Vísir - 09.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIH O A OBL A 1? Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. NÝTT SKIP! mánudaginn var birtist hér í blaðinu grein eftir Sigurð E. Hlíðar, alþingis- mann þar sem skorað var á landsmenn að sýna skipverjum á vélbátnum „Kristjáni“ viður- kenningu sína í verki með því að gera þeim kleift að halda á- fram atvinnu sinni. Eftir 12 daga hrakninga á hafinu mat- arlitlir og vátnslausir, var fyrsta hugsun þessara sægarpa, að reyna að fá annan bát. Það er óhætt að fullyrða að öll þjóðin var upp með sér af þessum vösku mönnum. Þeir höfðu sýnt óvenjulegt þolgæði. og úrræða- semi í hrakningum sínum. í lendingunni lá við að jieir týndu lífi. Bátnum hvolfdi og allir lentu i hamslausu brimlöðrinu. Þessir menn hugsuðu ekki um að leggja árar í bát. Fyrsta hugsun þeirra var: Annan bát — og aftur á sjóinn! „Þennan hugsunarhátt, }>etta starfsþrek og starfsvilja verður þjóðin að glæða, virða og við- urkenna“,-segir Sigurður Hlíð- ar í grein sinni. Og hann heldur áfram: „Og um þessa viður- kenningu ætti nú öll þjóðin einu sinni að vera samtaka. Þarna eru framleiðendur. Tökum sam- an höndum og söfnum í skyndi því fé, sem til þess þarf, að þess- ir þrautreyndu sægarpar geti umsvifalaust haldið áfram at- vinnu sinni!“ Aðrir hafa tekið undir þessi drengilegu hvatningarorð Sig- urðar Hlíðar. Málið er komið á þann rekspöl að líkindi eru til að skipverjarnir á „Kristjáni“ fái ósk sína uppfylta, og það á annan hátt, en þeim sjálfum hafði til hugar komið. Hér í blaðinu birtist í gær ávarp frá 6 þjóðkunnum mönnum, þar á meðal Sigurði Hlíðar og Ólafi Thors, um að skjóta saman and- virði nýs „Kristjáns“ handa skipverjunum í stað ]>ess sem fórst. Gert er ráð fyrir að bátur- inn verði um 20 smálestir að stærð og mUni kosta 35—40000 krónur. Það er æðimikið fé sem hér er farið fram á. En þó eru öll líkindi til þess að það fáist og það fljótlega. Hér er um viður- kenningu að ræða fyrir óvenju- legan vaskleik og manndóm. Blöðin hafa heitið þessu máli stuðningi sínum og taka á móti samskotum. „Óþektur sjómað- ur“, sem lagt hefir 150 krónur til samskotanna skrifar á þessa leið í Morgunblaðið í gær: „Aldrei höfum við skiliðþaðeins vel og nú, bve við erum ham- ingjusöm, að þurfa ekki að horfa á eftir sonum vorum, vin- um eða frændum út á vígvöll- inn — út í dauðann, eða vera fjárhagslega kúgaðir vegna herskyldu eins og styrjaldar- þjóðirnar nú eru. En þó við eig- um ekki hermenn í venjulegri merkingu eigum við samt nokk- urskonar hermenn, þar sem sjó- mannastéttin er“. „Minnumst þess“, segir þessi sami maður, „að um leið og vér leggjum eitt- hvað af mörkum, hver eftir sinni getu — til þess að tryggja framtíð þessara vösku drengja — þá tryggjum vér um leið framtíð þjóðfélagsins í lieild, og okkar sjálfra, því þannig er velferð og hagur allra landsins barna samtvinnaður“. Það eru ekki nema fáir dagar liðnir síðan Sigurður Hlíðar hreyfði þessu máli. Hugmyndin var eins og töluð út úr hjarta þeirra manna, sem meta kunna slíka atorku, sem skipverjamir á „Kristjáni“ sýndu. Nú er hug- myndin að verða að veruleika. Gjafir streyma inn til blaðanna. Menn leggja 1—5—10 krónur, alt upp í þúsund til að útvega nýjan „Kristján“. Þannig sýna íslendingar að þeir viðurkenna ]>að sem vel er gert. a Flýtt fyrir