Vísir - 12.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 12.03.1940, Blaðsíða 1
8» Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rii itst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 1940. ¦'.' < I ! SB 60. tbl. siéiiéé in Ennþá engin vissa um samkomulag. Yfirlýsingu Chamberlains vel tekið í Finnlandi. EINKASKEYTI frá United Press. — K.höfn í morgun. Finsku samningamennirnir voru enn í Moskva í morgun snemma og var þá ekki kunnugt, að neitt samkomulag hef ði náðst. Viðræðuf undir voru haldnir í gær og stóðu þeir fram eftir nóttu. Auk þeirra Ryti forsætisráðherra og Paasikiivi, taka Wald- en hershöf ðingi og Voinomas þingmaður þátt í sam- komulagsumleitunum af Finnlands hálf u, og munu þeir hafa verið valdir til ferðarinnar af Mannerheim herforingja. Það koma stöðugt fram ýmsar getgátur um tillögur Rússa, (Og í gær bárust fregnir um, að þeir væri farnir að slaka til, og þótti yfirleitt betur horfa, t. d. meðal stjórnmálamanna í Stokk- hólmi, en aðrir benda á, að varlegra sé að spá engu að svo stöddu. Rússar halda stöðugt uppi áróðri í garð Finna í blöðum og út- varpi og á vígstöðvunum er barist, eins og aidrei hefði verið minst á samkomulagsumleitaiiir um frið. Mikiivægt er talið, að því er afstöðu Finna gagnvart Rússum snertir, að Chamberlain ilýsti yfir því í neðri málstofunni í gær, að Bretland og Frakk- land vildu hjálpa Finnlandi með öllum þeim meðulum, sem þau hefðí yfir að ráða, og héfir þéisi yf iriýsing vakið f ögnuð, meðal finsku þjóðarinnar. Chamberlain lýsti éinnig yfr því, að bféska •.s'tjórnín hefði ekki viljað leggja tillögur Rússa fyrir finsku «tjornina, að beiðni Maisky sendiherra Sovét-Rússlands í Lon- <don, af þvi að breska stjórnin taldi þær svifta Finna sjálfstæði sínu. Þessar tillögur lagði svo sænska stjórnin fyrir finsku stjórnina, en sænska stjórnin neitar að hafa lagt að Finnum að semja við Rússa. Eduard Beattie, fréttaritari United Press í Finniandí, símaði í gær um viðhorf finsku þjóðarinnar til samkóhiftlagsumleítán- anna. Segir hann, að menn séu allkvíðnir út af samUötdtílágs- umleitunum, aðallega þó vegna þeirrar óvissu, sem ríkjandí M. Mikillar breytingar varð þó vart, er Chamberlain forsætisráð- herra hafði flutt ræðu sína í gær, og hefir hún aukið þær vonir manna, áð ekki verði gengið að neinum kröfum, sem skerða sjálfstæði Finnlands. Finnar eru yfirleitt þeirrar skoðunar, að því fari fjarri, að þeir hafi verið sigraðir. Þeir, sem mest ótt- uðust, að gengið yrði að kröfum Rússa, spurðu, segir Beattie: „Hefir þá alt, sem við höfum lagt í sölurnar, verið, fórnað til ónýtis? Vér viljum berjast áfram, frekar en fallast á skilmála sem Finnlandi er vanheiður í". Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Stjórnmálafréttaritari Times skýrir frá því, að finsku stórn- inni hafi verið kunnugt um það vikum saman, að Finnlandi stendur til boða, að fá alla þá hjálp, sem Bretar og Frakkar geta í té látið. Finsku stjórninni stóð slík hjálp til boða áður en Rússum tókst að brjótast inn i Mannefhe'imviggirðingarnar — og áður en tillögur sovét-stjórn- •arinnar rússnesku voru lagðar fyrir finsku stjórnina. Finsku samninganefndarmennirnir, er enn eru í Moskva, hafa því fulla vitneskju um tilboð Banda- manna, og einnig um afstöðu Svia og Norðmanna. Finska samninganefndin í Moskva hefir haft friðarskil- mála Rússa til athugunar, en um þá hefir ekkert verið birt opin- berlega enn þá. Það er talið lík- legt, að Finnar beri fram gagn- tillögur, og ætli sér að „spila út" án erlendrar íhlutunar. Besta trompspilið á þeirra hendi er loforð Bandamanna um auk- inn stuðning og er nokk- ur bjartsýni ríkjandi í Stokk- hólmi, en í Helsingfors kvíða- blandin eftirvænting, þótt þjóðin sé staðráðin í að láta ekki kúgast til þess að láta sjálfstæði sitt af hendi. NRP—FB. Daladier flyt- ur ræðu í dag Finnlandsmálin rædd á Frakklandsþingi. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Það er búist við, að Daladier forsætisráðherra Frakklands haldi ræðu í neðri málstofunni í dag og lýsi hinu sama yfir fyrir Frakklands hönd og Chamberlain í gær um stuðn- ing Bandamanna við Finnland, þ. e. að Frakkar muni veita Finnum állan þann stuðning, sem þeir niega. Finnlandsstyrj- öldin verður tíl umræðu í deild- inni að ræðu Daladiers lokinni. HÆKKUN FARMGJALDÁ. Farmgjöld hafástöðugthækk- að frá þvi í byrjuii styrjáldar- innar. Þau hafa áttfaldast áð því er trjákvoðu snértir, kolafárni- gjöld hafa sjöfaldast, kornv. 3.5 og á timbri 4.5 faídast. -— Á norskum skipasmiðastoðvriní eru nú í smíðum éiáft SönV érri1 SEINUSTU FRÉTTIR: Finnar krefjast réttlætis. Engar ofbeldistillögur verða samþyktar: Einkaskeyti frá United Press. -• . K.höfn, á hádegi. í seinustu fregnum frá Hels- ingfors segir, að harðir bardag- ar standi yfir á öllum vígstöðv- um, án þess nokkurar verulegar breytingar hafi orðið. Þrátt fyr- ir aðvaranir um lof tárásir i gær ríkir ró í höfðuborg Finnlands. Almenningur i Finnlandi bið- Ur af mikilli eftirvæntingu frek- ari tiðinda af samkomulagsum- ÍeiUihuhuhi i Moskva. Það er lögð áherslá § jjíið i Helsingfors, að f'insku samn- ingamennirnir í Moskva hafa ekki umboð til þess að gera neina bindandi samninga, beldur verður samkomulag- ið, ef sainan gengur, að leggj- ast fyrir finska ríkisþingið til fullnaðarsamþyktar. Eitt af kunnustu blöðum Finnlands segir i dag, að Finn- ar muni hafna öllum tillögum, sem eru þess eðlis, að ofbeldið sigri réttlætið . Vér sættum oss ekki við, að neitt sé tekið frá oss með yaldi. Ofbeldið getur ekki, þegar til lengdar lætur, l)orið réttlætið ofurliði. ÞtSK BLÖÐ ÁSAKA BANDA- MENN, Þýsk blöð eru harðorð i garð Bandanianna og segja, að þeir stefni að því vitandi vits, að draga Norðurlond inn í heims- styrjöldina. Finnar ætti að minnast þess, segir Völkischer Beobachter hvernig fór <íyrir Póllandi — það ógurlega for- dæmi ætti að vera þeim til að- yörunar. Og það mun hafa þau áhrif, að Norðurlönd láta ekki dra_ga sig inn í styrjöld. Þýsku blöðin segja, að Bretar séu pott- urinn og pannan i að gera Norð- urönd að orustuvelli. Þeir ætli sér að senda her yfir þau til Finnlands, en Frakkar eigi að ! bera byrðarnar á vesturvíg- 1» stÖðvunum og í bintrm nálægií Austurlöndum, ef til átaka skyldi koma þar. Verdur von Papéli ð$endilierra í Bóm? Rómaborgarför von Ribbentrops. EINKASKEYTI frá United Press. K.höfn í morgun. Þegar í gær var alment búist við, að ekki myndi neinna stór- tíðinda að vænta frá Rómaborg, vegna viðræðna von Ribben- trops við Mussolini, Ciano greifa og páfa. Blöðum ber yfirleitt saman um að samkomulagið milli Breta og ítala um kolaf lutn- inginn hafi orðið þess valdandi, að von Ribbentrop misti það spil, sem hann ætlaði að nota sem trompspil. Von Ribbentrop lagði af stað heimleiðis í gærkveldi. Sambúð Þjóðverja og ítala er talin óbreytt eftir heimsóknina og menn ætla, að Mussolini hafi ekki viljað breyta um stefnu, né takast nýjar skuldbinding- ar á herðar. Bretum hefir orðið stjórnmálalegur álitsauki að, samkomulaginu í kolaflutningadeilunni og bæði á Italíu og í Bretlandi er gert ráð fyrir, að Bretar og Italir muni brátt ná samkomulagi um víðtæk viðskifti. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. SEINUSTU FREGNIR UM ÁRANGUR AF RÓMABORGAR- FERÐ RIBBENTROPS. — VIDSKIFTALEG SAMVINNA. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Rómaborg er árangur- inn af ferð von Ribbentrops til Rómaborgar sá, að miðað verður að aukinni viðskiftalegri samvinnu Þjóðverja og Itala, og verði þessi samvinna látin ná til Dónár- ög Balkanlandanna, en bráða- birgðaáætlun verður gerð um að stofna til viðskiftalegrar sam- vinnu, í öllum austurhluta álfunnar, Eystrasaltslöndunum, Rússlandi og Finnlandi. Fregnum ber ekki saman um árangurínn af viðræðum páfa óg vön Ribbentrops. Þjóðverjar munu hafa gert sér vonir um bætta sambúð Þýskalands og samtals 30.