Vísir - 13.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 13.02.1940, Blaðsíða 2
VlSIR í3A GBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti) Sírnar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Þolinmæðin er ekki óþrjótandi. ÞAÐ munu flestir mæla að Sjálfstæðisflokkurinn og blöð hans hafi sýnt fullan drengskap i ummælum sínum um samstarfsflokka sína frá því stjórnarsamvinnan hófst. Þótt eitlhvað hafi borið á milli á opinherum vettvangi síðustu 9 mánuði, hefir mótstöðuflokk- unum jafnan verið sýnd full kurteisi og forðast að fara inn á hin pólitísku deilumiál flokk- anna. Sjálfstæðismenn hafa því orðið tálsvert undrandi yfir því að heyra tóninn i Timanum undanfarna daga og sjá hinar ófögru lýsingar blaðsins á s tef nu Sj álf s tæðisflokksins, mönnum lians og markmiði. Sjálfstæðismenn eru ekki skjót- þreyttari til vandræða en menn í öðrum flokkum, en sú spurn- ing er nú vakandi hjá flestum þeirra hvort málgagn Fram- sóknarflokksins áliti að það geti svívirt Sjálfstæðisfloklcinn eftir eigin geðþótta án þess að farið verði að grenslast eftir livort stjórnarsamvinnan eigi að byggjast á slíkum vinsemdum. Hér í blaðinu var fyrir nokkrum dögum birt sýnishorn af orðhragði Tímans í garð Sjálfstæðisflokksins og hefir þetta vakið mikla athygh meðal bæjarbúa, sem fæstir kaupa Tímann. Til þess að sýna mönn- um enn betur hvernig tónn blaðsins hefir verið undanfarið, skulu teknar nokkrar setningar úr greinum blaðsins undan- farna daga. Skrif þessi hafa sprottið upp vegna mjög hóf- legra greina í sjálfstæðisblöð- unum um verðhækkun á kjöt- inu á innlendum markaði. f byi'jun þessa mánaðar hófst árásin í greinarlcafla þeim sem kallast „Á víðavangi“. Þar stendur meðal annars þetta: „Þau vinnubrögð sem hér hafa verið nefnd varpa skýru ljósi yfir hin miklu óheilindi sem einkenna landsmálabaráttu Sjálfstæðisflokksins. * í flokkn- um eru margir andstæðir hags- munahöpar, sem reynt er að halda saman með undirferli og lygum“. — Talað er um „slef- bera“ flokksins úti á landi og minst er á kaupmennina í Rtykjavík „sem lifa og græða á ólieilbrigðu millihðaokri“. — í næsta blaði Timans er enn hald- ið áfrarn í sama tón. Hinn „stórgáfaði og yfirlætislausi“ ritstjóri blaðsins ritar nú sví- virðingarnar undir nafn í groin sem hann kallar „Sjálfstæðis- flokkurinn krufinn1'. — Þar segir meðál annars: „Aðal- kjarni Sjálfstæðisflokksins eru menn sem hafa náð góðri að- s'öðu í þjóðfélaginu rneð kaup- sýslu, stórútgerð eða öðrum gróðabrögðum“. — „Markrnið þeirra er vitanlega að trvggja sem best efnahagslega afstöðu s.'ra og gróðamöguleika og það verður ekki gert nemn á kostn- að vinnandi stéttanna". — „Til þess að koma sér sem mest í mjúkinn við hinar vinnandi stéttir segja þeir hverri þeirra það sem þeir halda að komi henni best“. „Máttarstólpar hans (Sjálfstæðisflokksins) eru mennirnir sem græða á dýrtíð- inni, kaupnrennirnir, húseig- endurnir o. s. frv.