Vísir - 14.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 14.02.1940, Blaðsíða 2
VlSIR I3AGBLA & Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIU ÍI/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hvetfisgötu J2 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lansasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ef alt er betra en íhaldið. O' HÆTT er að fullyrða, að að innan Sjálfstæðis- flokksins eru fáir menn svo gerðir, að þeir kjósi ekki heldur að leysa hveri mál með frið- samlegum hætti, en eiga um það í baráttu og illindum. Sjálf- stæðismenn eru yfirleitt sein- þreyttir til vandræða. Þeir liafa sennilega ekki áhlaupahraða á við liina flokkana. En reynslan hefir sýnt, að þá hefir ekki skort þrautseigju eða stefnufestu. í fullan tug ára var sameiginlegt kjörorð þeirra, sem með völdin fórU „alt er betra en íhaldið“. Sjálfstæðismönnum var þannig lýst, að þetta væri menningar- laus „Grimsbylýður“, „malar- skríll“, braskarar, hugsjóna- snauð eiginhagsmunaklíka, sem engu góðu vildi til vegar lcoma og raunar illu einu. íhaldið hlakkar yfir hruni atvinnuveg- anna, aflaleysi og markaðs- tregðu! Ihaldið þráir „dauðann og allsleysið“! Slíkar vorU lýs- ingar þær, sem daglega mátti lesa í blöðum núverandi sam- starfsflokka um sjálfstæðis- menn. Engar hvatir voru svo lágar, að „íhaldinu“ væri ekki eignaðar þær. Alt var gert til þess, að gera sjálfstæðismenn að sakamönnum í augum þjóð- arinnar. Allur þessi rógur hafði ákveð- inn tilgang. Flokkarnir, er með völdin fóru voru ákveðnir í því að sleppa þeim aldrci. Ætlunin var sú, að gera sjálfstæðismenn réttlausa'. En til þess að þjóðin fóllist á að sjálfslæðismenn ættu að vera réttlausir, var nauðsyn- legt að lýsa þeim sem slíkum ófreskjum, að þeir ættu engan rétt skilið. Þegar veldi fyrver- andi stjórnarflokka stóð sem hæst, höfðu þeir flokkssamtök um að drepa hverja einustu til- lögu, sem frá sjálfstæðismönn- um kom, smáa jafnt og stóra. Undir þessari „yglibrún einræð- isins“ varð Sjálfstæðisflokkur- inn að búa árum saman. Þegar á alt þetta er lilið er augljóst, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefir verið mjög afskiftur Um alla íhlutun á gang mála á undanförnum árum. Loks kom að því, að fyrverandi stjórnar- flokkar treystu sér ekki til að fara einir með völdin. Þegar alt var að sökkva var Ieitað til þeirra manna, sem reynt hafði verið að gera að ófreskjum í augum þjóðarinnar og þeir beðnir að rétta hjálparhönd. Þar með var Sjálfstæðisflokk- urinn ekki lengur andstæðinga- flokkur, heldur samstarfsflokk- ur. Hljóðið breyttist í blöðum fyrverandi stjórnarflokka -— um stund. Nú er alt að sækja í sama horfið á ný. Þeir, sem lesa lýs- ingar Tímans á Sjálfstæðis- flokknum þessa dagana komast að raun um að engu er gleymt frá því að „alt er betra en íhaldið“ var letrað á gunnfána Framsóknar. Hægrabrosið virð- ist vera búið að lifa sitt feg- ursta. Nú er skrifað á þá lund, að að kommúnistar smjattá á hvcrju orði, enda eru þau út úr lijarta þeirra töluð. Tilefnið lil þessa að hin gamli rígur er tek- inn upp að nýju, er það eitt, að sjálfstæðismenn vilja ekki sætta sig við að „rétlleysi andstæð- inganna“. sé gert að „réttleysi samstarfsmannanna“. Framsókn hefir haldið þvi mjög á lofti, að hún væri „milli- flokkur“ og gæti unnið jafnt til liægri og vinstri. Samstarfið við sósíalista var með þeim liætti, að sumir af leiðtogum Alþýðu- flokksins liafa hælt sér af því, að hafa komið sósíalismanum lengra áleiðis á íslandi en tek- ist liefir i nágrannalöndunum, þar sem flokksbræður þeirra liafa farið einir með völd. Fram- sókn á eftir að sýna að