Vísir - 12.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 12.03.1940, Blaðsíða 2
V í S I R DAGBLAD Utgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprcntsmiðjan h/f. Tíminn og gjald- eyrisfrumvarpið. TT INGAt) til liafa Tímamenn lialdið því fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi ekki sætta sig við aðra lausn í versl- unarmálunum en þá, að höftin yrði afnumin með öllu. Hafa þeir talið þessa afstöðu flokks- ins sprottna af þvi, að þeir sem mestu réðu teldu sig liafa hagn- að af því, að „ótakmörkuðu vöruflóði“ yrði fleytt yfir land- ið. Eftir að gjaldeyrisfrumvarp Sjálfstæðisflokksins er komið fram, eru þessar fullyrðingar að engu orðnar. Að vísu er það svo, að við hinar breyttu aðstæður, sem af styrjöldinni leiða, er þörfin á innflutningshöftum að margra dómi, bæði sjálfstæðis- manna og annara, minni en áð- ur hefir verið. Er á það bent, að vörur fást nú aðeins gegn staðgreiðslu, auk þeirra mörgu erfiðleika, sem á því eru, að fá vörur yfirleitt keyptar í venju- legum viðskiftalöndum. Af þessum sökum eru jafnvel ýms- ir þeir, sem hingað til hafa fylgt höftunum, þeirrar skoð- unar, að þau mættu að mein- fangalitlu hverfa. Eins og kunnugt er, er frum- varp Sjálfstæðisflokksins borið fram sem miðlunartilraun. Þess vegna er sneitt hjá höfuð- ágreiningsefninu, sem verið hefir, hvort höft skuli vera eða ekki. Tímamenn geta þess vegna ekki haldið því fram hér eftir, að tillögur sjálfstæðis- manna til lausnar ágreinings- málunum séu svo fjarri þeirra eigin sjónarmiði, að óbrúan- legt djúp sé staðfest þar á milli. En þegar því verður ekki leng- ur haldið fram, að sjálfstæðis- menn sýni það „ábyrgðar- leysi“, að vilja tefla gjaldeyris- afstöðu landsins út á við í voða með því að heimta ótakmarkað- an innflutning, er gripið til þess að rangfæra málamiðlunartil- lögu flokksins. Á laugardaginn heldur Tím- inn þvi fram, að verið sé að selja innflytjendum sjálfdæmi um það hverju varið sé til inn- kaupa á erlendum varningi. Þetta er mesta blekking. I frumvarpinu er valdið yfir þvi, hve miklu megi verja til vöru- kaupa, alls ekki i hendi innflytj- enda. f 2. gr. frumvarpsins stendur slcýrum stöfum: „Auk þessara þriggja manna eiga þar (i gjaldeyris- og inn- flutningsnefnd) sæti: Einn maður tilnefndur af bankastjór- um Landsbanka fslands og annar tilnefndur af bankastjór- um Útvegsbanka íslands, h.f. Starf þeirra er í því fólgið, að taka ákvörðun um heildarupp- hæð þess gjaldeyris, er nota á til greiðslu á vörum þeim, sem takmarkaður er innflutningur á og segja til um, hvenær bank- arnir geti látið þennan gjaldeyri af hendi“. (Leturbr. hér). Þetta sýnir hvilík staðleysa það er, að halda því fram, eins og Tíminn gerir að „þeir aðilar, sem hafa mestan hagnað af miklum innflutningi skuli ráða þvi, hversu mikið sé flutt inn af hinum takmörkuðu vörum.