Vísir - 22.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 22.02.1940, Blaðsíða 2
VfSIR DAGBLA9 Útgefandi: blaðaútgAfan VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján GuSlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lansasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Alþýðublaðið spurt. ^LÞÝÐUBLAÐIÐ prentar i gær upp eftirfarandi um- mæli ár forystugrein Vísis í fyrradag: „Sjálfstæðisílokkn- um hefir aukist fylgi, sérstak- lega meðal verkamanna. Ástæð- an til þess er sú, að verkamenn hafa feugið reynslu fyrir því, að hin einhliða stéttarpólitik, sem rekin liefir verið i jieirra nafni, hefir fært þeim alt annað en lofað var. Þeir hafa fengið at- vinnuleysi fyrir atvinnu, vax- andi örbirgð fyrir hætt kjör.“ Alþýðublaðið er óskaplega hneykslað á þessum ummælum. Það segir að þau sýni, „hvernig menn, sem teljast vera sæmi- lega mentaðir og með heilbrigða skjmsemi, geta gert sig að fífl- um af flolcksofstæki og þröng- sýni, þegar þeir tala um póli- tiska andstæðinga.“ Já, mikið hefir maður á sam- viskunni, að hneyksla einn af þessum smælingjum. Og það væri ekki nema guðvelkomið að biðja afsökunar, ef nokkur minsti snefill af ástæðu væri til þess. ílvað er í þessum ummæl- um, sem ekki er dagsatt? Hefir Sjálftsæðisflokknum ekki auk- ist fylgi meðal verkamanna? Halda menn að Alþýðuflokkur- inn hefði gengið inn á að sjálf- stæðismenn skipUðu meiri hluta i stjórn Dagsbrúnar, ef þeim hefði ekki vaxið fiskur um Iirygg? Hefir ekki Alþýðu- flokkurinn haft á stefnuskrá sinni „vinnu handa öllum, sem vilja vinna?“ Margfaldaðist ekki tala atvinnuleysingja ein- mitt á því kjörtimabili, sem Al- þýðufloklvurinn átti sjálfan at- vinnumálaráðherrann i stjórn- inni til þess að framfylgja kosn- ingaloforðunum um vinnu handa öllum? Segja ekki aukin sveitaþyngsli skýrt til um það, að verkalýðurinn hafi fengið „vaxandi örbirgð fyrir bætt kjör“? Hafa ekki sjálfir leiðtog- ar flokksins viðurent, að „liin einhliða stéttapólitík“ hafi leitt út í ófæru, með þvi að bera fram og samþykkja á Alþingi lögin um gengislækkunina? Alþýðublaðið hefði átt að reyna að finna eitthvert svar við þessum spurningum, áður en það fór að taka mikið upp í sig út úr þessum tilfærðu ummæl- um Vísis. Það er dálítið lilálegt að sjá því haldið fram í Alþýðublað- inu, einmitt á þeirri stundu, sem verkamenn ganga í stórhópum undir merki Sjálfstæðisflokks- ins, að flokkurinn sé sérhags- munasamtök stórkaupmanna- stéttarinnar. Blaðið byggir þessa skoðun á þeirri afstöðu, sem flokkurinn hefir tekið sameig- inlega til verslunarmálanna. Á nýafstöðnum landsfundi var fyrri afstaða flokksins áréttuð með samhljóða atkvæðum fund- armanna. Það voru aðeins ekki kaupmenn, sem þarna greiddu atkvæði. Það voru bændur, sjó- menn, iðnaðarmenn, útgerðar- menn, verkamenn, embættis- menn, menn úr öllum stéttum Ih*. timinlawgiir Clacsscn: Sinn siður i landi hverju. ■ ■ i í ýmsum löndum er minning ■ bestu sona þjóðanna í heiðri höfð með misjöfnu móti. Aðalatriðið mun flestum virðast, að eftirkomendurnir meti að verðleikum störf þeirra og þau af- rek á sviði vísinda, lista og þjóðmála, sem tengd eru lífsstarfi hins látna manns, og lifa með þjóðinni eftir hans dag. . . þjóðfélagsins, öllum landshlut- um, karlar og konur. Og hvað er það, sem Sjálf- stæðisflokkurinn berst fyrir í