Vísir - 09.03.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Rintstjórnarskrifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæö).
Afgreiosla:
HVERFISGÖTU 12-
Sími: 3400.
AUGfcÝSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
"30. ár.
Reykjavík, laugardaginn 9. mars 1940.
58. tbl.
Bresk blöð með Times í broddi
íylkingar krefjast þess, að Banda-
menn hjálpi Finnlandi svo að dugi
Breskir þingmenn einhuga um, að nú verði
að hafa hraðan á.
EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun.
Itilkynningu frá finska utanríkismálaráSuneyt-
inu í gær var viðurkent, að finska stjórnin og
sovétstjórnin stæði nú í óbeinu sambandi hvor
við aðra, þannig, að alt, sem milli þeirra f er, gengur
gegnum hendur þriðja aðila. Það má og telja víst, að
verið sé að gera tilraunir til þess að koma því til leiðar,
að styrjöldin milli Rússa og Finna verði til lykta leidd
með samkomulagi. Það hafa nú borist fregnir um það,
að Svinhuf vuð, f yrrverandi ríkisf orseti Finnlands, sem
undangengin dægur hefir verið í Stokkhólmi, ásamt
Paasikiivi — flaug til Berlínar í gær. Ræddi hann við
von Ribbentrop eftir komuna þangað. Síðar í gær bár-
ust fregnir um, að von Ribbentrop ætlaði til Rómaborg-
ar, til þess að ræða við Ciano greifa. í morgun bárust
svo fregnir um, að Svinhufvud færi einnig tl ítalíu, Er
því alment talð, að ferðir þeirra Svinhufvuds og von
Ribbentrops standi í sambandi við friðarumleitanirnar.
Meðal breskra stjórnmálamanna og í breskum blöðum er sú
skoðun ríkjandi, að Bretar og Frakkar eigi að taka mjög á-
kveðna afstöðu til þeirra friðarumleitana, sem nú fara fram.
Stjórnmálafréttaritari Times segir í grein í blaði sínu í morg-
un, að breskir þingmenn sé allir á einu máli um hvaða afstöðu
Bretar og Frakkar eigi að taka, og það sé, að skýra ekki aðeins
Finnlandi, heldur og ríkisstjórnunum í nágrannalöndunum frá
því, hvað Bretland og Frakkland ætli að gera vegna styrjaldar
Rússa og Finna, en um þetta sé alt í óvissu eins og er. Hér verði
nú að hafa hraðan á og taka skýra afstöðu og lýsa yfir svo greini-
lega sem verða má, hvaða skuldbindingar Bandamenn ætli að
taka sér á herðar.
Telur Times, að mikil og knýjandi nauðsyn sé að hefjast
handa nú þegar, því að Finnar séu enn staðráðnir í að láta ekki
af hendi sjálfstæði sitt og réttindi, og það verði að koma í veg
fyrir, að utan að komandi áhrif verði til þess að draga úr þeim
kjark.
Úr ýmsum áttum berast
fregnir um, að verið sé að gera
tilraunir til þess að leiða styrj-
öldina í Finnlandi til lykta með
samkomulagsumleitunum. Eng-
in áreiðanleg vissa er fyrir
hendi, en hitt má fullyrða, að
fregnirnar séu ekki gripnar úr
lausu lofti. Samkvæmt flestum
fregnum gera Rússar nú strang-
ari kröfur en s. I. haust, og ef
svo er, er lítil von til, að Finnar
slaki til. Vilji hinsvegar Rússar
falla frá kröfunni um Hangö er
ekki óliklegt, að Finnar geri til-
slakanir i Austur- og Norður-
Finnlandi. Hafni Finnar kröfum
Rússa búast menn við, að þeir
muni gera kröfur til þess, að
Bandamenn sendi þeim her
manna.
Finsku íþróttafélögin hafa
sent íþróttafélögum á Norður-
löndum brennandi áskoranir um
að koma Finnum til hjálpar,
þar sem raunverulega berjist
Finnar fyrir 811 Norðurlönd og
undir úrslitum styrjaldarinnar
sé frelsi allra Norðurlandaþjóð-
anna komið. NFP—FB.
