Vísir - 05.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 05.03.1940, Blaðsíða 2
V i S I K O /I GBL A * *'* Útgefandi: blaðaútgAfan vísiií h/f. Kitstjóri: Kristján GuðlauKs.son Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið'inn frá Ingólfsstræti.) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Gjaldeyrís- frumvarpið. Alþingi verður í dag útbýtt fruinvarpi um breytingar á gjaldeyrislögunum. Frum- varpið er borið fram af þing- mönnum Sjálfstæðsflokksins í efri deild. Það hefir verið tekið til meðferðar á fundum þing- flokksins og standa sjálfstæðis- þingme'nn beggja deilda óskiftir að frumvarpinu. Á landsfundi sjálfstæðismanna var þvi lýst yfir einróma, að með fram- kvæmd gjaldeyrislaganna væri brotið í bág við þá grundvallar- stefnu, að sami réttur gilti fyrir alla þá, sem sömu atvinnu stunda. Og var þvi beint til ráð- herra flokksins og þingmanna að fá viðunandi lausn í þessu réttlætismáli bið fyrsta. Má því telja, að þetta frumvarp sé í beinu láframhaldi af yfirlýsing- um landsfundar í verslunarmál- unum. Stendur þannig Sjálf- stæðisflokkurinn, utan þings og innan, óskiftur að þeirri lausn, sem hér er gert ráð fyrir. í greinargerð frumvarpsins segir, að það sé borið fram sem málamiðlunargrundvöllur. „Verður naumast með sanni sagt annað, en höndin sé hér rétt langt til samkomulags.“ Þetta er hverju orði sannara. Breytingar þær, sem í frumvarp- inu felast, eru ekki einungis miðaðar við það, sem Sjálfstæð- isflokkurinn telur réttlátt, í þessum efnum, heldur engu síð- ur við það, sem telja verður, að samstarfsflokkarnir geti sætt sig við. Höndin er með öðrum orðum rétt fram til miðlunar. En það má öllum ljóst vera að samstarfið þolir illa að slegið sé á þá framréttu hönd. Með frumvarpinu er gerð til- raun til að dreifa þeim sundr- ungarskugga, sem grúft hefir yfir samstarfinu síðan það hófst. Það er reynt að fá enda bundinn á langvinna þrætu, sem staðið hefir um verslunarmálin. Sú lausn, sem hér er farið fram á, er þess eðlis, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir enga ástæðu til þess að óttast dóm þjóðarinnar um hana. Margir munu segja, að flokk- urinn hafi slegið undan í þessu máli. Þvi ekki það? Sjálfstæðis- flokkurinn ætlast til þess að allir flokkar sýni tilhliðrunarsemi í samsfarfinu. Hann telur það grundvallarskilyrði þess, að friðsamlég samvinna geti hald- ist. Þess vegna mun flokkurinn fyrir sitt leyti vera þess búinn á livébjúm tima, að fullnægja þe’ssú rríéginskilyi-ði samstarfs- ins. Með frumvarpi því, sem hér um ræðir hefir flokkurinn sýnt þetta. Það er ekki farið fram á afnáni haftanna. Það er ekki gert ráð fyrir að leggja gjald- eyrisnefndina niður. Þannig er sneitt hjá ágreiningi í grund- vallaratriðum með það fyrir augúm, að komist verði yfir erf- iðleikana til bráðabirgða. Lgreiriargerð frumvarþsins segir úm þann ágreining, sém verið héfir um versunarmálin: „Því þarf naumast að lýsa, bvilik ógæfa það er, að á sam- vinnu stærstu flokka þingsins skuli þurfa að vera þessi við- kvæmi blettur á öðrum eins tímum og nú eru, togstreita um þetta innanlandsmál, þegar sameina þarf alla krafta til varnar þjóðfélaginu gégn utan- aðkomandi bættum. Vér teljum því nauðsynlegt að koma þess- um málum út fyrir svið stjórn- málanna eftir því sem mögulegt er, og í hendur þeirra sjálfra, sem hér eiga hlut að máli.