Vísir - 12.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 12.02.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐbAUGSSON. Sími: 4578. Rii itst jórnarskrif stof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Af greiðsia: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGfcÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 12. febrúar 1940. 35. tbl. Þeir ætla að taka »Verdun Fmnlandscc hvað sem það kostar. EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun. Edward Beattie, einn af fréttariturum United Press á vígstöðvunum í Finnlandi, símar í morgun: Það hef ir ekkert lát orðið á áhlaupum Rússa á Mann- erheimvíggirðingarnar, en áhlaupunum hefir öllum verið hrundið. Rússar haga nú árásum sínum þannig, að þeir halda uppi stöðugri f allbyssuskothríð til varnar skriðdreka- og fótgönguliðssveitum, er fram sækja. Rússar senda nú alt af skriðdreka, oft með viðtengdum brynvörðum sleðum, á undan f ótgönguliðinu. JFinnar viðurkenna, að Rússum haf i tekist að komast í námunda við fremstu röð víggirðinganna, en segja, að_þeim hafi hvergi tekist að komast inn í þær, þrátt f yrir það, að ekkert hlé verði á, stöðugt séu sendar fram nýjar og óþreyttar herdeildir. FINNAR ÓTTAST EKKI FÓTGÖNGULID RÚSSA, EN HÆLA VÉLBYSSUSKYTTUNUM Á BRYNVÖRÐU SLEÐUNUM. — Eg hefi spurt marga finska liðsforingja og óbreytta her- menn að því, segir Edward Beattie, hvaða álit þeir hafi á rúss- nesku hermönnunum. Finnar segjast ekki óttast fótgöngulið ílússa, en viðurkenna að vélbyssuskytturnar á brynvörðu sleð- unum séu veí æf ðar og hugrakkar, en eins og nú er barist reyn- ir ekki hvað minst á þær Sleðarnir eru oft festir framan á skriðdrekana, sem ýta þeim á undan sér, og eru það þannig á- hafnir á brynvörðu sleðunum, sem eru fremstar og þar sem harðast er barist og eldurinn heitastur. Finnar eru hinsvegar lítið hrifnir af stórskotaliði Rússa, sem hefir ekki tekist að valda miklu tjóni á víggirðingum Finna. Virðast skytturnar skorta nákvæmi og hæfni. Kalla Finnar það „barnaleik", þótt alt að tuttugu fallbyssukúlum á mínútu sé skotið inn yfir Mannerheimvíggirðingarnar. „VERDUN FINNLANDS" — SEM RÚSSAR ÆTLA SÉR AD TAKA HVAD SEM ÞAD KOSTAR. Vörn Finna á Kyrjálanesi, segir Edward Beattie, verður ekki jafnað við neitt, nema hina glæsilegu vörn Frakka við Verdun í heimsstyrjöldinni. Og þó er vörn Finna ef til vill enn aðdáun- arverðari, þegar þess er gætt við hve ógurlegan liðsmun er að etja, og Finnar hafa svo fámennan her, að þeir geta ekkii skift um hermenn nándar nærri nógu oft. Finsku hermennirnir á Kyrjálanesi eru hvíldar og svefns þurfi, en Rússar hafa ógrynni óþreytts liðs. NÝ ALLSHERJARSÓKN 1 VÆNDUM. Fluglið Rússa er aftur farið að hafa sig mjög í frammi yfir; öllum vígstöðvum og þykir það benda tiL að þeir muni vera í þann veginn að gera nýja tilraun til þess að hef ja allsherjar sókn. Vilja Rússar knýja fram sigur, áður en Finnum berst meiri hjálp erlendis frá. Það er og margra sérfróðra manna álit, að sókn geti orðið Rússum enn erfiðari með vorinu, er snjóa leysir og þeir verða að sækja fram yfir blautar mýrar og vegi. Verður þá síst betra fyrir þá, að koma áfram hinum vélknúðu hernaðartækjum sín- um, en nú í snjóþyngslunum. Tweedsmuir lávarður látinn. