Vísir - 26.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 26.02.1940, Blaðsíða 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. RLitstjórnarskrifstof ur: t'élagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3409. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 47. tbl. / Rússar að linast í sókninni á Viborg. Þeim er því hættara sem þeir sækja lengra fram. EINKASKEYTI frá United Press. K.höfn í morgun. Frá Helsingfors er símað, að undanfarna daga hafi verið hríðarveður á vígstöðvunum í Finn- landi og hafi Rússum veist erfiðar fyrir um alla aðflutninga. Vegna undanhalds Finna nýlega úr fyrstu virkjaröð Mannerheim-víggirðinganna í aðra, urðu Rússar að flytja fallbyssur sínar og það hefir gengið erfiðlega fyrir þeim, bæði veðurs vegna og að Finnar hafa haldið uppi skothríð á þá. Hafa þeir sent flokka út á svæðið fyrir framan víggirðingarnar í þessu skyni. Um þessar mundir eru vindar vestlægir og hríð- arveður mikil. Er nú farið að draga mikið úr skothríð Rússa á Vi- horg. Það er bent á það, að því lengra sem Rússar sæki fram í áttina til Viborgar því hættara sé liði þeirra vegna skothríðarinnar frá strandvirkjum Finna á Bjarkarey. Öllum árásum Rússa á aðra hluta vígstöðvanna hefir verið hrundið. Bardagar héldu áfram á Kuhmovíg- stöðvunum, eftir seinustu fregnum að dæma, en yfir- leitt hefir dregið úr bardögum vegna hríðarveðurs og fannfergis. Norðnrlðnd fylgja áfram hlutleysis- stefnonni. Fnllra böta krafist fyrlr skipatjón. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. — Utanríkismálaráðherrar Norðurlanda komu saman á fund í K.höfn í fyrradag og stóð fundurinn þar til síðdegis í gær. Það var kunnugt áður en fund- urinn var haldinn, að rætt mundi verða um siglingamál Norðurlandaþjóðanna, og biðu menn með talsverðri óþreyju tíðinda af fundinum, því að gremja manna á Norðurlönd- um út af árásunum á skip þeirra fer sivaxandi. Einnig voru Finnlandsmálin rædd. í tilkynningu, sem gefin var út að fundinum loknum, er lát- in í ljós von um, að samkomu- lag náist, sem leiði til þess að deilur Finna og Rússa jafnist. Þá er því neitað, að erlend ríki leitist við að hafa áhrif á hvern- ig Norðurlönd framkvæmi hlutleysisstefnu sína. Hlutleys- isstefnunni verður fylgt áfram. Um árásirnar á skip Norður- landaþjóða segir, að brotin séu alþjóðalög með því að sökkva skipum þeirra og verði krafist fullra bóta fyrir alt það tjón, sem þær verði fyrir. í lilk. er lögð áhersla á að mótmæla alvarlega núverandi sjóhernaðaraðferðum, sem brjóti í bág við gildandi al- þjóðalög, en afleiðingin sé stór- kostlegt manntjón fyrir lilut- lausu þjóðirnar og eignatjón. Ráðherrarnir sendu kveðju- síinskeyti frá fundinum, til ut- anríkismálaráðherra Finniands og forsætisráðherra íslands. Leynileg bresk útvarpsstöð. Einkaskeyti frá United Press. I London í morgun. Útvarpshlustendur í Bret- landi heyrðu í gær útvarp frá leynilegri útvarpssstöð og var ráðist mjög hvasslega á Cham- berlain. Var þessu útvarpi hag- að þannig, að hlustendur liéldu að uin væri að ræða fyrsta dag- sknárlið lijá breska útvarpinu i gærkveldi. 1 útvarpstilkynningum þess- um var m. a. sagt, að Banda- mönnum mundi aldrei takast að tvistra Þjóðverjum, þeir myndi verða sameinaðir áfram og ein- huga, eins og þeir hefði verið, og væri einingin orðin rótföst í liuga þeirra. Einnig var veist allmjög að Chamberlain fyrir stefnu hans. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að komast að raun um hverjir eru hér að verki og liindra starfsemina. Eins og menn rnuna hefir svo nefnd „frelsisstöð“ þýsk, iðulega útvarpað ásökunum á hendur Hitler og nasistum. Lít- ur svo út sem hér eigi að gera tilraun til þess að viðhafa svip- aða aðferð og ráðast á bresku stjórnina með leynilegum út- varpssendingum. ATVINNUMÁLIN 1939. í kveld kl. 8.20 flytur Ólaf- ur Thors útvarpserindi er hann nefnir „Atvinnumálin 1939“. Fjallar erindið, eins og nafnið bendir til, um at- vinnumálin á síðasta ári og ýmsar athuganir í því sam- bandi. Suiner illis q Mr. Tayior, eriid- rekar Rissevelts --kmir til itilii Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Sumner Welles, aðstoðarut- anríkismálaráðherra Banda- rikjanna og Mr. Taylor, einka- erindreki Roosevelts, komu til Rómaborgar í gær. I gærmorg- un komu þeir til Neapel á ít- alska hafskipinu Rex. Við kom- una til Rómaborgar voru við- staddir til þess að taka á móti þeim sendiherra Bandaríkjanna í Rómaborg og einkaritari Ci- ano greifa, utanríkismálaráð- herra Ítalíu. Mr. Taylor fer á fund páfa sem einkaerindreki Roosevelts forseta. Það liefir aðeins verið látið uppi opinberlega, að Sumner Welles fari til þess að kynna sér ástand og horfur í Evrópu með tilliti til alþjóðlegra mála. Orðrómurinn um, að ný tilraun verði gerð til þess að koma á friði, hjaðnar ekki, það sé að minsta kosti það sem fyrir Roosevelt vaki, að kynna sér líkurnar fyrir því hvort það muni bera nokkurn árangur að gera slika tilraun. Vekur sér- staka athygli, að Roosevelt sendir sérstalcan erindreka til páfa. Sumner Welles hefir neitað að láta blaðamenn hafa neitt eftir sér um erindrekstur sinn. Viðræður við ítalska stjórn- málamenn hefjast þegar í stað. Á FUND MUSSOLINI. Það er búist við, að Summer Welles verði 3—4 daga í Róma- borg. Hann ræddi við Ciano greifa, utanríkismálaráðherra Ítalíu í dag, en kl. 5 síðdegis í dag fer hann á fund Mussolini. Fljótandi veðurstöðv- ar á Atlantshafi. Einkaskeyti frá United Press. Khöfn. í morgun. Pan-American Airways hefir tilkynt, að frá 15. mars verði elcki komið við í Bermuda í flugferðunum yfir Atlantshaf, og styttist því flugtíminn. — Þetta er gerlegt vegna þess, að Bandaríkjasjórn hefir ákveðið að láta tvö skip liafast við um miðbik Atlantshaf, til þess að láta flugvélum í té veðurskeyti og koma þeim til aðstoðar, ef þörf lcrefur. V.K.F. Framsókn heldur fund annað kvöld kl. 8j4 í AlþýÖuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni mörg félög. Ennfrem- ur flytur Haraldur Guðmundsson alþm., erindi um verkalýÖsmál. — Konur, fjölmenniö. SÆNSKIR SJÁLFBOÐALIÐAR AÐ STÖRFUM. — Það voru sænskir sjólfboðaliðar, sem byrj- uðu að berjast fyrstir allra sjálfboðaliða í Finnlandi. Þeir liafa m. a. veriðsendir til Norðurvígstöðv- anna og myndin sýnir Svía við loftvarnabyssu á þeim slóðum. Þjóðveirjar ©g ©lía Rúmena. Clodius væntanlegur til Bukarest í dag. EINKASKEYTI frá United Press. K.höfn í morgun. Fyrir nokkuru var tilkynt, að Clodius, viðskiftasamninga- maður þýsku stjórnarinnar, sem verið hefir í Rómaborg að und- anförnu væri væntanlegur til Bukarest, til frekari samninga við Rúmena. Nú hefir frést, að Clodius komi til Rúkarest í dag, til þess að gera kröfur til Rúmena um aultinn útflutning olíu til Þýskalands. Ennfremur er gert ráð fyrir, að hann muni ræða önnur mál pólitísks eðlis, við rúmensku stjómina. Samningar um viðskifti milli ítala og Þjóðverja voru und- irskrifaðir í gær. Aðalfundur Slysavama- félagsins í gær. Guöbjartur Ólafsson kosinn forseti. Aðalfundur Slysavarnafélags íslands fór fram í gær í Varð- arhúsinu og hófst kl. 4 