“ Ritstjórinn reynir að sýna fram á að flokk- urinnstjórnist af kaupmönnum, húsaleigubröskurum og pen- ingamönnum, „sem lána út fé sitt með okurvöxtum“. Að síð- ustu segir hann: „Margir væntu þess þegar núverandi stjórnar- samvinna hófst að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi draga úr þeim vinnubrögðum sínum, að reyna að vinna sér fylgi með slíkum blekkingum og sjón- hverfingum“. Þegar menn lesa þessar setn- ingar, hlýtur fíestum að koma fyrst til hugar, að annað hvort sé ritstjóri Tímans í fávisku sinni að gera hér frumhlaup í fullri óþökk forráðamanna Framsóknarflokksins, eða að ritstjóranum hefir verið gefið umboð til að vinna að friðslit- um milli flokkanna. Framsókn- armönnum hlýluá að vera ljóst, að svo ódrengileg og fávísleg árás á Sjálfstæðisflokkinn og sú sem hér liefir verið lýst, get- ur ekki samrýmst friðsamlegu samstarfi. Sjálfstæðismenn yf- irleitt munu ekki hafa skap né þolinmæði til lengdar að taka á móti slíkum kveðjum úr her- búðum Framsóknarflokksins. Þegar þolinmæðinni er lokið er friðurinn i hættu. A LaJiÉiðinVest- iiaaíeyji. Vantraust á stjómina feld. Alþingismennirnir, þeir Jó- liann Þ. Jósefsson og ísleifur Högnason, boðuðu til sameigin- legs þingmálafundar í sam- komuhúsi Vestmannaeyja síð- astliðið kvöld. Fjöldi fólks sótti fundinn. Auk alþingismann- anna tóku til máls Páll Þor- bjarnarson, fyriv. uppbótar- þingm., Þorsteinn Víglundsson skólastj. og Árni Johnsen. Fór fundurinn mjög prúðlega fram. Síðast á fundinum var borin upp tillaga til vantraustsyfirlýs- ingar á rikisstjórnina frá ísleifi Högnasyni og var hún feld með allmiklum atkvæðamun. Lélegur afli á Vest- mannaeyja báta. Besta sjóveður er nú í Eyj- um og hafa bátar róið undan- farna sólarhringa, en aflað með afbrigðum lítið. Er það mál margra eldri sjómanna i Eyj- um, að sjaldan hafi verið eins ófisklegt á miðunum þar i kring og nú. Telja sumir að hinn ó- venjulegi hiti til lofts og sjávar muni valda þar einhverju um. ISærlim feiaaspia* ísjbjörnlm). Á síðasta fundi bæjarráðs, s. 1. föstudag, var lagt fram bréf frá h. f. ísbirninum, þar sem það býður bænum til kaups eignir félagsins við Skotbúsveg, lóð, hús og vélar, fyrir kr. 90 þús., að meðtöldum brunabótum. Bæjai-ráð samþykti að ganga að tilboðinu. — Eins og kunn- ugt er á þarna í framtíðinni að vera opið svæði samkvæmt framtíðarskipulagi bæjarins. Fékst því ekki leyfi til þess að byggja ísbjörninn upp eftir brunann á aðfangadag. Hinn frægi enski blaðamadur og rithöfundur H. V. Morton lýsir í eftir- farandi grein heimsókn í eina af mestu flugvélaverksmiðjum Breta. USTUSKIP LOFTSINS. Við stóðum tveir saman á bni, sem er uppi undir þaki hins milcla slcála, og horfðum yfir næstum endalausa röð orustu- flugvéla. Þær, sem næstar okk- ur voru, voru lengst á veg komnar, hinar voru ]jví ófull- komnari sem aftar dró, og hin- ar öftustu vantaði meira að segja vængina. Þetta er salurinn þar sem flugvélarnar eru settar saman. í öðrum enda hans koma skrokkamir inn, til allra hliða streyma að vélahlutir, vélar, vængir, skrúfur, hjól, mælitæki í endalausri röð. Með jöfnu millibili er fullgerðum vélunum ekið út um hinar miklu skála- dyr. Allt gerðist þetta i reglu- bundinni hrynjandi og öll verk- smiðjan, vélar og menn, vinna eins og vandað og vel stillt sig- urverlc. — Vélarnar kosta um 22 þús- und pund (þjj milj. kr.) hver, segir maðurinn, sem hjá mér stendur. — Þær háfa tvær vélar. samtals 1800 