Vísir - 08.03.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 08.03.1940, Blaðsíða 3
V I S I R Aðeins 2 söludagar eftir. OnhBisien í RtHiaiii 09 Hiliarlirii hali opii til hl. 10 i kiilO. Happ- drættíðL Gamla Bíó Hótel Imperial. Amerísk stórmynd, er gerist í pólska héraðinu Galizíu, árið 1916, er það var ýniist í höndum Rússa eða Austurríkismanna. Aðalhlutverkin leika: ISA MIRANDA og RAY MILLAND, ennfremur DON-KÓSAKKARNIR heimsfrægu. BEST AÐ AUGLÝSA í VÍSI. S. G. T., eingöngu eldri dansarnir, verða í G.T.-húsinu laugardaginn 9. mars klukkan D1/^. — Áskriftarlistar og aðgöngumiðar á morgun frá kl. 2. Sími 3355. Hljómsveit S. G. T. Aöal- DiDlSLEIHIIR að Ilótel ftorg á morgfuo. Aðgöngumiðar seldir í Haraldarbúð til kl. 6 annað kvöld, eftir það verða engir miðar seldir. Dökk föt. — Tryggið ykkur borð tímanlega. Ef þér eruð í efa um hvar þér eigið að kaupa Nkíðaföt Nportföt þá komið í Álafoss og þér munuð fá það sem yður líkar. ÁLAFOSS Þingh. 2 er miðstöð verðbréfavið- skiftanna. — RUGLVSINGflR BRÉFHfiUSQ BÓKRKÚPUR O.FL. EK PUSTURSTR.12. Tal§töðvaleig:aii. Hinn 5. þ. m. birtist í Vísi grein eftir Sigurð Baldvinsson um leigu eftir talstöðvar lands- símans og er m. a. vikið að grein i Morgunblaðinu, sem Sigurður Baldvinsson telur vera skrifaða af mér, og tilefnið til hennar vera kröfur um lækkun leigunn- ar, sem hafi verið bornar fram seinast á aðalfundi Landsam- bands útvegsmanna. Þetta er nú ekki allskostar rétt. Tilefnið til þess að ritstjóri Morgunblaðsins hringdi mig upp, mun hafa verið aukinn áhugi almennings fyrir talstöðvunum, þegar m.b. Krist- ján kom aftur fram. Ritstjórinn kvaðst vera ókunnugur tal- stöðvaþjónustunni, en langa til að kynnast því máli. Eg skildi hann ekki svo, að um beint „interview“ væri að ræða, og tal- aði vítt og breitt um málið í simanum, án þess að tryggja mér það á nokkum hátt, að hann hefði heyrt vel til mín eða skilið mig rétt i öllum atriðum, og eg sá heldur enga próförk áður en greinin birtist. Þar er þvi ýmis- legt, sem eg hefði heldur viljað ^ orða öðru vísi. Um aðalfund : Landssambands útvegsmanna hafði eg þá ekkert frétt. Þetta skiftir þó ekki mildu máli, því að eg vil fúslega kann- ast við að hafa sagt, að seunilega ! myndu senditækin kosta nú um | 1000 krónur, þótt verðið væri 1 enn i óvissu, þar sem_efnið væri ' eldd komið. Sigurður Baldvins- son telur i grein sinni, að flestir munu vera vantrúaðir á, að „þessi lilli blikkkassi með því, sem lionum fylgi“, kosti svona mikið. Nú er það svo, að verð- mæti hluta fer ekki að öllu leyti eftir stærð þeirra, en 1000 kr. áætlun mín var m. a. bygð á því, að á siðasta vetri var reikn- að út kostnaðarverð senditækis vegna skýrslu til samgöngu- málaráðherra, og taldist það þá vera 750 krónur, þar af efni fyr- ir 540 krónur. Sem dæmi má nefna, að einn af minnstu hlut- um tækisins kostaði 150 krónur hreint nettó, beint frá fram- leiðandanum erlendis, og er eg fús að sýna hr. Sigurði Bald- vinssyni upprunalega reikning firmans fyrir þann hlut svo og reikninga allra annara aðalhluta í nefndum kassa, ef það mætti sannfæra hann um, að verðmæti tækisins er meira en blikkverð- ið. Leigendum er skylt að vá- tryggja senditækin fyrir 850 krónum, en mér er ekki kunn- ugt um hvaða