hún geti unnið með sjálfstæðismönnum. Eftir skrifum Timans að dæma, lítur jafnvel út fyrir að Fram- sókn vilji ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismenn eru svo gerð- ir að þeir kjósa friðsamlega lausn mála, fremur en illvíga baráttu. En ef samstarfsflokk- arnir vilja misnota þennan friðarhug til þess að halda því ranglæti, er þeir komu á, meðan þeir stefndu að „réttleysi and- stæðinganna“, verða þeir sjálf- ir að taka afleiðingunum. Ef „alt er betra en íhaldð“, þá er sjiálfsagt að „milliflokkurinn“ renni augum í aðrar áttir. a 800 manns hafa séð sýningn FlugmodelféL í gærkveldi höfðu 800 manns skoðað sýningu Flugmodelfé- lagsins og voru allir áhorfend- ur á einu máli um það, að pilt- arnir hefði unnið feikna mikið og lofsamlegt starf. Sýningin verður opin fram eftir mánuðinum, daglega kl. 1 —10. Kvikmyndasýning fer fram tvisvar á dag, kl. 4 og kl. 8,45 og er kvikmyndin, sem sýnd er, frá starfi Svifflugfé- lagsins á Sandskeiði. Á sýningunni hefir flugstóll- inn vakið mikla eftirtekt. Geta unglingar „flogið“ i honum og liefir það að vonum verið þeim hin mesta skemtun. Þvi miður geta fullorðnir ekki „flogið“, til þess eru gormarnir, sem notað- ir eru í stólnum, ekki nægilega sterkir. Hefir ekki verið hægt að fá þá nógu sterka. Sýningunni hefir verið breytt lítilsháttar, en sýningarmunir eru jafnmargir og þeir sömu sem áður. Ætti bæjarbúar að veita athygli þessu starfi hinna yngstu á syiði flugmála okkar og styrkja þá með því að sækja sýninguna. LÚÐVÍG KRISTJÁNSSON, RITSTJÓRI: FISKIMENN OG BÆNDUR Landsíundurinn settur á morgun. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins verður settur kl. 5 síðd. á morgun í Varðarhúsinu. Síðan flytur Ólafur Thors, at- vinnumálaráðherra, erindi um stjórnmálaviðhorfið. Fundurinn mun verða mjög fjölmennur, svo að litið hús- rúm mun verða fyrir áheyrend- ur. Fá fulltrúar sérstök skír- teini, er gilda sem aðgöngumið- ar. — íslendingar hafa svo að segja alla tíð skifst í tvo höfuð- atvinnuflokka — fiskimenn og bændur. Og lengsl af hafa hinir síðarnefndu verið langsamlega fjölmennasta atvinnustéttin í þjóðfélaginu. Um margra alda skeið var reyndar vart skilið á milli þessara stétta, því að þjóð- in í lieild stóð næstum jöfnum fótum í þessum framleiðslu- störfum hvorttveggja. Var slíkt mjög eðlilegt, þegar litið er á legu landsins og aðrar aðstæður. Þótt framleiðslustörfin væru ekki fjölbreyttari, voru þau trygg og liefðu vel mátl fleyta þjóðinni betur en raun varð á, | ef ekki liefði verið við að kljást fádæma harða baráttu við nátt- úruöflin og skilningsleysi og fá- kunnáttu á högum íslendinga af liálfu þeirra manna, er æðst höfðu ráðin um stjórn lands og þjóðar. Er fram liðu stundir fjölgaði þeim hópnum er eingöngu stundaði fiskveiðar og varð hann vísir að þeim þorpum og kauptúnum, sem nú eru víðs- vegar kringum land alt. Fjölg- unin við sjávarsíðuna varð æ meiri, þótt hún væri reyndar ekki ör fyrst framan af, en nú er svo komið, að búandalið landsins er fyrir nokkuru orð- ið fámennara, en þeir, sem búa í þéttbýlinu meðfram ströndum landsins. Útvegurinn jókst svo, að hann dró æ fleira og fleira fólk til sin frá störfum úr dreif- býlinu og raskaði með mjög snöggum svifum þeim hlutföll- um, er verið höfðu milli þétt- býlis- og dreifbýlisfólksins. Þessi hraða breyting var vart eðlileg, þótt hjá henni yrði ekki komist eins og á stóð. Þeir sem fylgst hafa með því, hvernig kaupstaðir og kauptún landsins liafa fært út kvíarnar, munu við nokkura íhugun komast að raun um, að grund- völlurinn fyi-ir þeirri útþenslu hefir ekki verið svo traustur sem skyldi, og því eigi