Vísir - 01.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 01.03.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUDLAUGSSON. Sími: 4578. Rú itst jórnarskrifstof ur: t’élagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 1. mars 1940. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 51. tbl. Guðm. Bæringsson. Haraldur Jónsson. Sigurður Guðmundsson. Sigurjón V. Finnbogasori. M.B. KRISTJÁN KEMST TIL HAFNA Á SEGLUM. Mannbjörg varð, en hásetar mjög þjakaðir Árla í morgun er menn risu úr rekkju í Höfnum sýðra sáu menn bát undir fullum seglum rétt utan við brimgarðinn, en nú er á suðvestan átt og haugabrim þar syðra. Var ekki annað sýnilegt, en að báturinn myndi berast upp í brimgarðinn, og óttuðust menn þá mjög um örlög bátsverja, með því að lítil líkindi voru til að svo skjótri hjálp yrði við komið að mannbjörg yrði. Er báturinn var rétt að lenda í brimgarðinum tókst skipverjum að snúa honum frá landi að nýju og sigldi báturinn þvínæst áleiðis til Merkjaness í Höfnum. Þekti fólk þegar, að hér var kominn báturinn Kristján, sem menn hafa mjög óttast um að undanförnu og ýmsir talið af. Fólk í landi brá strax við og-tilkynnti Jóni Bergsveinssyni þetta, en hann snéri sér til björg- unarsveitarinnar Eldey í Höfnum, og brá sveitin við samstundis og kom með öll tæki að ströndinni, þar sem líkur voru til að bátinn myndi bera upp á land. Þegar bátnum var snúið frá landi að nýju hélt slysavarnasveitin með ströndinni til Merkiness, og inn í svokallaða Skiftivík, en þar bar bátinn að landi. Skifti það engum togum, að um leið og báturinn tók niðri var skotið línu um borð í hann og tókst skotið prýðilega. Er báturinn lenti í brimgarðinum losnuðu allir hásetarnir við hann, en einum þeirra tókst að ná í línuna áður, þannig að skipsmenn höfðu hald á henni og voru dregnir í land. Gekk björgun þeirra allra greiðlega, og mátti þó litlu muna um suma þeirra, og menn úr björgunarsveitinni voru mjög hætt komnir við björgunina með því að þeir urðu að vaða út í brimgarðinn, og munaði minstu að það riði þeim að fullu, og telja menn syðra að það gangi kraftaverki næst að björgunin skyldi takast án slysfara, með því að brimið er óskaplegt. Samtímis því, sem Slysa- varnadeildin Eldey var kölluð til aðstoðar leituðu menn úr Höfnum til Helga læknis Guð- mundssonar í Keflavík og báðu liann um að koma suður eftir svo skjótt sem unt væri. Brá hann þegar við og mun hafa komið að Merkjanesi á 10. tím- anum í morgun. Skipshöfnin á Kristjáni var allmjög þjökuð eftir hina löngu og erfiðu útivist, en eins og menn muna, fór báturinn í róð- ur aðfaranótt hins 19. f. m. og liefir þannig hrakist á rúmsjó i 11 sólarhringa. Matarbirgðir munu aðeins hafa verið til eins sólarhrings og vatn mjög af skornum skamti, enda var það liungur og þorsti, sem þjakaði skisliöfnina mest. Var hún öll flutt heim að Merkjanesi, þegar eftir björgunina og henni veitt öll sú besta aðhlynning, sem unt var. Eins og menn bjuggust við var það vélarbilun, sem olli binni löngu útivist bátsins, og mun hann hafa hrakið mjög langt til liafs eins og menn ótt- uðust og leit skipa þeirra, sem send voru út til að leita hans, því ekki borið árangur. Þótt menn hefðu veika von um það, að báturinn væri ennþá ofan- sjávar, voru þó allar líkur fyrir því, að svo væri ekki, og hefir því skishöfnin sannarlega verið úr helju heimt. Visir hefir enn ekki getað afl- að sér fullra upplýsinga um hrakninga bátsins, en lengst hraktist hann 135 sjómílur S- SV af Reykjanesi og var þá suð- austan kaldi. í gærkveldi brá til suðvestanáttar og var úr því hrein sigling til Hafna, og þótt skipshöfnin væri allmjög þjölc- uð tókst svo