hestöfl, komast yfir 400 km. á lclukkustund og geta flogið alls um 5000 kíló- metra, án þess að lenda. Þær eru gerðar fyrir fimm manna á- liöfn, hafa þrjár vélbyssur og geta borið sprengjur, sem vega alls .... (tonnatöluna má eg ekki hafa eftir). Hver ætti að vita þetta betur? Hann er einn af aðal-verkfræðingum verk- smiðjunnar, góðlegur maður og þýðlyndur að sjá. Engan skyldi gruna, sem; sér hann utan verlc- smiðjunnar, að hann eyði öllum starfstíma sínum til að hugsa upp hin ægilegustu drápstæki nútíma hertækni. Hann á líklega unga eiginkonu og liraust og mannvænleg börn, sem búa í litíu húsi hérna i grendinni. Og í frístundum sínum sýslar hann við litla garðinn, sem hann hef- ir ræktað upp. Og hver veit, nema honum detti eitthvert snjallræðið í hug einmitt á kvöldin, þegar hann er að bjóða litlu börnunum sínum góða nótt. — Hvernig í ósköpunum fara ykkur eiginlega að detta í hug svona uppfinningar, spyr eg loksins. Vei’kfræðingurinn brosir. Honum þykir barnalega spurt. — Auðvitað hefir enginn einn maður fundið upp sprengju- flugvél. svarar hann góðlátlega. I EINNI AF HINUM MIKLU FLUGVÉLAVERKSMIÐJUM BRETLANDS, þar sem verið er að setja saman Blenheim-sprengjuflugvélarnar miklu, sem geta farið með alt að 300 enskra rnílna hraða á klst. í hinum fjarlægari enda salsins, er unnið að smíði liinna einstöku hluta flugvélarinnar, og þannig er haldið áfram stig af stigi, og er í hinn endann er komið eru flugvélamar tilbúnar. — Bygging þeirra er ávöxtur af margra ára reynslu, þar sem hver byggir ofan á verk ann- arra, eykur það og endurbætir. — Eru þá i öllum löndum lil menn, eins og þér, sem verja öllu sinu starfi til að finna upp nýjar og nýjar aðferðir til að auka aflcöst og marlcvisi svona véla? — Jíá, svo er nú það. Mig langaði til að spyrja hann, hvort liann héldi, að hann myndi lenda á betri staðn- um að afloknu æfistarfinu, en eg hætti við það. Á ófriðartím- um er ekki liægt að leggja venjulegan siðamælikvarða á þá, sem liin misjöfnu verk vinna. Eg skoðaði alla verksmiðj- una og undraðist hin æfintýra- legu afköst. Vélarnar stansa aldrei, en verkafólkið vinnur í vöktum. Hver einasta vél fram- leiðir hlut, sem á eftir að verða mikilvæg eining í tónni full,-. gerðu orustuflugvél. Alls eru til dæmis framleidd um 16000 stykki, sem eingöngu eru notuð í grind flugvélarinnar. Eitt þúsund og átta hundruð liestöfl. Eg get ekki að því gert. Eg dáist að flugmanninum, sem á eftir að halda þessu lieljarafli í hendi sér og stjórna þessu bákni á flugi, hátt í lofti. Hann getur líka flogið í myrkri og þoku eftir mælitækjum sínum, og hann getur með einu hand- taki losað um mörg tonn af sprengiefni og spúið dauða og tortímingu yfir víglínur óvin- anna. Það er eitthvað annað en lofthernaðurinn í gamla daga, þegar við flugum í vélum, sem. nú þættu tæplega nothæfar sem æfinga- eða sportflugvélar. Mér er enn í minni fögnuður- inn, sem greip okkur haustið 1918, þegar vopnahléið kom. Þá hrósuðum við happi, að slíkt ætti ekki eftir að lienda aftur, að minsta kosti ekki um j okkar daga. Lítið grunaði okk- ur þá (eins og segir í neðan- málssögunum), að við ættum eftir að lifa þær hörmungar aftur eftir rúm tuttugu ár. Eg