“ Verkaskiftingin samkv. frum- varpinu verður sú, að bankarn- ir ákveða hvað miklu fé sé var- ið til vörukaupa frá útlöndum Fulltrúar innflytjenda ásam oddamanni ríkisstjórnarinnar er falið að skifta þessu fé milli innflytjenda og vörutegunda Þetla er svo auðskilið, að hver meðalgreindur maður getur áttað sig á því, þótt Tímamönn- um virðist það ofvaxið. Allar full- yrðingar blaðsins um það, að verið sé að veikja gjaldeyrisað- stöðuna eru alveg út i bláinn. Tilraunir blaðsins til þess að spilla málinu með rangfærslum og getsökum geta tæplega kom- ið að lialdi, vegna þess að frum- varpið er svo Ijóst og einfalt, að hver læs maður á landinu getur áttað sig á efni þess. !! ISKKI it Einn af þeim göfugu eigin- leikum, sem Ameríkumenn hafa eignað fyrsta forseta sínum, Georg Washington, ér sá, að hann hafi verið allra manna sannorðastur. í hug- um margra landa sinna, er hann „drengurinn, sem kunni ekki að skrökva.“ Það er alment talið, að Jón- as Jónsson sé fáanlegur til að verða fyrsti forseti ís- lenska lýðveldisins. Og það er eins og hann sé farið að klæja eitthvað undan því, að hann þyki óþarflega þjálfaður í þeirri list, sem fyrsti Banda- ríkjaforsetinn var svo tor- næmur á. Nú leitar Jónas aðstoðar dómstólanna til þess að fá vottorð um sannleiksást sína. Er raunar seinheppilega af stað farið, því í upphafi þeirr- ar greinar, sem varð tilefni þéssa málareksturs gerir hann sig sekan í því, sem hann ætlar að afsanna. Jónas hefir færst margt í fang um dagana. En hann mun sanna það, að ekkert viðfangsefni hefir orðið hon- um erfiðara en það, að verða nokkum tíma í hugum landa sinna — „drengurinn, sem kunni ekki að skrökva.“ Árni Jónsson. Afmælis-fimleika- sýning K.R. Undanfarna daga hefir Knatt- spyrnufélag Reykjavikur minst afmælis síns á ýmsan hátt. — Síðasti liður hátíðahaldanna er fimleikasýning félagsins í kvöld kl. 9 í Iðnó. 3 flokkar úr K. R. sýna þar fimleika. Fyrst skal frægan telja úrvalsflokk kvenna sem fór til Danmerkur í fyrra og sem stóð sig svo prýðilega að danska þjóðin dáðist að. Þá koma fram á sjónarsviðið telp- ur 10—11 ára gamlar og munu vera hinar efnilegustu. Báðum þessum flokkur stjórnar Bene- dikt Jakobsson fimleikastjóri. Þá sýnir 1. flokkur karla und- ir stjórn Vignis Andréssonar fimleikastjóra. Er það í fyrsta sinn, sem þessi flokkur sýnir undir stjórn Vignis, en hann byrjaði að kenna karlaflokkum félagsins síðastliðið haust. Þá verður einnig til skemtun- ar: Steppdans, nemendur frú Rigmor Hanson, Alfred Andrés- son les upp og syngur gaman- Æthuganaleiðangur Arna Friðrikssonar fiskifr. á Reyk j aborginni 26. febr.-6. mars. Fiskiskýrslur. — Vertíðarhorlur. — Sjávarhitixm. Árni Friðriksson fiskifræðingur fór á Reykjaborginni í sein- ustu veiðiferð hennar dagana 26. febrúar til 6. mars, ti! ýmis- konar athugana. Hefir Vísir snúið sér til Árna Friðrikssonar og spurt hann nánara um athuganir hans í þessari ferð. Tók hann því vel sem vænta mátti og fer hér á eftir frásögn hans. í upp- hafi hennar bað hann Vísi, að flytja eigendum skipsins og þó sérstaklega skipstjóra þess, bestu þakkir, fyrir margskonar að- stoð og greiðvikni. Tilgangur fararinnar. Tilgangur fararinnar var að- allega tvennur, sagði Árni Frið- riksson, í fyrsta lagi það, að at- huga hvort ekki væri hægt að bæta fiskiskýrslurnar, skýrsl- urnar um ísfiskveiðar togara, án þess að leggja yfirmönnum skipanna of þungar byrðar á Iierðar. Og