Vísir - 06.03.1940, Blaðsíða 1
9 Ritstjóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Riotstjórnarskr ifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
30. ár.
Afgreiðsla:
HVERFISGÖTU 12.
Sími: 3400.
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
Reykjavík, miðvikudaginn 6. mars 1940.
55. tbl.
Mishepnaðar tilraunir Rússa
til ao
I seinustu tilrauninni
mistu þeir 20 skrið-
dreka niður um ísinn.
EINKASKEYTI frá United Press. K.höfn í morgun.
Ralph Forte, fréttaritari United Press á vígstöðv-
unum í Finnlandi símar í morgun: — Rússum
varð ekki neitt ágengt sem um munaði í gær í
eða í nánd við Viborg. Það er nú mest barist við sjóinn
og segjast Rússar hafa tekið nokkurar eyjar, sem eru
hernaðarlega mikilvægar, en Finnar neita því, að Rúss-
ar haf i tekið eyjarnar. Rússar haf a gert tilraunir til þess
að flytja herlið yfir ísi lagðan flóann, til þess að komast
aftan að Mannerheimvíggirðingunum, en állar tilraunir
þeirra í þessa átt haf a mistekist.
Finnar héldu uppi skothríð úr strandvirkjum sínum
og finskir flugmenn vörpuðu sprengikúlum á hersveit-
ir Rússa á ísnum. Brast ísinn undir f ótum hermann-
anna og drukknuðu f jölda margir en auk þess sem
Rússar biðu mikið manntjón mistu þeir 20—30 skrið-
dreka niður um ísinn.
Viborg er enn í höndum Finna nema syðsti hlutinn,
og aðstaðan hef ir ekki breyst þar.
LOFTARÁSIR Á ÓVÍGGIRTA STAÐI.
Rússar hafa haldið uppi loftárásum á ýmsar borgir í suður-
og suðausturhluta landsins. Ekki hefir verið skeytt um það, að
því er -virðist, þótt loftárásirnar væri gerðar á óvíggirta staði.
f loftárásunum hafa um 50 menn beðið bana, þeirra meðal um
25 gamlar konur og börn. Margt af þessu fólki fórst, er sprengi-
kúla kom niður f loftvarnabyrgi.
Jarðspreng: j nr
um grervalla
VÍbOB'g1.
Það er talið að Finnar áformi
að verjast í Viborg eins lengi og
auðið er, til þess að nota tím-
ann á meðan til þess að búast
sem ramlegast um í hinum
nýju varnarstöðvum við borg-
ina. Ennfremur til þess að efla
landvarnirnar við vesturhluta
Viborgarflóa. — Það er sagt að
Finnar hafi komið fyrir jarð-
sprengjum um gervalla Viborg,
og þess vegna hiki Rússar við
að sækja fram af meira krafti
inn í aðalborgina. NRP-FB.
áfoí*ma að hafa
ekki sendiherra í Berlin
fypst u.m sinis.
EINKASKEYTI frá United Press.
London í morgun.
Það hefir mikið verið rætt um það að undanförnu, hvort
Summner Welles, aðstoðarutanríkismálaráðherra Bandaríkj-
anna, sem nú hefir verið í Berlín og rætt við von Ribbentrop, ?
Hitler, Hess og Göring, muni hafa hreyft við því, hvort Banda-
ríkin hefði aftur sendiherra í Berlin, en eins og kunnugt er köll-
uðu Bandaríkin heim sendiherra sinn til þess að gefa skýrslu,
eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. Var þá alment litið svo á, að
sendiherrann mundi ekki verða sendur aftur til Berlínar fyrst
um sinn, enda hefir það ekki orðið. Sendiherra Þjóðverja í
Washington var kvaddur heim.
Roosevelt Bandaríkjaforseti svaraði fyrirspurn um þetta mál,
er hann veitti blaðamönnum áheyrn í gær. Sagði hann, að það
hefði ekki verið til íhugunar að undanförnu, hvort sendiherrann
færi aftur til Berlínar. Ennfremur sagði hann, að Bandaríkja-
stjórn vissi ekki til, að þýska stjórnin hefði í huga að láta sendi-
"herra sinn hverfa aftur til Washington.
§, Welles fer til Hol-
lands, Belgíu og
Svíþjóðar.
Sumner Wells er væntanlegur
lil Parísar á fimtudagskvöld.
Það er mjög mikið rætt og ritað
um hinar fyrirhuguðu viðræður
hans við breska og franska
stjórnmálamenn, en allir rása á
bug tilgátum um, að til standi,
að gera tilraun til þess að koma
á friði. Það getur ekki komið
til mála, segja Bretar og Frakk-
ar, meðan sömu menn fara með
völdin í Þýskalandi og nú. —
Sumner Wells mun ef til vill
fara í heimsókn til Haag og
Briissel, og komið hefir til orða,
að hann færi til Stokkhólms. —
NRP-FB.