“ Það verður að lelja allar lík- ur til þess að mál þetta gangi fram á Alþingi. Innan allra flokka er ríkur samstarfsvilji. Besta ráðið til að tryggja frið- inn, er að fjarlægja ófriðarefnin. Hér er bent á leið, sem gerir ráð fyrir tilslökunum á báða bóga. Sjálfstæðisflokkurinn hefir slakað til. Hann væntir þess sama af samstarfsflokkunum. Lausn þessa máls mundi sýna þjóðinni og sanna fremur flestu öðru, að sá friðarvilji, sem allir telja höfuðnauðsyn, er ekki að eins fyrir hendi utan þingsal- anna, lieldur líka innan þeirra. a Slritólælliilitti- oein. í fyrradag samþyktu stjórnir átta stéttarfélaga að láta með- limi sína greiða atkvæði um, hvort segja skuli upp núgild- andi samningum um stríðs- áhættuþóknun sjómanna. Þessi félög eru: Sjómannafélag Rvík- ur, Hafnarfj. og Patreksfjarðar, Vélstjórafélag Islands, Stýri- mannafélag íslands, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir, Fél. ísl. loftskeytamanna og Mat- sveina- og veitingaþjónafélag íslands. Ilafa að undanfömu farið fram sanmingaumleitanir milli þessara félaga og útgerðar- manna, togara og flutningaskipa. Vilja sjómenn fá áhættuþókn- unina luékkaða allverulega, eða upp í það sem hún er á dönsk- um skipum, þ. e. að undirmenn fái 350%, en yfirmenn 300% í áhættuþóknun. í samningunum frá í október s.l. var ákveðið, að aðaláhættuþóknunin skyldi vera 250% fyrir undirmenn og 200%c fyrir yfirmenn. Alkvæðagreiðslan , hefst næstu daga og verður hraðað. Morgunblaðið hefir snúið sér til Gunlaugs Briem símaverk- fræðings, og spurt hann um tal- stöðvar í bátum og skipum. Ávöxturinn af því er grein i blaðinu, sem að mestu leyti er eftir símaverkfræðinginn. Eg held að grein þessi sé til orðin vegna þeirrar kröfu sem útgerðarmenn liafa marg borið fram (og nú seinast á aðalfundi Landssambands útvegsmanna) að leiga eftir talstöðvar verði lækkuð. Morgunblaðið hefir verið viljugra að vera sér úti um grein heldur en að birta á- lyktanir aðalfundarins. i Símaverkfræiðngurfnn segir að senditækin kosti nú Um 1000 kr. Eg liefi ekki ástæður til að sanna, að þetta sé ekki satt. En eg get bætt því við, að flestir, sem með þessi tæki fara, eru J mjög vantrúaðir á það, að þessi j litli blikk-kassi með því sem . honum fylgir, kosti svona ! mikið. En ef gengið er út frá því, að senditækin kosti nú um 1000 kr. I þá er sú saga hreint ekki ótrú- ! leg, að þær sendistöðvar sem | hafa verið smíðaðar lianda ísl. I fiskiskipum undanfarin ár hafi i kostað frá 450 kr. til 600 kr. Og ! fyrir þetta eru menn látnir borga 120 kr. í ársleigu, og ! ekki nóg með það, svo verða | menn að borga vátryggingar- j gjald, sem er 80 kr. á ári, þarna | eru komnar 200 kr. Þar við bæt- ist svo kostnaður við rafhlöður o. fl., sem mun vera töluvert misjafnt, en verður þó aldrei undir 100 kr. Um viðhald og eftirlit get eg j sagt af minni reynslu að eg hefi haft talstöð í tvö ár í mínum bát. Það mun bafa verið litið á sendarann tvisvar sinnum og elckert við liann gert, enda þurfti þoss ekki. Þar sem eg þekki til, hafa aðrir svipaða sögu að segja. En 'simaverkfræðingur- inn segir, að mikill tími fari í viðhald og eftirlit á hverju árf með hverju tæki. í sambandi við þetta mætti svo bera fram þessa spurningu: Hvað hafa tekjur símans aukist mikið við það, að talstöðvar hafa verið settar í skip og báta? En vitanlega verð- ur því aldrei svarað. Hernaðarundirbúningur Rússa á Kolaskaga - - - Grein sú, sem hér fer á eftir og er tekin úr dönsku blaði, nokkuð stytt, sýnir betur en riokkur önnur, sem birst hefir á íslensku, hversu lengi Rússar hafa undirbúið innrásina í Finnland, sem nú hefir staðið í rúmar 13 vikur Kola-skaginn, sem liggur að öllu leyti fyrir norðan heims- skautsbaug, er einhver ömur- Iegasti blettur jarðarinnar. Hann hefir verið lítt þektur og menn vita ekki annað en að hann er marflatar túndrur með örlitlum fjallahryggjum í miðju og upp- vaxandi skógum að sunnan. — Hann er 100 þús. km.2 að stærð, og fyrir 20 árum bjuggu þar að eins um 30 þús. Lappar, sem lifðu á hreindýrarækt og fisk- veiðum. Þá óraði engan fyrir þvi, að síðan myndi nafn skag- ans ritað með blóði í veraldar- söguna. Að norðan skerst Kolafjörður- inn inn í skagann, og þar er hinn æfagamli bær Kola. Á keisara- timunum voru svo stofnaðir bæirnir Murmansk og flota- stöðin Alexandrovsk — en alt bar merki eymdar og fátæktar. En Rússa liefir altaf dreymt um íslausar hafnir og þessvegna var byrjað að leggja járnbraut þarna norður árið 1903 frá Pét- ursborg. Verkinu miðaði lítt á- fram, og svo slcall heimsstyrj- öldin á og Rússar voru innilok- aðir í Eystrasalti. Þýskir og austurrískir herfangar voru sett- ir til vinnu við járnbrautina og í nóv, 1916 var hún tilbúin. Ensk og frönsk herskip voru send til Murmansk og Bretar, Frakkar, Bandaríkjameiin og Serbar voru settir þar á land. Það átti að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gæti komið sér upp kafbátastöð í Murmansk og fót- Ef Landssíminn er ófáanleg- ur til að bæta fyrir gamlar synd- ir í þessu efni, þá finst mér að Alþingi geti samt orðið við ósk- um okkar og lækkun á leigunni, mætti þá skoðast sem framlag til slysavarna frá því opinbera. Sigurður Baldvinsson. --------------------- Sigurði Eggerz haldið samsæti. Nokkurir vinir Sigurðar Egg- erz, bæjarfógeta, héldu honum samsæti í gærkveldi að Hótel Borg, í tilefni af 65 ára afmæli hans. Um 50 manns sátu hófið. Magnús Kjaran bauð gesti velkomna, en síðan stjórnaði Árni Jónsson frá Múla samsæt- inu og hélt fyrstu ræðuna til Sigurðar. Auk lians voru þessir ræðumenn: Magnús Kjaran, Ólafur Tliors, Guðm. T. Hall- grímsson, Carl D. Tulinius, Gísli Sveinsson, Thor Tliors, Bene- dikt Sveinsson, Lárus Jóhannes- son, Pétur Ottesen og Sigurgeir biskup Sigurðsson. Auk þess talaði heiðursgesturinn, Sigurð- ur Eggerz og þakkaði vinum sínum sýndan sóma. Sigurður hélt heim um mið- nætti í nótt. Fylgdu allir, sem þátt tóku í samsætinu, honum til skips og hrópuðu ferfalt húrra fyrir honum í kveðju- skyni. Sigtr. Björnsson bóndi að Jarlsstöðum látinn. í fyrrinótt lést að Syðrá-Fjalli Sigtryggur Björnsson, bóndi að Jarlsstöðum í Aðaldal. Telur læknir dauðaorsökina heilablóð- fall. Fréttaritari Vísis á Húsa- vík símar blaðinu eftirfarandi um þetta í morgun: í fyrradag þegar landpóstur var á leið frá Breiðumýri til Húsavíkur sá liann mann á ferð á undan sér á veginum undan Syðra-Fjalli. Var maðurinn fót- gangandi en teymdi hest. Stundarkorni síðar féll mað- urinn á götuna, en hesturinn hélt leiðar.sinnar. Þegar póst- urinn kom að manninum, sem var Sigtryggur Björnsson bóndi að Jarlsstöðum í Aðaldal, var hann meðvitundarlaus. Var Sigti-yggur borinn lieim að Syðra-Fjalli, en andaðist þar í fyrrinótt. Hann hafði fylgt sonardóttur sinni í skólann i fyrradag, þegar þetta skeði. gönguliðið