verslunarmálunum ? Ilvað sag§i Alþýðublaðið sjálft, þegar inn- flutningshöftin voru sett á? Hvað sagði Jón heitinn um það mál á Alþingi? Þessi ummæli eru ekki við hendina, en það má vel rifja þau upp, ef Al- þýðublaðið óskar þess. En svo er rétt að spyrja Al- þýðublaðið einnar spurningar enn þá: Telur blaðið að Staun- ing' forsætisráðherra Dana beri hagsmuni stórkaupmannastétt- arinnar sérstaklega fyrir brjósti? Því er að þessu spurt, að Stauning hefir verið talinn einhver fremsti leiðtogi jafnað- arstefnunnar i Norðurálfunni. Stjórn hans hefir leilt i lög inn- flutningshöft, alveg eins og gert liefir verið hér á landi. En framkvæmdin hefir verið með alt öðrum hætti. Deila sú, sem staðið hefir um verslunarmálin, hefir fyrst og fremst verið um framkvæmdina. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir ekki farið fram á annað en það, að við tækjum upp það fyrirkomulag, sem hinn lieimsfrægi danski „Mþýðuflokks“-Ieiðtogi hefir gengist fyrir í landi sínu. Um leið og Alþýðublaðið sakar Sjálfstæðisflokkinn um að berjast fyrir einhliða liagsmun- um kaupmannastéttarinnar, sakar það þess vegna Stauning um alveg það sama. Þess vegna er enn skorað á Alþýðublaðið að svara þessari spurningu: Telur það Stauning forsætisráðherra og flokk hans hafa bax-ist fyi'ir einhliða liags- munum kaupmanna, með því að lögleiða ]>að fyrirkomulag um úthlutun á innflutnings- vörum, sem gilt hefir þar í landi ? a Skíðafélag Reykjavíkur efnir til skiðanámskeiðs í^Hvera- dölum í næstu viku. Hefir félagið ráðið Helga Sveinsson frá Siglu- firði fyrir kennara og mun hann kenna göngu, svig og stökk, og ann- að, sem að skíðaíþróttinni lýtur. Helgi. er ágætur skíðamaður og gat hann sér nx. a. ágætan orðstir á Thulemótinu í fyrravetur. Póstferðir ó morgun. Frá Rvik: Snæfellsnesspóstur, Breiðafjarðarpóstur, Rangárvalla- sýslupóstur, Vestur- og Austur- Skaftafellssýslupóstar, Akranes, Borgarnes. — Til Rvíkur: Snæ- fellsnespóstur, Breiðafjarðarpóstur, Borgarnes. En svo kemur til greina hve mikla atliygli bei'i að veita lílt- amsleifum látinna stói'inenna. Hér á landi tíðkast að vísu tals- verður hégómi við útfarir, með tillieyrandi krítíklausum lof- ræðum um þá framliðnu. Og stórfé er varið i skrautlegar kistur og misjafnlega smekk- lega legsteina. En eg hygg að yfii'Ieitt muni landsmenn ekki beina huga sínum neitt séi’stak- lega að legstöðum lielstu manna landsins, né fara þangað neinar pílagrímsferðir. íslendingar liafa mætur á skáldskap Bjai’na Thorarensens. En hve margir vita hvar hann var jai'ðsettur? Mundi minning hins ágæta vís- indamanns, Eggerts Ólafssonar, dýrmætari landsmönnum, ]>ó hann hefði dáið á sóttarsæng, og fengið sinn legstein, en ekki farist í hafi og týnst með skipi sínu? Og liefði það aukið ást- sældir Jónasar Hallgrímssonar, þó hann helði átt legstað ann- arsstaðar en raun varð á? Eg hygg ekki. Og ]>ess vegna vii'ð- ist það ekki svo mikils um vert ]>ó takast megi að skilja sundUr bein hans frá öðru fólki, sem sett hefir vei'ið í sama gx-afi’eit í Assistenskirkjugarði í Kaup- mannahöfn. Eg hygg að landsmenn muni yfirleitt ekki aðhyllast neina nýja steinaldarmenning, gagn- vart beinum fi'amliðinna. Upp- lýst nútíma fólk veit, að liðinn líkami á sér enga framtíð. Það er ræktai’semi gagnvart ]>eim fi'amliðna að eyða lioldi lians með einföldu og