Ö0Ö smálestir. Tala þéírra", s6m hafa virinu við skipásiiiíéar er stoðugt hækk- awdi síðaw 1938. NRP—FB. Vatikanríkisins, en ekkert hefir kvisast um viðræður páfa og von Ribbentrops, sem gefur neínar vonir í þá átt. Það er vit- að, að páfi mótmælti ofsóknum þeim, sem kaþólskir menn eiga við að búa í Póllandi og Þýska- landi, en ekki er kunnugt, að von Ribbentrop hafi lofað páfa neínni breytirigu á viðhoffinu til kaþölskra manna. Jónas Jónsson og Árni Jónsson ganga á sátta- fundínn í gær. Sættir tókust að sjálf- sögðu ekki. Ríkið kaupir síld- arverksmiðjuna á Kúsavík. llöffu, rafieita ogr hitaTeléa erw framtíðariíriauisnarefMÍ kaup- ÍlÍUSÍflBW. JúlíUs Mávstééri sýsíumaður hefir Öválið fiér í bænum frá því uiS s.l. mánaðamót, og hef- ir han* haft með höndum, samninga fý^ir hlutafélag það, sem á síldarv^erksmiðjuna á Husavík, við atvinnumálaráð- herra og stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins, sem fest hafa kaup á verksmiðjunni vegna ríkisins. Síldarverksmiðjan á Húsavik yiriri'ur um 400 mál á sólarhring og hefir verksmiðjan reynst vel á síðastliðnu ári. Brútto-vöru- sala verksmiðjunnar á s.l. ári mun hafa riumið um 400 þús., en hagnaður af rékstrinum hef- ir numið kr. 100 þús. ca., að þvi er talið er, en ríkið rak verk- smiðjuna i sumar. Salan miðast við 1. jan. 1939, þannig að, reksturinn er frá þeim tíma á.vegum ríkisins, og hagnaður allur. Bryggjan á Húsavik, sem Júlíus Havsteen sýslumaður hefir átt mestaji þátt í að gerð var, og sem hann telur besta fyrirtækið þar nyrðra og mestu lyftistöngina fyrir kauptúnið og héraðið, hefir gefið ágætar tekj- ur í sumar, og nú telur sýslu- maður að það, sem óhjákvæmi- lega þurfi að gera, sé að byggja skjólgarð suður úr Húsavíkur- höfða samkvæmt áætlun og uppdrætti Finnboga R. Þor- valdssonar hafnarverkfræðings. Hefir sýslumaður hreyft þessu Orðrómur gengur um, að von Papen verði skipaður sendi- herra Þýskalands i Rómaborg. Lausafregnir bárust frá Rú- meníu í gær, að von Ribbentrop hefði reynt að bæta sambúð It- ala og Rússa, en Mussolini hef ði neitað að samþykkja neinar til- lögur i þá átt, fyrr en Rússar 'hefði hætt að herja á Finna. ' niáli sl. tvö ár og nú hefir Fiski- félag íslands veitt málinu opin- beran stuðning. Auk þeirra beinu tekna, sem bryggjan hefir gefið af sér, þá mun rxu óhælt að fullyrða, að hinn óbeini hagnaður er miklu meiri. Hefir þannig verið reikn- að út, að ef bryggjan væri ekki myndi uppskipun vera kr. 10.00 hærri á hverju kolatonni en nú er og kr. 7—8,00 á hverju tonni af salti, en til Húsayikúr munu flytjast árlega 500—700 smál. af salti og 1500—2000 smál af kol- um, og liggur þá í augum uppi hvert þjóðþrifafyrirtæki brygg- an er. Er Vísir hitti sýslumann að máli nú í morgun, vakti hann einnig athygli á því, að nú væri Laxárrafveitan fullgerð og myndi reynast hið ágætasta fyr- irtæki, ekki aðeins fyrir Akur- eyri, heldur fyrir alla Þingeyj- arsýslu er stundir liða fram. Telur sýslum. einnig að hita- veita í Húsavik hljóti að verða næsta úrlausnarefnið strax og unt verður einhverju að um- þoka vegna styraldarinnar og kannske fyr, ef gæfan er með, og telur hann að hverahiti sé jafnvel í kauptúninu sjálfu og hefir sýslumaður farið fjam á það við rikisstjórn og Alþingi, að mál þetta verði gaumgæfi- Iega rannsakað. TEKJUR NORÐMANNA AF FERÐAMÖNNUM MINKA. Árið 1939 komu 239.000 út- lendingar til Noregs, en 169.000 árið þar áður. Þess er þó að geta að stöðugt fleiri útlendingar koma á hinum stóru ferða- mannaskipum, sem stundum eru kölluð „fljótandi gistihús". Tekjurnar af ferðamanna- strarimnum námu 72 milj. kr. i fyrra en 78 milj. kr. í hitt eð fyrra. NRP—FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.