Þjoðverjar reyua að
mætta Itali og* Rú§§a.
EystrasalAsIöndin áhrifasvæði
Rn§§a en Balkanskaginn Itala.
Eduard Beattie símar í dag frá
Helsingfors, að undanfarna þrjá
daga hafi aldrei verið gefnar að-
varanir um loftárásir í Helsing-
fors. Bardagar halda áfram í
kringum Víborg og á öðrum
vígstöðvum er barist af jafn-
miklu kappi og áður, þrátt fyrir
að fullyrt sé, að reynt sé af
miklu kappi að miðla málum.
Rússar halda áfram tilraun-
um sínum til þess að komast til
meginlandsins á ís yfir Viborg-
arflóa. Finskir flugmenn halda
uppi stöðugum loftárásum á
hersveitir þær, sem Rússar
tefla fram, og sprengja ísinn
með því að varpa á hann stórum
sprengikúlum. Á nokkurum
stöðum er sagt, að Rússar hafi
náð fótfestu á ströndinni, eftir
harða bardaga.
Fregnirnar um ferð von
Ribbentrops og Svinhufvuds til
Rómaborgar vekja feikna at-
hygli í Finnlandi og orðrómur
gengur um, að Þjóðverjar vinni
að því að bæta sambúð Rússa og
ftala, og er talið, að Þjóðverjar
ætli að bjóða Itölum upp á, að
Þýskaland og Sovét-Rússland
viðurkenni Balkanskagann sem
ítalskt áhrifasvæði, en löndin
við Eystrasalt sem áhrifasvæði
Rússa.
Blöðin í Þýskalandi telja einn-
ig, að ferð von Ribbentrops til
Rómaborgar kunni að hafa
stórkostlega þýðingu.
BANDARÍKJAMENN VILJA EKKÍ BERJAST — en eru við öllu
búnir. — Mikil andúð gegn styrjöldum er hvarvetna i Banda-
rikjunum, og aldrei meiri en nú að sagt er, en margt getur
breyst á skömmum tíma, jafnvel einum degi, eins og sannaðist
í Heimsstyrjöldinni. En hvað sem því liður eru Bandarikjamenn
við öllu búnir og treysta æ betur vígbúnað sinn og landvarnir.
Myndin hér að ofan var tekin við heræfingar við Plattsburg,
New York. Er'lendum herforingjum var boðið að vera við, er
heræfingarnar fóru fram. F. Von Böttiger, Þýskal., er sá í mið-
ið, og bendir T. C. Kuo herdeildarfor'ingja frá Kina á "flugvél.
Lengst t. v. John Downer herforingi, U. S. A.
Kafbátahernaðurinn.
Norðmenn endurtaka
mótmælin út af árás-
inni á e.s. Eika.
U tanríkismálaráðuney tið
norska hefir gefið út langa
greinargerð uni mál það, sem
risið er út af því, að þýskur kaf-
bátur sökti norska eimskipinu
Eika. I greinargerðinni segir, að
þeir tveir menn, sem af komust
er skipinu var sökt, en kafbát-
urinn flutti þá til Þýskalands,
hafi síðar gefið skýrslu fyrir
norskum rétti. Samkvæmt
framburði þeirra er þvi neitað,
sem kafbátsforinginn hélt fram,
að skipið hafi siglt krókaleiðir
og reynt að sigla á kafbátinn.
Það sé heldur ekki satt, að Eika
hafi ekki verið útbúin venjuleg-
um hlutleysismerkjum. Vegn'a
þessa framburðar norsku sjó-
mannanna, sem af komust, hefir
utanríkismálanáðuneytið fyrir-
skipað sendiherra Noregs i Ber-
lin, að endurtaka mótmælin
gegn því, að skipinu var sökt,
og taka það fram, að norska
stjórnin álíti, að hér hafi verið
framið freklegt brot á þjóðar-
rétti og alþjóðlegum reglugerð-
um um sjóhernað. Norska
stjórnin áskilur sér rétt til þess,
að bera fram krófur um upp-
reisn og skaðabætur fyrir þetta
skip, sem sökt var, og fyrir það
manntjón, sem orðið hefir, og
loks er þess krafist að kafbáts-
foringjanum verði hegnt fyrir
verknað sinn. — NRP.-FB.
