Vísir - 17.02.1940, Blaðsíða 1
m
Ritstjóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Riiitstjórnarskrif stof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Af greiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
30. ár.
Reykjavík, laugardaginn 17. febrúar 1940.
40. tbl.
SJÓORUSTA VIB NOREG.
Þýska birgða-
skipið Altmark
slapp nauðulega.
EINKASKEYTI f rá United Press. — London í morgun.
Fregnir hafa borist um, að sjóorusta hafi verið
háð undan Noregsströndum, milli breska
tundurspillisins Intrepid við þýska herskipið
Altmark, sem hefir verið notað sem birgðaskip þýskra
herskipa og kafbáta að undanförnu. Breska flotamála-
ráðuneytið vill ekki gefa neinar upplýsingar um málið
að svo stöddu, en samkvæmt heimildum, sem ávalt
hafa reynst áreiðanlegar er talið líklegt, að fregnirnar
hafi við nokkuð að styðjast, og hafi tundurspillirinn
ráðist á Altmark, sem hafi sloppið nauðulega,
1 fregn frá United Press í Kaupmannahbfn segir, að þýsk
blöð haldi því fram, að árásin á Altmark hafi verið gerð innan
norskrar landhelgi. Lokaíanzeiger segir, að hér sé um viðburð
að ræða, sem kunni áð hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Með
framferði sínu hafi Bretar sýnt hversu mikil alvara þeim sé,
er þeir halda því fram, að þeir í einu og öllu virði hlutleysi
smáþjóðanna. Ennfremur segir blaðið, að skipherrann á tund-
urspillinum muni hafa verið þeirrar skoðunar, vegna hinnar
vinsamlegu afstöðu Norðurlandablaða í garð Bandamanna, að
sér væri óhætt að elta Altmark inn í landhelgi Noregs. Blaðið
gerir einnig að umtalsefni hversu ýmsir meðal hlutlausu þjóð-
anna styðji kappsamlega undirróður Breta gegn Þýskalandi.
JBretar, segir blaðið að lokum, virðast líta svo á, að þeir geti
farið sínu fram innan norskrar landhelgi.
Selnustu fregnir
Breska tundurspillinum tókst að
stöðva .,illímark", en á því voru
um 400 hreskir fangar.
LONDON Á HÁDEGI. — UNITED PRESS.
Það er nú komiS í ljós, að breska tundurspillinum
tókst að stöðva Altmark við strendur Noregs. Á Alt-
mark voru 400 breskir sjómenn af skipum, sem Graf
von Spee sökti. Allir fangarnir voru fluttir út í tundur-
spillinn, sem er á leið með þá til skoskrar haf nar og
væntanlegur þangað síðdegis í dag.
Vaxandi áhyggjur í Finn-
landi, en ekki talið von-
lausf, að úr rætist.
—o—
Fapa Ryti og Tanner til Englands og
biðja um aðstoð?
EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun.
EdAvard Beattie, fréttaritari United Press símar í morgun frá
Helsingfors:
Það hefir vakið mikil vonbrigði í Finnlandi, að Svíar hafa
ekki séð sér f ært að veita Pinnum hernaðarlega aðstoð. Orðróm-
ur hefir komist á kreik um, að Ryti forsætisráðherra og Tanner
utanríkismáalráðherra, ætli til London innan skamms, til þess
að fara þess á leit við Breta, að þeir beiti sér fyrir því, að Banda-
menn sendi her til Finlands.
Finskir stjórnmáalmenn neita því, að þessi fregn hafi við rök
að styðjast. Finska stjórnin vill ekki láta hafa neitt eftir sér í
tilefni af því að Svíar hafa neitað að, senda her til Finnlands.
Menn hafa vaxandi áhyggjur vegna sóknar Rússa á Kyrjála-
nesi, en vonleysi hef ir enn ekki gripið um sig.
Eins og stendur er um nokkurt hlé að ræða, sem annaðhvort
stafar af því, að Rússar geti ekki flutt skotfæri og hergögn eins
hratt til vígstöðvanna í svo stórum stíl, að þeir geti haldið sókn-
inni áfram án þess að hlé verði á.
