Vísir


Vísir - 28.02.1940, Qupperneq 1

Vísir - 28.02.1940, Qupperneq 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. RL itstjórnarskrifstofur: iPélagsprentsiniðjan (3. hæð). 30. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. . AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 49. tbl. Tyrkneska stjórnin telur horfurnar síversnandi — Oll tpknesk §kip kölluð heim. EINKASKEYTI til Vísis. — London í morgun. Fregnir frá Istanbul herma, að ákvörðun hafi ver- ið tekin um að kalla heim þegar í stað öll tyrk- nesk skip, sem eru í siglingum. Eins og kunn- ugt er af fyrri skeytum komu landvarnalögin svo köll- uðu til framkvæmda fyrir skemstu í Tyrklandi, en þau heimila mjög víðtækar ráðstafanir á ýmsum sviðum, ef ástæður þykja til að óttast, að Tyrkland verði fyrir árás eða ef líkur benda til, að erfitt verði að komast hjá þátt- töku í styrjöld af öðrum ástæðum. Var skipuð sérstök nefnd til þess að samræma allar þær varúðarráðstafan- ir, sem gerðar verða, oe- er það þessi nefnd, sem tók á- kvörðunina um að kalla heim skipin. Nefndin hefir ákveðið, að, engin skip, sem sigla undir tyrk- nesku flaggi, skuli framvegis og þar til annað verður ákveðið, vera í förum til annara landa. Það hefir ekki verið gefin nein skýring á þessari ákvörðun af hálfu stjómarinnar, en það er alment litið svo á, að þessi ákvörð- un hafi verið tekin, vegna þess að ríkisstjóm Tyrklands telji horfumar enn hafa versnað, að miklum mun. Fregnir hafa að undanförnu borist um mikinn liðssafnað Rússa í Kaukasus og víðar þar syðra, en ekki er kunnugt, hvort varúðarráðstafanir Tyrkja stafi af því, að þeir óttist árás af Rússa hálfu. Daladier fær traustsyfir- lýsingu. öll fulltrúadeildin að kalla styður stjómina Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Dáladier forsætisráðherra Frakklands skýrði frá því í gær, að stjórnin áformaði að kóma á fót sérstöku upplýsinga- og útbreiðslumálaráðuneyti. Ýms- ar stjórnardeildir hafa annast störf þau, sem hér að lúta, en tilgangurinn með stofnun nýs ráðuneytis er að samræma störf þessi undir einni stjórn á ein- um stað. Fulltrúadeildin hefir vottað Ðaladier og stjórn hans traust sitt með 450 atkv. gegn 1. Tveimur þýskum kafbátum sökt. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Winston Churcliill skýrði svo frá i ræðu, sem hann flutti í gær, að Þjóðverjar hefði átt um 70 kafbáta i byrjun stríðsins, og um áramót síðustu hefði verið búið að granda helmingi þessa flota. Nokkurir nýir kafbátar myndi hafa verið teknir í notlc- un, en sennilega ekki yfir 15. Frá áramótum hefir nokk- ui'um kafbátum verið sökt. í gær siðdegis barst fregn frá París þess efnis, að franski tog- arinn Simon, sem var við eftir- lit á siglingaleiðum undan Spánarströndum , hafi sökt þýskum kafbát undan Finister- rehöfða á vesturströnd Spánar. Var varpað djúpsprengjum að kafbátnum og sást olía fljóta á yfirborði sjávar eftir á- í'ásina. Þá hefir borist fregn um að norska skipið „Arnfinn“, 1400 —1500 sinál., hafi rekist á kaf- bát á Norðursjó, og muni kaf- báturinn hafa sokkið. Norska skipið varð fyrir stórskemdum og yfirgaf áhöfnin það, en danskt skip bjargaði henni. Engar vörur yfir Rúss- land til Norðurlanda. Einkaskeyti frá United Press. London, í morgun. Fregn frá Czernowitz í Rú- meníu hermir, að rúmenskum kaupsýslumönnum hafi verið tilkynt, að rússneska stjórnin hafi tilkynt þýsku stjórninni, að framvegis muni liún ekki leyfa neina vöruflutninga yfir rúss- nesk lönd frá Rúmeniu til Norðurlandaþjóðanna. Er talið, að þetta stafi af vax- andi gremju Rússa í garð Norðurlandaþjóðanna fyrir stuðning þeirra við Finna. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. í fregn frá Bukarest segir, að undanfarinn hálfan mánuð hafi Rúmeníustjórn fengið frá Bret- landi 66 nýtísku hernaðarflug- vélar, m. a. margar Blenheim- Finnar verjast enn við Vibory. Miklir bardagar á norður-vígstöðvunum. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í ntorgun. Frá Helsingfors er símað í morgun, að Rússum hafi ekki orð- ið frekara ágengt í sókn sinni til Viborgar. Finnar hafa enn ekki hörfað úr vamarstöðvum sínum fyrir sunnan borgina og það gerir þeim kleift að treysta vamir sínar í skógunum í nánd við borgina, en trén standa þar mjög þétt og em skógamir því mjög ógreiðir yfirferðar og gott til vamar. Viborg sjálf er í rústum og allir íbúarnir hafa verið fluttir á brott. Framvarðasveitir Rússa eru nú 12 kílómetra frá borginni. BARDAGARNIR Á NORÐURVÍGSTÖÐVUNUM. FINNAR Á! UNDANHALDI OG BÚAST UM í NÝJUM, RAMGERÐUM VARNARSTÖÐVUM. Frá Svanvik berast fregnir um, að miklir bardagar standi yfir á norðurvígstöðvunum. Finnar hafa hörfað undan 12—14 ikílómetra í Pasvik-dalnum, þar sem þeir hafa búið um sig í nýjum, mjög ramgerum vamarstöðvum. Á undanhaldi sínu kveiktu þeir í öllum húsum og Rússar komu að brennandi þorp- um eða rústum einum. AUan daginn var barist heiftarlega og fram eftir nóttu, í ná- vígi milli húsa, sem stóðu í björtu báli. Rússar höfðu hundruð flugvéla á sveimi og gerði hver flug- vélaflokkurinn á fætur öðrum árásir á Finna á undanhaldinu og vörpuðu flugmennirnir á þá sprengikúlum og skutu á þá af vélbyssum. Finskir flugmenn hafa verið athafnasamari yfir öðmm stöð- um, einkanlega að baki víglínu Rússa, og gert árásir á sam- gönguleiðir þeirra og hernaðarlegar bækistöðvar. Hinar nýju varnarstöðvar Finna á norðurvígstöðvunum eru bygðar með svipuðu fyrirkomulagi og á Kyrjálanesi. Þar em steypt fallbyssustæði, vélbyssubyrgi og skriðdrekagildrur o. s. framv. Afli glæðist í Vestm.eyjum Allir bátar á sjó i gær. Vestm.eyjum í morgun. Flestir bátar héðan voru á sjó í fyrradag þrátt fyrir í- skyggilega veðurspá frá kvöld- inu áður. Sem betur fór, rættist sú spá ekki, því strax um morg- uninn var hér einhver sú mesta blíða, sem hér hefir verið, það sem af er þessum vetri, og hélst það allan daginn. Afli varð sá besti, sem enn hefir komið á þessari vertið, en var þó nokkuð misjafn. Á einn bátinn, ísleif, formaður Ár- mann Friðriksson, fengust um 1500 hundruð fiskjar, þar af um tonn af ýsu. Þykir það mjög gott. Ármann er ungur maður, en talinn þó þegar með fengsæl- ustu formönnum hér. 1 gær var besta veður og allir bátar á sjó. Loftur. sprengjuflugvélar og Hurricane árásarflugvélar. Fleiri hernað- arflugvélar frá Bretlandi eru sagðar á leiðinni þangað. Þá liafa Rúmenar fengið 40 þýskar hernaðarflugvélar — Messersmitt árásarflugvvélar. larðskjólftaspádOmðr. Ef Edgár C. Thrupp í Van- couvér í Kanada Kefir á réttu að standá, þá er þyngdarlögmál Sir Isaks Newton alrangt. Thrupp hefir nefnilega spáð allmörgum jarðskjálftum, t. d. jarðskjálft- unum í Anatolíu, eftir kertning- um, sem fara í-bága við lögmál Newtons. t júni s.L spáði Thrupp 24 jarðskjálftum og hræringum fyrir árið 1939 og 1940. Hann skrifaði ýmsum vísindamönn- um úti um heiin um þetta og um miðjan janúár höfðu ellefu spádóma lians rætst. Segist Thrupp hafa „endurskoðað“ þyngdarlögmál Newtons og lag- fært það. Svo mikið er a. m. k. víst, að Konunglega stjörnufræðifélag- ið í Kanada hafði nánar gætur á spádómum Thrupps og hvort þeir kæmi fram. Hann sagði fyrir segultrufl- anir 1. ágúst s.l. og það kom heim. Hann spáði einnig segul- stormi 10. ágúst ög flugmenn Imperial Airways, sem voru á leið yfir Atlantshafið nóttina milli 10. og 11. ágúst urðu lians varir. Thrupp spáði því, að 8.