friði. i. Einhversstaðar sá eg trú- aðan Breta, láta i ljósi undr- un sína yfir því. að öll þau ó- sköp af bænum sem fram höfðu verið flutt í flestum kirkjum landsins skyldu ekki liafa megn- að að koma i veg fyrir frið- slitin. Væri nógu fróðlegt að fá að vita hvort þess- háttar bænir sem Bretinn átti við, hafa nokkurntíma haft nokkurn árangur En mjög lík- legt er, að bænum mætti svo haga, að árangur yi’ði. T. d. ef þannig væri farið að. í öllum helstu kirkjum hér á landi - eða raunar helsl öllum — færi fram bænagerð í þá átt, að þessum háskalegasta ófriði mannkyns- sögunnar, mætti skjótt lok- ið verða. Flyttu prestarnir bænina, en fólkið tæki undir. Það yrði að taka fram, að bæninni væri beint til íbúa jarð- stjarna þar sem Lífstefnan ræð- ur. íbúum Lífstefnuhnattanna veitir mjög erfitt að ná sam- bandi við Helstefnumannkynin á útjaðri lífheims, og ef svo væri ekki, mundi eins tröllaukin heimska og styrjöld þessi er, ekki eiga sér stað. En þó að ekki væri nema nokkur hundruð manna sem Ieituðu aðstoðar hinna fullkomnari af réttara hugarfari og meiri þekkingu á hinum nauðsynlegustu undir- stöðuatriðum en áður liefir gert verið, þá mundi við það skapast nokkurskonaraflsvæði sem gerði slíkum verum er forfeður vorir nefndu guði og gyðjur, auðveld- ara um að háfa bin nauðsynlegu áhrif á hugi þeirra sem hér á jörðu hafa vald til að hefja ófrið og semja frið. n. í því sem sagt hefir verið, er fólgin skýringin á þýðingu bæn- arinnar. en nokkur vorkunn þó að ýmsir hafi hæðst að þeirri trú, að menn geti með því að biðja, fengið alvitran guð til að sjá sig um hönd og gera breytingar á ráðstöfunum sín- um. Ekki er þvi að leyna; að ep menn gefa engan gaum að þvi sem hér er sagt, þá verður en~ torveldara um samband * i * 1 góða staði en áður, og niundi það með nokkrum hætti koma fram i rás viðburðanna. 28. febr. • Helgi Pjeturss. V estur-í slendingum gefnar 500 myndir af Jóni Sigurðssyni. Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, bárust Þjóðrækn- isfélaginu á liðnu sumri að gjöf frá Sambandi ungmennafélaga tslands 500 myndir af Jóni Sig- urðssyni forsetá, hinni ástsælu frelsishetju íslendinga. Er myndin send sem vinarkveðja M erkisbók um ísland Eftir prófessoi íslendingar munu yfirleitt á einu máli um það, að æskilegt sé, að umheimurinn, ekki síst stór- þjóðirnar, eignist sem sannasta og víðtækasta þekkingu á landi og þjóð, sögu liennar og menn- ingu. Með þeim hætti eykst virðing fyrir henni erlendis og jafnframt er vegur greiddur við- skiftalegum samböndum lienn- ar við aðrar þjóðir. En í þeim efnum — verslunarviðskiftum — beinist hugur íslendinga nú allmjög vestur um baf, til Bandaríkjanna. Munu menn því fagna yfir því, að i ræðu og riti er nú dyggilega unnið að þvi af ýmsum stofnunum og einstakl- ingum, að auka þekkingu Bandaríkjamanna á íslandi og íslendingum. Talandi vottur þess er það, að á þrem síðastliðnum árum hafa komið út á ensku vestan hafs tvær einkar athyglisverðar bæk- ur um ísland: Hjalmar Lind- roth: Iceland — A Land of Contrasts (Tlie American- Scandinavian Foundation, New York, 1937), í þýðingu prófes- sors Adolph B. Bensons við Yale háskólann; og Vilhjálmur Stef- ánsson: Iceland: The Fist Ame- rican Republic (Doubleday, Dor- an & Cömpany, New York, 1939). Um hina fyrrnefndu skrifaði eg á sínum tíma í „Nýja Dagblaðið", en