Ioku fyrir skotið, að í liann kynnu að koma vábrestir, sem áttu rætur sinar að rekja til kylju- kasta í atvinnulífinu. Velmegunartímabil útvegsins fæddi af sér afdrifarika fjör- kippi fyrir kauptún og kaup- staði, einkum þar sem stórút- gerð var rekin. Stöðugt vantaði fólk við sjávarsíðuna og afkoma alls almennings þar var yfirleitt hin sæmilegasta. Það er því ekki hægt að lita á það sem einbert gáleysi, þótt margt duglegra manna fýsti að leita til þeirra staða, þar sem störfin biðu þeirra miklu betur goldin en þeir liöfðu átt að venjast, og auk þess var það veigamikið atriði fyrir suma að komast úr einangruninni í þéttbýlið. •Það var eins og allar ár féllu til Dýrafjarðar, straumurinn lá óslitinn, úr sveitunum til sjáv- arsíðunnar. Og jafnvel um skeið sótti margt bænda til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og stunduð þar eyrarvinnu í 1—1 !4 mánuð, meðan vertíðin stóð sem hæst, og báru þeir jafn mikið úr býtum, eða meira, fyrir þennan tíma, en fiski- menn á vélbátaflotanum munu hafa haft að meðaltali undan- farnar vetrarvertiðir. Það var því ekkert undarlegt, þótt beit- an þætti girnileg og margir bitu á krókinn. En gróskan í atvinnulífinu við sjóinn, sem fyrst og fremst átti rætur sínar í sjávarútvegin- um hlaut að vera takmörkun- um háð svo sem annað, eins og tilfinnanlega hefir orðið uppi á teningnum. Flutningarnir úr sveitunum héldu þó áfram til höfuðborgarinnar og kaupstað- anna, eftir að atvinnulífið þar hafði beðið lítt bætanlegan hnekki og þrátt fyrir það að fullraðað var á garðann og meira en það. En þegar svo var komið, var nauðsynlegt að beita sterkum átökum til að sporna við straumnum og veila hon- um eftir öðrum heppilegri far- vegum. En að því ráði var ekki horfið, nema að mjög takmörk- uðu leyti, og liafði það í för með sér afdrifaríkar afleiðingar, sem vér verðum nú að liorfast í augu, við. Ef vér atluigum jiann grund- völl, sem atvinnulíf flestra liinna vaxandi hæja byggist á, þá komust vér að raUn um, að liann var að ýmsu leyti ótrygg- ur, eins og fyrr er getið. Þess má til dæmis geta, að fólks- flutningar til eins hinna stærri fiskibæja, hafði mestan byi' meðan erlent togarafélag lét hálfa tylft togara stunda þar þorskfiskveiðar yfir vetrarver- tíðina. Alt var á huldu um það, hvað félag þetta mundi gera lengi út frá þessum stað og hvað tók þá við, þegar því lauk? Yar hægt að vænta þess, að í þessum bæ skapaðist skjótlega atvinna lianda öllum þeim, er höfðu haft starf á þessum erlendu skipum eða við verkun og nýt- ingu þess fengs, er þau færðu á land? Þessari spurningu er hægt að svara nú, og það neit- andi. Þetta dæmi sýnir glögt, hve varhugaverður strengur það var, sem togaði í fólkið úr dreifbýlinu á mölina. Þess er reyndar ekki að dylj- ast, að fjarri voru landi hafa gerst ýmsir þeir atburðir, er hafa haft örlagaþung áhrif á atvinnulíf vort, og þá einkum þess hluta þjóðarinnar, sem lifir beint eða óbeint á sjávar- útvegi. Engan mun hafa rent grun í, að svo myndi fara sem orðið er. Eða mundi nokkur Is- Iendingur hafa búist við því fyrir 10 árum síðan, að Spán- verjar, sem keyptu 14 af allri sallfiskframleiðslu heimsins, mundu á því herrans ári 1939, kaupa alls að eins 5 þús. smál. En þannig tala staðreyndimar. Undanfarin ár hefir verið ær- ið stór liópur atvinnulausra manna í kaUpstöðum landsins, en þó stærstur í höfuðborg þess. En í sama mund er fjöldi manna í landinu, sem sér ekki fram úr þvi, sem hann þarf að inna af liöndum, þótt hann vinni frá miðjum morgni til miðnættis jafndægra á milli. Þannig er tviskinnungurfnn með þjóð vorri, og hann á sér margvíslegar rætur. Þetta