Vísir - 04.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 04.03.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rií itstjórnarskrifstof ur: t'élagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 53. tbl. BARIST f NÁVÍGI í VIBORG — Finhar kunna að geta varið aðal- borgina í nokkra daga enn. EINKASKEYTI til Vísis. London í morgun. Sprengjnárás á 8500 sinálesta breskt skip. —o— í annað liumiruð manns farast. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Breska flotamálastjómin til- kynnir að s.l. laugardag hafi Heinkelflugvél varpað sprengj- um á breska skipið „Domala“ nokkuru eftir að það var lagt af stað frá Antwerpen með á þriðja hundrað farþega. Það kviknaði í skipinu og margir fórust. Björgunarbátar voru einustu fregnir frá Finnlandi herma, að Finnar verjist enn af miklum móði í Viborg. Er þar barist um hvert hús eða rúst og er mannfall ógurlegt í liði beggja. Rússar senda stöðugt fram nýjar, óþreyttar hersveitir. Finnar segja, að aðalborgin sé enn í höndum finsku hersveitanna og alment er talið, að Finnar kunni að geta varið aðalborgina enn í nokkra daga. Það er Finnum mikilvægt að tefja framsókn Rússa sem mest því að stöðugt er unnið að því að koma upp nýjum víggirðingum fyrir norðaustan og austan hana. 1 , ? settir út þrátt fyrir talsverðan sjógang. Saknað er um 100 manns og eru flestir þeirra bresk-indverskir þegnar, sem búsettir höfðu verið í Þýska- landi, en höfðu nú fengið heim- fararleyfi. Það tókst að slökkva eldinn í skipinu og draga það til hafn- ar. — KERMIT ROOSEVELT TEKUR AÐ SÉR STJÓRN ALÞJÓÐAHERSVEITARINNAR. Það hefir nú verið tilkynt opinberlega, að Kermit Roosevelt sonur Theodore Roosevelt fyrv. Bandaríkjaforseta, og frændi Franklins D. Roosevelts, hafi fengið lausn úr breska hemum, til þess að taka að sér stjórn alþjóðahersveitarinnar sem fer til Finnlands frá Bretlandi. Roosevelt verður herdeildarforingi að tign, en lýtur yfirstjórn finsku herstjórnarinnar. MIKLAR LOFTÁRÁSIR. Flugskilyrði hafa verið góð að undanförnu og hafa Rússar notað sér það og lagt höfuðáherslu á að reyna að eyðileggja járnbraut þá, sem Finnar hafa notað til herflutninga til Viborg- ar. Til þessa hefir Finnum tekist að gera við járnbrautina jafn- óðum. Finnar hafa gert loftárásir á Leningradbrautina, sem Rússar hafa notað til herflutninga til vígstöðvanna á Kyrjála- nesi. Finnar skutu niður 17 flugvélar fyrir Rússum í gær. Reynast ágætlega flugvélar þær, sem Finnar hafa fengið frá Bretlandi og öðrum löndum. Það, sem Finnum háir mest á Kyrjálanesi er að hafa ekki nægilega mikið af stórum fallbyssum. RÚSSAR UNDIRBÚA HÁTÍÐAHÖLD ÞEGAR YIBORG ER FALLIN. Samkvæmt fregnum frá Rússlandi eru Rússar þegar farnir að búa sig undir að halda hátíðarsamkomur, og fagna yfir því með öðrum hætti, er Viborg fellur í þ^irra hendur. Með falli Viborgar telja Rússar sig hafa trygt sér að brjótast í gegn um Mannerheimvíggirðingarnar. En ýmsir eru þar á öðru máli. Rússar eiga eftir að brjótast í gegnum margar víggirðingar enn og Finnar hafa ekki mist kjarkinn og verjast enn í Viborg. Rússar gera tilraunir til þess að umkringja borgina og sækja að henni úr þremur áttum og í úthverfunum hefir þegar verið barist í návígi, en aðalborgin er enn í höndum Finna. NRP.FB. 700,000 krónur til aðstoðar íinskum flóttamönnum. Á rikisráðsfundi s. 1. laugar- dag var samþykt að leggja til, að veittar yrði 700.000 kr. til að stoðar finskum flóttamönn- um, sem leita hælis í Noregi, að- allega til flutnings á þeim. — NRP.