Vísir - 26.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 26.02.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR OAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsia: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti.) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lansasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Rógur Jónasar Jónssonar um fjármálaráðherra TÓNAS Jónsson hefir nú * kastað gijmunni. Eftir kosningarnar 1937 breyttist af- staða hans til Sjálfstæðisflokks- ins — í orði kveðnu. Innan hans eigin flokks var mikill fögnuður yfir hiiium nýja Jónasi. t stað hins gamla hatursfulla sundr- ungarpöstula birtist nú boðberi friðsamlegrar samvinnu, sann- girni og hófsemi í pólitískum viðskiftum. Það var hætt að tala um „Jensensyni“, „Gis- mondisamninga“, „Spánar- mútur“. og annað það, sem Hriflumanninum hafði verið munntamast á undanförnum ár- Um. Því var ekki lengur haldið fram, að hver siðferðilega lieil- brigður maður á landinu krefð- ist þess, að eignir Kveldúlfs kæmist á aðrar hendur, Ólafur Thors var ekki Iengur „götu- strákur“, „halanegri“ og annað þvíumlíkt. Jafnvel Reykviking- ar hétu ekki altaf „Grimsby- lýður“ og „malarskrill“ eins og áður hafði verið. Margir flokksmenn Jónasar Jónssonar, sem árum saman höfðu dauðskammast sín fyrir alt hans framferði, rógshneigð- ina, hleypidómana, lýgina og ó- kindarskapinn, önduðu nú loks- ins léttar: Sjá, hinn gamli Jónas er horfinn og annar nýr og endurfæddur kominn í hans stað. Jafnvel ýmsir sjálfstæðismenn trúðu hálft um hálft á hina end- urbættu útgáfu af Jónasi Jóns- syni: Ojæja, karlskömmin, hann er líklega ekki eins bölv- aður og af hefir verið látið! Þannig var liljóðið í ýmsum sjálfstæðismönnum. Jónas dafnaði prýðilega við hinar breyttu kringumstæður. Flokksmenn hans fóru að smá- hætta að skammast sín fyrir hann og ' andstæðingarnir létu liann alveg í friði, meðan hann gaf ekki tilefni til hirtinga. Alt þetta varð til þess að Jónas fór að dreyma stóra drauma um framtíð sína. Alla þá stund, sem hann niátti sín verulega í stjórn- málum hafði hann veríð hund- flatasta danasleikjan á landinu. Nú var komið að tímamótum í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Með því að hefja sig yfir dæg- urþrasið og flokkserjumar var ekki alveg útilokað, að hann gæti komið til mála, þegar far- ið væri að velja forseta hins ís- lenska lýðveldis. Og Jónas tólc að hundskámma Dani. Sinn eigin flokk þóttist hann liafa í hendi sér. Það var um að gera að brosa bara nógu ísmeigilega til íhaldsins — þá var alt í lagi. Þetta virtist alt ætla að ganga prýðilega. Sjálfstæðismenn réttu f höndina tjl bjargar, til þess að hjálpa þjóðinni úr þeim ógöng- um, sem Jónas Jónsson átti manna mesta sök á. Stríðið kom og þörfin á samstarfi varð öll- um augljós. En þá fór fyrst verulega að koma í Ijós, að hinn innri mað- A morgnn: 25 ára aímæli Féiags isleoskra símamama. Á morgun, þriðjudaginn 27. febrúar, er Félag íslenskra símamanna aldarfjórðungs gamalt. Það er því eitt elsta stétt- arfélag þessa lands og jafnframt það víðtækasta, því að. hvar sem 1. fl. símaslöð er á landinu, þar eru einnig meðlimir Fé- lags íslenskra símamanna. ur Jónasar Jónssonar var ó- breyttur þrátt fyrir alla ytri til- burði. Allir vita, hver stjórnar Tímanum. Þar bafa menn upp á síðkastið geta sannfærst um hið rétta hugarfar Hriflumanns- ins. Leikur Jónasar var þessi: Að nota liinn almenna fi-iðar- vilja, sem hjá þjóðinni var, til