annað ár og höfum
við von um, að geta gefið
út skýrslu um þessar rannsókn-
ir áður en langt um líður.
Yfirleitt bygðist vertiðarafl-
inn í fyrra aðallega á tveimur
árgöngum, nefnilega árgöngun-
um frá 1930 og 1931 eða 8 og 9
ára gömlum fiski. Á hinn bóg-
inn komu þessir árgangar ekki
fram í kalda sjóirarn seinna á
ALT RÓLEGT A VESTURVÍGSTÖÐVUNUM. — Þetta er
enn viðkvæðið, þegar ininst er á stríðið milli Bandamanna og
Þjóðverja. Þessi mynd sýnir þó, að eitthvað gerist þar við og
við. Tveir franskir hermenn verjast í rústum á bóndabæ, sem
er á milli vífilinarina.
árinu. Þar bar mest á árgang-
inum frá 1934 sem nú er að
verða 6 ára.
Þau gögn, sem við höfum í
hendi, til þess að geta okkur til
urri aflabrögðin á þessu ári, eru
ekki að eins 44 þúsundin, sem
rannsökuð voru s. 1. :ár, heldur
| rösklega 250.000 af þorski, sem
i athuguð hafa verið síðan 1928.
Vertiðin er nú varla byrjuð
i og eg hefi ekki enn þá fengið
I nein plögg til þess að dæma um
, stofninn nema frá Keílavík.
j Þar hafa fiskast að meðalíali
í jánúar 62 fiskar á hverja 1000
öngla og er það minna en í
fyrra, þegar veiddust 90 í janú-
ar með sömu fyrirhöfn. En hér
kemur einn mildll miinur til
greina. I fyrra var vertíðar-
þorskurinn (kynþroska þorsk-
ur) farinn að dragast á miðin
þegar upp úr nýári, þótt hans
nyti þar ekki við alla vertíðina,
en í ;ár er sá fiskur, sem vertíð-
in hlýtur að byggjast á (10 en
þó einkum 9 ára þorskur) ekki
kominn á hrygningarstöðvarn-
ar. Að eins tæplega 18% af
Keflavíkuraflanum í janúarhef-
ir talist til þessara tveggja ár-
ganga. Alt hitt má hér um bil
undantekningarlaust heita upp-
vaxandi fiskur, en þar ber mest
á 5 og 6 ára fiski, sem nemur
urn 60% af aflanUm. Vertíðar-
fiskurinn virðist því ekki geng-
inn á miðin.
Eins og þegar var drepið á
verður vetrarvertíðin i ár að
byggjast á 10 vetra, en þó aðal-
lega 9 vetra gömlum þorski.
Svo er að sjá sem 9 vetra gamli
fiskurinn (lárg. frá 1931) hafi
að mestu leyti alist upp við
Grænland og er hann því seinni
til að komast í gagnið heldur
en fiskur, sem elst upp hér við
land, við meiri sjávarhita og ef
til vill betri skilyrði að öðru
leyti. Þar af leiðir að þessi ár-
Flokksþing demo-
krata í U.S.2L verð-
ur haldið í Chicago.
London í morgun.
Einkaskeyti frá United Press.
Miðstjórn demokratiska
flokksins í Bandarikjunum hef-
ir samþykt með 48 atkvæðum
gegn 47, að ráðstefna flokksins
til þess að velja forsetaefni
skuli haldin í Chieago, þar sem
Roosevelt var kjörinn forseta-
efni árið 1932.
553 atvinnuleys-
ingjar í febriíar.
Þrjá fyrstu dagana i þessum
mánuði fór fram skráning at-
vinnulausra verkamanna og
kvenna, sjómanna o. s. frv. —
Komu 553 manns til skráning-
ar, þar af þrjár konur.
Um sama leyti íárs, hin síðari
ár hefir tala atvinnuleysingja
verið sem hér segir:
1939 .......... 521
1938 .......... 769
1937 .......... 703
1936 .......... 554
Árni Friðriksson.
gangur hefir ekki skilað nema
litlu broti af fullþroskuðum
fiski í fyrra, hitt. á að koma í
ár og nsesía ár, og ef til vill
eitthvað síðar, »
Eftir þvi sem útlit er fyrir
virðist stærð þorskstofnsins
síður en svo standa i vegi fyrir
góðri vertíð. öðru máli er að
gegna með göngu þorsksins og
hrygningarstöðvar. Um það
getum við að svo stöddu ekkert
sagt. Til þess að leysa þá þraut,
hvort sjávarhitinn er mestu
ráðandi um val hrygningar-
stöðvanna verður að halda úti
viðtækum rannsóknum á sjó,
en til þess höfum við því miður
ekki aðstöðu í bili. Eldri rann-
sóknir mínar virðast benda á,
að sjávarhitinn hafi mikla þýð-
ingu fyrir hrygningu þorsks-
ins, þannig að hún fari helst
fram innan ákveðinna hita-
marka, eða með öðrum orðum
við ákveðinn kjörhita. Þetta
viðfangsefni mætti sennilega
leysa með því að hafa fastan
mann um borð í einhverjum
togara, fela honum að mæla
hitann við botn iðulega, og gera
um leið eins ítarlegar skýrslur
og hægt er um fiskimergð og
fiskilag, á mismunandi stöðum
og tímum.
Að siðustu sagði Árni Frið-
riksson, að sér væri ljúft að láta
blaðinu í té frekari upplýsingar
um það viðhorf til vertíðárinn-
ar, sem fiskirannsóknirnar
leggja okkur i hendur.
Frh. á bls. 3.