giftusamlega til, að hún náði landi svo sem að fram- an greinir. i ÖRLÖG m/b KRISTJÁNS. Aulc þess viðbúnaðar, sem í landi var hafður er m/b Krist- ján bar að landi, snéru menn sér til Sandgerðis og fóru þess á leit að. bátar væru sendir út þaðan til aðstoðar, en brimgarð- urinn var svo mikill og óslitinn, að bátar treystust ekki út, enda er sjór og veður þannig þarna syðra, að stórskipum einum er fært að vera á sjó. Bátnum var því ekki unt að bjarga, þótt mannbjörg yrði, og er hann lenti í brimgarðinum í Skifti- vik, skifti það engum' togum, að hann kastaðist á hvolf og veltur hann nú þannig í brim- garðinúm, að kjölurinn snýr upp, og eru dagar bátsins áreið- anlega taldir, og hefir þessi síð- asta för hans sannarlega orðið giftusamleg, úr því sem komið var, þótt liún að hinu leytinu hafi verið einstök og muni lengi i minnum höfð. M/b Kristján var 15 smál. að stærð, og var bygður hér í Reykjavik árið 1929 af Daniel Þorsteinssyni skipasmið og mun hafa verið vandað skip og gott. Eigandi bátsins er Gissur Krist- jánsson útgerðarmaður hér i Reykjavík, en báturinn var gerður út frá Sandgerði. Þessir menn voru á bátnum í þessari hrakningaför: Guðmundur Bæringsson, for- maður, fæddur að Kollsvík í Rauðasandshreppi 25. júní 1905. Búsettur liér í bænum, Bex-gstaðastræti 29. Kjartan Guðjónsson, véla- maður, ættaður og búsettur undir Eyjafjöllum. Ilaraldur Jónsson, fæddur 18. júlí 1907 í Borgarfirði eystra. Búsetlur hér í Reykjavík, Skeggjagötu 14. Sigurður Baldur Guðmunds- son, fæddur 10. september 1919 að Búðum í Staðai’sveit. Búsett- ur í Reykjavík, Skólavörðustíg 19. Sigurjón Yiktor Finnbogason. fæddur í Hnifsdal í Eyrarbreppi 9. september 1907. Búsetlur liér i bænum, Hverfisgötu 70 A. NÁNARI FREGNIR. Vísir átti tal við Jón Jónsson símastjóra í Höfnum kl. 12 á Jiádegi og var hann þá nýkom- i inn frá Merkinési. Sagði liann að skipshöfninni á m/b Krist- jáni liði eftir atvikum vel og væri hún undir læknisumsjá. Vélarbilun varð er báturinn var að ljúka við að draga lín- una ca. kl. 2—3 mánudaginn annan er var. Var þá dimm liríð og ilt í sjó. Sáu skipvei’jar bát frá Sandgerði og gáfu lion- um merki, sem ekki mun hafa sést frá bátnum vegna hríðar- innar. Setti skipsliöfnin á m/b Kristjáni upp segl og sigldi svo fram á nótt. Sáu þeir þá erlend- an togara og gáfu neyðarmerki, en því var ekki sint af tógaran- um. Á þriðjudagsmorgun voru þeir enn í námunda við togar- ann og liéldu áfram merkja- gjöfinni, en alt kom fyrir eklti. Ilrakti þá svo til hafs og mun hafa hrakið 135 sjómílur út, en þeim tókst eftir mikið ei’fiði að komast upp undir land að nýju og voru þeir í nótt 8 mílur út af iStafnesi. Þar voru 20—30 er- lendir togarar að veiðum, en þeir liirtu ekki um neyðarmerk- in frá bátnum og veittu enga lijálp. Þykir þetta að vonum leiðinleg hegðun af hálfu hinna erlendu skipsliafna, sem ávalt hafa fengið hér aðstoð og aðbúð góða, ef á hefir bjátað. Togax-i sá, sem næstur var þeim í nótt, slökti jafnvel öll ljós, er bátinn bar að lionum. Skipshöfnin á m/b Kristjáni hefir kynt bál þrjá síðustu sól- arhringa á þilfari skipsins, og var svo komið, að búið var að brenna öllum belgjum, stömp- um og öllu lauslegu, sem brunn- ið gat, enda liöfðu þeir einnig x’ifið við úr liásetaklefanum og liöfðu í raxminni ekkert eftir til þess að brenna er þeir björg- uðust. Eldspítnalausir voru þeir þessa þi’já síðustu sólai’hringa og urðu því að lcynda bálið stöð- Xlgt. Mat liöfðu þeir í einn sólar- hring, en vatn dugði þeim i 3— 4 sólarliringa, en þá var það þorrið. Tóku þeir þá til bragðs að eima sjó og bjargaði það lífi þeirra, að með því móti gátu Skilyrði Þjóðverja fyrir vspnaMéi