hreinlegu móti. Og það gei-ist best á bálstofu. Það þekkist reyndar ei’lendis, að kistur mestu nxanna þjóðar- innar séu geymdar í viðhafnar- húsi, er nefnist „Pantheon“. Eitthvað í þessa ált mun Iiafa vakað fyrir ríkisstjórninni, er eitt af skáldum Iandsins var jarðsett nýverið á Þingvöllum á kostnað ríkisins, og látið í veðri vaka að fleiri mikilmennum mundi verða valinn þar leg- staður síðar. Staðurinn er reyndar ekki viðunandi, eins og hann er nú. En með því að flytja þangað nokkur þúsund vagn- lilöss af niold, má liækka Þing- vallatún og gera það að for- svaranlegum grafreit. En það er sinn siður í landi hverju. Tímarnir breytast og venjftr mannanna. Bretar hafa löngum geyrnt kistur helstu sona sinna í Westminster Abbey. Og Bretinn er manna fastheldnastur á fornar venjur. En á þessu er sanit nú orðin i breyting. Þegar skáldið Rudyard Kipling lést, var hann brendur á bálstofu í London. Yiðstödd var aðeins ekkjan og einn vin- ur fjölskyldunnar. Það var ekki nærri því eins fínt eins og út- för i Reykjavík. Síðar var duft Kiplings sett í ker og því var valinn staður i Westminster Abbey. Og það mun tilætlunin, að framvegis verði í því formi tekið á móti líkamsleifum þeirra, sem eiga að hvila i þess- um helgistað Breta. Mér virðist þetta gæti verið til fyi'innyndar íslendingum, ef þeir ætla sér að velja sérstakan hvíldarstað bestu sonum sínum og dætrum. Duftkerin mætti geyma í viðhafnarsal í opin- berri byggingu, sem til þess væri valin í höfustað landsins. Afmælisfagnaðnr Hvatar í gærkveldi. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt hélt afmælisfagnað sinn í gær- kveldi í Oddfellow-höllinni, og var þar mikið fjölmenni saman komið. Skemtunin var sett kl. 7% af frú Sigurbjörgu Guðmunds- dóttur og stjórnaði hún sam- sætinu. Því næst tóku til máls og mællu fyrir minnum eftir- taldar konur: Frú Guðrún Jón- asson minni Hvatar, frk. Maria Maack niinni íslands, frú Guð- rún Pétursdóttir minni Reykja- vikur, frú Martlia Indriðadóttir minni flokksins, frú Soffía Ól- afsdóttir minni gestanna og frú Guðrún Guðlaugsdótlir minni karlmanna. Kvæði fluttu til félagsins frú Jólianna Guðlaugsdóttir, frú Guðrún Magnúsdóttir frá Bol- ungarvík og frú Guðrún Guð- laugsdóttir. Ávörp og kveðjur fluttu til félagsins þær frú Gunnliildur Ryel, varaformaður Varnar á Akureyri, frú Rannveig Vigfús- dóttir formaður Vorboðans í Hafnarfirði og frú Jónlieiður Eggerz frá Akureyri. Þá sungu þrjár ungar stúlk- ur létt Iög við undirleik, og ung- frú Helga Tryggvadóttir sýndi listdans við mikla hrifningu á- horfenda. Samsætið stóð til kl. 2% og voru allar konur á einu máli um það, að þetta hefði verið einhver liin ágætasta skemtun, sem félagið hefir lialdið og hafa þær þó verið margar og góðar að undanförnu. Kveðja barst frá þingflokki og miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins, og var félaginu þar þakkað vel unnið starf á undanförnum árum og því árnað allra heilla. 