Vísir - 16.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 16.02.1940, Blaðsíða 1
* Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Riiitstjórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJQRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 16. febrúar 1940. 39. tbl. Hlé á orustunni við Summ Finnar fá nokknra livíid. --- í »æs,u vi*« er „érshétta Rauða hers- inscc og þá ætla Rússar sér að brjótast í gegnum viggirðingarnar á Kyrjálanesi EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í mórgun. Edward Beattie, fréttaritari United Press, símar í morgun frá vígstöðvunum í Finnlandi: Svo virðist sem orustan við Summaa sé um garð gengin. Hefir dregið svo mjög úr bardögunum b_ar, að hersveitir Finna hafa nú í fyrsta skifti á hálf- um mánuði jretað fengið nokkura hvíld, sem um mun- ar. En menn óttast, að hér muni að eins vera um stutt hlé að ræða. Rússar ætli að halda uppteknum hætti óg halda áfram sókninni, þegar er þeir hafa dregið að sér enn meira lið. Samkvæmt seinustu fregnum draga Rússar að sér mikið lið fyrir austan Summaa. í næstu viku er „dagur Rauða hersins" eða sá dagur, sem Rauði herinn hef ir haldið nokk- urs konar árshátíð. Menn búast við, að þann dag verði háð mesta orusta styrjaldarinnar. — Rússar búi sig nú undir, að brjótast í gegn þá hvað sem það kostar og vinna Rauða hern- um aftur á þessum degi tapað álit. Reynist þessi grunur manna réttur má svo fara, að úr- slitaorusta á Kyrjálanesi verði háð í næstu viku. Það verður ekki neinu spáð um það hversu Rússum kann að, verða ágengt, ef þeir halda áfram að draga að sér nýjar og1 nýjar, óþreyttar hersveitir, og ógrynni hergagna, en ýmsir hermálasérfræðingar benda á, að Mannerheimvíggirðingarnar séu margar mílur á breidd, og þótt liðsmunur sé gífurlegur sé ekki svo mjög að óttast, að Rússum takist að brjótast í gegn þarna fyrst um sinn. FINNAR HAPA TEKIÐ AFTUR ALLAR FRAMVARÐSTÖÐV- AR SEM RÚSSAR NÁÐU Á SITT VALD 1 BILI. Það er engum vafa undirorpið, að. tilkynningar Rússa um að þeir hafi náð á sitt vald tugum virkja í fremstu röð víggirð- inganna, eru mjög ýktar, en nokkrum slíkum virkjum náðu þeir í bili. Finnar segjast hafa náð þeim öllum aftur. Hálfsmánaðarsóknin mikla hefir ekki fært Rússum neinn árangur. Það er viðurkent af öllum, að á Kyrjálanesi og Petsa- movígstöðvunum er um sókn að ræða af hálfu Rússa, en engar verulegar breytingar hafa orðið, en á öðrum vígstöðvum eru Finnar í sókn og sumstaðar hafa þeir þjarmað mjög að Rúss- um, svo sem við Kuhmo, þar sem heilt herfylki þeirra er í mik- illi hættu. Kommúnistar stimplaðir sem landr áðamenn. 60 þingmenn kommúnista í Frakk- landi verða sviftir rétti til þingsetu EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. í Fulltrúadeild franska þjóðþingsins verður bráðlega gengið til atkvæða um í'rv. það, sem bannar þingmönnum kommún- ista þingsetu. Eru það um 60 þingmenn, sem um er að ræða. Nefnd hefir haft frumvarpið til athugunar og leggur hún til, að þingmennirnir verið sviftir umboði fyrir kjördæmi sín. Jafnaðarmannaleiðtoginn Barthelemy krefst þess, að bar- áttunni gegn kommúnistum verði haldið áfram, að leiðtogar þeirra verði handteknir og leiddir fyrir rétt. Leiðtoga komm- únista ber að stimpla sem landráðamenn, segir Barthelemy. Karlakór iðnaðarmanna heimsótti Vífilssta'ði s.l. sunnudag og skemti sjúklingum með Bellman- söngvum, mec5 aSsto'ð Carls Billich. Hafa sjúklingar beði'ð Vísi að færa kórnum og C. Billich þakkir fyrir komuna. Enski sendikennarinn, clr. J. McKenzie, flytur háskóla- fyrirlestur í kvökl kl. 8, urn „Ox-. ford and Cambridge". Skugga- myndir verða sýhdar og er öllum heimill áÖgangur. ítalskt skip íerst við strendurEng- lands. 15 menn af áhöfninni taldir af. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Flak ítalska skipsins Georgio Ohlsen hefir rekið á land á aust- urströnd Bretlands. Áður höfðu borist fregnir um, að skipið hefði rekist á tundurdufl, og héldu Bretar þvi fram, að Þjóð- verjar hefði lagt tundurduflinu, sem skipið rakst á, rétt fyrir ut- an breska landhelgi. Seytján mönnum af skips- höfninni hefir verið bjargað, en 15 eru taldir af. Inflúenzufaraldur og kolaskortur í Þýska- landi. EINKASKEYTI .frá U. P. — Khöfn í morgun. I Þýskalandi er nú svo mikill kolaskortur, að það er orðið al- gengt, að fjölskyldur slái sér saman, og búi tvær eða fleiri í sömu íbúð, til þess að geta ver- ið í hlýju. Brenni er ekki leyft að selja, nema með sérstöku leyfi. — Inflúensufaraldur geis- ar í Þýskalandi og öll sjúkrahús eru full af inflúensusjúklingum. 1 ræðu, sem Göring flutti í gær sagði hann, að það væri ekki rétt, að kolaskortur væri i Þýskalandi, heldur væri flutn- ingaerfiðleikum af völdum fannfergis um að kenna, að ekki væri hægt að láta í té næg kol. RÚSSNESKIR SÉRFRÆÐING- AR NEITA AÐ HVERFA HEIM f HINA „RAUÐU PARADÍS". EINKASKEYTI frá U. P. — Khöfn í morgun. Fregn frá Istambul hermir, að 50 rússneskir sérfræðingar, sem unnið hafa í tyrkneskum vefnaðarverksmiðjum hafi ver- ið kvaddir heim. Þegar Tyrkir fóru að koma sér upp vefnaðar- versmiðjum fyrir nokkurum ár- um, fengu þeir aðstoð hjá Rúss- um, og lánuðu Rússar Tyrkjum allmarga sérfræðinga i þessari grein sem fleirum. Ekki er kunnugt um orsök þess, að sérfræðingarnir voru kvaddir heim skyndilega, en það sem furðulegt þykir er, að þess- ir umræddu sérfræðingar vilja ekki með nokkuru móti fara — segjast þeir heldur vilja eiga reiði sovétstjórnarinnar yfir höfði sér, heldur en að hverfa aftur til Rússlands. Frá hæstarétti VedFéttup stofnaðai* áður en uppskpift fep fram vegna fátæki>askulcla]*9 gengm* fyriv henni* I dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur i máli milli bæjar- sjóðs Reykjavíkur annarsvegar og Hins íslenska steinolíuhluta- félags og Bifreiðaeinkasölu Is- lands hinsvegar. Málavextir eru þessir: Hinn 13. okt. 1938 veðsetti Sigurjón nokkur Jóhannsson Hinu ísl. steinolíulilutafél. vöru- bifreið sina með 1. veðrétti og sama dag veðsetti hann Bif- reiðaeinkasölu Islands þessa sömu bifreið sína með 2. veð- rétti. Voru veðsetningar þessar til tryggingar skuldum Sigur- jóns við nefnd fyrirtæki. Hinn 22. október s. á. lét bæjarsjóð- ur Reykjavíkur fara fram upp- skrift á nefndri bifreið samkv. 48. gr. framfærslulaganna fyrir fátækvaskuld Sigurjóns og var uppskriftin þinglesin 3". nóv. s. á. Hinn 25. jan. 1939 fór fram f járnám i bifreiðinni ef tir kröfu 1. og 2. veðhafa og 18. febr. s. a. var biíreiðin seld á nauðung- aruppboði eftir kröfu fjárnáms- hafanna. Við uppboðsgerðina lét bæjarsjóður Reykjavíkur mæta og reis nú ágreiningur um skiftingu uppboðsandvirðis- ins með því að bifreiðin seldist fyrir miklu lægra verð en svo að nægði til þess að fullnægja í'járnámskröfunum og bæjar- sjoði Reykjavikur. Héli bæjar- sjóðurinn því fram, að með nefndri uppskrift hefði stofn- ast lögveð í bifreiðinni, er gengi fyrir öllum öðrum höftum og veðkröfum þótt fyr væru stofn- aðar og bygði hann þessa skoð- un sína á 48. gr. framfærslulag- anna. Veðhafarnir héldu því hinsvegar fram, að þar sem veð- réttur þeirra í bifreiðinni hefði sfofnast áður en uppskriftin fór fram, þá bæri þeim uppboðs- andvirðið framar bæjarsjóði. Uppboðshaldarinn félst á kröfu veðbafanna og kvað svo á, að þeir skyldu ganga fyrir bæjar- sjóði. — Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu og segir svo í f orsendum hæstaréttardómsins: „Með þvi að veðréttir stefndu (þ. e. H. I. S. og B. I.) voru lög- lega tilorðnir og þinglesnir, áð- ur en uppskriftargerð sú, er i málinu greinir, fór fram, þá ganga þeir fyrir