úur ji sekt
sína oi
" f.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn. í morgun.
Rússneska ráðstjórnin hefir
nú beðið sænsku stjórnina af-
sökunar á lof tárásinni, sem gerð
var á sænska bæinn Pajala fyrir
nokkuru. Bær þessi er skamt frá
austurlandamærunum og var
talið, að rússneskar flugvélar
hafi vilst inn yfir Svíþjóð og
flugmennirnir haldið sig vera
yfir fdnskum bæ, er þeir vörp-
Uðu sprengjunum á Pajala.
Þessu var harðlega neitað i
fyrstu í Moskva, en það reyndist
auðvelt að sanna, að sprengju-
brotin voru rússnesk. — Nú hef-
ir rússneska stjórnin tilkynt, að
frekari athuganir hafi leitt i
ljós, að flugvélarnar hafi verið
rússneskar, og var beðist afsök-
unar á loftárásinni.
Japanir gera við-
skiftasamning
við Rúmena.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn í morgun.
Samkvæmt fregn frá Bukar-
est hafa Rúmenar og Japanir
gert með sér viðskiftasamning
og var hann undirritaður í Buk-
arest i gær. 1 fyrstu tilkynning-
um um þetta, sem komu frá
Japan, var sagt, að Rúmenar
fengi baðmullarvörur frá Japan,
en i staðkm fengi Japanir „eftir-
sótta framleiðslu". — Það er nú
komið i ljós, að þessi eftirsótta
framleiðsla er olia, og verður
hún send yfir Rússland og Si-
biríu til Japan. — Japanir eru
þvi komnir með í kapphlaupið
um rúmensku olíuna.
ALT RÓLEGT Á VESTURVÍGSTÖÐVUNUM — er altaf við-
kvæðið þessa dagana. Þykir jafnvel i frásögur færandi, ef einn
maður er tekinn til fanga eða fær smáskeinu. Þeir sem hafa mest
að gera um þessar slóðir eru sagðir vera úr verkfræðingadeild-
um hersins. Þeir þurfa altaf að vera að setja upp hátalara, svo að
hægt sé að senda fjandmönnunum tóninn yfir „Aleyðu". Á
myndinni eru þýskir hermenn að setja upp hátalara.
Bandamenn hafa 300.000
manna her tiibúinn i hin-
im náIœga_AsíalOndi
EINKASKEYTI til Vísis. — London í morgun.
Einn af þingmönnum Breta, Amery, komst svo að orði í ræðu,
sem hann flutti um helgiria, að það væri hyggileg ráðstöfun af
Bandamönnum að hafa herafla til taks í hinum nálægu Asíu-
löndum, til þess að vera víðbúnir, ef Rússar eða Þjóðverjar, eða
hvorir tveggja, fara á kreik og gera árás á Balkanskagalönd,
Tyrkland eða Iran. í hinuiri nálægu Asíulöndum hafa Banda-
menn samtals 200.000—300.000 manna her reiðubúinn, og er
það franski herforirigirin, Maxime Weygand, sem er yfirforingi
Bandariianna aústur þar.
Þessi her Bandamanria, sem
nýlega héfir verið efldur með
því að bæta við hersveitum frá
Nýja Sjálandi og Ástraliu — og
því verður haldið áfram — hef-
ir aðalbækistöðvar i Sýrlandi.
Þessi her er reiðubúinn til þess
að styðja Tyiki, ef nokkur
S t ö íl v ii 11 kolaf Iiitii-
ingsins til ítitltii er
rán^ ^eg*ja |iýn$k blöð
Þýsk flngvél
gerir
á h,w0 Skutul.
Snemma á laugardaginn, þeg-
ar b.v. Skutull frá ísafirði var
á norðurleið með austurströnd
Englands gerði þýsk fliigvél
loftárás á skipið. Varpaði hún á
það sprengjum og skaut síðan
úr vélbyssum á það, en hvorugt
hæfði.
Skutull sigldi með öllum
siglingaljósum, en rétt hjá var
„convay"-ferð. Þau skip sigldu
öll ljóslaus.
Flugvélin kom alt í einu utan
af hafi og flaug lágt. Varpaði
hún sprengju, eða sprengjum,
sem ekki hæfðu, en féllu þó ná-
lee>gt skipinu. Um leið og fmg-
vélin fór yfir skipið létu flug-
mennirnir skothríðina dynja úr
vélbysunum, en hæfðu ekki.
