Vísir - 28.02.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 28.02.1940, Blaðsíða 3
VlSIR Dr. phil. Ejnar Munksgaard fimmtugur. Föstuguðsþjónusta í Dómkirkjunni i kvöld kl. 8.15. Síra Bjarni Jónsson. Vestfirðingar! Þeir munu fáir hér á 1 landi, er ekki kannast við dr. Ejnar Munksgaard. En | á merkisafmælum þykir ! rétt að minna á helstu æfi- atriðin. Dr. Munkgaard er fæddur í Viborg á Jótlandi 28. febrúar 1890. Lærði hann þar bókaverslun, en framaðist síðan í þeirri grein árin 1911—17 í Þýskalandi, Svisslandi og Frakklandi. Árið 1917 stofnaði hann með Otto Levin forlagið Levin & Munks- gaard og hefir átt það einn síð- an félagi hans dó 1933. Ekki munu rnikil auðæfi hafa runn- ið undir fyrirtækið í byrjun, og minnir mig að dr. Munksgaard segði mér einhvern tíma, að þeir félagar hefðu tekið að láni 1000 kr. til að stofna það. En það óx brátt og dafnaði og hafa að minsta kosti þrjár danskar bókaverslanir runnið inn i það. Er það nú eitt liið stærsta út- gáfu- og bókaverslunarfyrirtæki í Danmörku og alþjóðlegt i ! sniði. Gefur það einkum út vis- indarit, sérstaklega læknisfræði. En sérstaka rækt hefir forlagið lagt við útgáfu stórra eftir- mynda (facsimile) af merkileg- um fornum handritum, íslensk- um, irönskum og bysönskum, og er sú útgáfustarfsemi í stærri stíl en dæmi munu til áður, að minsta kosti á Norðurlöndum. En auk þess hefir dr. Munks- gaard gefið út eftirmyndir af merkilegum handritum eftir síðari tima höfunda, svo sem H. C. Andersen, Dickens, Sören Kierkegaard, Björnstjerne Björnson, Bjarna Tliorarensen og Jónas iHalIgrímsson. í for- mála síðastnefnda ritsins segir Dr. Munksgaard: „Sá, sem horfir á uppkastið að skáldverki, sér vinnubrögð skáldsins, sér hugsanir lians fæðast, skynjar andagiftina, sem einkennir . allan mikinn skáldskap.“ Löngunin lil að veita öði-um þessa nautn ræður slikum út- gáfum Dr. Munksgaards. Sjálfur er hann ritfær vel og manna fróðastur um sögu bóka- gerðar, og hefir hann bæði gefið út og samið ýmis smárit og rit- gerðir um bóksöguleg efni, á dönsku og öðrum málum, þar á' meðal um Flateyjarbók og sögu hennar, er komið hefir út á dönsku, sænsku og þýsku. Dr. Munksgaard hefir verið fulltrúi stéttar sinnar í ýmsum dönskum og alþjóðlegum nefnd- um, situr í stjórn Árna Magnús- sonar safnsins, er sæmdur liá- um heiðursmerkjum, íslands, Danmerkur, Noregs, Frakk- lands og Ítalíu, heiðursfélagi Bókmentafélagsins 1933, Flat- eyjar framfara stiftunar 1935, lieiðursdoktor Háskóla íslands 1936. Hann kvæntist 1917 Yelva Christensen, ágætri konu, og er liún listmálari. Eiga þau tvær dætur. Þelta voru æfiatriðin, og er þó ótalið það, sem gert hefir Dr. Munksgaard þjóðkunnan hér á landi, en það er vinarþel lians til þjóðar vorrar og hið mikla útgáfustarf hans íslenskum bókméntum til gagns og sóma. Vinarþel lians hefir meðal ann- ars komið fram í stórum gjöf- um til Háskólans, Landsbóka- safnsins og fleiri mentastofnana vorra, og jafnframt hefir hann verið hvatamaður að ýmsum öðrum gjöfum, er þjóð vorri hafa borist. En starf hans fyrir bókmentir vorar er ómetanlegt. Hann kom brátt auga á það, E.TNAB MUNKSGAARD. livers virði íslenskar bókmentir vorii, og hefir engin bókaversl- un komið gömlum íslenskum bókum í slikt verð og gengi sem bókaverslun Dr. Munksgaards. Eðlilegt framhald af því var að gefa út eftirmyndir af elstu prentuðum íslenskum hókum, sem voru gersamlega ófáanleg- ar. Það hefir Dr. Munksgaard gert með útgáfu sinni Monu- menta typographica islandica, sem