þess, í skjóli lians, að níða Sjálf- stæðisflokkinn og einstaka menri hans, svo sem unt væri. Ódrengilegri og hræsnisfyllri framkoma hefir aldrei þekst í íslenskum stjórnmálum. Sein- asta dæmið eru hinar rætnu á- rásir, sem Jónas gerir á Jakob MöIIer út af fjárlagafrumvarp- inu. Á fimtudaginn skýrði Tíminn frá frumvarpinu á þann hátt, að sýnilega var ekki sanngirni að vænta úr þeirri átt. Ólafur Thors hafði orð á þessu við sainstarfsmenn sína í stjórn- inni, þá Hermann Jónasson og Eystein Jónsson. Báðir féllust á, að rangt væri að hefja áróður út af frumvarpinu, áður en fjármálaráðherra hefði gefist kostur á að gera grein fyrir því á Alþingi. En Jónas Jónsson lætur þetta ekkert á sig fá. Hann ræðst aft- an að ráðherrum flokks síns og gerír þá ómerka orða sinna til þess að rægja fornan andstæð- ing, áður en hann á kost á að gera grein fyrir máli sínU á þingi. Jónas Jónsson hirðir auð- vitað ekkert um það, að Jakob Möller á sæti i þeirrí stjórn, sem Jónas sjálfur hefir liælt sér af að koma á laggirnar. Hér skiftir það elcki máli, að alt sem Jónas skrífar um fjár- lögin er illgirnisþvaður og endi- leysa. Söm er hans gerð. Hann hefir af fremstu getu reynt að rægja fjármálaráðherra sam- steypustjórnai’innar og þann flokk, sem að honum stendur. Það er best að flokksmenri Jón- asar Jónssonar viti það, að svona framkomu lála sjálf- stæðismenn ekki bjóða sér. Og sjálfur getur hann hugleitt, hvort forsetatignin færist hon- um nær, þótt hann sýni sig enn á ný, sem hinn gamla óendur- bætta Jónas, sundrungarpostul- ann og rógberann. « Vestfirðingamótið ver'ður föstud. i. mars. Askrift- arlistar hjá Jóni Halldórssyni & Co., Skólavörðust. 6B, Maríu Maack, Þingholtsstr. 25 og Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Vísir hefir snúið sér til for- manns F. í. S., Andrésar Þor- mars og fengið hjá honum eft- irfarandi upplýsingar um sögu félagsins og störf þau 25 ár, sem liðin eru frá stofnun þess. „Félagið er stofnað 27. fe- brúar 1915, eins og fleslum mun auðvelt að reikna út,“ segir Þormar. „Stofnendur voru sárafáir og fyrstu ár félagsins var aðeins lítill hluti síma- manna meðlimir félagsins. Otto Arnar var aðalhvatamaður að stofnun félagsins og jafnframt fyrsti formaður j>ess. Þeir, sent rétt höfðu til þess að vera í félaginu, j>. e. starfs- fólk á 1. fl. stöðvum, voru 43 að tölu, jiegar félagið var stofn- að. Hefir félagið jafnan síðan verið fyrir ]>á, sem starfa á jiessum símastöðvum. Nú eru félagsmenn liinsvegar 177 að tölu og eru j>að allir j>eir, sem 1 rétt hafa til að vera i j>ví. Er , j>ó hver maður frjáls um það, hvort liann ríll vera i félaginu eða ekki. Félagið var í upphafi stofnað sem fagfélag og var markmið j>ess auðvitað fyrst og fremst að bæta launakjör og aðbúnað símamanna. Félagið hefir þó aldrei beitt verkföllum til þess að fá kröfum sinum framgengt, j>rí að nokkru eftir að j>að var stofnað voru samj>ykt um j>að lög frá Alþingi, að opinberir starfsmenn mætti elcki gera verkföll. Félagið hefir án j>ess fengið kröfum sínum fullnægt og átt jafnan góða stuðningsmenn meðal allra flokka á Alþingi og J>eir jafnan unnið vel að vel- ferðarmálum símamanna. Fé- lagið hefir ávalt verið skipað mönnum úr öllum stjórmnála- flokkum og J>ótt J>eir hafi sumir tekið drjúgan J>átt í starfi flokka sinna, hefir það aldrei komið niður á samstarfinu innan fé- lagsins. Á j>eim vettvangi liafa menn jafnan lagt allar stjórnmála- deilur til liliðar og unnið sam- eiginlega að þeim