—20. nóv. yrði hættutími og það stóð heima, Landskjálftar fundust i .Tapan, Kaliforniu, Oregon, Washington, Bresku Kolumbiu, LOFTVARNABYSSUR PARÍSAR voru þöglar í þrjá mánuði þangað til i fyrrinótt. Þá varð tveggja flugvéla vart yfir borg- inni, en þær voru hraktar á brott. — Myndin sýnir Lebrun, Frakklandsforseta (fremst) vera að skoða loftvarnabyssur, sem komið er fyrir inni í miðri box-ginni. 49 þátttakendnr I Skíða- móti Beykjavikor. Fyrsta skíðamót ársins, Skíðamót Reykjavíkur, hefst næst- komandi laugardag að Kolviðarhóli og lýkur sunnudaginn eftir. Þátttakendur í mótinu verða 49 frá þrem félögum, Ármanni, í. R. og K. R — Skíðadeild í. R. sér um mótið. Fyna dag mótsins, laugar- daginn 2. mars, vei'ður kept í skíðagöngu og lxefst hún kl. 3 síðd. Kept verður i þrem ald- ui-sflokkum og verður gangan höfð styttri fyrir hina yngri flokka, en hinn elsta. Austui'-Bandarikjunum, Nica- ragua, Alaska, Tj'rklandi og i Missisippi-dalnum dagana 7., 12., 14., 20. og 23. nóv. Loks spáði Thrupp því, að milli 25. des. og 10. jan. myndi vei’ða jarðskjálftai', sem myndu jafnast á við jarðskjálftana í Cliile í jan. 1939. Þetta stóð einnig heima, þvi að 27. des. liófust hinir ógurlegu jarð- skjálftar í Tyrklandi. Ef einhvei’n skyldi langa til þess að vera var um sig hér, þá er rétt að tilfæra tvo af spádóm- um Thrupps, sem eiga eftir að rætast ef til vill. 20. júlí til 5. ág.: Þá munu koma ægilegustu jai’ðskjálftar þessarar aldar, að líkindum í sömu löndum og þeir liafa orð- ið áður. Aðalkippirnir munu verða milli kl. 1—4 eftir mið- nætti (isl. tími). Þessir land- skjálftar munu jafnast á við þá, sem urðu í Litlu-Asíu 13. ág. og 5. sept. 1822, þegar 20 þús. manna biðu bana. 20. okt. til 10. nóv. er aftur hætt við miklum jarðskjálftum. Aðalkippirnir munu verða kl. 11—1 að nóttu (isl. timi). Það er vonandi, að þessir spádómar rætist ekki, þótt all- margir sá farnir að hafa trú á Thrupp og telja hann vita lengra nefi sínu. I 1. aldursflokki verða menn á aldrinum 20—35 ára. Gánga þeir 18. km. I 2. aldursflokki verða piítar 17—19 ára og ganga þeir lt) km, í 3. flokki eru piltar 15—16 ára garnlir og verður ganga þeirra 5 km. Keppendur i görigunni verða alls 28. I fyi'sta flökki 13, í öðr- um 7 og i þriðjá 8. Sunnudaginn 3. mars hefst skiðastökk kl. 11 áx’degis. Ekki véi’ður stókkið af hinum stóra stökkpalli í. R. heldúr verðúr bygður minni pallur, því að eingöngu þaulæfðir stöklcmerin geta farið þann stærri. Þátttakendur í stökkkeþninni eru fimm að tölu. Loks verður kept í svigi eftir hádegið á sunnudaginn og liefst það kl. 2. Þá verður kept í tveim aldursflokkum, 13—15 ára og 16 ára og eldri. í síðar- nefnda aldursflokknúm verða þátttakendur 30, en þrir í yngri flokknuivi. Ætlunin var áð hafa svigkepni fyrir konur en engin gaf sig fram. Á mótinu verða seld merki, sem gilda sem einskóriar að- göngumiðar og kosta þéir 50 aura fyrir fullorðna og 25 aura fyrir börn. Eiga menn að gera sér það að reglu að kaupá þessi merki í stað þess að liliðra sér hjá þvi, eins og margir reyna. Tekjurnar af merkjasölunni eru einu tekjurnar af mötinu og verði þær litlar sem engar, dregur það úr líkindunum fyr- ir því, að liægt sé að halda þessi mót.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.