Pinnar halda því enn frarn, að Rússar hafi hvergi komist
gegnum Mannerheimvíggirðingárnar sjálfar, en viðurkenna, að
þeir hafi tekið allmörg forvirki.
Það er talið mikilvægt fyrir Rússa að halda sókninrd áfram
áður en ísa leysir af Ladogavatni, en í vor, er þíðviðri koma og
snjóa leysir verður enn erfiðara um flutning skriðdreka og ann-
ara vélknúinna hernaðartækja en nú, þótt víða sé* fannfergi. —
Svíar neita
Finnum um
hernaöar-
lega aðstoð
Álit §æn§kra
sérfræðinga.
Greinar, sem sænsku her-
málasérfræðingarnar viðkunnu,
Brant ofursti og Asnlund pró-
fessor, hafa ritað, vekja stór-
kostlega athygli. Þeir halda þvi
fram, að áform Rússa sé að
sækja fram til Atlantshafs, og
þess vegna sé Svíþjóð skylt að
taka þátt í styrjöldinni og koma
í veg fyrir ósigur Finna. En það
verði ekki hægt fyrir' Finna að
verjast til lengdar. Fjöldi Svía
er hlyntur hernaðarlegri aðstoð
við Finna, en að likindum er
yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar fylgjandi hlutleysisstefn-
unni, enda hefir stjórnin til-
kynt Finnlandsstjórn, að hún
fylgi þeirri stefnu fram. —
NRP.—FB.
Loftárásir á járn-
hrautir Rússa.
Rússar hafa'nú komist inn i
nokkurar framstöðvar Manner-
heimvíggirðinganna, en Mann-
erheimlínan sjálf er órofin.
Hinsvegar er aðstaða Finna erf-
ið, vegna þess að þeir geta ekki
hvílt lið sitt. Þess sjást ýms
merki, að Rússum veitist erfitt
að flytja að nægilega mikið af
hergögnum og matvælum til
hins mikla hers þeirra á Kyrj-
álanesi, og af þeim sökum kann
að verða nokkurt lát á sókninni.
Finnar hafa gert loftánáisir á
járnbrautina til Leningrad og
valdið skemdum á henni. NRP.
iili Pjtlverjir
líli mill! fiin
ÍKillÍll ðl JiÉl'
lllillS.
SUNÐMOTIÐ I GÆR:
Þjóðviljinn fagnar því í
morgun, að sænska stjórnin
hafi neitað að hjalpa Finnum
hernaðarlega. Jafnframt birt-
ir blaðið miklar sigurfregnir
Rauða hersins og hrósar
happi yfir því, að hafa ekki
jafn óáreiðanlega fréttaritara
á vígstöðvunum, sem United
Press-fréttastofan.
Hvenær uppgötvaði Þjóð-
viljinn að það væri stríð í
Finnlandi? 'Hinir áreiðan-
legu fréttaritarar þeirra voru
víst ekki sofandi á verðinum,
þegar 44., 163. og 164. her-
fylkin voru stráfeld, vegna
„ágætrar" stjórnar á þeim?
Ekki kvartaði Þjóðviljinn þá
mikið undan þvi, hvað frétta-
ritarar Finnamegin væri ó-
^reiðanlegir, A, m, k, hætti
Stalin að tróa fregnunum frá
sínum eigin mönnum og lét
fara að þýða fyrir sig út-
varpsfregnir annara landa.
Það skyldi þó ekki liggja
þannig í þessu, að það sé
kominn nýr fréttastjóri hjá
Jússum — hinn fyrri hafi
verið látinn fara sölnu leið-
ina og veðurspámaðurinn,
sem ekki gat „búið til" gott
veður? GeturÞjóðviIjinnekki
upplýst þetta, með hinum
frábæru samböndum sín-
um?
Mý stjópn
Biilgaríu,
Nýjar fregnir hafa borist um,
að Þjóðverjar ætli að gera til-
raun til þess að miðla málum
milli Finna og Rússa. Þýski
sendiherrann V. Schulenburg
greifi er sagður hafa gert á-
kveðnar tilraunir i þessa átt. —
NRP.—FB.
Nýtt sk:ip.