síðd. Ólafur B. Björnsson af Akranesi var kosinn fundarstjóri, en fundarritarar: Araór Guðmunds- son og Hafsteinn Berþórsson. Forseti félagsins, Friðrik Ól- afsson, gaf skýrslu um starf- semi félagsins á s.l. ári, en hún er nú orðin mjög víðtæk, eins og menn munu geta rent giun í. Á árinu druCknuðu hér við1 land eða á landi 25 manns, en þar af voru 12 lögskráðir sjó- menn. Er þetta lægsta drukn- anatala frá því að Slysavarna- félagið fór fyrst að safna skýrsl- um um þessi efni. Þá skýrði forseti frá aðstoðar- starfi Sæbjargar, er var mjög mikilvægt, og loks skýrði haiin frá aukningu félagsins á s.l. ári, þar sem stofnaðar voru 3f> deildir viðsvegar um landið. Starfa þær allar af áhuga og krafti. Þá voru lesnir upp reikningar félagsins og samþyktir. Var því næst gengið til stjórnarkosn- inga. Friðrik ólafsson, skólastjóri, baðst undan endurkosningu í forsetasæti, en í hans stað var þá kosinn Guðbjartur Ólafsson, haf nsögumaður. Magnús Sigurðsson, banka- stjóri, haðst einnig undan end- uikosningu í gjaldkeraembætti, enda þótt fundarmenn sýndu það óspart, að þeir lcysu að hafa hann áfram. Var þá Kristján Schram, skipstjóri, kosinn í stað Magnúsar og Hafsteinn Berg- þórsson endurkosinn ritari. Meðstjórnendur voru kosnir Friðrik Ólafsson og Sigurjón Ólafsson. Þá urðu langar umræður um lagabreytingar, sem laganefnd hafði haft til undirbúnings. Lauk þeim umræðum á þá leið, að breytingunum var vísað aft- ur til nefndarinnar og jafnframt ákveðið að leita umsagnar deild- anna um þessar breytingar. Verða tillögumar síðan lagðar fyrir næsta aðalfund. Að lokum var rætt um tal- stöðvar í bátum, en v.b. Krist- ján, sem nú er talinn af, hafði enga talstöð. Var samþykt á- skorun um að ávalt yrði hér fyrirliggjandi nægt efni í tal- stöðvar. Síðan var fundi slitið. FLJÓT ENGLANDSFÖR. Sunnudagskvöld eitt fyrir nokkuru lagði vélskipið Helgi frá Vestmannaeyjum af stað þaðan til Englands. Hafði skipið fullfermi af fiski og seldi afla sinn laugardaginn á eftir. Þegar búið var að setja fiskinn á Iand var skipið hlaðið kolum til Vestmanna- eyja.. Lagði Helgi af stað heimleiðis frá Englandi á miðvikudag, eftir 4 daga legu í höfn og kom til Vestmanna- eyja næsta mánudag. — Munu menn vera sammála um að þetta sé mjög fljót ferð. Útgerð og jarðrækt í Borgarnesi. Hlutaútgerðarfélag hefir ný- lega verið stofnað í Rorgarnesi, er nefnist Rrák, og hefir félag- ið þegar tekið línuveiðarann Sæfara á leigu yfir vetrarvertíð- ina, og fór skipið í fyrstu veiði- förina sunnudaginn annan en var. Hefir verið ráðist í útgerð þessa til þess fyrst og fremst að bæta atvinnuskilyrði í Borgar- nesi, og gera menn sér góðar vonir um aulcna útgerð þar efra, komist félagið yfir byrjunarerf- iðleikana á þessum vetri. Stjórn félagsins skipa þeir: Þorkell Teitsson form., Magnús Jónsson og Jónas Kristjánsson. Ræktunarfélag Borgarness starfar nú af miklum áhuga, og hefir félagið þegar fengið út- mælt 25 lia. land úr Hamars- landi til ræktunar og hefir verið unnið að framræslu í haust, en strax er vorar verður hafist lianda um önnur ræktunar- störf. Stjórn Ræktunarfél. skipa þeir: Jónas Kristjánsson, Ólafur Sigurðsson og Geir Jónsson. Slys vid höfnina. Slys varð í morgun við höfn- ina, þar sem verið var að skipa ltolum upp úr bv. Baldri. Vildi þetta til með þeim hætti, að slitnaði úr blokkum og varð maður undir kolunum, sein niður féllu. Meiðsli mannsins urðu þó ekki mikil. Rifbeins- brotnaði hann. •Maður þessi heitir Guðmund- ur Ólafsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.