Vísir - 05.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 05.03.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rií itstjórnarskrifstofur: t’élagsprentsmiðjan (3. hæð). „30. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSIN G AST JÓRI: Sími: 2834. 54. tbl. VARNARAÐSTAÐA FINNA Sverður stór- H um betri í hinum nýju varnarstöðvum En þeir ætla sér að verja Viborg meðan fært þykir. Eduoard Beattie, fréttaritari United Press á víg- stöðvunum í Finnlandi símar í morgun: — Finnar eru undir það búnir, að hverf a til hinna nýju varnarstöðva sinna við Viborg, þegar er þeim þyk- ir ekki fært lengur að verja borgina, en hún er enn, að undanteknum suðurhlutanum, í höndum Finna. Barist er af jniklu kappi og oftast í návígi. Hinar nýju varnar- línur eru fyrir sunnan járnbrautina hjá Cliimatta- Aeyrapái, þar sem Finnar búa sig undir að stöðva frek- ari framsókn Rússa, þegar Viborg er f allin. Það hefir hjálpað Rússum mikið að undanförnu, að besti bandamaður Finna brást þeim, þ. e. Snær konungur. Finnair höfðu gert sér vonir um, að kyngja mundi niður snjó í byrjun mars, svo sem venja er til, og í mars er oft svo mikið fannfergi, að allir flutningar liggja niðri, nema á sleðum, og illfært er um nema á skíðum. Nú þykir þó svo horfa, sem fara muni að snjóa íiftur. Það mun altaf hafa verið ráð fyrir því gert af Finnum, að þeir kynni að verða að hörfa undan til nýrri víggirðinga, og landið kringum Yuoksi og Suvantovötnin er ágætlega fallið til varnar. Þótt Finnar hafi beðið mikið manntjón að undanfömu mun mega fullyrða, að Rússar eigi eftir að reyna það, að erfitt verði .að brjótast í gegnum hinar nýju varnarlínur Finna. Rússar nota stöðugt mikinn f jölda skriðdreka og brynvarinna 'bifreiða í sókn sinni á Víborg, en Finnar nota aðallega vélbyss- ur og handsprengjur, og jarðsprengjur hafa þeir lagt víða, til þess að eyðileggja skriðdreka fyrir Rússum. Oft hefir verið bar- ist með byssustingjum. Við Suvantovatn hafa Finnar fengið margar nýjar fallbyssur. Auk þess hafa þeir komið fyrir fallbyssum sem þeir tóku, er 18. herfylkinu rússneska var tvístrað fyrir norðan Ladogavatn. Þegar Finnar hafa hörfað úr Víborg er búist við, að nokkurt hlé verði á sókn Rússa, þeir verði að draga að sér meira af her- gögnum, áður en þeir geta haldið sókninni áfram í fullum krafti. Sjálfboðaliðasveitir er verið að æfa í Bandaríkjunum og Kan- ada til þess að senda til Finnlands. Frá Bandaríkjunum er ráð- gert að fari 3000 manna sveit og í Kanada er verið að æfa 1300 manna herdeild. Margir sjálfboðaliðarnir í þessum sveitum eru af finskum ættum. Séinustu fregnir frá Finn- landi herma, að logndrífa sé á vígstöðvunum á Kyrjálanesi, og hafi það aukið vonir Finna um, að híé verði á sókn Rússa, en ef svo reyndist fengi Finnar betri tíma til þess að treysta víggirð- ingar sínar. Rússar hafa gert áhlaup á miðhluta Mannerheimvíggirð- inganna, en Finnar segja, að þeim áhlaupum hafi Verið hrundið. Það kemur æ betur í Ijós, að lófthernaðarlega eru Finnar stöðugt að eflast. Flugmennirn- ir halda uppi daglegum árásum á bækistöðvar Rússa og birgða- stöðvar, stundum handan rúss- nesku landamæranna. N'emendamót Verslunarsk. Islands, hið 9. i röðinni, verður haldið i kvöld í Iðnó kl. 8.30. Fjölbreytt skemtiskrá. Eldri nemendttr, fjöl- tnennið. Segja ífalir upp bresk-ítalska samningnum? Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. ítalska stjórnin bíður nú eftir svari við mótmælum sínum út af því, að þýsk kol, sem Italir fá frá Þýskalandi, eru talin ó- friðarbannvara frá 1. mars s. 1. Nokkur ítölsk kolaflutninga- skip eru lögð af stað frá Amst- | erdam og eftir seinustu fregnum að dæma þykir líklegt, að þau j verði flutt til breskra eftirlits- ! hafna. I Rómaborg búast menn við, verði mótmælum ítölsku stjórn- arinnar ekki sint, að hún * gripi til öflugra mótaðgerða, og jafnvel að bresk-ítalska sam- komulaginu verði sagt upp. Hinsvegar vona ítalskir stjórn- málamenn, að til þess komi ekki, að ítalir verði að grípa til svo róttækra aðgerða. Því er haldið fram af Itölum, að kol þau, sem nú eru á leiðinni til Italíu hefði verið komin þang- að fyrir löngu, ef ekki hefði ver- ið vegna erfiðleika, sem stöfuðu af vetrarhörkunum, á flutningi kolanna landleiðina til Rotter- dam. 30.000 Italir fara iil landbúnaðarvinnu í Þýskalandi. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Símfregn frá Rómaborg hermir, að samkomulag liafi náðst milli Itala og Þjóðverja, þess efnis, að sendir verði 30 þÚsund ítalskir landhúnaðai^ verkamenn til Þýskalands, * til þess að vinna þar landbúnaðar- störf í vor og suniar. Bretar granda þýskum kaíbát. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Flugmálaráðuneytið hreska tilkynnir, að bresk liernaðar- flugvél hafi varpað sprengikúl- um á þýskan kafbát, sem lá við Scliilling Roads. Gerðist þetta s.l. mánudag. Ein sprengikúlan kom niður á kafbátinn skamt fyrir aftan turninn og sökk kaf- báturinn þegar. Oliuflutningrarn- ii’ frá Rnmcníu til I»ý§kaland§. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Fregn frá Búkarest hermir, að því sé neitað þar eindregið, að Bretar og Frakkar hafi þvingað Rúmena til þess að draga úr olíuflutningum til Þýskalands, en Þjóðverjar hafa ekki fengið nema helming þess magns, sem þeim ber samkv. samningum mánaðarlega. • Or- sök þess, að þeir hafa ekki feng- ið meira en reynd ber vitni, er einvörðungu sú, að ekki hefir verið hægt að koma olíunni til þeirra vegna flutningaerfið- leika, sem aðallega stafa af því, að Dóná er lögð. Ungbarnavernd Líknar er opin hvern þriðjudag og föstu- dag kl. 3—4. FRÁ VIBORG I FINNLANDI. Sjálfstæðisflokkur- inxi ber fram frum- varp um breytiugar á gjaldeyri§lög:iinum. vöIIiib* í göBiiliB ágreliB ingsefni. Allur þingflokkup Sjálfstæðismanna stendur óskiftur aö frumvarpi því um breyting á lögum um gjaldeyr- isverslun, sem bér fer á eftir. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 73 31. des. 1937 um gjaldeyrisverslun o. fl. Flutningsmenn: Magnús Jóns- son, Árni Jónsson, Bjarni Snæ- hjörnsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Magnús Gislason, Þorsteinn Þorsteinsson. 1. gr. Orðin „að fengnum tillögum ......innflutningsnefnd“ í 2. málslið 2. gr. láganna falli burt. 2. gr. 3. gr. laganna orðast svo: Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd skal skipuð þrem mönn- um, sem rikisstjórnin skipar. Skal einn þeirra skipaður eftir tilnefningu Verslunarráðs ís- lands, einn eftir tilnefningu Sambands íslenskra samvinnu- félaga og einn með samkomu- lagi meðal ráðherranna. Nefnd- armenn skiftast á um for- mensku í nefndinni eftir sam- komulagi. Formaður undirbýr mál fyrir fundi með skrifstofu- stjóra nefndax-innar. Afl jat- kvæða ræður úrslitum á fund- um. Nefndin ræður starfsfólk á skrifstofu nefndarinnar. Auk þessara þriggja nefndarmanna eiga þar sæti: Einn maður til- nefndur af bankastjórum Landsbanka Islands og annar tilnefndur af bankastjórum Clt- vegshanka íslands h.f. Starf þeirra er í því fólgið að taka á- kvörðun um heildarupphæð þess gjaldeyris, er nota á til greiðslu á vörum þeim, sem takmarkaður er innflutningur á, og segja til um, hvenær bank- arnir geti látið þennan gjaldeyri af hendi. Hinsvegar hafa þeir ekki atkvæðisi’étt um almenn xnál, skiftingu innflutnings og það, hverjir skulu skrásettir sem innflytjendur. Ef nefndarmaður forfallast skipar ríkisstjórnin varamann um stundarsakir eftir sömu reglum og aðalmenn eru skip- aðir, og sömuleiðis tilnefna hankarnir varamenn, ef fulltrú- ar þeirra foi'fallast. Til þess að standast kostnað við nefndina skulu allir þeir, sem innflutn- ingsleyfi fá, greiða 2%0 — tvo af þúsundi — af upphæð þeirri, sem leyfið hljóðar um, en þó eigi minna en 50 aura fyrir hvert einstakt leyfi. 3. gr. 4. gr. laganna orðast svo: Rikisstjórnin getur ákveðið, í samráði við nefndina: 1. Hvaða vörur skuli vera frjálst að flytja inn. 2. Hvaða vörur megi ekki flytja inn. 3. Hvaða vörur skuli kaupa frá ákveðnum löndum. Nefndin slcal: í. Skifta innflutningi milli vörutegunda, sem takmark- aður er innflutningur á. 2. Semja skrá um innflytjend- ur. I 3. Skifta innflutningnum milli skrásettra innflytjenda hverrar vöruteguudar, sem í takmarkaður er innflutning- ur á, og fari skiftingin. milli verslana í landinu (kaupfé- laga og kaupmanna) fram eftir sömu reglu. Að öðru leyti setur x;ikis- stjórnin nefndinni í'eglur mn það, á livern liátt hún skuli haga störfum sínum, í samræmi við framangi’eind ákvæði. Heimilt er að veita nefndinni með reglu- 1 gei'ð vald til þess að setja þau skilyrði fyrir leyfisveitingum, sem ástæða þykir Lih 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. GREINARGERÐ. Frumvarp þetta er horið frarn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins i Efri deiltl og með samþykki allra þingmanna þess flokks i Neðri deild. Eins og kunnugt er hafði ekki náðst samkomulag um tilhögun verslunarmálanna, þegar gengið var til samvimiu milli þing- flokkanna þriggja í fyrra. En samstarfið var þá samt hafið í fullu trausti þess, að einmitt sjálft samstarfið mundi leiða til viðunanlegrar lausnar á þessum málum. Þetta hefir þó ekki orð- ið enn og er þvi ekki að leyna, að þetta er stjálfstæðismönnum innan þings og utan hin mestu vonbrigði. Eins og kunnugt er, eru skoð- anir manna á gagnsemi inn- flutningshafta mjög sundurleit- Frh. á 3. bls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.