Vísir - 10.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 10.02.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÖLAUGSSON. Sími: 4578. Rit ststjórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGfcÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 10. febrúar 1940. 34. tbl. Oll finska þjó á verði gegn nýrri hættu. SSBasNsar hafa iiuii finsktiBBiælaiidi njósnara til Finnlands loftleiðis og nafa margfir þegrar verið hand- teknir. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Auknar ráðstafanir haf a verið gerðar um gervalt Finnland til varnar gegn nýrri hættu: Finsku- mælandi rússneskum njósnurum, sem Rússar hafa flutt loftleiðis til Finnlands, í allstórum stíl, þann- ig, að búnir fallhlífum svífa þeir til jarðar úr flugvél- um, að baki víglínu Finna. Tilraunir Rússa í þessa átt yf ir hinum þéttbygðari hluta landsins suður frá gáf ust ekki vel, en í strjálbýlinu í Norður-Finnlandi hef ir þeim hepnast þetta. Starf semi þessara manna er Finnum vit- anlega mjög hættuleg. Er hér um að ræða njósnara sem tala finsku sem innfæddir menn, og þeir eru klæddir finskum einkennisbúningum. Aðrir hafa það hlutverk með höndum að vinna skemdarverk á samgönguleiðum ogvíðar. i ::^M|iilfl Lögreglan um gervalt Finnland hef ir f engið sérstak- ar f yrirskipanir um að vera vel á verði og auk þess haf a stjórnarvöldin snúið sér til almennings, og hvatt menn til þess að aðstoða her og lögreglu í hvívetna við að haf a hendur í hári njósnaranna. Hafa allmargir rússneskir njósnarar verið handteknir síðustu daga. FRÁ VlGSTÖÐVUNUM. RUSSAR HALDA ÁFRAM SÓKNINNI. Rússar halda hvarvetna áfram áhlaupum sínum, en verður ekki ágengt. Mestur kraftur virðist í sókn þeirra á Kyrjálanesi «g er nú ekki eingöngu sótt fram á Summavígstöðvunum, heldur beggja megin við þær. Frá Kuhmovígstöðvunum hafa ekki borist nýjar fregnir, nema að Finnar halda áfram að þjarma að Rússum, og er manntjón mikið í liði Rússa. Fyrir norðan Ladogavatn hafa Finnar bætt aðstöðu sína, þótt Rússar þar eins og á Kyrjálanesi hafi fengið mikinn liðsauka. FINNAR HAFA FENGIÐ MIK- IÐ AF HERGÖGNUM FRÁ BRETLANDI OG FRAKK- LANDI. Hergögn eru nú flutt í stór- um stil til Finnlands frá Bret- landi og Frakklandi. Frá Bret- landi hafa Finnar fengið árás- arflugvélar af allra nýjustu gerð og miklar birgðir af skot- um í rifla og vélbyssur. Skorti Finna mjög hvorttveggja. t>á hafa Frakkar einnig brugðist drengilega við og sent Finnum miklar birgðir af marsgkonar hergögnum og hefir forsætis- ráðbefrra Finnlands persónu- lega þakkað franska sendiherr- anum i Helsingfors hjálpina. Hergögn þessi munu munu vera send yfir Svíþjóð. r tnoirsDillir sökHvir 2 liins. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Breskur tundurspillir hefir sökt tveimur þýskum kafbát- um á söimi stundu og þykir það mikið afrek. Hefir breska flota- málaráðuneytið birt tilkynn- ingu um þetta, vegna þess bversu óvanalegt afrek er um að ræða, en vanalega er ekki til- kynt jafnóðum, þó kafbáti eða kafbátum sé sökt. Kafbátar þessir ætluðu að gera árás á flutningaskip, sem herskip fylgdu. Nánara getur ekki um atburð þennan í tilkynningu flotamálaráðuneytisins, en það er búist við að Churchill eða Chamberlain geri nánari grein fyrir þessu í næstu yfirlits- greinum sínum um styrjöldina. á VÍ^tÖðVBBBlOIIBI. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Gort lávarður, breski yfirher- foringinn bauð Lebrun ríkisfor- seta Frakklands að heimsækja breska herinn fyrir aftan víg- stöðvarnar í Frakklandi og fór ríkisforsetinn í þessa heimsókn i.í gær. Lebrun heimsótti her- menn í bækistöðvum þeirra fyrir aftan vígstöðvarnar, skoð- aði hin nýju, vélknúnu hergögn Breta o. s. frv. Flokkur Há- skota (Gordon-Highlanders) stóðu á heiðursverði við komu Lebrun. — Hyltu hinir brefsku hefmenn Lebrun ákaft. Að heirosókhjnni fyrir aftan vígstöðvarnar lokinni fóru þeir Lebrun og Gort lávarður ásamt fylgdarliði til vigstöðvanna og skoðuðu hin nýju, ramgeru virki, sem búið er að koma þar upp, til viðbótar þeim, sem fyr- ir voru. Mst Hilwrlii að rjðið lililin fci? Fjöldi fJutningaskipa með mat- væli við Norður-íshaf. Þau ætla að komast suður með Noregs- ströndiim til Þýskalands. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. 1 skeyti frá Helsingfors í morgun er sagt frá því, sam- kvæmt fregnum frá Norður- Finnlandi, að mörg þýsk flutn- ingaskip hafi sést í Limnahamri og þar undan ströndinni. — Limnahamri er eina höfnin í Norður-Finnlandi, sem ekki leggur, en hún er nú í höndum Rússa. Talið er, að flutninga- skip þessi séu hlaðin korni og öðrum matvælum, og ætli Þjóðverjar að gera tilraun til þess að rjúfa hafnbann Breta, með því að láta skip þessi sigla suður með Noregsströndum til Þýskalands. Friðarvið- leiíni Roosevelts. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Það var tilkynt í Washington 'i gær, að Roosevelt forseti hefði ákveðið, að senda Summer Wells aðstoðarutanríkismála- •ráðherra Bandarikjanna til Þýskalands, ítalíu, Bretlands og Frakklands, til þess að kynna sér horfurnar í þessum löndum. Það var tekið fram, að hann færi aðeins kynningarerinda, en hefði engar tillögur meðferðis, og myndi ekki takast á hendur neinar skuldbindingar fyrir hönd Bandaríkjanna. Jafnframt var tilkynt, að Bandaríkja- stjórn hefði hafið umræður við „önnur hlutlaus ríki". Þótt til- kynt væri, að engin tengsli væri milli fyrirhugaðra viðræðna við stjórnmálamenn styrjaldar- Janda og hlutlausra landa, er Jitið svo á, að hér sé um tilraun að ræða, til þess að koma á friði. Má m. a. marka það af því, að í London þótti ástæða til að taka það frám, að Frakk- ar og Bretar hefði þegar tekið fram skýrt og skilmerkilega hvaða skilyrði þeir hefði sett fyrir því, að sest væri á ráð- stefnu til þess að ræða friðar- skilmála, en jafnframt var til- lcynt, að Summer Wells myndi verða tekið vel i London og hann gæti fengið þar allar þær i upplýsingar, sem hann óskaði i eftir. 1 fregnum frá Rómaborg seg- DANSKIR SJÁLFBODALIDAR LÆRA Á SKÍÐUM. — Sá er gallinn við dönsku sjálfboðaliðana, sem farið hafa til Finnlands, að þeir eru ekki þaulvanir skíðagarpar, eins og sjálfboðaliðarnir fra Noregi og Svíþjóð. Má glögt sjá það á þessari mynd, að „enginn verður óbarinn biskup". En Dan^ irnir taka þessu brosandi og þá er hálfur sigur unninn. Lokaður fundur í franska þinginu í fyrsta sinn í 20 ár Landvarnamálin og styrjöldin til umræðu. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Leon Blum, leiðtogi jafnaðarmanna, gerði það að tillögu sinni undir umræðum í frönsku málstofunni í gær, að haldinn yrði lokaður fundur til þess að ræða landvarnirnar og ýmsar styrj- aldarframkvæmdir. Daladier, sem er hermálaráðherra og utan- ríkismálaráðherra, auk þess sem hann er forsætisráðherra, var í rauninni andvígur tillögunni, og þótti sýnilega miður, ef farið væri út á þessa braut, enda hefir ekki veríð haldinn fundur fyr- ir luktum dyrum í fulltrúadeildinni í tvo áratugi, en hann kvaðst ekki vilja vekja deilur um þetta, og sætta sig við þær ákvarð- anir, sem deildin tæki. Var svo tillaga Blums samþykt með nokkurum atkvæðamun og greiddu, auk jafnaðarmanna, ýmsir úr róttæka flokknum (radikalflokknum) atkvæði með. tillög- unn, einkum úr hægra armi flokksins. Fundurinn stóð yfir þar til kl. 8 í gærkveldi og var þá frestað og hófst að nýju í morgun. þess að koma á fót nýbýla- hverfi, sem gert mun vera ráð fyrir, að verði í allstórum stíl, og mun nefndin einnig taka til- lit til þess við störf sín hversu ástatt er i atvinnuleysismálum, svo að atvinnulausir menn geti fengið störf við þessar fram- kvæmdir. í nefndinni eiga sæti: Steingr. Steinþórsson búnað- armálastjóri, Valtýr Stefánsson ritstjóri, Ingimar Jónsson skólastjóri. 