rankaði við mér, eftir þessar hugleiðingar mínar, við það. að verkfræðingurinn var að skýra það fyrir mér, að eng in þýsk vél af sömu stærð gæti borið eins margar og þungar sprengjur. Ef eg liefði heimild til að skýra frá því, hve margar slíkar vélar eru framleiddar á j viku, mynduð þið tæplega trúa mér. En við eigum ekki annars úrkosta en að framleiða eins mikið af þessum vélum og frekast við getum. Við erum líka neyddir til að kappkosta að liafa þær eins margar, stór- ar og ægilegar og kostur er á. Því að við eigum við óvin að etja, sem ekki viðurkennir nema eina röksemd: Ofbeldið. Sá, sem er sterkur, ofsafeng- inn og hlífðarlaus, hefir í hans augum á réttu að standa. Sá, sem er hjálparvana og varnar- laus, liefir að hans álili á röngu ! að standa. Nasistastjórnin liafði með sínum sérkennilega einhæfa hugsunarliætti bitið sig fasta í að skoða þolinmæðl okkar og samkomulagsvilja sem merki um veikleika, og hún hélt, að við myndum altaf halda .áfram að vera varnarlausir og veikir fyrir. En nú er hreskl vígbúnaðurinn, herinn, flotinn og flugflotinn að sannfæra hana með hennar eigin rökum um hinn liættulega misskilning. Og þess vegna hika eg ekki við að líta á flugvélarnar, sem tæki í þjónustu friðar, en ekki ó- friðar. Hverri á fætur annari er flug- vélunum rent út úr skálanum, fram a flugvöllinn, þar sem flugmenn verksmiðjunnar taka þær til reynsluflugs. Jafnskjótt og flugvélin hefir staðist próf- ið, er hún afhent flughernum. Ungur maður í bláum flug- foringjabúningi lcastar frá sér vindlingnum og gengur í áttina til flugvélarinnar, sem var aA lenda úr reynsluflugi. — Er alt í lagi?, spyr hann. — O. K., er svarað. Hann sest í stýrishúsið og veifar hendi í kveðjuskyni. Báðar vélarnar fara í gang og skrúfurnar líta út eins og titr- andi tíbrá fyrir framan véla- skýlin. Vélin rennur af stað, fyrst hægt, síðan með síaukn- um hraða, uns liún tekur flugið og bláldæddur unglingur hverf- ur út i buskann með hálfa millj- ón af peningum skattþegnanna, knúinn áfram af 1800 hestöfl- um og með, guð veit hve mörg tonn af dauða og tortímingu innanborðs. Gamla Bíó hefir sýnt undangengin kvöld á- gætismynd sænska, sem nefnist „Ofurvald ástarinnar". Aðalhlut- verkiÖ í þessari kvikmynd er leik- ið af Tutta Rolf, af svo hárfínm' 'iíákvæmni og snild, að ekki verður betra á kosið, að því er meðferð á hlutverkinu snertir. En önnur hlutverk myndarinnar eru einnig í höndum ágætisleikara sænskra, og ber þar einkum að nefna Karin Swanström, Hákan Westergren o. fl. Er í alla staði prýðilega vand- aÖ til þessarar myndar, sem hefir á sér öll einkenni sænskra úrvals- mynda. Kvikmyndin er efnismikil og alvarlegs efnis, en það er geng- ið sólarmegin, ekki síður en í for- sælunni, og lífsgleðin og alt sem gott er, gengur sigrandi af hólmi. — Aðsókn að myndinni hefir verið góð, en hún á skilið að verða sýnd. lengur. Félag Snæfellinga og Hnappdæla efnir til fjölbreyttrar kvöldvöku að Hótel Borg næstk. fimtudags- kvöld. Kvöldvaka þessi kemur í stað hins venjulega Snæfellinga- móts. „HANDLEY-PAGE HAMPDENS“ — flugvélar i smíðum í einni af hinum nýju flugvélaverksmiðjum Bretlands. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.