málum, sem horfðu til heilla fyrir stéttina. Félagið hefir J>ví ekki sýnt ^ mátt sinn með J>rí að gera verk- j föll, en J>að hefir J>ó sýnt, að J>að getur staðið sem órjúfanleg heild, J>egar það finnur að geng- ið er á rétt þess. Til dæmis fékk félagið þvi til leiðar komið, nokkurum árum eftir að J>að var stofnað, að veitingarvaldið tók aftur stöðuveitingu til manns, sem félagið gat ekki sætt sig við. Mun slíkt eins- ] dæmi hér og J>ótt víðar væri ! leitað. Félaginu er ekki slcift í deild- ir, en umboðsmenn stjórnarinn- i ar eru á- stöðvunum um land alt. Einn Landsfund hefir F. í. S. haldið. Var J>að 1938 og var sá fundur vel sóttur. Auk þess sem félagið vinnur að endurbótum á launum og vinnuskilyrðum símamanna, hefir starfið aðallega verið fólg- ið í J>ví að koma upp sumarbú- stöðum fyrir starfsmenn í öllum landsfjórðungum, svo og hefir félagið tvo sjóði, lánasjóð og styrktarsjóð, sem félagsmönn- um hefir verið mikill styrkur að. Núverandi stjórn félagsins er skipuð J>essum mönnum: And- rési Þormar, gjaldkera, Magnúsi Magnússyni, verlcfræðingi, Ág- ústi Sæmundssyni, verkstjóra, Tlieodór Lillendahl, stöðvar- verði í Gufunesi, og Kristjáni Snorrasyni, verkstjóra. Fyrir dyrum stendur að vinna að nýrri skipulagningu á fé- laginu og efla styi’ktarsjóðinn. Tekjur hans eru nú 1300—1400 kr. er fara að mildu leyti í ár- legar styrkveitingar. Er hann félagsmönnum liin mesta hjálp- arhella og þeim ]>ví auðvitað hið mesta áhugamál, að styrkja hann og efla eftir þvi sem frek- ast er unt. Fyi’ir nokkurum árum hafði félagið fengið þrí til leiðar kom- ið, að símritaraskifti voru liöfð við Danmörku, en J>au féllu nið- : ur aftur. Hefir félagið fullan ( hug á að koma á slíkum skift- i um aftur og J>á við fleiri lönd en Danmörku. Er ekki að efa það, að J>að er mentunarauki fyrir stéttina, að sem flestir úr henni komist til annara landa og kynnast þar nýjustu starfs- aðferðum á sínu sviði. 1 En þetta er tvöfalt afmælisár Félags íslenskra símamanna því að í apríl næstkomandi er blað félagsins einnig 25 ára gamalt. Mun J>á koma út afmælisblað af því, þar sem í munu rita lielstu menn stéttarinnar. En félagið ætlar að minnast afmæl- is síns með liófi að Hótel Borg næstkomandi laugardag. * Vísir óskar F. I. S. allra heilla á þessum merkisdegi í sögu fé- lagsins, og væntir þess að J>að leysi af liendi hlutverk sitt gagnvart J>jóðfélaginu og með- limum sínum með sömu ágæt- Um og hingað til. íþróttafél. templara stofnað. í gær var stofnað hér í bæn- um íþróttafélag templara með 115 meðlimum. Hafði undir- búningur að félagsstofnun farið fram um nokkurt skeið. Árni Óla blaðamaður setti fundinn og fól forseta í. S. 1., Ben. G. Waage, fundarstjórn og var J>að samþykt með lófataki. Síðan fór fram kosning á bráðabirgðastjórn fyrir félagið og hlutu þessir menn kosningu með samhljóða atkvæðum: Ágúst Kristjánsson formaður, en meðstjórnendur Ragnar Gunnlaugsson og Kristín Ein- arsdóttir. Laganefnd var og kosin og eiga sæti í lienni: Árni Óla blaðamaður, Einar Björns- son og Garðar S. Gíslason. Ríkti almennur áhugi meðal fundarmanna og voru menn sammála um að J>essi félags- stofnun væri þýðingarmikið spor í rétta átt. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Akranes, Borgarnes, Húnavatnssýslupóstur, Stranda- sýslupóstur, Austur-Barðastrandar- sýslupóstur, Skagaf jar'Óarsýslupóst- ur. — Til Rvíkur: Laugarvatn, Rangárvallasýslupóstur, Vestur- Skaftafellssýslupóstur, Akranes. Afmæliskveðja til Þórarins á Hjaltabakka Það var títt í æsku minni, að menn birtu J>akkarávörp í blöð- unum til manna, er reynst höfðu J>eim vel í raun eða vanda. Öldur nýrra tíða virðast að nokkru hafa skolað þessum sið á braut. Nú sjást sjaldnar en áður þakkarávörp í blöðum, nema ef menn þakka virðing og vináttu, er þeim hefir verið sýnd á einhverju afmælinu, eða ef menn þakka almenna hlut- tekningu við ástvinalát. Þakk- lætið til einstaklinganna hefir breytst í J>akklæti til fjöldans. Auðkennir slíkt aldarandann og dýrkun hans. Er það og ó- líku veglegra að þakka öðrum sjálfum sér veitta virðing held- ur en ]>egna hjálp í bágindum og þröng. Mig langar til að taka upp gamla venju og þakka ein- um sýslunga mínum næstum því hálfrar aldar gamla vináttu ríð mig. Þessi maður er Þórar- inn Jónsson, fyrverandi alþing- ismaður, á Hjaltabakka, sem verður sjötugur 6. febrúar næst- komandi. Þórarinn á Hjaltabakka er fyrsti kennari minn, einna fyrsti maðurinn, sem ráðinn var kennari á heimili foreldra minna. Þá voru ekki blessaðar fræðslunefndirnar um allar sveitir og bæi, á sífeldum mál- stefnum, i’áðstefnum og reki- stefnum, og foreldrar báru á- byrgð á fræðslu barna sinna miklu meiri en nú. Þótt marg- ir foreldrar hafi verið hirðu- lausir og tómlátir um mentun bama sinna, er J>að enn hvorki mælt né metið, hver framför er að hinum nýja sið, að minka ábyrgðina á vandamönnum barnsins og hlaða henni að sama skapi meira á nefndir og ríki, þótt eftirlit sé nauðsyn- legt af ríkisins hálfu. Af sliku leiðir, að minna verður gætt einstaklingseðlis og einstakl- ingsþarfa, en það er í samræmi við, að ríkisvaldið síþenur hramma sína yfir fleiri og fleiri lendur og svið, gerist æ meiri forsjón einstaklinganna, dreg- ur á þá leið úr þeim ábyrgðar- tilfinning, sjálfstæði og fram- tak. Veraldarsaga vorra liðandi skelfingadaga sýnir J>eim, er sjáandi sjá, hvílikan háska of- vöxtur ríkisvaldsins getur stofnað þjóðunum í. Mér hefir ávalt verið hlýtt til farandkennara, siðan Þórarinn Jónsson var tvo stutta vetrar- kafla heimiliskennari lijá for- eldrum mínum. Sökum reynslu minnar á þeim dögum hefi eg ósjálfrátt ímugust á þeim stefn- um, er flytja vilja barnakenslu sem mest frá heimilum í fasta- skóla. Slíkt sviftir heimilin verðmætum, sem þau hafa ekki efni á að missa, gerir þau fá- breyttari, fátækari og ófrjórri á menningarlega rísu. Þá er eg renni huganum til löngu liðinn- ar æsku minnar í Langadal, virðist mér einna bjartast yfir þeim tima, er eg í föðurgarði naut kenslu Þórarins Jónsson- ar. Mér kemur það svo fyrir sjónir nú, sem hann hafi kom- ið „í hlaðið á hvítum hesti“, komið með sólskin og gleði á heimilið. Fáir kennarar hafa að líkindum verið jafningjar Þór- arins Jónssonar að hæfileikum og hressandi fjöri. Samt get eg, að margur farandkennari hafi frætt og fjörgað heimili, þótt hann væri litill spámaður, ef miðað er við æðri kröfur. — En best vildi eg þó þakka mín- um gamla og glaða kennara, að hann batt J>á þegar við mig ævi- Ianga trygð. Eg man enn, hve glaður eg varð við, er eg fékk frá honum, óvænt og óbeðið, eitthvert allra fyrsta bréfið, sem mér liefir borist um dagana. Og hefir liann ávalt siðan ver- ið mér jafnt rinveittur, bæði með náðum og dáð, er á reyndi, enginn munur verið á vináttu hans, hvort sem mér gekk skár eða verr á lífsleiðinni. Þórarinn Jónsson er fæddur 6. febrúar 1870 í Geitagerði i Skagafirði. Hann er á marga vegu kominn af liinum ágæt- ustu ættum, t. d. af Gröndals- ættinni, sem Hannes