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Tweedsmríir lávarður, land- stjóri Kanada lést í morgun. Kom fregnin um þetta mönn- um mjög á óvænt, því að í gær höfðu borist fregnir um, að líð- an hans væri batnandi og borfði svo, að hann mundi fá fulla meðvitund. En með kvöldinu brakaði sjúklingnum afíur og reyndist nauðsynlegt að fram- kvæma þriðju skurðaðgerðina, en skömmu eftir andaðist hann. Tweedsmuir lávarður var 1 landstjóri Kanada frá árinu 1935 og naut mikils ábts og vinsælda. Mesti viðburðurinn í landstjóratið bans var, er bresku konungshjónin komu til Kanada í fyrrasumar og ferð- uðust um landið þvert og endi- langt. Sorgarathöfn fer fram á mið- vikudag næslkomandi í Ottawa, böfuðborg Kanada, en likið verður flutt til Englands og jarðsett þar. Tweedsmuir lávarður var kunnur rithöfundur undir nafninu John Buchan. Hann var á 65. aldur'sári, er hann lés't. ÞYSKT GERFIEFNI FYRIR JÁRNBENTA STEIN- STEYPU. • Einkaskeyti frá U. P. Khöfn í morgun. Fréttaritari United Press í Berlín símar í morgun, að bráðum muni verða mjög 'étt á járnframleiðslu Þýska- lands, því að bráðlega komi á markaðinn nýtt gerfiefni, sem komi í stað járnbentrar steinsteypu. Er efni þetta fult eins sterkt og endingargott, en þess er ekki getið, hversu dýrt er að, framleiða það. Flutningaerfiðleikar eru nú miklir í Þýskalandi vegna kuldanna, sem þar haf a geng- ið að undanförnu. Skipa- skurðir Iandsins, en eftir þeim fer fram þriðjungur allra flutninga í landinu, eru flestír ísi lagðir, svo að tafir liklar eru á f lutningi kola og annara nauðsynja. 5000 breskir sjálf- boðaliðar til Finnlands. „NÆSTI HERRA". — Ófriðarþjóðirnar gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að auka hreinlæti hermannanna, svo að það komi ekki fyrir eins og i heimsstyrjöldinni. að bermennirnir verði „gráir af lús". Þessum frönsku hermönnum þykir það auðsjáanlega kostur, að berdeildarrak- ararnir eru farnir að eiga við þá. Styrjöldin virðist eins og fjarlægari fyrir bragðið. Þingdeilu? um málið á uppsiglingu. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Blaðið News Chronicle skýr- frá því í morgun, að fyrsta sveit breskra sjálfboðaliða til Finnlands, um 200 menn, leggi af stað innan skamms. AUs er ráðgert, að 5000 breskir sjálf- boðaliðar fari til Finnlands. Pritt, einn af þingm. jafnað- armanna, hefir tilkynt, að hann muni bera fram fyrirspurnir , riðvíkjandi bresku sjálfboðalið- j unum á þingi, þ. e. hvort þess sé gætt, sem skyldi, að þeir, I sem bjóði sig fram, séu nægi- lega hraustir menn og harð- fengir til herþjónustu, og enn- fremur hvort sjálfboðaliðarnir hafi nokkura tryggingu fyrir því, að þeir verði ekki sakaðir um brot á bresku herskyldulög- unum, þar sem vitað sé, að í hópi sjálfboðaliðanna séu marg- ir menn, sem síðar verði kvadd- ir í breska herinn, nema þeir fái sérstaka undanþágu. Vill Pritt fá yfirlýsingu stjórnarinn- ar um hvort þessi undanþága verði veitt. Járnbratitar™ slys á ítalíu. —o— Níu menn biðu bana en 16 meiddust. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. í fregnifin frá Rómaborg í morgun segir, að níu menn hafi beðið bana, en 16 meiðst er Franska þjói stendur sameinuB ið hikl Dili- ir. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. | í | Á laugardagskvöld s.l. lauk j hinum lokaða tveggja daga i fundi í fulltrúadeildinni J frönsku, með þvi að þingbeim- j ur samþykti einróma með 534 atkv. tillögu, sem fól i sér traustsyfirlýsingu til stjórnar- innar. Nokkrir kommúnista- þingmenn, sem enn eiga sæti á þingi, voru fjarverandi. At- kvæðagreiðslan e'r mikill sigur fyrir Daladier og sýnir, að franska þingið stendur einbuga að baki stjórninni og segja frönsk blöð, að þessi trausts- yfirlýsing sanni best, að allar tilraunir Þjóðverja tii þess að spilla éiningu frönsku þjóðar- innar hafi engan árangur borið. í Frakklandi hafa allir flokkar sameinast, að undanteknum leifum kommúnistaflokksins, í því hlutverki, að Frakkland