hinnar siðar- nefndu skal hér að nokkru get- ið. Er það stærðai’rit, 275 bls. Vilhjálmur Stefánsson er £ýr- ir margra hluta sakir flestum færari til að skrifa góða yfirlits- bók um ísland. Hann er heims- frægur landkönnuður og víð- lesinn bæði í sagnfræði og land- fræði; auk þess hefir þessi mik- ilhæfi sonur islenskra landnema i Nýja íslandi og Norður Dakota heimsótt ættland sitt tveim sinn- um og kynst því og þjóð vorri í sjón og reynd. Þar við bætist, að liann er ritsnillingur eigi síður en vísindamaður. Þessi „íslands- lýsing“ Vilhjálms er einnig mjög fróðlegt rit og skemtilegt, þó dálítið skifti í tvö horn um ein- staka kafla þess, og veldur efnið miklu þar um. Sumum lesendum kann að koma það ókunnuglega fyrir sjónir, að Vilhjálmur kallar fs- land „The First American Re- public“ (Fyrsta ameríska lýð- veldið), en hann telur það land- fræðilega hluta af hinum nýja heimi, Ameríku, og færir mörg rök þeirri skoðun sinni til stuðn- ings í hinum ítarlega inngangi frá Ungmennasambandinu til íslendinga í Vesturheimi, og til þess ætlast, að hún komist inn á sem flest íslensk heimili í landi hér. Myndin er hin prýðilegasta og er 12y2Xl7y2 þuml. að stærð. Vinstra megin undir myndinni er prentuð eftirfar- andi áritun: „Jón Sigurðsson, foiseti, er tákn alls þess sem best er og göfugast i íslensku þjóðinni“, en hægra megin þessi orðsending: „Ungmenna- félag íslands sendir mynd hans sem vinarkveðju til íslendinga i Vesturheimi 1939.“ Þetta er eigi í fyrsta sinn, sem Ungmennafélögin hafa sýnt á- huga sinn á því, að treysta ætt- arböndin milli íslendinga aust- an hafs og vestan, því að félög- in áttu á sínum tima frumkvæði að heimboði Stephans G. Stephanssonar og frú Jakobínu Johnson. („Ivögberg"*.) Riehard Beck. sínum, sem er, að öllu saman- lögðu, hvað fróðlegasti og merkilegasti kafli ritsins. Ræðir Vilhjálmur þar, eins og vænta mátti, um landnám íslendinga á Grænlandi og um Vinlands- ferðirnar; nokkurn nýjan fróð- leik þar að lútandi hefir hann grafið upp úr miðaldai’itum um fálkaveiðar og i skjölum í Vati- kaninu í Róm frá þeim öldum. Megin lesmál ritsins er síðan margþætt lýsing á landi voru og þjóð, sögu hennar, bókmentum, fræðslumálum, heilbrigðismál- um, samvinnuhreyfingunni, landbúnaði, fiskveiðum, iðnaði og samgöngum. Er mikið á öll- um þessum köflum að græða fyrir erlenda lesendur, enda byggir Vilhjálmur þar, að eigin sögn, að miklu leyti á skýrslum og öðrum upplýsingum frá rík- isstjórn íslands, er skrifstofo íslandssýningarinnar í New York hafði honum í té látið. Fljótt er þó farið yfir sögu ís- lenslcra nútíðarbólcmenta, að- eins stuttlega vikið að þeim, en jafnframt ber þess að gæta, að höfundurinn vitnar til annara rita um þær á ensku. Að undan- tekinni stuttri frásögn Um Ein- ar Jónsson myndhöggvara, er hér ekkert, svo talist geti, sagt frá íslenskri list, en þar bætir bók Lindroths drjúgum úr skák. í bók Vilhjálms fá lesendur þó bæði aðlaðandi og í heild sinni harla glögga mynd af íslandi og íslendingum; af frásögn lians er auðsætt, að þeir hafa eigi dregist aftur úr frændþjóðun- um á Norðurlöndum um fram- farir og þjóðfélagslegar umbæt- Ur hin siðari ár. Tlieodore Roosevelt yngri vekur einnig eftirtekt manna á þessu í hinum snjalla formála sínum að bók- inni, er lýkur með }>eim ummæl- um, að Ameríkumenn bafi gott af því að