þeim rétti, sem áfrýjandi (bæjarsjóður) kann að hafa öðlast fyrir hana.". Samkvæmt þessum málalok- um var bæjarsjóður dæmdur til þess að greiða H. I. S. og B. I. (hvorum um sig) 175 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti. Hrm. Garðar Þorsteinsson flutti málið af hálfu bæjarsjóðs en hrm. Th. B. Líndal af hálfu gagnaðiljanna. ALT RÓLEGT A KYRJÁLAEIBI. — I fyrsta skifti í hálfan mánuð geta finsku skytturnar við loftvarnabyssurnar tekið sér hvíld. Rússar haf a um sinn hætt hinum æðisgengnu áhlaupum sihúm. Myndin sýnir hvernig loftvarnabyssunum er skipað í röð þétt yfir eiðið. Frá hæstaréttl. Vegagjald miðað við fasteignamat Jarða- böta. S.l. miðvikudag var uppkveð • inh i hæstarétti dómur í mál- inu Svínvetningabrautarfélagið gegn Karli Helgasyni. Málavextir eru þeir, að með erfðale'igubréfi dags. 27. júní 1932 seldi Blönduóshreppur Karli á erfðaleigu landspildu, er liggur að svo nefndri Svinvetn- ingabraut. Samkv. samþykt um braut þessa frá 1920 er heimilt að krefjast gjalds til hennar af hverjum þeim, sem á land eða jörð, er brautin liggur um. Má gjald þetta ne'ma árlega 1% af virðingarverði lands eða jarðar án húss, en með jarðabótum. — Nefnd landspilda, sem er 2.47 ha. að stærð, og sem Karli, sam- kvæmt erfðaleigubréfinu, er lieimilt að selja eða veðsetja af- notarétt sinn að, var í febrúar 1935 metin til fasteignamats á 2800 kr., án húsa. Taldi stjórn Svínvetninga-brautarfélagsins, að Karli bæri að greiða í ve^g- argjald %% af matsverðimi samkvæmt fyrrnefndri sam- þykt. Heldur Svínvetninga- brautarfélagið því fram, að með fasteignamatinu frá 1935 hafi að eins verið metin ræktun Karls og aðrar jarðabætur á nefndu landi, án húsa, en verð landsins óræktaðs sé ekki metið með. Þetta véfengir Kai4. En matsmennirnir hafa í sambandi við málið skýrt svo frá, að þeir hafi metið landið, „án sundur- liðunar", en með fullu tilliti til afgjalds af landinu til Blöndu- ósshrepps. I forsendum hæsta- réttardómsins segir svo: „Vegna legu nefnds erfða- festulands og réttinda þeirra, er stefndi hefir fyrir því fengið, verður að vísu að telja honum skylt að greiða áfrýjanda vega- gjald, en þó aðeins miðað við fasteignamat jarðabóta hans á landinu án húsa, enda hefir Blönduóshreppur greitt áfrýj- anda gjald fyrir árið 1936 mið- að við fasteignamat landsins ó- ' óræktaðs, eins og fyrr segir. En sökum þess, að fasteignamatið frá 6. febr. 1935 er ekki nægi- lega skýrt eða sundurgreint um þau atriði, er hér skifta máli, þykir ekki unt að ákveða m'éð vissu gjald það, sem stefnda ber að greiða. Af þvi leiðir að synja verður um framkvæmd lög- taksins." Sámkyæmt þessu var Svín- velningabrautarfélagið dæmt til að greiða Karli 200 kr. í máls- kostnað fyrir hæstarétti. Hrm. Pétur Magnússon flutti málið af hálfu félagsins, en hrm. Jón Ásbjörnsson af hálfu Karls. Framfarasjóður B. H. Bjarnasonar, kaupmanns. Úthluta'Ö var á afmæli gefanda 14. febrúar þ. á., til Geirs Reynis Tóm- assonar til tannlækninganáms í Jena kr. 600, til Friðgeirs Grímssonar til náms í flugvélaverkfræÖi í Mit- weide kr. 400, til Kristjáns Hauks Péturssonar til landmælinganáms við landbúnaÖarháskóla 400 kr. og til Ólaf s Eiríkssonar til náms í bók- sölufræöum í Kaupmannahöfn 400 kr. — Slökkviliðið var kvatt út tvisvar í gærkveldi. A sjöunda tímanum var það kalla'Ö a"S LandssmiÖjunni, enþar var ekk- ert alvarlegt að, og aftur á 10. tím- anum, er það var gabbaS upp í Brattagötu. Næturakstur. Bs. Steindórs, Hafnarstræti, sími 1580, hefir opið í nótt. J Næturlæknir. Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu i 5, sími 2714. Næturvörður í Ingólfs j apóteki og Laugavegs apóteki. I Sundhöllin I verÖur aÖeins opin til kl. 6.30 í kvöld, vegna sundmótsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.