Síðasti háskólafyrir-
lestur Fontenays
sendiherra.
Á fimtudaginn var flutti
Fontenay sendiherra Dana síð-
asta fyrirlestur sinn við háskól-
ann um íslömsk fræði.
Sagði hann að þessu sinni f rá
ríkjum Múhammedstrúar-
manna á siðari tímum, sérstak-
lega stjórnmálasögu þeirra.
Mintist hann á ríki Ósmanna —
Tyrkland — og riki stórmógúls-
ins á Indlandi og rakti sérstak-
lega sögu Akbars hins mikla.
Lauk hann máli sínu með yfir-
liti yfir alíslamstefnuna og af-
drif hinna múhammedsku ríkja
á siðustu tímum og gat Mústafa
Kemal, Riza shah í Persíu, Aga
Khan hins indverska og hinna
íslömsku rikja á Indlandi.
Að fyrirlestrinum loknum
þakkaði forseti heimspekideild-
ar próf. Sigurður Nordal fyrir-
irlesaranum með nokkurum
orðum. Hann kvað alla, • sem
kynst hefðu sendiherra vita, að
hann væri fyrst og fremst fræði-
maður, og harma það, að hon-
um hefði ekki unnist timi til
þess að rita meira visindalegs
efnis hér á landi, en orðið hefði.
Þegar hefðu komið fræðimenn
frá Danmörku til að flytja er-
indi við háskóla vorn, hefði sér
altaf fundist vera verið að seil-
ast um hurð til loku, og að ekki
hefði þurft að sækja danskan
fræðimann út fyrir landsstein-
ana, eftir að Fontenay sendi-
herra hefði sest að hér. Nú væri
Nýr forseti Fiskifélagsins,
Davíd Ólafsson hagtræð-
ingur.
Fiskiþinginu lauk í gær og var Davíð Ólafsson, hagfræðing-
ur, kosinn forseti Fiskifélagsins. — Var kosið milli Davíðs og
Kristjáns Bergssonar, sem verið hef ir forseti félagsins undan-
farin 16 ár og sigraði Davíð með 6 atkv. gegn 5, en einn atkvæða-
seðill var auður.
Davið Ólafsson er fæddur 25.
april 1916, sonur Ólafs heitins
Gislasonar i Viðey. Útskrifaðist
Davíð úr Mentaskólanum hér
-.1935 og lauk prófi í hagfræði i
vetur í Kiel með ágætri ein-
kunn. Fjallaði prófritgerð hans
um fiskveiðar íslendinga, en
lesendum Vísis er hann kunnur
af ágætri grein, sem hannskrif-
aði um fisk- og hvalveiðasýn-
inguna í Hamborg í fyrra. Birt-
isl sú grein i Vísi 16. júni s.l.
Hefir Davið jafnan verið á-
hugasamur um. sjávarútvegs-
mál, svo sem ráða má af ofan-
rituðu og mega menn vænta
góðs af honum sem forseta
Fiskifélagsins.
Meðstjórnendur voru kosnir
Sigurjón Jónsson, fyrrum
bankastjóri á ísafirði og Emil
Jónsson, vitamálastjóri.
Varaforseti var kjörinn Þor-
steinn Þorsteinsson, Þórshamri,
og varameðstjórnendur Gísli
Sighvatsson, Garði og Árni
Friðriksson, fiskifræðingur.