iðgjald vátrygg- ingarfélögin taka fyrir það, og má vel vera, að það sé 80 kr. eins og nefnt er í greininni. Hin eldri senditæki voru til- tölulega dýrari, þótt þau væru ófullkomnari, meðal annars sökum þess að þá voru færri tæki bygð í einli og margt af efninu var lceypt i verslunum hér. Nú er svo að segja alt efnið keypt beint frá framleiðandan- um með lægsta verði. Af 120 ki’óna ársleigu hefir verið talið, að um 50 lcrónur væru ætlaðar fyrir vöxtum af stofnkostnaði og fyrningu tækis, en 70 krónur til endurbóta, við- halds, eftii-lits og leiðbeiningar- starfs. Á þessu og næsta ári hef- ir verið ráðgert að verja um 200 krónum til endurbóta á liverri hinna eldri stöðva (nærri 200 að tölu), þar af aðkeypt efni fyrir 160 krónur. Endurbæturnar eru fólgnar í krystalstýi’ingu fyrir neyðarbylgjulengd og búnaði til þess að skifta milli 6—10 öldu- lengda í stað 2—3 áður. Um viðhaldið má geta þess, að flestar stöðvarnar eru á hverju ári teknar sundur, hreinsaðar, öldulengdir þeiiTa eftirhtnar og stiltar á ný, kassar sendir til málningar, ýmsir lilutir endur- nýjaðir o. s. frv. Tveir menn vinna mestan hluta ársins á við- gerðarstofu landssímans ein- göngu að þessu viðhaldi og eftir- liti, en fleiri starfa oft að þessu verki. Auk þess hefir landssim- inn greitt nokkuð fé til viðgerð- armanna annarsstaðar á landinu ^ vegna viðhalds og eftirlits tal- , stöðvanna. Sigurður Baldvinsson spyr, hvað tekjur landssímans hafi aukist mikið við talstöðvarnar og bætir við: „en vitanlega verð- ur því aldrei svarað“. Þessi orð eru mér mikið undrunarefni, því að eg veit ekki til að nokk- urntíma hafi átt að leyna noklcru atriði i þessu máli. Ef spurt er um, hve mikil báta- stöðvaleigan sé nú samtals, þá er hún auðvitað jöfn stöðva- fjöldanum margfölduðum með ársleigunni eða nú um 260x120 — 31200 krónur á ári. Þótt þetta sé mikil upphæð, þá verður að gæta þess, að landssiminn liefir varið um eða yfir % miljón króna í stofnkostnað vegna tal- stöðvaþjónuslunnar, og mun á næstu 2 árum verja a. m. k. 40000 krónum til endurbóta á eldri bátatalstöðvum, 20000— 30000 krónum til annars við- lialds og eftirlits, auk kostnaðar við starfrækslu talstöðvanna í Reykjavík, ísafirði, Siglufirði, Seyðisfirði, Hornafirði og Vest- mannaeyjum, sem skifta við bátastöðvarnar og lialda hlust- vörð á kall- og neyðarbylgju þeirra. Það verður því ekki mik- ill ágóði af. talstöðvaþjónust- unni fyrst um sinn, enda eru tekjur af talskeytum og samtöl- um langt undir kostnaði af rekstri landsstöðvanna. Um leið og eg leyfi mér að fullyrða, að landssíminn og út- vegsmenn eigi alveg samleið i viðleitninni til að tryggja ör- yggi mannslífa á sjónum og greiða fyrir afnotum sjófarenda af talstöðvum, þá finst mér rétt að benda á, að menn mega ekki ætlast til þess, að símamála- stjórnin gangi verulega lengra i fjái’framlögum vegna þessa ör- yggismáls, en fjárlögin gera ráð fyrir, en allir munu vera sam- mála um, að leigutekjurnar eigi ekki að ganga til neins annars en kostnaðar vegna talstöðva- þjónustunnar. Þetta leiguþras ætti þvi ekki að þurfa að vera Þrándur í götu fyrir góðri sam- vinnu líjndssímans og útvegs- manna í þvi skyni að gera tal- stöðvaþjónustuna sem besta. Ef Alþingi gerði ráð fyrir sér- stökum