komin eru 5 bindi af. En meira var þó vert um út- gáfuna af eftirmyndum skinn- bóka vorra. Undarleg örlög liöfðu sópað þeim með tölu úr landinu og þarna sátu þau öld eftir öld í erlendum söfnum. Sá andans aliður, sem í þeim er fólginn, hefir að vísu ekki verið ófrjór. Svo er prentlistinni fyrir að þakka. Allur þorri merkustu handritanna liefir verið gefinn út og þar með orðið undirstaða norrænna og germanskra fræða víða um lönd. En engin slík út- gáfa getur að öllu gengið í hand- ritsins stað, jafnvel þótt hún eigi að heita stafrétt. Hvort hún er stafrétt, verður altaf spurning, sem enginn getur gengið úr skugga um, nema hann fari sjálfur til KaUpmannahafnar, Stokkhólms, Uppsala, eða hvar liandritið nú er, og beri útgáf- una saman við það. En margt er orðið máð og torlesið í hand- ritunum, margt er bundið, skammstafað, og því ekki ætíð víst, hvernig lesa skuli. Mörg vísa er að efni svo torskilin og röð orða og setninga svo flókin, að lesarinn fær lítið ljós af sam- bandinu. Þá kemur hin kvelj- andi óvissa f ræðmannsins: Hvað stendur í handritinu ? Hef- ir útgefandinn lesið rétt? Og svo er annað: handritið er ekki sál ritsins ein, það er sálin klædd hinum einkeimilega líkama hins ritaða bókfells. Bókfellið bér með sér blæ af ritaranum, birtir oss hreyfingarhátt lians, fegurð- arskyn, hugkvæmni og úrræði. KemUr það best í ljós, þegar handritið er lýst og prýtt mynd- um. Þá verður það um leið þátt- ur í íslenskri listasögu. Á bók- fellinu fékk gáfa Islendinga til myndagerðar og skrautlistar sinn aðalleikvöll, þröngan að vísu, en þó mikilsverðan. Þarna gat runnið að einum ósi ástin á bókmentum og fegurðarþrá- in. Og þarna var stundum tæki- færi til að bregða upp smámynd- um úr daglegu lífi, er sýna við- horf og hugsunarhátt ritarans jafnt og starfslíf og tísku aldar lians. Smámyndin verður þá söguleg heimild. Og loks er það, sem síst má gleyma. Hvert hand- rit er einstætt. Ef það tortímist, verður það aldrei bætt. Svipur þess og sérkenni eru þá horfin af jörðunni. Hvert liandrit er sem auga, sem starir á oss með ibyggnu augnaráði liðins thna. En „hætt er einu auganu“, ekki síst á vorum dögum, er villi- menskan gerir „loft alt lævi blandið“ og enginn veit, hvenær fólskan stefnir skeytum sínum að þeim fjársjóðunum, sein aldrei verða bættir. Eina hugs-' anlega tryggingin i þessu efni eru fullkomnustu eftirmyndir, sem unt er að gera af handrit- nuum, dreifðar sem víðast út um heim. — Alt þetta hefir Dr. Ejnar Munksgaard séð og skilið manna best. En hjá lionum, hinum hag- sýna franikvæmdamanni, er ætlun og framkvæmd eitt og hið sama. Hann sá, að rétta að- ferðin var að varðveita allan svip og yfirbragð þessara dýru minja fortíðarinnar í nægilega mörgum eintökum út um viða veröld. Hann tók i þjónustu sína hina miklu nútíma tækni mynda- og bókagerðar. Hann sparaði elckert til að útgáfan mætti verða í senn sem sönn- ust og glæsilegust mynd af hin- um fornu handritum, svo að þau til allra venjulegra vísinda- nota yrðu jafngild handritun- um sjálfum. Jafnframt hefir hann gert sér far um að láta í hvert skiftið þann sérfræðing skrifa inngang að handritinu, er best var til þess trúandi, og á þeirri tungunni sem flestir lesa, á ensku. Þar með er verkinu fengin sú umgerð, er það þarf til þess að njóta sín á sínum stað í sögu bókmentanna. Þau 12 bindi, sem síðustu 10 árin liafa komið út af Corpus codicum islandicorum medii aevi liafa þegar gert þessa út- gáfu að einstæðu afreki í sinni grein. Á