—FB. E.s. Vestfo§§ sökt á Vorðursjö. Eimskipið Vestfoss, eign Thor Thoresen í Osló, sökk í s. 1. viku á Norðursjó, eftir að liafa orðið fyrir árás þýskrar flug- vélar. Áhöfninni, 19 mönnum, var bjargað. — NRP.—FB. Sumner Welles farínn frá Þýskalandi. Einkaskeyti frá United Press. IiOndon í morgun. Sumner Welles er nú á leið . til Frakklands um Sviss. Hann ræddi við von Ribbentrop, Ru- dolf Hess, Hitler, Göring og fleiri af lielstu leiðtogum nas- ista, en ekki er kunnugt um hvað viðræðurnar snerust nema að alment er talið, að Hitler hafi gert Welles ítarlega grein fyrir stefnu sinni. Menn búast ekki við, að Hitler sé líklegur til tilslakana. 50 ára ver'Sur á morgun, 5. niars, Helgi Bogason frá Brúarfossi. Deila Breta og Itala um kolaflutn- inga frá Þýskalandi. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Alvarleg deila er upp komin milli ítala og Breta varðandi kolafljitninga frá Þýskalandi til Ítalíu. ítalir liafa keypt mikið af kolum frá Þýskalandi, og höfðu samið um mikil lcola- kaup fyrir stríð. Ilefði það bak- að feikna erfiðleika fyrir Itali, ef tekið liefði verið fyrir þessa lcolaflutninga í einni svipan, ög varð það úr, að Bandamenn liafa þar til nú um mánaðamót- in leyft þessa kolaflutninga, er hafa farið fram frá liollenskum liöfnum. En nú um mánaða- mótin var tilkynt, að litið yrði á þýsku kolin sem bannvöru, og farið yrði með ítölsk skip sem önnur, er þýsk kol flyttu, til eftirlitsliafna. Varð afleiðing þessa sú, að nokkur ítölsk skip, sem voru nýlögð af stað frá Amsterdam með kol til ítalíu, sneru aftur. Bretar segja, að ít- ahr hafi vitað frá byrjun, að þessir kolaflutningar yrði að- eins látnir viðgangast takmark- aðan tíma, og hefði þeir getað fært þessi viðskifti annað. Meðal stjórnmálamanna, iðjuhölda og annara kemur fram mikií óánægja út af þvi, að ekki náðist samkomulag um viðskifti milli Breta og ítala á þeim grundvelli, að ítalir fengi efni til hergagnaframleiðslu í stað ítalsks marmara, ávaxta o. fl. Kenna Italir bresku stjórn- inni um að samkomulag náðist ekki um þetta mál, en ef úr samningum hefði orðið, telja Ítaíir, að kannske hefði orðið auðveldara að leysa hitt málið jngÉÉðt „ORUSTUSKIP LOFTSINS" — Þessir stóru flugbátar, sem eru meðal stærstu herflugvéla Breta, eru notaðir til varðþjónustu með ströndum fram. Vélbyssum er komið fyrir frammi í „nefi“ flug- vélarinnar og stéli liennar. Þegar flugbáturinn er með fullfermi af sprengjum og skotfærum get- ur hann flogið 5000 km. viðstöðulaust. K.R.-ingar tóku ílest verðlaunin En stökkið íórst fyrir vegna veðurs Veður var hið versta að Kolviðarhóli í gær, hvassviðri og skúrir, svo að ekki var hægt að láta skíðastökkið fara fram. Var þó strax í birtingu um morguninn farið að hlaða stökkpall I von um betra veður síðari hluta dags, en sú von brást alveg. Svigkepnin fór fram eins og til var ætlast. Á laugardag var kept í göngu og urðu K.R.-ingar sigursælir. Áttu þeir þrjá fyrstu menn í 18 og 10 km. göngunni, en tvo þá fyrstu í 5 km. göngunni — þar voru ekki fleiri K.R.