Ingvar Vilhjálmsson útgerð-
armaður hefir nýlega fest kaup
á skipi í Noregi'og kom það
hingað til Reykjavíkur í fyrra-
kvöld. Gekk erfiðlega að fá inn-
flutningsíeyfið, — en gekk þó
að lokum.
Skixi þetta er um 100 smál. að
siærð, en í því er 95 ha. Polar-
Die!sel-vél. Er það 12 ára gam-
¥ö ný Islandsmet sett.
í 200 m. bringusundi kvenna og
4x100 m. boðsundi karla.
Islcnsk met eru ekki staðfest nema í þrem greinum af þeim
sex, sem kept var í, í Sundhöllinni í gær, en þó tókst að, seíja
ný Islandsmet í tveim þessara gxeina. Þess er rétt að geta, að
Ingi Sveinsson, sem er methafi í þriðju greininni, 500 m.
bringusundi, kepti ekki, þótt nafn hans stæði á keppenda-
skránni. Hef ði hann vaf alaust reynt að hróf la eitthvað við met-
inu, ef hann hefði vórið upplagður.
Essgiii stefiauba»eyting
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Fregn frá Istambul í morg-
un hermir, að tyrkneskir stjórn-
málamenn séu þeirrar skoðun-
ar, að ekki muni verða nein
breyting á utanríkismálastefnu
búlgörsku stjórnarinnar, sem
nú hefir verið mynduð. Ætla
tyrknesku s tj órnmálamennirn-
ii að Búlgarar muni leggja
stund á sem vinsamlegasta sam-
búð og samvinnu við nágranna-
þjóðirnar, og styðja Tyrki i við-
leitni þeirra, að Balkanþjóéirn-
ar hætti öllum innbyrðis deil-
um, og koma sameiginlega
fram, ef hættur steðja að. Fyrir
Tyrkjum, segja þeir, vakir að
koma í veg fyrir, að styrjöldin
breiðist út til Balkanskaga.
Forsætisráðherra Búlgaríu
sagði af sér i yfirstandandi viku
og myndaði Fillov kenslumála-
ráðherra stjórn. Utanrikismála-
ráðherra er fyrrverandi sendi-
herra Búlgara i Belgrad. Að
öðu leyti voru aðeins smávægi-
legar breytingar gerðar á
stjórninni. Hefir stjórnin sjálf
boðað, að utanríkismálastefna
hennar verði hin sama sem frá-
farandi stjórnar.
alt, smíðað úr eik og talið hið
vandaðasta. Skipið er kútter-
bygt og smíðað í Frakklandi.
Verður það útbúið hér til síld-
veiða og flutninga og verða
gerðar á þvi ýmsar umbætur i
því skyni.
Er það ánægjulegt er ný skip
bætast í flotann, með því að
ekki er atvinnan né framleiðsl-
an í landinu of mikil fyrir.
Úrslitin í hinum ýmsu sund-
um urðu þessi:
100 m. frjáls aðferð, drengir
innan 16 ára: Min.
l.Rafn Sigurðsson, KR. 1:12.2
2. Lárus Þórarinss., Á. 1:13.7
3. Randv. Þorsteinss., Á. 1:14.3
Ekkert ísl. met.
500 m. bringusund, karla:
Mín.
1. Sigurjón Guðjónss., Á. 8:31.2
2. Einar Sæmundss., KR. 8:52.9
3. Magnús Kristjánss., Á. 8:54.7
íslenskt met: 8:13.5 mín., sett
af Inga Sveinssyni i fyrra.
200 m. bringusund, kvenna:
Mín.
l.Þorbj. Guðjónsd., Æ. 3:31.0
2.Una Kjartansd., Æ. 3:50.6
3.1nd. Ólafsd., Æ. 3:55.3
Gamla metið, 3:31.8 mín.,
átti Steinunn Jóhannesd. (Þór)
1939.
100 m. bringusund, drengir
innan 16 ára: Min.
l.Einar Steinarss., KR. 1:29.2
2. Georg Th. Öskarss. KR. 1.30.4
3. Einar Davíðsson, Á. 1:31.9
Ekkert íslenskt met.