henni er lieimsborgara- bragur. Það, sem afskektir ís- lenskir fræðimenn gáfu af auð- Iegð anda síns, verður þannig sýnilegt og tiltækt hverjum, sem leitar jiess á einhverju hinna stærri bókasafna viðsvegar um heim. Iðkendur norrænna fræða þurfa nú ekki lengur að takast langa ferð á hendur til að ganga úr skugga um, hvað i þessum handritum stendur, þegar þeir eru í einhverjum vafa. Þeir geta séð það í útgáfu Munksgaards. En livar sem þessi útgáfa kem- ur„ mlm hún minna á það, að andans afrek eru ekki eign stór- þjóðanna einna og að frumskil- yrði þeirra eru ekki mannmergð og glæsileg ytri kjör, lieldur frjálsborinn andi, er liefir háar liugsjónir að leiðarstjörnu. Alls þessa munu íslendingar minnast í dag og senda hinum hlýja og bjartsýna danska vini sínum hin bestu hugskeyti. , Guðm. Finnbogason. Falleg Skíðasett Peysur Húfur og Vetlingar í lirvsili Hlfn Laugaveg 10 Flýtið yður að ákveða þátttöku yÖar í Vestfirðingamótinu, ' sem verður haldið I. mars. Refur slapþ úr haldi hér í nágrenni bæj- arins i fyrradag og hefir ekki fund- ist aftur. 1 morgun, um kl. 8, urðu menn varir við ref inn við Skeið- völl og er talið, að hér sé um sama dýrið að ræða. Refur þessi var 600 kr. virði. fsnám. Nordals-íshús lætur taka ís af Tjörninni um þessar mundir. Ætti foreldrar að vara börn sin við vök- unum, þegar þær fer að leggja aft- ur, þótt þær verði vel merktar. Árshátíð B. í. Síðustu forvöð að sækja pant- aða aðgöngumiða er í dag. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Akranes, Súðin vest- uf um í hringferð. — Til Rvíkur: Laugarvatn, Akranes. Skömtunarseðlarnir. 1 gær voru sóttir um 11 þús. seðl- ar og er þá alls búið að afhenda 16 þús. seðla. Menn eiga að sækja þá í Tryggvagötu 28, kl. 10—12 og 1—6. Næturlæknir. Bergsveinn Ólafsson, Hringbraut 183, sími 4985. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.45 Fréttir. 20.20 Útvarps- sagan: „Ströndin blá“, eftir Krist- mann Guðmundsson (Höf.). 20.50 Iþróttaþáttur: Þjálfun og vöðva- starf (Ben. Jakobsson íþróttakenn- ari). 21.10 Strokkvartett útvarps- ins: Kvartett í F-dúr eftir Dvorak. 21.30 Útvarpskórinn syngur. i 1 Happdrætti Háskóla íslands. . Hvað á eg helst að kaupa: fjórðnngiiniða, liálfmiða eða heilmiða? Þannig spyrja margir sjálfa sig. En Cestur hefur 'svarað þessu, og er hér svar ’hans til leiðbeiningar þeim, sem eru í vafa: Þá ertu að sökkva í örbirgðarhyl og áhyggjur sál þína buga: leitaðu Happdrættis Háskólans til,. það hefir kvartmiða’, er dugá. Ef hugur þinn girnist mest hús. J jós og yl og lióglífisþrána að metta: skundaðu Happdrættis Háskókns til og hálfmiða taktu — þann rétta. En viljirðu höndla það helst gleður drötf og hamingju veitir og yndi: símaðu Happdrætti Háskólans fljótt og heilmiða keyptu í skyndi. Lieikfélagr H e y k | a fíknr »Fjalla-Eyvindurcc Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir lcl. 1 í dag. — Bifreiðastoðin GEYSIR Símai* 1633 og 1216 Nýir bílar. Upphitaðir bílar. BEST AÐ AUGLÝSA í VÍSL SkðftleHingamót : verður lialdið að Hótel Borg 6. mars n. k. ef næg þátttaka fassL ij 'j Hefst með sameiginlegu borðlialdi kl. 7.30. Ræður — Söngur — Gamansagnir o. fl. —— DANS* Áskriftarlfstar í Versl. Vík, Versl. Fram, Klapparstíg, B: S. K. og Hótel Borg. — Nauðsynlegt að menn gefi sig fram fyrir 4. mars. Allir Skaftfellingar verða að mæta á Skaftfellingamóti. — í ráði er að stofna Skaftfellingafélag i sambandi við mótiðL UNDIRBÚNINGSNEFNIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.