-ingar meðal þátttakenda. Vann allar einvígis- skákirnar aí Gilfer. í gær lauk skákeinvíginu með því að Ásmundur sigraði Gilfer í 3. sinn í röð og hlaut því titil- inn „Skákmeistari Reykjavíkur 1940“. Ásmundur liafði hvítt og féklc snemma yfirburðastöðu. Mið- taflið reyndist þó svo flókið og timafrekt, að báðir lentu í miklu tímahraki og varð skák- in allspennandi um tíma, þótt eigi tækist Gilfer að rétta við lilut sinn. Enda gaf liann í 42. leik, þegar mannstap var óverj- andi og staðan að öðru leyti gertöpuð. Eins og kunnugt er, skyldi sá hljóta titilinn, er fyrr ynni 3 skákir. Gat einvígið því dregist töluvert á langinn, ef mikið hefði orðið af jafnteflum. Nú liefir raunin aftur á móti orðið sú, að Ásmundur vann fyrstu 3 skákirnar og gerði þvi einvígið eins stutt og glæsilegt og liægt var. J- Frá Hafnarflrði. S.l. laugardag réru aðeins 2 af jjeim bátum, sem gerðir eru út frá Hafnarfirði, Ásbjörg og Auðbjörg. 1 gærkveldi komu þær aftur úr róðrinum og hafði Ásbjörg þá fengið 5—6 skip- pund, en Auðbjörg 11 skippund. Auk þess fór trollbáturinn Njáll út á laugardagslcveld og kom aftur í gær, en hafði aflað lítið. um leið. — ítölsku blöðin benda á, að ítalskir námumenn hafi verið sendir til Þýskalands og vinni kolin úr jörð og vinni fyrir ítalskt fé. La Tribuna seg- ir, að það sé ólögmætt að kyrr- setja kolin í eftirlitshöfnum, þvi að ítalskar hendur hafi unn- ið að framleiðslunni, og aðeins 25% af verðniæti kolanna sé þýskt. Raunverulegar lengdir ljraut- anna voru um fimtungi styttri en hinar auglýstu lengdir. 18 km. og 5 km. göngurnar hófust kl. 3, en 10 km. gangan kl. 3.40. í 18 km. göngunni urðu úr- slit þessi: Mín. 1. Gunnar Jolmson, IÍR. 64.24 2. Björn Blöndal, KR. 67.04 3. Georg Lúðvígsson, KR. 67.07 4. Hjörtur Jónsson, KR. 67.54 5. Stefán Stefánsson, Á. 68.17 6. Egill Kristbjörnss. Á. 69.33 10 km. g-angan (17—19 ára): Mín. 1. Guðbjörn Jónsson, KR. 46.21 2. Ásgeir Guðjónss., KR. 46.33 3. Guðbjörn Árnas., KR. 46.45 5 km. gangan (15—16 ára): Mín. 1. Lárus Guðm.. IÍR. 25.25 2. Haraldur Björnss., IvR. 26.16 3. Gunnar Bergsteinss., Á. 26.54 í 18 km. göngunni var gengið frá brún Hellisslcarðs, upp með RáðheiTabrekku og síðan aust- ur með Skarðsmýrarfjalli. Á sunnudagsmorgun var strax farið að hlaða stökkpall í brekkunni fyrir austan Hellis- skarð. Var unnið að því í rign- ingu, en þeggr fór að hvessa undir kl. 11 þótti sýnt að ekki myndi liægt að láta stökkið fara fram, strax að minsta kosti. Var auglýst að stökkið yrði lát- ið bíða þar til svigið liefði farið fram, en það átti að hefjast kl. 3. Svigið fór fram eins og til'var. ætlast og stóð stormurinn beint upp brekkuna, milli stóra stökkpallsins og dráttarbrautar- innar, en þar fór svigið fram. Dró þetta skiljanlega úr hraða sldðamannanna og var liann þó ekki of mikill án þess, vegna þess liversu færið var slæmt. Þátttakendur voru 35 á kepp- endaskrá og tóku 34 þátt í kepninni. Hún hófst stundvís- lega og fór fljótt og skipulega fram. Var henni lokið á tæpri klukkustund. — Urslitin urðu þessi: Tímil. TímiII. Úrslit. 1.-2. Bjöm Blöndal, K.R 46.3 46.7 93.0 1.-2. Stefán Stefúnsson, Á 45.6 47.4 93.0 3. Georg Lúðvígsson, K.R 43.4 52.9 96.3 4.-5. Eyjólfur Einarsson, Á 50.0 47.1 97.1 4.-5. Haraldur Árnason, Í.R 45.6 51.5 97.1 6. Gunnar Johnson, K.R 49.7 48.0 97.7 7. Bolli Gunnarsson, l.R 48.0 52.5 100.5 8. Einar Pálsson, K.R 50.0 52.5 102.5 9. Gísli ólafsson, K.R 50.0 53.2 103.2 10. Haukur Hvannberg, K.R 48.9 55.0 103.9 11. Magnús Þorsteinsson, KR. .. 53.5 50.7 104.2 12. Hjörtur Jónsson,K.R 55.5 49.6 105.1 Drengir, 13—15 ára. Timi I. Timi II. Úrsht. 1. Haraldur Björnsson, K.R 38.0 30.5 68.5 2. Þórir Jónsson, K.R 36.5 40.5 77.0 3. Eiríkur Helgason, I.R. 53.3 55.6 108.9 Svigbraut hinna fullorðnu var um 350 m. á lengd, en drengj- anna, 13—15 ára, um helmingi styttri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.