Um líkt leyti komu tvær
breskar flugvélar. Höfðu þær
ljós og réðust strax til atlögu við
Þjóðverjana og hurfu allar út i
myrkrið.
Slökti Skutull öll ljós og fór
leiðar sinnar án þess að yerða
nokkurs frekara var.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn. í morgun.
Feikna gremja kemur fram í
þýskum blöðum út af þvi að
Bretar eru farnir að stöðva
ítölsku skipin, sem flytja þýsk
kol fra Rotterdam til Italíu, en
Bretar hafa nú alls flutt sjö slik
kolaflutningaskip til eftirlits-
hafna. Blöðin í Þýskalandi kalla
stöðvunina rán og „aðferðir að
sjóræningjahætti". Muni þetta
valda frekari misklíð í alþjóða
sambúð og ítalska stjórnin muni
áreiðanlega ekki láta bjóða sér
það, að skipin séu tekin þannig
hvert á fætur öðru. Þýsku blöð-
in segja, að framvegis verði séð
um að ítalir geti fengið land-
leiðina öll þau kol, sem þeir
þarfna*s.t.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Bresk herskip hafa flutt sjö
ítölsk kolaflutningaskip til eft-
irlitshafnar í suðausturhluta
Bretlands. Afferming er ekki
byrjuð og er beðið úrskurðar
þar að lútandi.
hætta steðjar að þeim frá Rúss-
um eða Þjóðverjum. Það er álit
hermálasérfræðinga, að það
kunni að hafa hin mikilvægustu
áhrif á allan gang og úrslit
styrjaldarinnar, að svo öflugur
her er hafður til taks í hinum
nálægu Austurlöndum. Hann
sannar og, að óslítanleg sam-
vinna er nú rrifeð Bandamönn-
um og Tyrkjum.
Það er leidd athygli að því,
að það er talið eitt af hinum
mestu hernaðarlegu glappaskot-
um Bandamanna i Heimsstyrj-
öldinni, að hafa ekki haft við-
búnað til þess að koma öflug-
um her á fót í hinum nálægu
Austurlöndum. Hvert Balkan-
ríkið af öðru var yfirbugað og
varð að lúta fyrir Miðveldun-
um, af þvi að þau stóðu sundr-
uð og höfðu engan stuðning að
baki sér.
Her sá, sem Bandamenn hafa
i Sýrlandi og víðar, var stofn-
aður til þess að sagan endur-
tæki sig ekld i yfirstandandi
styrjöld. Yfirherforingi þessa
hers er einn af kunnustu her-
foringjum Frakka seinustu ára-
tugi. Hann var forseti herfor-
ingjaráðs Fochs marskálks og
Frh. á 3. bls.
Góður afli í
Hafnarfirðf.
Bátar þeir, sem gerðir eru út
frá Hafnarfirði, afla vel um
þessar mundir. Eru þeir 9 alls,
þar af 6 utan af landi.
Fóru allir bátarnir i röður i
fyrrinótt og höfðu fengið þetta
10—16 skippund, er þeir komu
að í gær. Einn bátanna hafði þó
fengið langmest. Var það Auð-
björg, sem aflað hafði 21 skpd.
THULE-MOTIÐ.
Thule-mótið fer fram þ. 16.
—17. þ. m. hjá Skíðaskálanum
í Hveradölum og verður kept í
18 km. göngu í tveimur flokk-
um, skíðastökki í tveim flokk-
um og í svigi í 4 flokkum.
Skíðafélag Reykjavíkur hefir
boðið skíðamönnum á Siglu-
firði, Akureyri og Isafirði að
taka þátt i mótinu, og hafa Sigl-
firðingar ákveðið að gera það.
Koma menn frá báðum félögun-
um þar, Skíðafélagi Siglufjarð-
ar og Siglfirðingi. Hihsvegar
hefir ekki enn borist svar frá
Akureyringum og ísfirðingum.
Getur það þó komið ennþá, þvi
að þátttökutilkynning þarf ekki
að vera komin fyrri en n. k.
miðvikudag.
Kepnin á mótinu er einstak-
lingskepni, en Thule-bikarinn
verður veittur að verðlaunum
þvi félagi, sem hefir besta 4ra
manna sveit í 18 km. göngunni.
Slalombikar Litla skíðafélagsins
verður veittur þvi félagi, sem
hefir besta 4ra manna sveit í
svigi.
I svigi er þátttakendafjöldi
frá hverju félagi takmarkaður
við sex, en engin takmörkun er
í öðrum greinum.
VERÐLAG NAUÐSYNJA
I NOREGI.
Samkvæmt skýrslum norsku
hagstofunnar 15. febr., hefir
verðlag á nauðsynjum hækkað
um 9% miðað við sama tíma í
fyrra. NRP-FB.