111 fflWI" --------------- NJÓSNASTARFSEMI í FRAKKLANDI. Franska lögreglan hefir að undanförnu verið að komast á snoðir um víðtæka njósnastarf- semi, að undirlagi þýslcu lög- reglunnar (Gestapo). Er ekki grunlaust um, að eitthvað frek- ara hafi sannast i þessa átt, er húsrannsóknin var gerð lijá Rússum nýverið, en annars er svo að sjá, sem Þjóðverjar hafi haft „útsendara" og „agenta" hingað og þangað um Frakk- land, og hefir franska lögregl- an verið all-athafnasöm að undanförnu að grafa fyrir ræt- ur þessa meins. Höfuðtilgang- urinn með allri þessarí starf- semi virðist vera, að vekja sundrungu meðal frakknesku þjóðarinnar og tortrygni henn- ar í garð Breta. Gestapo hefir sent allskonar fyrirspurnir, sem „agentarnir" áttu að svara, t. d. var spurt um lýðhylli Daladiers, hverjir væri vinir hans, hverj- um augum almenningur i Frakklandi liti á samvinnu Breta og Frakka, hvern stuðn- ing Daladier myndi fá, ef til verulegra átaka kæmi, hvort ir, að stjórnmálamenn þar séu vantrúaðir á, að friðartilraunir Roosevelts muni bera árangur að svo stöddu, og stuðnings It- alíu sé vart að vænta, fyrr en ákveðnar tillögur Uggi fyrir. Hinsvegar láta stjórnmálamenn i ljós von um, að af heimsókn Sumer Wells leiði bætt sam- búð Bandaríkjamanna og Itala. Frakkar treysti nýlenduher- sveitum sínum og þar fram eft- ir götunum. Daladier mintist á þessa njósnastarfsemi í þing- ræðu í gær og sagði, að það yrði franska þingið, sem nú gæti svarað þessum fyrirspurnum Gestapo. Þótt Daladier væri mótfallinn tillögu Blums um lokaðan fund og tillaga Blums næði fram að ganga, er Daladier ekki talinn í neinni hættu. Alger eining er sögð ríkja á fundinum og allur þingheimur miðar gagnrýni sína á styrjaldarframkvæmdum við heill og hag Frakklands. Nýbýlastofnun og atvinnuleysi. Nefnd skipuð til þess að athuga skilyrði til þess að koma á stofn nýbýlahverfi og fái atvinnulaus- ir menn atvinnu við fram- kvæmdirnar. —o- Eins og kunnugt er hefir ný- býlamálið verið alllengi á dag- skrá og hefir á undangengnum árum sveigst í þá átt, að menn hallast frekar að því, að stofnað verði til nýbýla í hverfum, þar sem ræktunar- og samvinnu- skilyrði eru best. I framhaldi af því, sem áður hefir verið gert þessum málum viðkomandi, er það, að landbúnaðarráðherra hefir skipað þriggja manna nefnd, sem hefir fengið það hlutverk, að athuga skilyrði til Mlkiil fjöldl áskrifenda ú bókum Menningar* sjöís og Þjöívinafél. Fyrir rúmri viku var byrjað að safna áskrifendum að bók- um Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins. Gengur áskrif- endasöfnunin ágætlega og hafa að jafnaði safnast um 100 á dag. Eru þetta aðallega þeir, sem komið hafa á skrifstofu Menn- ingarsjóðs i húsi Búnaðarbank- ans, en auk þess tóku um 100 áhugamenn hér í bænum að sér, að safna áskrifendum. Hafa nokkrir þeirra skilað fullum á- skriftalistum, en flestir eiga ef tir að skila. Það eru bæði ungir og gamlir, sem gerast áskrifendur að bók- unum, og úr öllum stéttum. Þá hafa fengist 1-—2 menn í hverri sveit landsins til þess að safna áskrifendum þar og fleiri menn i kaupstöðum og kaup- túnum. Eins og nú horfir má þvi búast við, að upplag bók- anna verði óvenjulega mikið á íslenskan mælikvarða. Fyrstu bækurnar munu koma út í april næstkomandi. Eru það „Markmið og leiðir" eftir AldoUs Huxley, í þýðingu dr. Guðmundar Finnbogasonar og „Sultur", eftir Hamsun, þýdd af Jóni Sigurðssyni, skrifstofu- stjóra Alþingis. Landsmálafélagið Vörður hélt fund í gærkvöldi og hóf l'hor Thors umræ'Öur um stjórn- málin. Rakti hann helstu lagasetn- ingu síðasta þings, sem og samn- ingaumleitanir og samvinnu lýðræÖ- isflokkanna. Ger'Öi hann sérstaklega grein fyrir afstö'Su sinni til þessa máls, og lýsti því næst árangri af stjórnarsamvinnunni. Tala'ði hann langt mál og snjalt, við hinar hestu undirtektir. Frekari umræ'Sur ur'Su ekki og var fundi sliti'B um kl. io^á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.