ástand hefir verið flest- um íhugunarefni og þótt horfa uggsamlega, ef ekki fengist úr greitt. En ofan á þetta hefir svo skipast, að óvenjulegir atburðir hafa skeð, er auka svo á óviss- una um afkomu þjóðarinnar, að tæpast verður séð daglangt fram í tímann, hvað þá lengra. Þegar svo horfir, er ekki að undra, þótt spurt sé, hvað eigi að gera og hvað unt sé að gera, til þess að tryggja afkomu þjóð- arinnar, til þess að skapa þeim starf, er nú sitja auðum hönd- um og bíða þess eins að verða virkir aðilar í framleiðslustörf- um landsins. Meðan saltfiskverslun íslend- inga stóð í blóma voru greiddar 5 miljónir lcróna á ári í laun fyrir fiskverkun. Þessu hefir stórlega hrakað undanfai-in ár og enn er talið að hallað geti verulega undan, að þessu leyt- inu. Samkvæmt því, sem greint er frá í nefndaráliti fjárveit- inganefndar Alþings, munu vínnulaun Hafnfirðinga minka um 14 miljón króna á ári ef engir togarar stunda saltfisk- veiðar þaðan. Hvað mun þá á öðrum stöðum, þar sem togar- útgerð er stunduð. En hvað á þetta fólk að haf- ast að, ásamt þvi, sem atvinnu- laust er fyrir? Ýmislegt mun hafa verið at- hugað í þessum efnum, hvað unt er að gera og nokkurar ráð- stafanir hafa verið gerðar til þess að reyna að mæta þessum örðugleikum. Allir vænta þess, að þær ráðstafanir, sem kunna að verða gerðar, verði sem minst fálmkendar stríðsráðstaf- anir, heldur aðgerðir til fram- búðar. Það myndi þjóðinni af- farasælast, ef slíkt mætti tak- ast. Eg sagði í upphafi máls míns, að lengst framan af hefðu ís- lendingar verið í senn fiski- menn og bændur. Enn þá eru allmargir, sem stunda þessi framleiðslustörf jöfnum hönd- um. En er það nokkur goðgá að láta sér detta í hug, að þangað í geti horfið margt af því fólki, ! er nú situr auðum liöndum, og það geli á þeim vettvangi skap- að sér arðvænlega atvinnu? i Mér virðist það minsta kosti ( þess vert, að leiða að því at- hygli og mun hér á eftir rejma að tefla fram nokkurum líkum, ! er virðast benda í þá átt. j Víðsvegar meðfram strönd- ‘ um landsins hagar svo til, að ! víð og auðunnin ræktunarlönd | og auðug og stutt sótt fiskimið fallast í faðma, ásamt sæmileg- um sjálfgerðum lendingum. Víða eru þessir staðir allvel setnir, en margir staðir eru nú ekki nema svipur hjá sjón, vegna þess afhroðs, er þeir liafa | goldið við fólksflutningana til I kaupstaðanna, eða hinna stærri I sjávarþorpa. Þar sem láður var i brýnt mörgum bátum úr vör, er nú einn eða enginn. Og í ; þriðja lagi eru þeir staðir, sem . enn má telja næstum ónumda að þessu leytinu. Svipist nú liver ! um á þeim slóðum, þar sem hann er kunnugur, og athugi hvort hér sé ofmælt. | En hvaða líkur eru þá fyrir því, að menn á slíkum stöðum | og við þessa tviskiftu atvinnu ■ gætu bjargast betur áfram en t. d. þeir, er byrja búskap á nýbýli eða eyðijörð, þar sem ekki er við annað að styðjast en það, er ; jörðin gefur af sér? Gerum oss t. d. í hugarlund, að 5 fjölskyldufeður flylji úr i atvinnuleysinu og allsleysinu á ( einhvern slíkan stað, sem fyrr ! er greint. Þeir eiga opinn vél- bát, er þeir gætu sótt á til fiskj- ; ar haust og vetur og framan af | vori. Er sjóróðrar þrjóta, held- ; ur starfið áfram við að gera | aflann að fullverkaðri markaðs- ! hæfri vöru. Við fiskverkunina I gæti alt vinnufast fólk á heim- : ilunum unnið, ekki einungis : það fulltíða, lieldur einnig ungl- ! ingar og stálpuð börn. Gerum ráð fyrir, að aflinn hafi orðið 100 skpd. miðað við verkaðan fisk, og er þá ekki freklega á- ætlað, þá mundu þessar 5 fjöl- skyldur fá í verkunarlaun um . 