Vísir hafði tal af Davið Ólafs-
syni í morgun, og fórust hon-
um svo orð:
„Mér er ljóst", sagði Davíð,
,,að aldrei reynir eins mikið á
þau félagslegu samtök, sem
gæta hagsmuna sjávarútvegs-
DAVÍÐ ÓLAFSSON
ins, eins og einmitt á yfirstand-
andi erfiðleika- og umrótatím-
um. Fiskifélag íslands hefir í
þessu tilfelli sórstöðu, því að
það er fulltrúi hvers einstaks
manns á landinu, sem fæst við
sjávarútveg, hvort sem er í smá-
um eða stórum stil.
Efling Fiskifélagsins er þvi
nauðsyn fyrir sjávarútvegínn og
ætti hverjum manni, sem við
útgerð fæst, og yfirleitt öllum,
sem um þessi mál hugsa, að
vera það ljóst, og eins hitt, að
sjávarútvegurinn, bundinn
sterkum félagslegum samtök-
um, getur lyft Grettistökum."
Frá Fiskiþinginu:
lillöaur um kilii- 09
i
Eins og að undanförnu lágu
fyrir Fiskiþinginu, sem slitið
var í gær, óskir um hafna- og
lendingabætur og hafði alls-
herjarnefnd þingsins það mál
til meðferðar og fer hér á eftir
álit hennar:
Það, sem að þessu sinni var
í'arið fram á, var:
1. Að tekið verði á fjárlög
framlög til hafnargarðs í Húsa-
vík i Suður-Þingeyjarsýslu.
2. Að gerð verði áætlun um
liafnarbætur i Hrísey.
3.Að "gerðar verði áætlaðar
lendingarbætur a Vattarnesi við
Reyðafjörð.
Nefndinni er ljóst, að sakir
hins háa verðlags á innfluttu
byggingarefni, er það örðugleik-
um bundið, að ráðast i miklar
framkvæmdir í þessum efnum,
þar sem svo hagar til, að mik-
svo komið, að ekki væri auðvelt
að ná til danskra fræðimanna í
bih, og hefði sendiherrann þvi
nú tekið á sig ómakið. Það Væri
mikill vinningur að því að fá
jafn skýra og glögga greinar-
gerð fyrir slíku efni sem þessu,
er fæstir vissu hér nokkuð um
svo nefnandi væri, og fagnaði
prófessor Sigurður þvi mjög, að
fyrirlestrar þessir mundu birt-
ast á prenti innan skamms, þvi
það mundi bæði verða fróðleg
og viðlesin bók.
br.
ið þarf af aðkeyptu efni. Nokk-
uð öðru máli gegnir, þar sem
kostnaður við slík mannvirki er
að mestu- leyti vinnulaun,
Húsavík: Þar hefir 86UI kunU'-
ugt er verjð gerð mikil bryggja,
steinsteypt, og uppfylling gerð
við sjóinn, ofan bryggjunnar,
Til þessa hefir verið varið all-
miklu fé, en þó hefir ekki enn
verið gerður þarna hafnargarð-
ur, eins og áætlun liggur fyrir
um. En til þess að mannvirki
þau, sem þegar eru gerð, komi
að fullum notum, þarf að gera
hafnargarð til hlífðar fyrir sjó-
gangi.
Hrísey: Þar hafa engar hafn-
arbætur verið framkvæmdar og
er einungis óskað eftir að gerð-
ar verði teikningar og kostnað-
aráætlun um hafnarbætur þar.
Vattarnes: Nokkuð hefir ver-
Frh. á 4. síðu.
Nkíðafæri nm
allar jarðir.
Nóg er af snjó hjá öllum
Skíðaskálum um þessar mund-
ir og víðast hvar ágætt færi,
enda efna öll félögin til skíða-
f erða í kveld eða fyrramálið.
Um þetta leyti vetrar breytir
j of t til um veður og gerir sólskin
j á fjÖllum Uppi og þá verða
j menn „svertingjar" á einum
degi. Fer þeim þvi f jölgandi um
þessar mundir, sem taka skíði
sín úr geymslunni, enda hafa
sumir þann sið að fara ekki á
skiði fyrr en sóldagar fara að
koma.
Eins verða þó þeir að gæta,
sem fara á skiði á morgun, að
færi er hart, svo að ráðlegast er
að fara varlega.