í öðru lagi, að kynn- ast eftir megni fiskistofnunum, sem togaraútgerðin lifir nú á, sem og sjávarhita o. fl. Mér til mikillar gleði komst eg að þeirri niðurstöðu, að vel er hægt að hæta fiskiskýrslurnar til stórra muna, án þess að það hafi í för með sér aukið erfiði svo að nokkru nemi. Aðalatriðið er að fá upplýsingar um hvað veiðist mikið á hverjum stað, miðað við fyrirhöfn, og ætti þá breytingin að vera í þvi fólgin, að slíkar upplýsingar bættust við þá sundurliðun, sem þegar er gerð. Eg mun á næstunni seilast til samvinnu við útgerð- armenn og sjómenn um þessi mál. Fiskistofnarnir. Þér spyrjið um fiskistofnana. Því miður verður að segja, að sá þorskur, sem góð, gamaldags vetrarvertíð á að byggjast á, er ennþá ekki genginn hér á mið. ísfiskveiðar togara hyggjast nú að mjög verulegu leyti á ýsu, og virðist vera mikil mergð af henni í norðanverðum flóanum. Þegar fiskur er veiddur til út- flutnings í ís, má alls ekki taka kvarnir úr honum, og helst ekki hreistur heldur, því að þá rýrnar varan í sölu á erlendum markaði. Af þessu leiðir, að eg hefi því miður ekki getað gert aldursákvarðanir, nema að því leyti, sem hægt er að marka aldur fiska eftir slærðinni. Yf- ir 70% af ýsunni, sem veiðist núna, virðist vera einn og sami árgangur, fjögurra ára ýsa. Ef hann væri ekki fyrir hendi, myndu ísfiskveiðar togara ekki líkt því geta svarað kostnaði. Eg geri i'áð fyrir, að varlega sé á- ætlað, þótt talið sé, að þessi eini árgangur skili 1500 sterlings- pundum í hverri söluferð, ef hægt er að draga ályktanir út frá þessari einu ferð minni með Reykjaborginni. Þetta kemur ekki flatt upp á okkur, því þessari ýsu (klakin úr eggi 1936) höfum við kynst áður, fyrst 1 Faxaflóa 1937, svo við Vestmannaeyjar 1938, 1939 og 1940, og nú í togaraaflanum. i i Þorskurinn. Af þorski virðist vera talsvert í flóanum, en þar er að ræða um fisk, sem hefir vaxið hér upp og svo leifar af eldri stofn- um. Á liinn bóginn er það ber- sýnilegt, að þeir árgangar (9 og 10 ára fiskur), sem við vitum að er mikið af í sjónum, eru ekki ennþá gengnir hér á mið. vísur, hinir tveir vinsælu söngv- arar, Sveinbjörn Þorsteinsson og Ólafur Beinteinsson syngja nokkur lög. Er enginn efi á, að bæjarbú- ar munu fjölmenna á þessa skemtun K.R.-inga og mun viss- ara að ti'yggja sér aðgang í tima. J. Nú skyldi maður varast að leggja dóm á vertíðai'hox'furn- ar eftir viðhorfinu núna, þar sem kunnugt er, að langþýðing- ai’inesti liluti liennar, eru mán- uðirnir mars og apríl, þó sér- staklega april. Ef við tökum til dæmis eina mjög góða vertíð, nefnilega árið 1930, og lítum á hvernig afli var þá, t. d. í Vest- mannaeyjum, sjáum við, að þar veiddust aðeins um 80 skpd. af stói'fiski í janúar, 2800 í febrú- ar, en tæp 20.000 i mars og rúm 20.000 í april. Það er því ekki loku fyrir það skotið, að fiskur eigi eftir að ganga á vanalegar vertíðai’slóðix', þótt hann hafi ekki gert það enn, en hvort hann gei'ir það verður vitanlega ekkert fullyrt. Sjávarhitinn. Eins og lesendur Vísis hafa heyrt hvað eftir annað, hefir sjávaihiti hér við Island hin síð- ax'i ár verið mun hærri en venj- an var