Vísir - 21.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 21.02.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Riotst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Af greiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGfcÝSING ASTJÓHÍ: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 21. febrúar 1910. 43. tbl. Rússar hafa ekki tekið Koivisto og Björkö | segja Finnar TilrtMiiiiF R ííssa tíl þess að sækja, fram yfir Su¥antovatn misfaepaast. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Idward Beattie, fréttaritari United Press á víg- stöðvunum í Finnlandi símar í dag: Rússar halda áfram tilraunum sínum til þess að brjótast gegnum . Mannerheimvíggirðingarnar. Sendu þeir hverja hersveitina á fætur annari yfir Su- vantovatn í-gær, en Finnar hrundu öllum áhlaupum þeirra. Rússar hafa birt tilkynningar um, að þeir hafi náð Koivisto á sitt vald og Björkö, en á báðum þessum stöð- um tiafa Finnar ramger strandvirki. í Helsingfors er því algerlega neitað, að þessar f regnir séu réttar. •Þáð er litið svo á, að sigrar Finna fyrir norðaustan og norðan Ladogavatn séu mjög mikilvægir, þar sem þeir geti bráðlega, «ða er þeir hafa „hreinsað til" nokkuru betur á þessum slóðum, flutt herlið. þaðan til Kyrjálaness. Finnar hafa nú tekið sér stöðu í annari virkjaröð Manner- heimvíggirðinganriá ,én þau virki eru miklu ramgerari en þau í fremstu röðinni. Öllum áhlaupum Rússa á hinar nýju aðal- varnarstöðvar Finna, hefir verið hrundið. AFSTABA NORBMANNA i ALTMARK-MALIND. Nórðmenn segja, að málið sé rætt af litlum skilningi í blöðum Bandamanna og hafi þeir í hótunum. 1 norskum blöðum er lögð mikil áhersla á þá yfirlýsingu Halvdan Koht utanríkismála- ráðherra, að á Altmark hafi ver- ið dregið að hún flagg, sem sýndi, að skipið var i þjónustu þýska ríkisins og bæri því að líta svo á, að það væri herskip, og undanþegið skoðun á norsk- um siglingaleiðum — skips- hafnirnar á norskum eftirlits- skipum hefði ekki haft rétt til annars en að sannfæra sig um, hvaða skip væri um að ræða, og það hefði verið gert með þvi að fara fram á að sja skips- skjölin, sem einnig sýndu, að skipið var útbúið með loft- varnabyssum. Þetta gerðist út af Þrándheimsfirði, en þegar svo annað norskt eftirlitsskip stöðvaði skipið fyrir utan Berg- en, neitaði skipstjórinn að sýna skipsskjölin á ný, þar sem hann hefði. þegar sýnt þau skip- herra á norsku eftirlitsskipi. í breskum og frönskum blöð- um er málið rætt af litlum skilmngi í garð Noregs. Það er kvartað yfir athafnaleysi Norð- manna og jafnvel haft í hótun- um við þá, og er það í litlu sam- ræmi við það, að vesturveldin hafa altaf sagst bera umhyggju fyrir hlutlausum smáþjóðum og virða réttindi þeirra. Um- mælin i breskum og frönskum blöðum eru mjög einhliða og yfirleitt hallað á Norðmenn, en hinsvegar er málstaður þeirra eindregið studdur í blöðum Norðurlandaþjóðanna. 60 franskir kommúnist- ar gerðir þingrækir. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fulltrúadeild franska þjóð- þingsins hefir samþykt með 492 atkvæðum gegn engu, að svifta rétti til þingsetu 60 þingmenn kommúnista. Bar ríkisstjórnin fram frumvarp hér að lútandi fyrir nokkuru og hefir sérstök nefnd haft það til meðferðar. Um leið og frumvai-pið var lagt fram var tilkynt, að þeir þing- menn kommúnista, sem segði sig úr kommúnistaflokkinum og hætti Öllu samstarfi við kommúnista, yrði undanþegnir ákvæðum laganna. Þetta not- uðu sér sjö af þingmönnum kommúnista og sögðu sig úr flokkinum og hættu öllu sam- starfi við kommúnista í Moskva. Nefndin lagði til, að þessir sjö þingmenn héldi þing- mannsréttindum sínum og félst deildin á það. í BÆKISTÖÐ ÞÝSKRA FLUGMANNA — á einni af eyjunum við vesturströnd Þýskalands. Þar hafa bækistöðvar fIugvélar þæi% sem gera árásir á skip á siglingaleiðum við Bretland. Eins og myndin sýnir eru tjöld flugmanna máluð þannig, að erfitt er að sjá þau úr lofti. MikiII mannfjöldi var við- staddur er þýsku sjómennirnir 6, sem féllu í bardaganum í Jössingfirði, voru jarðsungnir. Flokkur norskra sjóhða stóð heiðursvörð og þýski sendiherr- ann í Oslo og skipstjórinn á Alt- mark fluttu ræður. Skipstjór- inn á norska eftirlitsskipinu, sem nú er i Jössingfirði, lagði sveig á gröfina. Einnig var lagð- ur sveigur á hana frá Hitler og þýska flotamálaráðuneytinu og auk þess voru fjölda margir sveigar aðrir með þýskum lit- um. — Sjöundi þýski sjómað- urinn, sem særðist i bardagan- um, lést í sjúkrahúsi í gær í Kristianssand. — NBP—FB. Tyrkir biía «ig unclir styrjöld. KJtiöfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. í fregnum frá Istanbul i morgun segir, að tilgangur tyrknesku stjórnarinnar með því að láta landvarnalögin koma til framkvæmda, sé sá, að gera víðtækar ráðstafanir til þess að auka innanlandsfram- leiðslu og afla hráefna, mat- væla o. fl., með það fyrir aug- um, að nægilegar birgðir verði fyrir hendi, ef Tyrkir skyldi lenda í styrjöld. Þjóðverjar leigja ítölsk olíuílutninga- skip. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Þýskt félag hefir tekið á leigu fjögur ítölsk olíuflutningaskip með það fyrir augum, að flytja olíu frá Bússlandi (Batum í Ge- orgíu við austanvert Svartahaf) til búlgarskra hafna, en þaðan verður olían flutt á járnbraut til Þýskalands. Með þessu er stigið mikilvægt skref til þess að tryggja Þýska- landi olíubirgðir. Dýskir liilir hifa ií i! iuii aorskri ii* segiæ þýska síjórnin. —o— Eins og áður er getið sendi norska stjórnin orðsendingu til þýska stjórnarinnar varðandi þrjú skip sem sukku við Nor- egsstrendur í desember. Þýska stjórnin hefir nú svarað orð- sendingunni, eftir að ítarleg raimsókn hefir farið fram, að það geti ekki hafa verið þýskir kafbátar, sem söktu þessum skipum, því að engir þýskir kaf- bátar voru á þessum slóðum, þegar skipin fórust. NBP—FB. TveíinBir bjsirg;an af 18 manna áhöfn. Það hafa nú fengist áreiðan- legar upplýsingar um, að skip- I inu Eika frá Kragerö var sökt með tundurskeyti 29. jan. Að i eins 2 af 18 manna áhöfn kom- ust af. NBP.—FB. Svar Noregsstjórnar við fyrirspurn- um Halifax lávarðs verður afhent í London í dag. EINKASKEYTI til Vísis. — London í morgun. Það er búist við því í London, að svar Noregssstjórnar við fyrirspurnum og mótmælum Halifax lávarðs f. h. bresku stjórn- arinnar út af Altmarkmálinu, verði afhent í breska utanríkis- málaráðuneytinu í dag. Menn gera ráð fyrir, að frekari orðsendingar muni fara milli ríkisstjórnar Bretlands og norsku ríkisstjórnarinnar, þar sem þegar hefir komið fram mikill ágreiningur um hversu skilja beri alþjóðalög um réttindi herskipa til þess að fara inn í og sigla í landhelgi hlutlausra þjóða með fanga innanborðs. CHAMBERLAIN UM > AFSTÖÐU NORÐMANNA. Chamberlain- flutti ræðu i neðri málstofunni í gær og sagði, að eftir ræðu þá, sem Koht