og samkomu- lagsumleitunum um frið- arsamninga. Tavistock iávarður kveðst hafa fengið upp- lýsingar um þau frá þýsku sendisveitinni I Dublin, EINKASKEYTI til Vísis. — London í morgun. Tavistock lávarður, formaður bresks félagsskapar sem vinnur að því, að ný skipan verði gerð í Evrópumálum, hefir skýrt United Press frá því, að hann hafi, fyrir milligöngu þýsku sendiherra- skrifstofunnar í Dublin, fengið upplýsingar um skil- yrði Þjóðverja til þess, að vopnahlé verði samið þegar í stað og að samkomulagsumleitanir verði hafnar um friðarsamninga. Helstu skilyrðin eru þessi: 1. Slóvakia verði sjálfstætt ríki, að því tilskildu, að hlutleysi hennar verði viðurkent. 2. Nýtt pólskt ríki verði stofnað, algerlega sjálf- stætt, og fái hið nýja ríki jámbraut til sjávar og einnig að nota Weischelfljót til flutninga. 3. Þýskaland telur ekki frágangssök, að fallast á, að þjóðaratkvæði verði látið fram fara í Austurríki um sameininguna við Þýskaland, en litið verði á þetta sem innanríkismál. 4. Þýskaland lýsir yfir því, að það sé undir það búið að fallast á afvopnun, svo fremi að aðrar þjóðir geri slíkt hið sama. 5. Til mála gæti komið, að Þýskaland gengi í Þjóða- bandalagið, svo fremi að trygt verði, að allar deilur sem það fær til meðferðar verði leystar sanngjarnlega. Þá vill þýska stjórnin taka til athugunar tillögur, sem fram hafa komið um réttlátari skiftingu hráefnanna, og jafnvel, ef samkomulag næðist um þetta, að slaka á nýlendukröfunum. Þýskaland getur þó ekki skuld- bundið sig til þess að greiða fyrir hráefni í gulli. Tavistock lávarður hefir skýrt Halifax lávarði, utan- ríkismálaráðherra Bretlands, frá þessum skilmálum, að því er sagt er, og kvað hann hafa lofað að leggja engar hindranir í veg fyrir, að Tavistock þreifi frekara fyrir sér í þessum ef num, og geri tilraun til þess að f á ákveðn- ar tillögur lagðar fram. En því er ekki að leyna, að mik- illa efasemda gætir meðal stjórnmálamanna yfirleitt um skilyrði þau, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. — 4. mánnðnr styrjaldar- innar i Finnlandi byrjaðnr 100.000 Rns§ar fallnir. Þcir liafa mist 500 flugvélar ogr 1300 skrið- dreka. EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun. Ralph Forte, fréttaritari United Press á vígstöðvunum í Finn- Jandi, símar í morgun: 1 dag hefst fjórði mánúður styrjaldarinnar og verður þess í engu vart, að baráttukjarkur finsku þjóðarinnar sé farinn að bila. Þjóðin er einhuga sem áður og staðráðin í að berjast meðan nokkur maður stendur uppi. Veitingasalir í ’Helsingfors eru enn opnir og þótt þar sé nú sem annarstaðar allmikill alvörublær á öllu, er enn skálað og látnar í ljós óskir um sigur Finna. Þá þrjá mánuði, sem styrjöldin hefir staðið hafa Rússar ekki unnið neinn stórsigur, en Finnar hafa unnið marga sigra, sem vakið hafa mikla aðdáun um heim allan á finska hemum. Giskað er á, að um 100.000 Rússar hafi fallið á vígstöðvunum í Finnlandi það af er styr jöldinni. Finnar hafa skotið niður fyrir þeim og eyðilagt með öðru móti um 500 flugvélar. 1300 skrið- dreka hafa Finnar hertekið eða eyðilagt. Eins og stendur horfir hvergi alvarlega fyrir Finnum nema á Kyrjálanesi, þar sem Rússar halda áfram sókninni til Viborg og tefla stöðugt fram ógrynni liðs. Finnar hafa orðið að hörfa undan hægt og hægt og Rússar eru nú aðeins 1—2 kílómetra frá borginni. þeir aflað di’ykkjarvatns. Fisk höfðu þeir til niatar eingöngu, en liann var að sjálfsögðu all- xnjög tekinn að skemmast, þótt hann gerði sitt gagn. Skipshöfnin hygst að lialda til Reykjavíkur í kvöld, og fást þá nánari fregnir af þessum mikla hrakningi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.