kynnast hinu íslenska lýðræði (Icelandic democracy). En höfundur formálans er son- ur Theodore Roosevelts forseta Bandaríkjanna (1901—1909), einhvers hins aðsópsmesta manns, sem skipað hefir þann valdasess og virðingar; en hann hafði, eins og Villijálmur tekur fram í kaflanum Um íslenskar bókmentir, dálæti á íslendinga- sögum, einkum Njálu, las þær sér til hressingar og hugléttis og kendi börnum sínum að meta þær. Loks er í bókinni þarfur kafli og fræðandi um ísland sem ferðamannaland og annar um íslendinga í Vesturheimi; er þar mjög stiklað á stærstu steinum, en þó gefur frásögnin góða hug- mynd um helstu landnám þeirra og drepur á þjóðareinkenni þeirra og menningarframlag í hinum nýja heimi. Ilefir bók þessi þegar vakið mikla eftirtekt og hlotið ágæta dóma i stórblöðunum amerísku. Hún er prýdd mörgum mjög góðum myndum. f viðbæti er allitarlg ritaskrá og töflur les- málinu til skýringar. Frágangur er allur hinn prýðilegasti. Næturlæknir: 1 nótt: Halldór Stefánsson, Rán- argötu 12, sími 2234. NæturvörcS- ur í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur apóteki. Affra nótt: Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6 B, sími 2614. Nætur- vöröur í Ingólfs apóteki og Lauga- vegs apóteki. Helgidagslæknir: Alfred Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Fyrirlestrar Dr. Einars Ólafs Sveinssonar. Þessir fyrirlestrar eru, svo langt sem komið cr, að ákaflega mörgu leyti nýstárlegir. Þeir fjalla ekki um fornbókmentir vorar á þann hátt, sem alment hefir verið gjört, hinn þrönga og að mörgu leyti fávíslega hátt málfræðinga, sem aðeins lesa orðin, en aldrei efnið. Dr. Einar les efnið með sín- um, vafalaust rétta liætti, enda þótt siá, er þetta ritar í einstöku smáatriðum ekki geti orðið hon- um samstígur, en sannleikurinn er sá, að eftir smáatriðunum á aldrei að dæma, þvi um þau hættir mönnum altaf herfilega við að verða ósammála og sjá síðan ekki aðalatriðin fyrir þeim. í síðara erindinu sýndi dr. Einar fram á það, hver hugar- farsskifti hefðu orðið með landsmönnum á Sturlungaöld, lýsti breytingunni frá hinu frumstæða eðli landnámsmann- anna, sem Egla lýsir, til hins riddarahugarborna sálarfars, sem ríkti hér að borgarastyrj- öldinni Iokinni og tók á sig bók- mentasögulega mynd í riddara- sögunum. Hann fylgir þessari hugsun fram með tilvitnunum í fornritin. En hann bendir jafn- framt á þær leiðir, sem legið hafa að landi voru fyrir þá strauma, sem þessu hafa valdið, erlendir eins og þeir voru. Hann bendir á samgönguleiðina og bókmentaleiðina, og jafnframt á það, að þessara strauma hafi gætt liér alveg frarn á síðustu aldir, en að þeir liafi vegna hug- arfars fólksins sem skapað var af hinu forna lýðfrjálsa stjórn- arfyrirkomulagi landsins aldrei getað velt sér yfir landið á sama hátt og þeir gerðu annarsstaðar; undirstraumur íslensks þjóðar- hugar hafi altaf jafnt fyrir það runnið undir skörum liins er- lenda íss. Erindi dr. Einars eru að vísu fræðileg, og ]>ó við allra liæfi, og það sem sérstaldega hefur þau upp er, að þau eru fyrsta opin- bera tilraun til þess, að sjá sög- urnar í ljósi menningarinnar — Evrópu-menningarinnar, — sem gjörð hefir verið hér svo vitað sé, og því er öllum, bæði stúd- entum háskólans og öðrum, holt að hlusta á þau. br. Milliliðakurteisi. Er landbúnaðurinn var Iátin hefja verðhækkun