20-25 vélbát- ar leita v.h. Kristjáns. í morgun fóru 20—25 bátar úr Sandgerði til þess að leita v.b. Kristjáns úr Reykjavík, sem fór í róður aðfaranótt mánudags. Veður er allsæmilegt með landinu, en fer að hvessa þegar dregur frá landi. Skygni er heldur ekld sem best. Slysavarnafélagið átti í morgun tal við Sæbjörgu. Var hún þá undan Hvalsnesi og hafði einskis orðið vör. Hélt hún áfram leitinni. V.b. Kristján, sem er 15 smál. er með finim manna áhöfn. — Formaðurinn heitir Guðmund- ur Bæringsson. Eigandi bátsins er Gissur Kristjánsson, hér í Reykjavík, en báturinn er gerð- ur út frá Sandgerði. Varðskipin Ægir og v.b. Óð- inn taka bæði þátt í leitinni. Síra Sigurður Z. Gislason: Haínbannið r Sigurði Skagíield. Hr. formaður Útvarpsráðs Jón Eyþórsson hefir svarað spui'nmgii minni um hafnbann- ið á Sigurð Skagfield. Hann viðurkennir það, að plötur hans eru aldrei leiknar í útvarpið. Hér liefir því gerst dásamlegt tyrirbrigði í íslenskri menning- arsögu. Það er ekki óvinurinn, sem bannið setur, heldur sjálfur sá, sem á að þola bannið. Síðan tekur óvinurinn snjallræðið upp og heldur þvi áfram til hlífðar (!) andstæðingnum. Við hverju er honum, Skag- field hlíft? Slæmri meðferð, ef hann eða plötur hans kæmu í útvarpshöfnina? Sér nú ekki formaðurinn, hversu hann löðr- ungar sig og sína með staðhæf- ingu sinni? Meistari-Jón er einmitt litt meLstaralegur. Látum vera, að hann þori ekki að taka á móti Skagfield sjálfum; að þeir séu allir i Hliðskjiálfinni hræddir við ógnir hans. En þvi fremur — væru þeir vitrir — ættu þeir að nota plöturnar, því að hvorki bíta þær eða slá. Annars er nú þetta með geðvonsku Skagfields einskær hugarburður. Við vin- ir hans höfum ekki þekt prúð- ari mann og hæverskari eða al- úðlegri i framkomu. Það liggur svo fyrir þetta ís- lenska Dreyfusarmál, að dóms- vald fyrrv. og núverandi út- varpsráðs hefir algerlega hafn- að plötum söngvarans, sem ó- hæfum, bæði þeim eldri og yngri, er hann hefir sungið inn á í Englandi og Þýskalandi. Þeir bera fyrir bann hans sjálfs. En það er undanfærsla. Eg fullyrði og liefi fyrir þvi rök, að hann hefir aldrei formlega bannað plötur sínar. Hverju liann kann að bafa slegið fram í augna- bliks reiði, framkallaðri af ó- nærgætni andstæðinga, hefir elckert varanlegt gildi, síst þeg- ar bréflega liggur fyrir aftur- köllun á bugsanlegum orðum í þá átt. Hefði úlvarpsráðinu verið í mun að fá plöturnar, hefði þeim verið i lófa lagið að fá vilja sínum framgengt. Hafi hinsvegar verið sært fram sjálfsbann, án síðari viðleitni til afturköllunar (á þvi sem þó ekkert var) — sannar það að eins Dreyfusarútlegðardóminn — að gjöra augnabliksbólil að eilífðarmáli. Að athuguðu miáli stenst ekki þessi dómur útvarpsráðanna. Skagfield er mikill söngvari og stendur fyllilega jafnfætis öðr- um okkar góðu söngmönnum. Plötur hans, sem ekki mega heyrast í útvarpinu, eru kær eign fjölda manna um land alt. Þær hafa verið primavara okk- ar bestu hljóðfæraverslana, seldar fullu verði, þangað til fyrv. útvarpsráð hafði auðvirt hann í útvarpstilkynningu (það er brot á reglum þess). Besti söngdómari okkar, Baldur And- résson hefir mjög lofað söng hans. Jón Sigtryggsson fanga- vörður ritaði í Nýja Dagbl. og fór aðdáunarorðum um sama. Þingmenn Skagfirðinga, Pálmi og Steingrímur, börðust á þingi fyrir opinben-i viðurkenningu. Eg liefi umsagnir fjölmargra söngmentaðra manna. Morgun- blaðið gat um vinsældir söngv- arans eftir útvarpssöng hans „Matthíasarkvöldið" o. fl. 1935. Jafnvel sjálf útvarpsráðin liafa óafvitandi viðurkent Skagfield með þvi litla, sem hann hefir sungið í útvarpið. Menn munu þá spyrja, hvers vegna plötur hans mega ekki heyrast, seríur hins vinsæla ís- lenska söngvara, á