1500—1800 kr. miðað við nú- i verandi verkunarkostnað. Þann- ! ig hefir hver heimilisfaðir get- ! að skapað sér og sínum at- i vinnu, er bæti um 3—400 kr. ! við hinn beina hlut í aflanum. En nú má gera ráð fyrir, að á sama tima og fiskverkunin stendur yfir, sé jafnframt sint hirðingu fiskbeina, mótöku, jarðeplasáningu og venjulegri vorsýslan við búfé o. s. frv,: Síðan tekur heyskapurinn við og að honum loknum venjuleg hauststörf. Þannig leiðir livert starfið af öðru árið um kring, Og að vinnuafla heimilanna nolast sem best má verða, þvi að störfin eru þannig vaxin. Þannig getur liin starfandi hönd á heillaríkan hátt orðið sjálfri sér nóg um flesta hluti og um leið lagt lóð á vogarskálina til aukinnar velmegunar þjóðfé- lagsins. Aðstaða þessara manna til lún- og garðx-æktar er að ýmsu leyti mjög góð, ef ræktunarskil- yrði eru fyrir hendi. Þannig munu þeir geta ræktað mun meira miðað við búfjáreign sína, án þess að kaupa erlendan áburð, heldur en landbændur, Þessi aðstöðumunur byggist á því, að alt rask fisksins er hinií dýrmætasti áburður auk þess, sem þeim ætti að vera hægt heimatakið við að flytja fjöru- gróður í garða sína, en lxann er einnig talinn prýðilegur áburð- ur. Eg hefi heyrt sagt, að einn liestvagn af slorskúfum, eða öðru fiskraski, samsvaraði alt að því 1 poka af erlendum á- burði. Sé þetta rétt, þá er það ekki neitt smáræðisvei’ðmæti, sem árlega fer forgörðum með- fram ströndum landsins. Fram til þessa hafa menn lítt gert sér far um að lxagnýta sér þennan fjársjóð. Þess eru dæmi og þau ekki fá, að sumir útvegsmenn láti aka innvolsi fiskins (þar með er vitanlega ekki talin gota og lifur) í sjóinn. En kaupa svo marga poka ái'lega af erlendum áburði til að bera á tún sín. — Slík sóun og slikt hirðuleysi er hin mesta vömm, og lítt sam- boðið fátækri en menntaðri þjóð. Sjávarbóndinn hefir því nxargvíslega möguleika til þess að geta séð sér og sínixm far- boi’ða, og hin síðai'i ár liafa ver- ið stígin ýms þau spor í þágu atvinnulífsins, er virðast styx-kja þá skoðun. Meðfram ströndum landsins eru mörg hi’aðfrysti- hús og vel mætti svo fai’a, að þau gætu tekið drjúgt af afla þeirra sjávai'bænda, er næst búa. Þess má til dæmis geta, að árið 1938 lagði einn sjávarbóndi inn fisk i fi’ystihús eitt fyrir öskar 4 þús. kr. Þennan feng hafði hann aflað með tveimur dætrum sínurn innan við ferm- ingu. Þetta er reyndar einsdæmi og tæpast að vænta þess, að margir komist i hálfkvisti við hann hvað þá meir. En það sýn- ir þó, hvílíka þýðingu lxrað- fi-ystihúsin geta haft fyrir þá, er jöfnum lxöndxxm slunda fisk- veiðar og Iandbúnað. Eilt af því, sem styður þá skoðun, að það sé heillavænlegt { fyrir þjóðfélagið, að miklu fleiri menn gerist sjávax-bændur en nú eru, er fyrst og fremst hinn trausti grundvöllur, sem hygt er á, ekki einþætt starf eða fram- leiðsla, heldur fjölþætt í smáum ! stíl og geti einn þátturinn bætt annan Upp, þegar þess gerist þörf. Á þetta atriði er alment ekki litið sem skyldi og þó er oss íslendingum meiri nauðsyn á því að hafa það ríkara í liuga en flestum öðrum þjóðum. Það senx íslenzku þjóðinni ríður mest á nú, er að liinn stóri atvinnulausi hópur full- vinnufærra manna geti orðið at- hafnasamur í sjálfri framleiðsl- unni. Sú leið, sem farin liefir verið undanfarin ár, að leggja af mörkum mikið fé lil at- vinnubóta, sem að mjög litlxx le'yti er í tengslum við fram- leiðsluna, hefir ekki stoðað til þess að ráða bót á meinsemd- inni og hún mun aldi'ei gagna til þess. Þetta nxun flestum Ijóst, og þeim mun einkenni- Iegra virðist, að ekki skuli hafa verið reyndar nýrri og tækilegri leiðir. Eða á að trúa því, að til

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.