sigri í styrjöldinni. I Kviknar í vélbát. Laust eftir miðnætti i fyrri- nótt var slökkviliðið kvatt vest- ur i skipasmiðastöð Magnúsar Guðmundssonar. Hafði kviknað í v.b. Gulltoppi, sem er þar til viðgerðar. Eldurinn var i stýrishúsi bátsins, en var slöktur á skamri stundu. Enn er óvíst um eldsupptökin, en líkur eru á þvi, að unglingar hafi kveikt i, ó- viljandi eða af ásettu ráði. Hefir rannsóknarlögreglan málið til meðferðar. braðlest frá Rómaborg hljóp af sporinu á járnbrautarstöðinni i Pisa. Meðal þeirra, sem fórust var eimreiðarstjórinn. Victor Emanuel, konungur ítalíu, og drotning hans, heim- sóttu í gærkveldi þá, sem fyrir meiðslum urðu og fluttir höfðu verið á sjúkrahús. iiyiir Ifititcli gær. ^gr&r sí ansiu. Málfundafélagið Óðinn hélt aðalfund sinn í gær. Á funduv um voru mættir hátt á annað hundrað manns. Sextán nýir fé- lagar sóttu um inntöku í félagið. Fyrsta mábð á dagskrá fund- arins var, að gjaldkeri félags- ins, Gísli Guðnason, ías upp reikninga félagsins, og báru þeir vott um ágæta fjárbagsaf- komu, þrátt fyrir hið lága ár- gjald félagsmanna. Nokkrar umræður urðu um reikningana, en' því næst voru þeir bornir undir atkvæði og samþyktir með öllum greiddum atkvæð- um. Þá las formaður félagsins, Sigurður Halldórsson, upp skýrslu stjórnarinnar um störf . félagsins á liðna árinu. Kom j liann víða við i ræðu sinni, enda j á Óðinn margra og stórra sigra að minnast á þessu næstfyrsta starfsári sínu. Var máli for- manns tekið með dynjandi lófa- klappi, og var augsýnilegt, að fundarmenn láta sér ant um heiður og sæmd þessa stærsta og elsta málfundafélags sjálf- stæðisverkamanna. Engar um- ræður urðu um skýrslu for- manns. Því næst var gengið til stjórn- arkosninga, en samkvæmt lög- um félagsins skulu formaður og varaformaður kosnir sér, skriflega bundinni kosningu milli þeirra, sem stungið er upp á, en hinir 5 stjórnendur félags- ins skulu kosnir i einu lagi úr hópi þeirra, sem stungið er upp á. — ; Sigurður Halldórsson var endurkosinn formaður félagsins með sambljóða atkvæðum allra fundarmanna. — Sigurður átti fyrstur manna upptökin að stofnun Óðins og hefir bann fram að þessu reynst langsam- lega atkvæðamesti baráttumað- ur þeirra verkamanna, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, enda á hann almennum vinsældum að fagna meðal verkamanna bér í bænum. Varaformaður var endurkos- inn Ki'istinn Árnason með 90 atkvæðum. Meðstjórnendur voru kosnir Axel Guðmunds'son með 103 at- kvæðum, Gísli Guðnason með 90 atkvæðum, Sveinn Sveinsson með 88 atkvæðum, Sveinn Jóns- son með 80 atkvæðum og Bjarni Sæmundsson með 59 at- kvæðum. — Stjórn félagsins skiftir sjálf með sér verkum, samkvæmt félagslögum. I varastjórn voru kosnir: Kristinn H. Kristjánsson, Odd- ur Jónsson, Björn Benedikts- son, Guðjón Þorsteinsson og Ármann Jóhannsson. Endurskoðendur voru kosn- ir: Björgvin Kr. Grímsson og Guðmundur Sveinsson. Kosning í nefndir mun vænt- anlega fara fram á næsta fundi félagsins. Óðinn hefir aukið félagatölu sína um 60—70 manns á síð- asta ári, enda fjölgar þeim verkamönnum og sjómönnum dag frá degi, sem fylkja sér um stefnu Sjálfstæðisflokskins i verkalýðsmálunum. Slysavarnafélagið. AÖalfundur þess er í kvöld í Oddfellowhúsinu. Hefst hann kl. 8/2. Slökkviliðið var í fyrrakvöld kvatt að Hafnar- stræti 16. HafÖi kviknað þar í út- frá rafmagni og slökti lögreglan í fyrstu, en sí'San fór slökkvili'Ss- ma'Öur á vetfvang til frekari full- vissu. — í fyrrinótt var slökkvili'Ö- í iÖ gabbað vestur að gatnamótum BræSraborgarstígs og Túngötu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.