á innlendum afurðum, áður en lög mæltu svo fyrir, svo sem með smjörhækk- uninni, reis upp mikil óánægju- alda í bænum í því sambandi, bæði leynt og Ijóst. — Hús- mæðrafélagið liélt fund um þær mundir og gjörði samþykktir þar að lútandi og sendi réttum hlutaðeigendum til athugunar og varúðar. — Ekki andaði nú hlýrra til okkar húsmæðranna, frá þessum umboðsm. bænda en það, að fyrir nú utan að þeir virtu okkur ekki svars, er dæm- ir þá sjálfa, heldur færðu þeir okkur í nýársgjöf tvennar lcjöt- hækkanir og mjólkin tvisvar hækkuð, og ómögulegt er að giska á, hvaða kveðjur í þessa átt við fáum næst fná þeim. Mér datt svona kannske í hug að þetta væri milliliðalcurteisi, eins og það kvað vera aðallega milli- liðagróði eða jöfnuður, er þessar verðhækkanir valda í ágóðaátt- ina. — Það mun sönnu nær að ef bændur sjálfir hefðu mátt ráða verðlagi sinnar framleiðslu, hefðu þeir ekki orðið þeir fyrstu til að herða á innlendu dýrtíðinni, og láta liana grípa um sig í það óendanlega. Því þeir vita það óksöp vel að okkar kaupgeta er þeirra brauð að miklu, og varanlega og örugg viðskifti við okkur er þeim fyrir mestu. Og þeir liafa hvað eftir annað látið það uppi, kvað þeim vaxi það i augum hve lítið þeim sé skamtað af útsöluverðinu þó hátt sé. Þeir hafa þó mest fyrir þeim hlutum og eiga því mest að fá. — Eg veit að bændum þykir nóg um hvað við bæjar- búar verðum að greiða liátt fyrir afurðir þeirra og bera kvíðboga fyrir því hvar þetta lendi. Frið- samur almenningur spjT: Hvemig má forréttindastefnan ráða í þjóðstjórnarlandi? S. M. Ó. Nýja Bió: Hefðarkonan og' kiireláiiiu. Aðalhlutverk: Gary Cooper og Merle Oberon. Kvikmynd þessi, sem hvar- vetna liefir verið sýnd við mik- ið lof, er gerð af Samuel Gold- win, sem að eins lætur fyrsta flokks kvikmyndir frá sér fara. Þarna eru skrautlegar og skemíilegar sýningar rá hesta- mannamóti (Cowboy-Rodeo), frá hinum fræga baðstað Palm Beach o. s. frv. Gary Cooper Ieikur heiðarlegan, drenglyndan kúreka, en Merle Oberon glæsi- lega heimsmær. Bæði eru þau svo kunn fyrir leikhæfileika sína og glæsimenslcu, að óþarfí er að eyða orðum að, en rétt þykir að geta þess, að erlend blöð ljúka hinu mesta lofsorði á samleik þeirra í þessari mynd. Er hér um að ræða mynd skemtilegs efnis, sem gefur þessum frægu leikurum ótal tækifæri til þess að sýna sína fjölbreyttu hæfileika. Efni myndarinnar er ekki ástæða til til þess að rekja, en þó má nefna, að hefðarmærin, sem Merle Oberon leikur, fer á hestamannamótið með tveimur þernum frá heimili sínu, — þær hitta þrjá kúreka, og þær bjóða þeim með heim. Gary Cooper verður félagi hefðarmærinnar, sem verður ástfangin í honum. Eru þau gefin saman með leynd og veit hann ekki annað en að hún sé þerna. Er hann kemst að binu sanna rýkur hann frá henni og vill hvorki lieyra hana né sjá, en að lokum greiðíst úr öllu. Gamla Bíó: Hótel Imperial. Gamla Bíó sýnir þessi kvöld- in kvikmyndina „Hotel Imperi- al“. Er þetta mynd, sem gerð var í Bandaríkjunum, og var mjög til hennar vandað. — Er myndin efnismikil og stórfeng- leg. Gerist hún i Heimsstyrjöld- inni (1916), í Galiziu, sem þá var ýmist í höndum Rússa eða Austurríkismanna. — Aðalhlut- verk eru leikin af Isa Miranda og Ray Milland, og Don-Kó- sakkarnir lieimsfrægu syngja í myndinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.