Þorsteins- son kallaði svo. Af þeim ætt- legg eru komnir, auk þeirra skáldanna, Benedikts Gröndals yfirdómara og dóttursonarhans, Benedikts Gröndals, náttúru- fræðings og höfundar Heljar- slóðarorustu, sumir flug-gáfað- ir menn, t. d. Stephan G. Step- liansson, skáldið mikla, Stein- grímur Stefánsson, hinn orð- lagði hæfileikamaður og bóka- vörður í Washington og Chica- go, Ólafur Gunnlaugsson, dr. phil. og blaðamaður í París (d. 1894), og Jón Stefánsson list- Frá afmæli dr. Einars Arnórssonar hæsfa- réttardómara. Kl. 1 /2 sl. laugardag fóru þeir Ólafur Lárusson prófessor, At- exander Jóhannesson prófessor, Guðbrandur Jónsson prófessor, Gissur Bergsteinsson hæstarétt- ardómari, Þórður Eyjólfsson dómsforseti hæstaréttar, Theo- dór Líndal hrm., Fontenay sendiherra Dana og Pétur Sig- urðsson háskólaritari heim til dr. Einars Amórssonar hæsta- réttardómara, og færðu honum að gjöf afmælisritið, sem getið var um hér í blaðinu, fagurlega innbundið. Prófessor Ólafur Lárusson af- henti gjöfina með nokkrum orðum og J>akkaði dr. Einari á- gæt störf, bæði á lagasviðinu og sviði íslenskra fræða. Fór hann einnig mjög lofsamlegum orð- um um kennarahæfileika hans. Dr. Einar Arnórsson J>akkaði lieimsóknina og gat þess, að sér hefði ávalt verið kenslustarfinn kær og vel hefði farið með sér og lærisveinunum alla tíð. Hins- vegar taldi hann að J>au störf, sem hann hefði nú með hönd- um, ætti í rauninni best við sig og stæði eðli hans næst. Þá gat hann þess, að er hann fór utan til Kaupmannahafnar i fyrstu, hóf hann nám í norrænum fræðum, en hvarf frá því og innritaðist í lagadeild Kaup- mannahafnarháskóla. Þótt ,svo hefði farið, hefði hann ávalt haft mikinn áhuga fyrir fræð- um þessuin og hugur sinn aldrei snúið frá þeim. Að lokum gat dr. Einar J>ess, að í rauninni teldi liann sig gæfumann á alla lund. Hann hefði lifað og hrærst í góðu um- liverfi og hefði kona hans og börn og vinir stuðlað að því, að liann liefði notið góðra vinnu- sldlyrða, en þau væru fyrir öllu. Nutu gestirnir síðan veitinga og var óslitinn straumur gesta allan daginn á heimili dr. Ein- ars, sem árna vildu hqnum lieilla og þakka honum unnin störf. Mr. Howard Little flytur fyrirlestur í kvöld, sem nefnist „Jeffrey Farnol and Ro- mance“. Ný bók. Skíðaslóðir, eftir ski'Öakappann Sigmund Ruud, er nýkomin út í þýðingu Ivars GuÖmundssonar blaðamanns. málari. í aðrar lcynkvíslir er Þórarinn kominn af Páli Vida- lín og tengdasyni hans, Bjarna sýslumanni Halldórssyni á Þingeyrum. Þau voruogsystkin, langamma Þórarins og Einar umboðsmaður Stefánsson á Reynistað, faðir gáfukonunnar miklu og málsnjöllu, Katrínai*, móður Einars Benediktssonar skálds. Þeir eru því að þriðja og fjórða Þórarinn og Einar Benediktsson. Kunnugir geta fundið sum einkenni þessara stórgerðu ættstuðla í fari Þórár- ins á Hjaltabakka. Þórarinn fór ungur í Hóla- skóla og var brautskráður það- an tvítugur vorið 1890, og sótt- ist honum námið frábærlega vel. Hermann Jónsson veitti Hólaskóla þá forstöðu. Mér er kunnugt, að hann hafði J>egar miklar mætur og mikið álit á þessum nemanda sinum, hæfi- leikum hans og manndómi. Hann gerði Þórarin að sam- kennara sínum á Hólum síð- uslu þrjú ár sín þar (1893—96). Síðan réðst Þórarinn vestur að Hjaltabakka og hefir síðan átt þar heima. Hjaltabakki er gam- alt prestsetur, og var einn hinn merkasti og andríkasti kenni- maður íslensku kirkjunnar á síðustu öld, séra Páll Sigurðs-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.