áður. Hitamælingar okk- ar á Reykaborginni sýna, að svo er enn. Að vísu er yfirborðshit- inn niður á 50 metra dýpi nokk- uð nálægt lagi eða um 4 stig, í stað 31/2 stigs, eins og hann ætti að vera. En þegar við komum niður á 150 til 200 metra dýpi, þá vex liitinn upp í 6 til 6^/2 stig, Árni Friðriksson i stað þess, að hann ætti að vei’a þar kringum 4 stig á þessum tima árs. Nú er á það að líta, að sjávarhitinn á eftir að hækka um h. u. b. hálft annað stig þangað til aðalhrygningartími þorsksins er kominn, og ætti hann þá að vera orðinn 7y2—8 stig við botninn á venjulegum fiskileitum hér í Faxaflóa og þá væntanlega meiri við suðui’- ströndina. Nú hefir okkur virst kjörhiti fyrir hi'ygnandi þorsk vera 6V2—7J/2 stig, en af þvi leiðir, að upp .úr miðjum apríl verður sjórinn orðinn fullheitur hér í Faxaflóa, hvað þá heldur við suðurströndina. Um það skal ekki dæmt, livort kaldari sjórinn muni halda sér á grynnra vatni og þorskurinn því ganga inn í firði og víkur, eða hvort hrygning fer fram norðan við vanaleg lirygningar- s\æði, þar sem hitaskilyrði eru hentugri. Hámarkshraði bifreiða 60 km. utan kauptðna. Hægri handar umíerð - - með und- antekningum þó, að því er snertir gangandi fólk. Frumvarp til bifreiðalaga hefir samgöngumálanefnd borið fram í Nd. samkvæmt tilmælum dómsmálaráðherra, en vega- málastjóri hefir athugað frumvarpið nákvæmlega og gefið á því ýmsar skýringar. Frumvarp þetta var síðast flutt á Alþingi árið 1938 af sam- göngumálanefnd Ed., en komst þá aðeins til 2. umr. í deildinni, en síðan hafa vei’ið gerðar á þvi nokkrar breytingar og eru þess- ar lielstar: Lagt er til að hámarksliraði aksturs verði hækkaður i 60 km. utan kaupstaða og kaup- túna, en í þeim og í þéttbýli má hraðinn aldrei vera meiri en 30 km. á klst. Ökuhraða skal þó á- valt hagað eftir gei’ð bifreiðar- innar, umferðinni og ástandi vegarins, en hraðinn má aldrei vera meiri en svo að stöðva megi bifx-eiðina á % þess hluta veg- ai’ins, sem auður er og hindrana- laus framundan og bifreiða- stjóri hefir útsýn yfir. Til sam- anburðar má geta þess að í Nor- egi er leyfður alt að 60 km. hraði, í Danmörku 60 km. og ó aðalbrautum 80 km., en í Sví- þjóð er aksturshraðinn óbund- inn utan bæja. Felt er burtu ákvæði um 35 km. hámarkshraða þegar ekið er með Ijósum og látið gilda þar um ákvæðið í 4. mgr., „að á Ijósatíma megi ekki aka hraðar en brautarlýsingin, þ. á. m. lýs- ingin frá Ijóskerum bifreiðai’- innar leyfir.“ Þá hefir frumvarp til um- j ferðalaga einnig verið lagt fram i af sgmn. í Nd., að tilhlutun j dómsmálaráðh. ogþarákvæðum gildandi vegalaga breytt þannig að eflii’ gildistöku laganna verð- ur hægri liandar umferð upp- tekin, þannig að ökumenn skulu halda sig hægra megin á vegi og vikja til hægri fyrir þeim, ér móti koma, en hleypa fram fyrir á vinstri hönd, þeim sem fram úr vilja. Gangandi menn skulu nota gangstélt, eftir því sem við verð- ur lcomið, þar sem hún er með- fram akbraut. Af gangstétt er aðeins heimilt að ganga þvert yfir götu. Öðrum en gangandi mönnum er óheimilt að nota gangstétt, en jxí má fara um hana með barnavagna og barna- sleða. Þar sem engin