50 m. bring-usund, stúlkur
innan 14 ára: Sek.
1. Kristín Mar, Á. . 45.2
2. Sigríður Jónsdóttir, KR. 45.8
3. Ásdís Erlingsdóttir, Á. 46.0
Ekkert islenskt met.
Mikill „spenningur" var í öll-
um sundunum og sétluðu áhorf-
endur, sem voru mjög margir
og flestir af yngra taginu, að
æra hvern annan með uppörv-
unarópum sinum.
Ái-mann og K. R. eru altaf að
verða Ægi hættulegri keppi-
nautar. Þau félög eru að koma
sér upp góðum suudmönnum
og -meyjum, og það er áber-
andi, að í unglingasundunum
þrem á Ægir engan meðal
hinna þriggja fyrstu. „Stórveld-
ið" verður að fara að vigbúast,
ef hin eiga ekki að skjóta því
aftur úr.
4x100 m. boðsund, karla:
1. Sveit Ægis
2. A-sveit Ármanns
3. Sveit K. R.
4. B-sveit Ármanns
Mín.
4:31.5
4:44.0
4:57.0
4:59.0
Gamla metið var 4:33.4 mín.
Hvöt 3|a
tfftm tSM>m
Þ. 15. febrúar 1937 var Sjálf-
stæðiskvennafélagið Hvöt
stofnað hér í bænum með 300
félögum. Ætlar félagið að
minnast 3ja ára afmælis síns
næstkomandi miðvikudag með
afmælisfagnaði.
Tala félagskvenna er nú orð-
in 800 og er það þar með orðið
eitt af stærstu stjórnmálafélög-
um á landinu. Félagslifið hefir
altaf verið með mesta blóma og
félagskonur jafnvel ferðast
víðsvegar um landið til þess að
afla Sjálfstæðisflokkinum fylg-
is. Stjórn félagsins er nú þann-
ig skipuð: Guðrún Jónsson, for-
maður fná öndverðu, Guðrún
Guðlaugsdóttir, varaformaður,
María Maack, gjaldkeri, Kristín
Sigurðardótlir, ritari, Guðrún
Pétursdóttir, Marta Indriða-
dóttir og Dýrleif Jónsdóttir.
Adalfnudi S. í. F,
Aðalfundi S. í. F. var slitið
laust eftir miðnætti í nótt. Var
mestöllum gærdeginum varið
til þess að ræða um uppbót á
fiskverðið.
Till. stjórnarinnar um að
bæta upp verðið á framleiðsl-
unni 1938 með 35 au. á pakka,
var samþykt einróma. Áður var
búið að bæta það upp með 60
au. á pakka.
Deilur urðu uiii það hvernig
bæta skyldi upp framleiðsluna
1939 og '40. Var nefndin, sem
kosin var i málið og skipuð ein-
um fulltrúa frá hverjum fjórð-
ungi og einum frá Eyjum að
auki, þríklofin.
Var deilt um það aðallega,
hvaða tilhögun skyldi hafa við
verðjöfnunina, hvort jafna
skyldi verð milli fisktegunda,
eða einungis verðjafna fisk inn-
an sömu tegundar. Var málinu
að lokum visað til stjórnar S.
í. F.
Þá var gerð sú lagabeyting,
að félaginu heimilast að annast
innkaup á aðalnauðsynjum út-
vegsins.
Að lokum fór fram stjórnar-
kosning og varð engin önnur
breyting gerð á stjórninni, en
að Elías Þorsteinsson Keflavik
kom í stað Jóns Kjartanssonar.
Endurskoðendur voru endur-
kosnir, nema í stað Júlíusar
Guðmundssonar var Sveinbjörn
Oddsson, Kothúsum, kosinn
varaendurskoðandi.
SJÓRÉTTUR VENGA
S.S. EIKE.
Osló, í morgu'n. — FB.
Sjóréttur hefir verið haldinn
út af kafbátsárásinni á Eike. 16
menn fórust, en tveir komust
upp á fleka og björguðu kaf-
bátsmenn þeim. Enn er óvíst
hvort skipið rakst á tundur-
dufl eða kafbáturinn sökti þvi.
— NRP.