átti að hjálpa hinum hvíta her Kolchaks, sem var á Ieið frá Síberíu. Þetta mistókst og Rússland varð rautt. En Murmanskbraut- in grotnaði niður, þangað til að Rússar fóru að senda pólitíska fanga norður á Kola. Síðustu 10 ár hefir brautin verið notuð, en sagt er að hver undirlagsstaur hafi kostað mannslíf. Þau eru lítils virði í Rússlandi. * Brautin er 1451 km. á lengd frá Leningrad til Murmansk, og hraðlestin „Pólsörin“ er 38 lclst. áleiðinni.Meðalliraði tæpl.40km. — Murmansk óx: Fyrir 10 árum voru þr 2—3 þús. íbúar, en eru nú urn 100 þúsundir. Alexandr- ovsk hlaut nafnið Poljarnoje, og ölluin isbrjótumRússa var koin- ig fyrir í Kolaf., auk kafbáta og tundurspilla. Murmansk er ný- tísku bær og fiskveiðar eru þar í stórum stíl. Árið 1936 voru lagðar þar á land 300 þús. smál af fiski, en jafnframt óx íbúa- tala skagans úr 20 þús. í 2—300 þús. En Iangmesti hluti íbúanna er fangar (99.5%) og öllum er bannað að ferðast til Kolaskag- ans, því að herinn þurfti að gæta þar Ieyndarmála sinna. (yllÉiiiiðslili ÁMi. Frunivarp uni hami komií fram á Álfslnyi. Útbýtt hefir verið á Álþingi frv. til laga um lyfjafræðinga- skóla íslands. Frv. er fram kom- ið frá fjárhagsnefnd, en það er flutt að ósk félagsmálaráðherra cg hefir áður ‘verið flutt af þingmanni N.-ísfirðinga. Skólanum skal stjórna þriggja manna skólanefnd og sé hún skipuð landlækni og tveim mönnum, er ráðherra skipar, annan skv. tilnefningu lækna- deildar Háskólans, en hinn skv. sameiginlegri tillögu Lyfsalafé- lags fslands og Lyfjafræðinga- íelags íslands. Forstöðumaður skólans skal vera kennarinn í lyfjafræði við Háskólann. Fyrst um sinn skal miða starfsemi skólans við það, að liann veiti nemendum verklega og bóklega fræðslu til fyrri hluta prófs í lyfjafræði (aðstoð- armannsprófs), enda ljúki þeir, að námi loknu, slíku prófi við skólann. Stúdentspróf er skilyrði fyrir inntölcu í ácólann, og er heim- ilt að krefjast sérprófs í latínu af stærðfræðideildarstúdentum, og í stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði af máladeildarstúd- entum. Námstími til aðstoðarmanns- prófs sé að jafnaði 3 ár. Þangað til skólinn tekur upp kenslu til fullnaðarprófs í lyfja- fræði, skal hann greiða fyrir nemendum sínum til fram- haldsnáms erlendis við viður- kendan lyfjafræðingaskóla. Þeir, sem liafa Iokið aðstoð- armannsprófi við lyfjafræðinga- skóla íslands, skulu vera gildir til starfa sem sérfróðir aðstoð- armenn í lyfjabúðum hér á landi. Þeir, sem hafa skilríki frá skólanum, sem fulllærðir lyfjafræðingar, skulu vera gild- ir til starfa sem lyfjasveinar og forstöðumenn lyfjabúða hér á landi. Nemendur, sem byrjað liafa lyfjafræðinám hér á landi áður en lög þessi gengu í gildi, eftir þeim reglum, sem það hafa gilt, skulu eiga rétt á inngöngu í skólann til frambaldsnáms þar. Fjárpestin I Borgaríirði. I velur hefir sauðfé Borgfirð- inga hrunið niður af einhverri pest og miklu örar en t. d. í fyrra. Ilafa bændur þar efra kent um mæðiveikinni — hin- um mikla vágesti sem herjað hefir á fjárstofn bænda undan- farin ár. Til þess að ganga úr skugga um, hvort hér væri um mæði- veiki að ræða eða ekki, fékk Rannsóknarstofa Háskólans kindalungu frá alhnörgum bæj- um í héraðinu til rannsóknar. Barst blaðinu svoliljóðandi bréf frá Hákoni Bjarnasyni yfirmanni mæðiveikivarnanna: 1 tilefni af því, að það virðist all alment álit, að