gangstétt er, skulu menn gæta sérstakrar varúðar og balda sig utarlega á akbrautinni og við vinstri brún hennar, þegar því verður við komið, en jafnan víkja greiðlega fyrir ökutækjum og ríðandi mönnum yst út á sömu vegbrún og gengið er við, eða út af vegi„ ef þörf er og því verður vel við komið. Gangandi menn skulu halda sig hægra megin og jafnarr víkja til hægri fyrir öðrum. Þegar tveir ökumenn stefna svo, að leiðir þeirra skerast, skal sá víkja, er hefir liinn á hægri liönd, en þó skal sá, er kemur frá liægri gæla fylstu varúðar. Vinstri liandar umferð er nú að eins í Stóra-Bretlandi, Sví- þjóð og Ungverjalandi, en búisfc er við að tvö hin síðastnefndu löndin breyti bráðlega um £ þessu efni. Ýmsar fleiri breytingar felasi í frumvarpum þessum báðum, frá því sem verið hefir til þessaw en allar eru þær smávægilegar. Kaupstefnan í Lyon verður haldin dágana 13. til 21. apríl. I 4. sinn verður kaupstefnan í Lyon lialdin á stríðstímum. í mars 1916, þegar orustan við Verdun stóð sem liæst, var hún haldin i fyrsta- sinn.. Þegar 1915 fóru helstu iðn- rekendur í Lyon, í samráði við borgarstjórann, Edbuard Herri- ot, að lnigsa um að endurreisa hinar fomu Lyon-kaupstefnuiv sem svo mikinn þátt liöfðu átt i uppgangi borgarinnar á mið- öldum, svo sem ýmsar fornar leifar benda til. Þessi kaupstefna, sem bar vott um traust á framtíð Frakk- lands, átti að sýna vilja á að efla verslunarsamöbnd milli allra vinveittra þjóða. Þrátt fyrir óvissu og örðug- leika, sem stofnendur Lyon- kaupstefnunnar áttu við aö stríða, héldu þeir samt óti’auðir áfram starfi sínu, því að þeir vissu, að þeir voru að vinna fyrir heill föðurlandsins. Nýir iðnrekendur bættust i hóp þeirra, sem 1916 höfðu byrjað kaupstefnuna. 1918 voru þeir 3000 og 1919 4500; þar af voru 1500 útlendir. 24 ár eru liðin. Með sama á- kafa, með sömu trú og með þeim lcrafti, sem reynslan gef- ur, er nú verið að undirbúa Ly- on-kaupstefnuna 1940. — Hún liefst laugardaginn 13. april og henni verður lokið sunnudaginn 21. apríl. Án þess að liika og með sama ákveðna viljanum, liafa iðnrek- endurnir lagt sig fram. Þeir vilja sýna hinum útlendu kaup- endum, sem þeir búast við að verði fjölmennari en áður, að hin franska framleiðsla á sitt góða álit skilið. Listiðnaður, tiskuvarningur, matvörur, franskar gæðavörur yfirleitt verða sýndar svo sem venja er til í hinni miklu sýn- ingarhöll i Lyon. Hinn franski iðnaður hefir verið fljótur að laga sig eftir liinum nýju aðslæðum , sem sköpuðust við styrjöldina. — stjórnin varð að gera ýmsar ráðstafanir vegna hernaðarins, sem ollu miklum erfiðleikum á sviði viðskiflanna. En viðskiftin eru lífi þjóðar- i innar nauðsynleg, og þau verða efld svo sem mögulegt er. Stjórn Lyon-kaupstefnunnar liugsar fyrst og fremst um að gera útlendingum auðvelt um aðgang að kaupstefnunni og að allar pantanir, sem gerðar verða fái skjóta afgreiðslu. STÓRÞINGSKOSNINGAR 1. OKT. Dómsmálaráðuneytið norska mun að líkindum álcveða að Stórþingskosningar fari fram 1. október næstkomandi, en sveit- ar- og bæjarstjórnarkosningar 20. okt. — NRP-FB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.