fjárframlögum til þess að leigan gæti orðið miklu lægri eða jafnvel engin, án þess að þjónustan yrði lakari en ella, þá væri það vissulega góðra gjalda vert, en á hinn bóginn er þá mik- il liætta á, að það yrði til þess að kyrkja þessa mikilvægu þjón- ustu fyr eða síðar, þvi að það hefir svo oft sýnt sig að það sem ekki ber sig, verður fyr eða síð- ar aftur úr, vegna þess að ekki Nýja Bíó Karlson stýrimaDor oo kærostur hans Bráðskemtileg sænsk sjómannamynd, er gerist víðsvegaar um heimsins liöf, og í liafnarborgum ýmsra þjóðæ Aðalhlutverkin leika hinir góðkunnu sænsku leikarær: ANDREAS HINRIKSON. KARIN SVANSTRÖM. HJÖRDIS PATTERSON. BULLEN BERGLUNÐ og fleiri. Ávarp. Ákveðið hefir verið að hefja fjársöfnun í þeim tilgangi að fá nýjan fiskibát handa hinum hraustu og hugprúðu fiskimönn- um af m.b. Kristjáni, sem björg- uðust svo undursamlega eftir 12 daga hrakninga í hafi og eftir að örvænt þótti um heimkomu þeirra. Hugmyndin er að safna fé til kaupa eða smíða á ca. 20 tonna vélbát — öðrum „Krist- jáni“, — sem í viðurkenningar- skyni verði gefinn skipshöfn- inni af hinum strandaða Krist- jáni, svo hún geti haldið áfram framleiðslustarfi sínu í þágu þjóðarinnar, en það er heitasta ósk þessara skipbrotsmanna og þeirra fyrsta hugsun eftir björg- unina. Gert er ráð fyrir að bát- urinn kosti um kr. 35.000—40.- 000. Er hér með heitið á aJla góða menn í landinu, sem sjá sér það fært, að taka þátt í þess- ari fjársöfnun og leggja sinn skerf til hennar, jafnt þótt lítill sé, því margt smátt gerir eitt stórt. Hafa eftirtöld blöð lofað að taka á móti framlögum: í Reykjavík: Vísir — Morgunblaðið — Al- þýðublaðið — Tíminn — Þjóð- viljinn. Á ísafirði: Skutull — Vesturland. Á Akureyri: Alþýðumaðurinn — Dagur — fslendingur — Verkamaðurinn. Ennfremur veita framlögum ■ móttöku allir símstöðvarstjórar og póstafgreiðslumenn út um land. Reykjavík, 7. mars, 1940. SIGURÐUR E. HLÍÐAR, dýralæknir. GUÐMUNDUR HLÍÐDAL, .. póst- og símamálastjóri. .. CARL OLSEN, stórkaupmaður. JÓNAS JÓNSSON, alþingismaður. ÓLAFUR THORS, atvinnumálaráðherra. STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON, félagsmálaráðherra. fást nægileg f járframlög til þess áfram. Að lokum vil eg geta þess, að eg hefi. ekki haldið, að þessi 120 króna ársleiga væri svo stór lið- ur í rekstri skipanna, að þau vildu ekki frekar reyna að fá stöðvarnar og þjónustuna bætta heldur en að pína þetta gjald eitthvað niður og draga þar með úr möguleikum fyrir endurbót- um eða jafnvel fullnægjandi viðhaldi. Reykjavík, 6. mars, 1940. G. Briem. Hljómsveit Reykjavíkmr. » i llf Óperettá í 3 þátturo, eftir FRANZ LEHAR, verðúr leikin í kvöld klfe. 8 i Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir ld. 1 í Iðnó. SÍMI: 3191. Venjulegt leikhúsverS eftir kl. 3. s al tkjöt Hai Kjöt Símar: igikjOt 8c Fiskur 3828 og 4764. Skilaióiið færir ykkur sigur séuð þiíS i failegum skíðabúningr frá Hlln Laugaveg 10. Útlenda garnið ER KOMIÐ. Þeir, sem hafa beðíð eftir því með pantamr sínar, geri svo vel að taía við okkur sem fyrsf. — Hlín Laugavegi 10. iiiiti'ijir (k við ísl. og útlendan búnmg í miklu úrvali. Keypt sító* afklipt hár. Hároreiðslnstohn PERLA Bergstaðastr. 1. Simi 3895

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.