fé sé enn að brynja niður úr mæðiveiki í Borgarfirði, þykir mér réti að láta eftirfarandi orðsendingu frá Guðmundi Gíslasyni lækni koma fyrir ahnennings sjónir: „Rannsóknarstofu Háskólans hefir nýlega borist talsvert af kindalungum frá ýmsum bæj- um í Borgarfirði, þar sem kom- ið hefir fram sjúkleiki i fé að undanförnu. Athugunum á lunguin þessum, sem nær ein- göngu voru úr fullorðnu fé, er enn eigi lokið að fullu, en þær benda eindregið til þess að um lungnabólgubreytingar sé að ræða. Sumstaðar er greinileg Imignajíest, og er verið að fram- leiða bóluefni af sýklastofni úr sjúkum lungum fná einum þess- ara bæja. Frekari rannsóknum verður haldið áfram eftir þvi, sem við verður komið.“ Samkvæmt ofanrituðu virðist ekki ástæða til að kenna inæði- veikinni allan fjárdauðann, sem á sér stað í Borgarfirði. Reykjavík, 2. mars 1940. Hákon Bjarnason. (sign). Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránarg'. 12, sími 2234. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavikur apó- teki. — Hjónaefni. Síðastl. laugard. opinberuðu trú- lofun sina ungfrú Jóhanna Hjalta- lin og Óli Þorbjörn Haraldsson. Hafnarfirði. Síðastl. laugard. opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Asta Bjartmars; frá Stykkishólmi og Ólafur Sig- urðsson, Vestmannaeyjum. Auðnin var nefnilega skyndi- lega orðin verðmæt. Þar eru geysileg skógarflæmi — 14 milj. hektara — og málmar í jörðu. Á miðjum skaganum var reist borgin Chibinogorsk, sem árið 1936 var skírð Kirovsk, eftir vini Stalins, sem myrtur vár. Brautin var einnig skírð eftir Kirov. Bærinn Kirovsk er stofnaður í héraði, sem er fult af apatit og nefelin. þessi fosföt eru m. a. notuð við framleiðslu alumini- ums og áburðar, og fyrír 2 ár- um nam útflutningsverðmæti þeirra 5—6 milj. króna. En apatitið og nefelinið eru ekki einu náttúruauðæfi Kola- skagans. Þar er gull og silfur, nikkel og kopar, og verið er að reisa nýja borg’, Montshagrad, fyrír norðan Kirovsk, til þess að vinna þessa málma. Um þenn- an bæ er ekki annað vitað, en að íbúatalan er jáætluð 60 þúsund. * Við Kannanlahti-fjörð, þar sem Kolaskaginn og Austur- Kyrjálahérað liggja saman, er borgin Kandalaksja í skógarliér- aði, sem nær suður að Kemi, og Sorotka við Onegavatn.Þarna er skógarhögg mikið, rafmagns- stöð og útflutningur meðan Hvíta hafið er autt. Ibúarnir munu vera um 20 þús. Rússar kveðast liafa lagt 600 þús. rúblui’ í Kirovabrautina og rafmagnsstöðvar nærri henni. Brautin er sumstaðar tvöföld — að/sögn alt frá Sorotka til Mur- mansk — og er búist við að lestimar verði reknar með raf- magni eftir svo sem tvö ár. Er ráðgert að byggja 5 nýjar raf- stöðvar og eigá 2 þær stærstu að framleiða 185 þús KW. sam- tals. Á það að nægja skaganum. Árið 1933 var opnaður „Fé- laga-Stalins-skurðurinn“, sem liggur frá Eystrasalti til Hvíta- hafs. Hefir þurft að grafa 227 km., því að notast er að öðru leyti við vötn og ár. Skip, sem rista 3 m., eru 100 m. á lengd og 10 á breidd geta farið um skurð- inn — þ. e. allir kafbálar Rússa. Skurðurinn er ísi lagður hálft árið, en á sumrin tekur hann mikla flutninga af brautinni; að- allega matvæli, því að þau þarf öll að flytja norður, þólt rúss- nesku blöðin hafi verið að tala um „heimslcautsrúg“, sem þar ætti að rækta. En framfarirnar hafa ekki verið minni á. berriaðarvísu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.