utanríkismálaráðherra Noregs hefði flutt í Stórþinginu, væri enn erfiðara en áður að skilja afstöðu Noregsstjórnár í þessu máli. Væri ekki ánnað sjáanlegt en Norðmenn léti sig það litlu skifta hversu þýsk her- skip misnotuðu norska land- Iielgi, þar sem eftir skoðun Koht gæti herskip flúið inn í landhelgi -og siglt hundruð milna vegalengd í landhelgi með fanga styrjaldar-gagnaðila inn- anborðs. Væri þetta alt annar skilningur en Bretlandsstjórn legði i ákvæði alþjöðlegra laga um þetta efni og á þennan skilri- ing Norðmanna gæti hún ekki fallist undir neinum kringum- stæðum. Liti Bretlandsstjórn svo á, að Noregsstjórn hefði verið skylt að láta framkvæma skoðun í skipinu, en hún hefði veg^g:ja vél' æfara frá Flaitey ogf Sæfari fuiAdiissi, en leit liald- id áfram ad v« to. Kristjáiii. Slysavarnafélagið lét útvarpa í gær tilkynningu til skipa og voru þau beðin að svipast eftir v.b. Kristjáni frá Reykjavík, en það er 15 smál. bátur, gerður út frá Sandgerði. Ennfremur voru gerðar ráðstafanir til þess, að leitað væri að v.b. Sæfara frá Flatey, sem gerður er út frá Stykkishólmi á yfirstandandi vertíð V.b. Sæfari fór i róður að- farnaótt mánudags og óttuðust menn um hann, er veður spiltist nú upp úr helginni. Voru sendir tveir bátar frá Stykkis- hólmi í gær til þess að leita hans, og fann annar þeirra hann undir Bjarneyjum. Hafði Sæfari leitað þangað í skjól. V.b. Kristján fór í róður á að- faranótt mánudags. Þegar veð- Norskt skip skot- ið í kaf við írlandsströnd. —o— 11 menn bjargast eftir mikla hrakniga, en 15 eru taldir af. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Ellefu menn af norska eim- skipinu Teenstad(?), sem var skotið í kaf með tundurskeyti þ. 15. þ. m. við vesturströnd ír- lands, hafa bjargast á land á eyju við írland, eftir fimm daga hrakninga í opnum bát. Menn- irnir voru mjög þjakaðir. 1 öðrum björgunarbát voru 13 menn. Hefir ekki spurst til hans og óttast menn, að þeir hafi farist. ekki notað sér mörg tækifæri, sem henni buðust til þess og ekki gætt skyldu sinnar sem hlutlausrar þjóðar gagnvart Bretlandi sem styrjaldUraðila. Ræðu Chamberlains var vel tekið, jafnt af stjórnarsinnum sem stjórnarandstæðingum. ur spiltist gerði Slysavarnafé- lagið þegar ráðstafanir til þess að leitað væri að bátnum, og fór björgunarskútan Sæbjörg út á mánudagskvöld og er enn að leita. Dimmviðri var svo mikið á miðunum i gær, að ald- rei sást meira en svo sem 100 faðma frá skipinu og þvi varla von, að leitin bæri árangur. í morgun var sæmilega bjart og fóru 10 stórir vélbátar frá Sandgerði til þess að taka þátt í leitinni. Innbrotsþjófur að verki á Akureyri. Nýlega var innbrot framið á Akureyri í hinn svokallaða Nýja-Söluturn, en hann stendur við aðalgötu bæjarins. Hurðin að turninum er með smárúðum og hafði ein þeirra verið brotin og á þann hátt leit- ast við að opna turninn, en það tókst ekki, með þvi að auk smekklássins hafði honum verið læst með lykli. Þegar hér var komið málum greip þjófurinn til þess ráðs að brjóta stóra rúðu i útstillingar- glugga og úr glugganum hafði hann á brott margskyns sæl- gæti, vindlinga o. fl. Þrátt fyrir þessar aðf arir varð fólk ekki þjófsins vart og vissu menn ekki um innbrotið fyr en risið var úr rekkju um morg- uninn. Málið er nú i rannsókn en ekki hefir enn tekist að hafa upp á þeim, sem innbrotið fralndi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.