sama tíma og látlaust garga í eyru manns sömu plöturnar, stundum slitn- ar og skemdar, uþp aftur og aft- ur árið út og órið inn. Svo bæt- ist við hin dæmalausa þjóðern- iskennd í humátt upp að hásæti hins bráðum væntanlega nýja íslenska ríkisforseta á alfrjálsu Islandi 1943, að ramíslenskur söngvari má alls ekki heyrast í ríkisútvarpinu fremur en frjáls hugsun í . einræðislandi eða Skákþinginu lokið* Ásmnndnsr vanit Benedikí eftir 134 leiki. Síðustu biðskák þingsins lauk í gær méð þvi að Ásmundur vann Benedikt eftir 134 leikja viðureign, sem annars tók alls 12 tíma og 20 mín, Er þetla þvi lengsta skák, sem tefld hefir verið hér á landi á opinberu móti. Næst síðasta biðskákin fór þannig, að Sæmundur vann Hafstein. Heildarúrslit í Meist- araflokki eru þvi þessi: 1.—2. Ásmundur Ásgeirsson og Egg- ert Gilfer jafnir með 6'/2 vinn- ing hvor. 3. Guðm. S. Guð- mundsson 5 V2 v. 4. Sæmundur Ólafsson 5 v. 5.—8. Áki Péturs- son, Benedikt Jóhannsson, Haf- steinn Gíslason og Hermann Jónsson með 4 v. hver. 9. Sturla Pétursson 3% v. og 10. Hannes. Arnórsson með 2 vinn. Þeir Ásmundur og Gilfer verða því að tefla einvígí um skákmeistaratitil Reykj avíkur, þannig að sá vinnur, er fyr fær 3 vinninga, jafntefli ekki talin með. Einvígið mun hefjast ann- að kvöld og má búast við harð- vitugri viðureign. Úrslit í liinum flokkunum urðu þessi: I II. flokki B. urðu þessi úr- slit: 1. Marís Guðmundsson 8 vinn. 2.—3. Haraldur Bjarna- son og Sigurður Jóliannesson 6VÍ2 vinn. hvor. 4.—5. Kaj Ras- mussen og Sigurður Jóhanns- son 51/2 vinn. hvor. 6. Steinþór Ásgeirsson 5 vinn. 7. Ragnar Bjarnarson 4]4 v. 8. Sveinn Loftsson 4 v. 9. Birna Norðdahl 3Vá v. 10.—11. Jóhannes Hall- dórsson og Valdiniar Eyjólfsson 3 vinn. hvor. III. flokkur: 1. Eyjólfur G. Guðbrandsson 9 vinn. 2. Þórður Jörundsson 8 v. 3.—4. Pétur Jónasson og Þorsteinn Jóhanns- ^on 7 v. livor. 5. Gunnar Ólafs- son 6. v. 6.—7. Guðjón M. Sig- urðsson og Haukur Friðriksson 5 v. hvor. 8. Ingi Eyvinds 3]4 v. 9. Karl Tómasson 2% v. 10. Pétur Jónsson 2 v. 11. Jón Guð- mundsson 0 v. J. B. Þegar Vísir átti um hádegið tal við Jón Bergsveinsson, er- | indreka, hafði liann ekkert frétt í frekara. Kvað hann það mest ' tálma leitinni hversu dimt væri yfir og skygni slæmt. sannleikur í Moslcvaútvarpi. Á sama tíma og misjöfn erlend tónverk ásækja menn svo greypilega að enginn hefir við að skrúfa fyrir allan þann ægi- straum. Eg veit, að útvarpsráð- ið ber fyrir sig hinu ímyndaða banni söngvarans sjálfs, en það stoðar ekki. Þeir hafa sjálfir breytt því í raunverulegt hefð- bundið bann þeirra sjiálfra, sbr. orð meistara Jóns: Við höldum okkur við það. Væri hér nokkur vilji að verki, myndi útvarpsráð athuga það, að jafnvel þótt Skagfield hefði formlega bann- að notlcun plata sinna, hafði það ekki lagagildi, þar eð hér á landi er enginn höfundaréttur. Það getur enginn höfundur bannað mér að flytja verk sitt > opinberlega, það er liann hefir eitt sinn birt. Um leið og eg lield áfram að hrekja dóminn yfir Skagfield, kemur í ljós ný hlið á málinu. Síðan 1930 hefir hann farið stórfenglega sigurfarir um ýms lönd: Norður-Ameríku, Eng- land, Noreg, Þýskaland og ítaliu. Nú síðast liefir hann sungið í óperunni í Oldenburg. Hvarvetna við ágætan orðstír. Eg hefi séð stóra bunka af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.